Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Áratugalangt ástarsamband mitt við Björgvin Halldórsson

 

Ástarsambandi mínu við Bjögga gerð ítarleg skil hér


Þegar íslenskir tónlistarmenn koma út á mér tárunum

 

Pistill um óhemjugang miðaldra konu á tónleikum  

 


Ég elska hann Palla

 

Nú er gaman! Eruð þið að horfa á Alla leið! Eurovision umræðuþáttinn hans Páls Óskars? Þennan sem á að vera hlutlaus umræða. Hahaha ég er í kasti.

Palli er maður að mínu skapi og er búinn að bæði blóta og nota orðið ''meri'' á fyrstu 5 mínútunum. Um Charlotte Perelli hina sænsku sem hrifsaði 1. sætið af henni Selmu okkar Björns, hérna um árið.

http://video.aol.com/video-detail/charlotte-take-me-to-your-heaven-eurovision-1999-winner/259861236

Sennilega kæmist enginn upp með þetta nema Palli. Ég elska manninn.

Hann upplýsti okkur um að ekki aðeins hefur Charlotte skipt um eftirnafn síðan þarna 1999, heldur líka brjóst, varir og eitthvað fleira.

Palli bjargaði kvöldinu fyrir mér. Ég veit... það þarf ekki mikið til að gleðja mig.

 

 


Hvernig Tæfan upplifði Villa Vill tónleikana

 

Ég get ekki sleppt því að segja ykkur frá  minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar sem Bretinn og ég fórum á síðastliðinn föstudag í Salnum í Kópavogi.

Pálmi Gunnars, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og Friðrik Ómar fóru á kostum. Því get ég lofað ykkur. Sem og hljóðfæraleikarar, bakraddir og 4ra mann strengjasveit sem birtist á sviðinu eftir hlé.

Við sátum ansi framarlega, á þriðja bekk. Ég veit ekki hvort nálægðin við listamennina átti þátt í þeim sterku áhrifum sem ég upplifði þarna. Á milli laga spjölluðu söngvararnir um Villa, þeirra tengingu við hann og lögin hans. Og þetta var gert á afar lifandi og afslappaðan hátt.

Ég veit að fólk sem stendur á sviði með ljósin í andlitið sér ekki sér ekki mikið fram í salinn. En það breytti engu fyrir Pálma Gunnarsson. Sterkt augnaráðið og brosið sem lýsir upp andlitið gerir það að verkum að þér finnst það allt ætlað akkúrat þér. Og Pálmi er söngvari í sérflokki. Enginn er eins og hann. Enginn kemst nálægt því að hljóma eins og hann.

Varðandi Stebba Hilmars... ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu frá mér án þess að það misskiljist.. Ég fíla Sálina. Hef alltaf gert. Finnst Stebbi skemmtilegur söngvari. En það var ekki fyrr en á föstudaginn sem ég uppgötvaði hversu góður söngvari hann er. Þvílíkt vald á röddinni sem þessi drengur hefur. Og tilfinningin sem hann leggur í þetta.

Guðrún Gunnars er ein af okkar bestu söngkonum. Á því er enginn vafi. Svo er hún svo skemmtileg. Kom öllum til að hlæja hvað eftir annað með líflegri framkomu sinni. Var eins og ferskur andblær þarna á sviðinu.

Ég átti erfitt með að sleppa því að mæna á andlitið á Friðriki Ómari á meðan hann söng. Að þessi rödd komi upp úr þessum smágerða dreng en eiginlega meira en ég næ utan um. Ég er einlægur aðdáandi hans eftir þetta kvöld.

Ég gleymdi að taka með mér snýtubréf og það slapp. En stundum þurfti ég að sjúga óþarflega hátt upp í nefið. Bretinn gaf mér auga í hæstu hviðunum.

Mér á hægri hönd sátu 3 konur og þær voru yndislegar. Þetta geta hafa verið mæðgur. Sú elsta sennilega eitthvað um sjötugt. Þær lifðu sig svo inn í sýninguna og töluðu upphátt við þann sem stóð á sviðinu og var að kynna næsta lag, eða tala um Vilhjálm.

Já, sögðu þær stundarhátt og kinkuðu kolli til samþykkis. Eins og þær hefðu verið viðstaddar hvern einasta atburð sem talað var um og ættu pínulítið í hverju einasta lagi sem var kynnt.

Á fremsta bekk sat fólk sem virkilega naut kvöldsins og þorði að sleppa fram af sér beislinu. Söng með, teygði hendur til lofts og dillaði sér í takt við tónlistina. Undurfagur hópur, sennilega af sambýli fyrir fatlaða.

Þegar tónleikunum lauk ætlaði þakið að rifna af húsinu. Liðið var klappað upp og tóku þá Lítill drengur. Þá var mín búin á því. Skeifa myndaðist og tárin trítluðu niður kinnarnar.

En ég var nú fljót að jafna mig. Bretinn vildi heilsa upp á gamla félaga svo við læddumst baksviðs og knúsuðum liðið aðeins. Allir voðalega glaðir og ánægðir.

Ef fleiri aukatónleikar verða settir upp, og þú ert ein(n) af þeim sem bara verður að hefja upp raust þína þegar þú heyrir lögin hans Villa, þá mæli ég eindregið með því að þú látir þig ekki vanta.

 


Þetta vekur heldur betur upp gamlar minningar

En mikið lifandi skelfing er það hræðilegt anti-climax að horfa á þetta myndband. Hljómsveitin er eins og verstu píkupopparar, gulrótarlitir af ófullkomnu brúnkukremi og girtir upp að brjóstkassa.

En lagið framkallar ennþá gæsahúð


Luftgitar

þetta er eina lagið í heiminum sem fær mig til að taka upp luftgitarinn. Cant help myself

 


ABBA - upphafið

Lítið vissu þau hvað biði þeirra. Heimsfrægð sem færði þeim ekki mikla hamingju. Allra síst Agnethu.

Það er gaman að hlusta og horfa á þetta myndaband sem er orginallinn úr Eurovision. Klæðnaðurinn er náttúrlega hræðilegur og hreyfingarnar ansi einfaldar. Enginn danshöfundur verið með puttana í málunum þarna. Einnig er ýmsu ábatavant í söngnum og mér heyrist að seinna hljóti laginu að hafa verið hraðað og einhverjar breytingar gerðar á útsetningum.

 


Ný kynslóð, uppfull af kvenfyrirlitningu, að alast upp

Mér var sagt frá viðtali um daginn við karlmann sem í mörg ár hefur starfað með unglingum í unglingavinnunni eða ámóta starfi.

Ég hef ekki allar staðreyndir á hreinu, t.d. í hvaða  í blaði viðtalið birtist eða nafn mannsins þar sem það fylgdi ekki sögunni, en mikið brá mér að heyra um þetta;

Þessi maður sagði að aldrei nokkurn tíma hefði hann áður í starfi sínu orðið var við eins mikla kvenfyrirlitningu eins og núna frá þessum ungu drengjum sem starfa undir hans stjórn.

Hann sagði klámkjaftinn á drengjunum vera ofboðslegan og virðingarleysið við stúlkurnar sem þeir vinna með vera algjört. Þeir neita að sópa því það sé kvenmannsverk. Hann hefur margoft orðið vitni af yfirlýsingum drengja um fáránleikann í því hversu háum stöðum kvenfólk sé farið að gegna og svona mætti lengi telja.

Aðspurður hvað hann teldi vera orsökin fyrir þessu nefndi hann klámvæðinguna.

Ég er búin að vera lengi að melta þessa frásögn. Er enn að reyna. Hef verið að velta fyrir mér hvernig geti staðið á því að drengir sem alast upp við það að mamma og pabbi vinni bæði úti og eigi sér ''career'' hafi þessa sýn á kvenfólk. Auðvitað veit ég að ennþá er það afar algengt að öll húsverk og það sem viðkemur heimilinu falla á konuna, jafnvel þó hún vinni jafnlangan eða jafnvel lengri vinnudag en maðurinn. En það hlýtur samt að vera á undanhaldi. Eða hvað?

En sennilega skiptir þetta með heimilishald bara engu máli. Sennilega er þetta hárrétt hjá manninum. Þessi mynd sem krökkum er gefin í dag að kynlíf, klám, bert kvenfólk, súludansmeyjar, einkadans, tölvuleikir þar sem nauðgun er mission, munngælur er aðgangseyrir inn í partý.....

Ég hef hér á blogginu mínu birt greinar úr bók sem heitir Kynlíf og er skrifuð 1937. Þetta hef ég gert bæði í gríni og alvöru til að sýna fram á hversu fornaldarleg hugsunin var á þessum tíma varðandi konur og kynlíf. En svei mér þá ef sú sýn er ekki betri en það sem við erum að upplifa í dag.

Eins og í raunveruleikanum eru fjöllyndir karlmenn í klámmyndum ''folar'' en konurnar ''easy'' og ''glyðrur'' sem ''láta alla ríða sér'' (afsakið orðbragðið).

Það sem þarf hér er uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi uppeldi. Feður þurfa að tala við drengina sína og ekki bara um að muna að nota smokkinn svo þeir geri ekki einhverja stelpu ólétta.

Pabbar: þið verðið að ræða við strákana ykkar um kynlíf. Að kynlíf snúist ekki um að ríða. Að nei þýðir nei. Að munngælur séu líka kynlíf. Að klámmyndir séu ekki raunveruleikinn. Að á bak við hvern súludansara, á bak við hverja stúlku í klámmynd, hverja vændiskonu sé sorgarsaga. Að ekki sé eðlilegt að kaupa sér kynlíf......

Hjálp! Ég er kjaftstopp. 


Ég er hrædd um að týnast

Jæja kæru bloggvinir og aðrir.

Ég hafði mig loksins í það að láta myndina af Marilyn vinkonu minni hverfa og setja inn mynd af sjálfri mér í staðinn. Planið var að klæðast einhverju rauðu, smella af mynd og setja hana hér í prófílinn. Ástæðan fyrir rauðu var kjóllinn sem Marilyn klæddist. Fannst að ég yrði að hafa eitthvað sem minnti á myndina sem er búin að vera andlit mitt í eina 3 mánuði. Ég er nebblega hrædd um að týnast svona litlaus.

En ég á ekkert rautt til að klæðast og svo er brjóstaskoran mín ekki eins fín og á Mary babe.

Það verður reyndar fróðlegt að sjá hvort ég verði minna lesin á næstu dögum en þegar Marilyn hin litríka og brjóstgóða prýddi forsíðuna hjá mér.   marilyn

 

Goodbye Norma Jean....  **sniff**

 


Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband