Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 23. september 2008
Takk þið
Mikið þakka ég ykkur vel fyrir afmælis- og heillaóskirnar. Bæði hér á blogginu, fésbókinni, tölvupóstinum og in real life.
Það er svo gott og gaman að finna að fólk hugsi til manns.
Ég var vakin upp með afmælissöng, kortum og gjöfum í morgun og það var ekki leiðinlegt.
Svo tókst einum manni (nefnum engin nöfn en hann er ekki breskur) að móðga mig í morgun svona aldurslega séð. Hann sá að sér og reyndi að klóra í bakkann en eins og þið vitið þegar karlmenn fara í það panikk ástand, þá gera þeir illt verra.
Ég skundaði út af vinnustaðnum mínum um kl. tvö í dag og það sást varla í mig fyrir blómvendinum sem ég fékk frá vinnunni. Honum fylgdi einnig gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn VOX svo ég og Bretinn munum gera okkur glaðan dag þar fljótlega. Takk fyrir það G.M.S. (og Íris að sjálfsögðu).
Mitt yndislega samstarfsfólk laumaði líka að mér afmælisgjöf en hún var í formi Evra og er það ekki ónýtt fyrir Berlínar ferðina sem stendur fyrir dyrum í lok næstu viku. Ég þakka fyrir það, en ekki síður Bretinn. Þetta mun skila mér heim frá úttttlöndum með lægri visa reikning en ella.
Útgefandinn minn og frú ritstjóri sendu mér yndislegan blómvönd og kvöldinu ætla ég að eyða með mínum nánustu við át og drykkju.
Mun væntanlega skila mér bæði syfjuð og létttimbruð í vinnu á morgun. Og þá verð ég komin á fimmtugsaldurinn.
Mánudagur, 22. september 2008
Átmaraþon, bakstur og magakveisa
Ég stimplaði mig ekki inn í vinnu í morgun þar sem sá Einhverfi var með magakveisu. Reyndar get ég unnið hér heima. Það hjálpar upp á sakirnar.
Í dag er síðasti dagurinn sem ég er þrjátíu-og-eitthvað og DV hringdi í mig eftir hádegi. Þeir eru alltaf svo æstir að segja frá afmælum fólks. Þegar ég var að vinna á smáauglýsingadeild blaðsins þá var þetta þannig að þeir sendu öllum bréf sem áttu stórafmæli og skilaboðin voru þau að ef fólk vildi EKKI láta segja frá afmælisdeginum þá átti það að hringja í blaðið og láta vita. Að öðrum kosti yrði nafn, fæðingardagur o.þ.h. birt.
Mér fannst þetta alltaf flokkast undir frekju á hæsta stigi og finnst ennþá. En samt er eitthvað fyndið við þetta. Ég veit ekki hvert fyrirkomulagið er í dag. Hvort þeir kunni sig betur og hringi í alla eða hvað.
En það hringdi sem sagt í mig hress og indæll maður og bað um leyfi. Ég bað hann vinsamlega að gera aðra tilraun eftir 10 ár. Hann tók því vel og sagðist myndi skilja eftir miða á borðinu sínu ef hann skyldi vera hættur. Það þótti mér fyrirtaks hugmynd og við kvöddumst með virktum.
Seinnipartinn í dag fór ég í hár-dekur þar sem hárgreiðsludaman lýsti yfir hrifningu á því hvað gráu hárin mín rynnu skemmtilega saman við strípurnar, svona platinum ljós. Minn náttúrulegi háralitur er sem sagt orðinn silfurgrár. Ekki amalegt það. Bráðum get ég bara hætt þessu strípuveseni.
Ég er ennþá með magaverk eftir að hafa tapað mér í 5 klukkustunda áti hjá Önnu systur í gær, þar sem hennar yngsti gaur átti afmæli.
Í kvöld gætti ég þess að vera búin að gúffa í mig kjúklingasalati áður en Bretinn kom heim. Ég vissi nebblega hvað til stóð. Nú stendur hann í eldhúsinu og brælan af beikoni og eggjum leggur um húsið.
Sá Einhverfi gerði okkur klárlega ljóst að magakveisan væri á undanhaldi þegar hann heimtaði kjúkling og hrísgrjón í matinn upp úr þurru. Svo vonandi get ég hent honum í skólabílinn í fyrramálið.
Ég ætla að druslast út í göngu-/skokktúr og telja mér trú um að það leki af mér allar 5876 kaloríurnar sem ég setti ofan í mig í gær.
Á mínum vinnustað er brottrekstrarsök að koma ekki með köku á afmælisdaginn sinn og því mun ég seinna í kvöld þurfa að standa í svínafitusteikingarbrælunni og hræra í eins og eina súkkulaðiköku.
Sunnudagur, 21. september 2008
Flagð undir fögru...
Ég er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana. Sennilega er ástæðan sú að hugurinn er við bókina. Sem er nú á lokasprettinum. Örfáar breytingar, ákvörðunartaka um kápu og svo fer hún í prentun. Sennilega í lok vikunnar.
Á meðan bloggletin varir og ég svona ófrjó í hugsun, sæki ég bara í gamalt efni og þar sem ég þarf að hugsa minn gang er upplagt að rifja upp þessa örsögu:
Flagð undir fögru...
Hann vissi að hann yrði að segja skilið vinkonu sína. Því fyrr því betra. Reyndar hefði hann átt að vera löngu búin að því. Það voru svo mörg ár frá því að hann vissi hvernig hún var innrætt. Undirförul. Lét honum líða svo vel. Fullnægði honum. En undir hvítu og sléttu yfirborðinu leyndist banvæn blanda. Hún vildi honum ekkert gott og hafði aldrei viljað. Takmark hennar frá þeirra fyrstu kynnum var að gera hann veiklundaðan. Háðan sér og þeim tilfinningum sem hún vakti.
Hann hafði barist gegn þessum tilfinningum svo lengi. Logið að sjálfum sér. Allt til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun. Hann vildi hana úr lífi sínu. En samt hélt hann í hana dauðahaldi. Þrátt fyrir að hann vissi að það væri aðeins spurning um tíma hvenær hún dræpi hann. Hún var nú þegar byrjuð að myrða hann á sinn hægláta, hljóða og undirförla hátt.
Ákvörðunin var skyndileg og kom honum á óvart. En skyndiákvarðanir eru oft þær sem auðveldast er að standa við. Hann þreif í hana og fleygði henni á jörðina. Það var heift í hreyfingum hans. Tilfinning sem hann vissi ekki að hann ætti til. Það var nautn að traðka á henni og þrýsta ofan í svaðið. Hann þrýsti henni svo fast ofan í drulluna að hún hvarf sjónum hans. Loginn var slokknaður. Að eilífu. Það var þungu fargi af honum létt. Tilfinningin var ólýsanleg.
Hann gekk að næstu ruslagámi og losaði sig við það sem eftir var. Hægt og rólega tók hann hverja og eina sígarettu sem eftir var í pakkanum og braut í tvennt áður en gámurinn gleypti þær. Þessu var lokið.Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Orkuþjófurinn litli
Ég hef misboðið Þeim Einhverfa hvern dag vikunnar.
Einhvern veginn hafa hlutirnir æxlast þannig að ég hef þurft að breyta vikuplaninu á einhvern hátt, hvern dag. Og þar sem vikuplanið er það fyrsta sem hann athugar þegar hann kemur heim með skólabílnum hefur hann ekki átt gleðilegar heimkomur.
Handskrifaðar breytingar á plagginu sem hangir á ísskápnum, falla í grýttan jarðveg og glaði guttinn breytist í sorgmæddan, ráðvilltan og reiðan strák. Það er lítið sem ég get gert nema að halda utan um hann og fullvissa hann um að allt verði í lagi.
Hann langar örlítið til að kyrkja mig en lætur sér nægja að dangla í mig. Ekki fast, eins og hann átti til hér áður fyrr. En nóg til þess að ég verð að setja í brúnirnar og láta eins og ég sé reið. Sem ég er ekki. Og það skiptir hann máli, sem betur fer.
Í gær sat ég með hendur í skauti og bjó til fjarlægð í huganum. Ég varð að gera það til að orka útgrátið andlitið og bænarróminn í röddinni; ''ekki stroka út ekki stroka út'', en þar vísaði hann til þess að ég hafði krotað yfir ''rúta-heim'' á föstudagsplaninu. Fríða Brussubína ætlar að sækja hann í Vesturhlíð því mamman þarf að komast í partý, sjáiði til.
Eftir að hann róaðist nógu mikið til að hætta að skæla og fara að sinna einhverju öðru (þó ég heyrði tautið í honum ofan af lofti: ''bara heim bara heim'') þá fann ég allt í einu að mér leið eins og undinni tusku og hreinlega sveif á mig svefnhöfgi. Öll orka var uppurin.
Ég ræddi þetta við Önnu systir í gærkvöldi. Hún kannast mjög vel við þessa tilfinningu þó að af aðeins öðrum orsökum sé.
Og við vorum sammála um það, að hér áður fyrr, þegar hver dagur litaðist að slíkum uppákomum, þ.e. þær voru regla frekar en undantekning þá brölti maður einhvern veginn í gegnum þetta. Á aukaorku og á hnefanum. Án þess í rauninni að vera meðvitaður um það. Þetta var bara svona og ekkert við því að gera.
Nú í seinni tíð, þegar þessar uppákomur eru sjaldgæfari og líður langt á milli þeirra, þá er eins og ég hafi minni orku. Ég hef meiri þolinmæði, en minni orku. Og akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, skil ég afhverju það er. Það er vegna þess að pjakkurinn er orðinn svo duglegur að tjá sig. Og nota mismunandi blæbrigði. Og horfa í augun á mér. Og biðja með orðum og augnaráði. . Það er erfitt að hunsa slíkt.
And maybe I'm just too old for this shit.....
Mánudagur, 15. september 2008
Pæling vikunnar
Á næstum því hverju kvöldi, þegar ég leggst til svefns, stend ég mig að því að muna skyndilega eftir símtalinu sem ég ætlaði að hringja þann daginn, en aldrei var hringt eða dyrnar sem ég ætlaði að banka á en gerði ekki.
Fólk sem mér þykir undurvænt um sem ég ætlaði að heyra í til að þakka fyrir síðast, segja hversu vel ég skemmti mér í afmælinu eða hvað spallið yfir rauðvínsglasinu eða kaffibollanum hefði verið yndislegt og kærkomið. Eða bara til að segja: hvað gerðir þú í dag?
Undurfljótt verður þessi dagur sem símtólinu var ekki lyft, að viku. Vikan að mánuðum...
Kannist þið við þetta?
Í mínu starfi hangir símtæki á eyranu á mér allan daginn. Ég viðurkenni að oft á tíðum, þegar heim er komið, búið að fæða alla, skamma og knúsa eftir því sem við á, og henda í bælið, þá er það síðasta sem mig langar að gera er að bera símtæki upp að eyranu. Fyrir utan það að Bretinn þarf stundum örlitla athygli. Hann er svo sem ekki kröfuharður en einhvern tíma verðum við að hafa til að tala saman án þess að það sé yfir litla hausa og lítil blakandi eyru.
Æi tíminn bara flýgur áfram og ég vildi svo gjarnan vera í mun nánara sambandi við allt þetta fólk sem ég elska og á fortíð með á einn eða annan hátt.
Vinnum við ekki of mikið krakkar? ha? Er ekki mun algengara að við lifum til að vinna í stað þess að vinna til að lifa?
Alveg eins og ég gera of mikið af því að lifa til að éta í stað þess að éta til að lifa.
Ég þarf að komast á námskeið í forgangsröðun. Er það til?
Mánudagur, 15. september 2008
Ég er húmorslaus þessa dagana er mér sagt
Sá Einhverfi er orðinn sjálflærður á laptoppinn minn. Tekur excel skjalið sem ég set dagatalið hans upp í og umbreytir því eins og honum hentar.
Samkvæmt planinu eins og það lítur út núna, þá verður pizza í matinn nk laugardag og hann ætlar að horfa á Söngvaborg frá 1-4 og Pippi Langströmpe. Og á sunnudag ætlar hann að fá bæði nammi og súkkulaðiköku.
Einhvers staðar uppgötvaði hann líka tonlist.is og finnur sér lög þar til að hlusta á.
Ég yrði ekki undrandi þó hann tilkynnti í næstu viku að hann væri búinn að finna sér íbúð og væri kominn með leyfi fyrir æfingarakstri.
---
Gelgjan fór í dag (sunnudag) að heimsækja Hafliða frænda sinn (sonur Önnu systur) og undi hag sínum einkar vel.
Ég hringdi um kl. 20 í hana og spurði hvort hún væri tilbúin að koma heim.
Nei, svaraði hún. Ég ætla að vera hér næstu tvo tímana.
Þá hækkaði ég röddina og fór í forráðamanns-gírinn. ANNA MAE EKKI GLÆTA. ÞAÐ ER SKÓLI Á MORGUN..
Mamma! Röddin var ískyggilega róleg og yfirveguð. Ég var að djóka.
Nú sagði ég. Er ég gjörsamlega húmorslaus þessa dagana?
Það er rétt hjá þér móðir, sagði Gelgjan.
Og móðirin er ekki bara húmorslaus heldur gjörsamlega ábyrgðarlaus. Þegar ég fór að sækja barnið, dvaldist mér svo lengi í eldhúsinu hjá systur minni við kjaftavaðal, að djókið var orðið að staðreynd.
Nú drepur pabbi þinn mig, sagði ég við dóttirina kl rúmlega tíu og rak hana í skó og út um dyrnar.
Stundum fær hún sínu framgengt, alveg óvart.
Laugardagur, 13. september 2008
Nokkrir góðir í morgunsárið
Pósthólfið mitt (þ.e. tölvupósturinn) var orðinn ansi mettur og ég var að hreinsa til í honum þegar ég rakst á þessa brandara. Þeir eru auðvitað hvorki frumsamdir né nýir en ansi góðir. Fínir yfir morgunkaffinu.
Good day and enjoy people.
p.s. ég held svei mér þá að þessi um Gunnu á Kalkofnsgötu sé minn uppáhalds brandari, ég get endalaust hlegið að honum.
-----
Guðmundur var að spjalla við Tom, kunningja sinn í Kaliforníu.
Ég er að fara til La Jolla í næstu viku," sagði Guðmundur.
Þú átt að segja La ' Hoj-a '!" greip Tom fram í.
Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu."
Þú meinar El Ca ' Hóne ' hótelinu!" leiðrétti Tom aftur.
Úps, ég skil."
Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?" spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí."
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Tveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.
HJÁLP, HJÁLP," kallaði annar þeirra.
Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!" sagði hinn.
Góð hugmynd," sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
SAMAN, SAMAN ..."
----------------------------------------------------------------------------
Gunna gamla dó og Jón, maðurinn hennar, hringdi í lögregluna.
Hvar býrðu í bænum?" spurði lögreglumaðurinn.
Við syðri endann á Kalkofnsgötu," sagði Jón.
Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig."
Eftir langa þögn sagði Jón: Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?"
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína," hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
Ég er enginn ræningi," urraði maðurinn hneykslaður. Ég er nauðgari!"
Guði sé lof," sagði Sigfús og andaði léttar. Þrúða mín, þetta er til þín!"
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú kemur seint," sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!"
Hvað gerðir þú?" spurði sá dökkhærði.
Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig."
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Njótið dagsins í dag því hann kemur ekki aftur
Fimmtudagur, 11. september 2008
Fertug í freestyle
Það sem manni dettur ekki í hug og lætur hafa sig út í.
Nú hefur hún Katrín megabeib kallað saman hóp af kellum í Freestyle fyrir 20+.
Tuttuguplús-mæ-ass....
Ég rétt næ að verða fertug áður en ég stíg mín fyrstu spor um ævina í freestyle. Þetta verður eitthvað spaugilegt, er ég viss um.
Gelgjan hefur stundað freestyle dans síðustu 2 ár og staðið sig assgoti vel. Í dag var hún svo færð upp um hóp og var að vonum ánægð með það. Fær að æfa dans með stelpunum sem eru 2 árum eldri en hún.
Ég gat ekki verið minni manneskja en dóttir mín og tilkynnti henni við kvöldmatarborðið hvað stæði til.
Nú er ég að fara í freestyle Anna Mae
Hún gaut á mig augunum yfir kjötbollurnar og ég gat séð hvað hún hugsaði: Góði Guð ekki láta mömmu fara að æfa dans á sama stað og ég!
Ertu ekki að djóka mamma, sagði hún
Nei nei. Ég ætla að fara með nokkrum konum að æfa freestyle. Hvað.. er eitthvað að því, sagði ég hálfmóðguð yfir efasemdum minnar eigin dóttur á danshæfileikum móður sinnar.
Neee nei nei sagði Gelgjan en augnaráðið sem ég fékk sagði: you are not gonna make it mother.
En ég ætla að sýna henni hvers móðirin er megnug. Hver veit... kannski verðum við bara með nemendasýningu á Broadway og ég fer í splitt og allt.
Þriðjudagur, 9. september 2008
Pabbi er ''hann''
Sá Einhverfi situr íhugull við tússtöfluna sem foreldrarnir gáfu honum í afmælisgjöf. Það er greinilegt að í hans huga er ekki langt í næstu stórhátíð.
Afmælinu, stærstu hátíðinni er lokið og sú næsta (ekki eins merkileg hátíð), jólin eru rétt handan við hornið. Að minnsta kosti blasir við á tússtöflunni, fagurgrænt jólatré með kúlum á hverri grein. Við hliðina á tréinu stendur rauður pakki með hvítum borða og undir borðann hefur verið stungið til-og-frá korti. Þessi pakki er greinilega merktur stuttu og laggóðu nafni: IAN.
Það er gott að hafa eitthvað að hlakka til.
Í síðustu viku fékk drengurinn það verkefni í skólanum að flokka orð eftir því hvort þau væru kvenkyns eða karlkyns.
Á borðið hans voru sett lítil plastlíkön. Annað af karli og hitt af konu. Við konuna var settur miði sem á stóð ''mamma'' og við karlinn var miði sem á stóð ''pabbi''. Gert til að auðvelda honum að skilja muninn á karlkyni og kvenkyni.
Svo var honum afhent karfa með tuttugu miðum í. Á hverjum miða var eitt orð og átti hann að raða karlkynsorðum undir ''pabbann'' og kvenkynsorðum undir ''mömmuna''.
Þegar Halldís kennari setti sig í stellingar og ætlaði að fara að útskýra þetta glænýja verkefni fyrir Þeim Einhverfa sagði hann, sennilega með nokkrum þjósti; ''gera sjálfur''.
Hún ákvað að láta hann eiga sig um stund og fór að sinna hinum krökkunum. Þegar hún kom til hans nokkru seinna, var öllum 20 orðunum raðað á réttan stað.
Þrátt fyrir að líkurnar á að öll orðin hefðu ratað á réttan stað fyrir tilviljun, væru auðvitað hverfandi, var verkefnið lagt fyrir hann aftur tveimur dögum seinna. Niðurstaðan breyttist ekki neitt.
Við erum öll gapandi. Höfum enga hugmynd um hvaðan hans vitneskja um skilgreiningu á ''hann'' og ''hún'' kemur.
En hann ræður ekki eins vel við þetta munnlega. Ekki enn. Enda er hans sterka hlið allt sem er sjónrænt.
Daginn sem komst upp um þessa snilligáfu hans, prófaði ég hann í þessu munnlega hér heima.
Hvað er pabbi? pabbi er hann. Hvað er mamma. Mamma er hún o.sfrv.
Hann nennti þessu ómögulega og tilkynnti mér skyndilega að klukkan væri níu. Sem hún var. Og það var ný ástæða til að fagna, því þó ég hafi vitað að hann væri að læra heila og hálfa tímann í skólanum, hefur það ekki virst yfirfærast á aðrar aðstæður en mynd af klukku á blaði.
Veiiiiii Ian komdu og sýndu pabbi hvað þú ert duglegur á klukku, hrópaði ég upp yfir mig. Alveg að fara á límingunum auðvitað yfir þessu gáfnaljósi sem ég á.
Krakkinn skundaði heldur pirraður upp að Bretanum og setti sig í stellingar. Benti á armbandsúrið sitt og sagði: klukkan er níu, pabbi er hann.
Svo var hann rokinn. Tók engan séns á því að vera kaffærður í fagnaðalátum eða að fá yfir sig aðra hrinu af verkefnum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Góð starfsmannastefna
Þegar ég stofna eigið fyrirtæki þá mun þetta vera stefnan á þeim vinnustað.
Starfsmannafatnaður:
Það er ætlast til þess að þú komir klædd/ur í vinnuna þína í samræmi við launatekjur þínar.
Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða er með 80 þúsund króna Gucci handtösku, gerum við ráð fyrir að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga launahækkun.
Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getur keypt þér betri/fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.
Veikindadagar:
Við tökum ekki á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.
Aðgerð:
Uppskurðir/aðgerðir eru bannaðar. Svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda. Og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlægja neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi þínum.
Persónulegt leyfi fyrir utan orlof
Hvern launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.
Orlofsdagar:
Allir starfsmenn eiga að taka orlofsdagana síma á sama tíma á hverju ári. Þeir dagar eru
24 desember (e.hádegi)25 desember, 26 desember, 31 desember (e.hádegi) 1 janúar, skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, og frídagur verslunarmanna. Og eftirtaldir dagar ef þeir bera upp á virkan dag. 1 maí og 17 júní.
Fjarvera vegna jarðarfara:
Það er ekki til nein afsökun fyrir því ef þú mætir ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur heldur gert fyrir látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti af öllum mætti að láta aðra sjá um og mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verður að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna matartímann sinn upp í þær stundir sem hann yrði væntanlega fjarverandi.
Fjarvera vegna eigin dauða:
Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikna fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og taka nýjan starfskraft inn í þitt starf.
W.C ferðir:
Allt of mikill tími fer í salernisferðir hjá starfsmönnum. Í framtíðinni verður þannig hátturinn á að að nota stafrófið sem hjálpartæki. T.d nöfn sem byrja á "A" eiga að nota salernið frá 08:00-08:20, nöfn sem byrja á "B" frá 08:20-08:40 og svo frv. Ef svo óheppilega vill til að þú eihverra hluta vegna kemst ekki á salernið á umsömdum tíma verður þú að bíða næsta dag. Í algjörum neyðartilfellum, mega starfsmenn þó skipta út sínum tíma . Þá verður það að vera skriflegt og undirskrifað af ykkar verkstjórum.
Hámarkstími eru 3 mín, og ef þú ferð yfir þann tíma mun hringing fara í gang, klósettrúllan rúllast upp til baka, dyrnar verða opnaðar og af þér verður tekin mynd. Hún verður síðan sett upp á auglýsingatöflu öðrum til varnaðar.
Hádegisverðarhlé:
Mjög grannt fólk fá 30 mínútna hádegisverðarhlé, þar sem það verður að borða meira og líta betur út. Fólk í kjörþyngd fær 15 mínútna hádegisverðarhlé, og fær tækifæri á að borða sinn mat til að viðhalda góðri líkamsþynd. Feitt fólk fær 5 mínútna hádegisverðarhlé, sem er fullnægur tími til að drekka Herbalife og taka inn megrunartöfluna sína.
Svo þökkum við ykkur fyrir tryggð við stofnunina. Við erum til staðar og reynum að skapa skemmtilegan og jákvæðan starfsmanna móral. Þess vegna óskum við eftir því að allar spurningar, athugasemdir, áhyggjur, kvartanir, ásakanir, illska og leiðindi verði beint eitthvað annað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta