Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Heimanmundur my ass

Djöfulsins endemis þvæla er þetta.

Svipað og þegar karlmenn sem beita konuna sína líkamlegu ofbeldi réttlæta þá hegðun með því hversu konan sé ómöguleg. Og allir vita að ef það er ekki eitt sem kallar fram barsmíðarnar þá er það annað. Ef fjölskyldan hefði fengið þann heimanmund sem hún vildi þá hefðu þau bara fundið aðra ástæðu til að loka aumingja konuna inni.

 


mbl.is Læst inni í herbergi í 15 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Road rage

Ég er ein af þeim sem er afar spök í umferðinni og sætti mig við að það taki tíma að komast á milli staða á mesta annatíma á götum Reykjavíkur.

En það er eitt sem pirrar mig alveg óstjórnlega og gæti einn daginn breytt mér í froðufellandi og ofbeldishneigðan einstakling sem ryki út úr bílnum og byrjaði að berja með báðum hnefum á rúðuna á næsta bíl.

Það er beinlínis mannskemmandi að lenda fyrir aftan bílstjóra á beygjuljósum (sem eins og alþjóð veit eru ekki græn lengi í einu) sem heldur að hann sé einn í heiminum. Ég lenti fyrir aftan einn slíkan við Mjóddina í dag. Þetta var hugulsamur fjölskyldufaðir sem var í mestu makindum að spjalla við fjölskylduna sem var greinilega í sunnudags-ís-bíltúr. Hann var annar í röðinni á ljósunum, fyrsti bíllinn spýttist yfir en fjölskyldufaðirinn í bíl nr. tvö nálgaðist atriði úr The Exorsist því höfuðið á honum sneri næstum því öfugt á hálsinum svo mikið var að að tala við krógana í aftursætinu. Ég beið bara eftir því að rúðurnar yrðu útataðar í grænni spýju og þar með yrði eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar fullkomnað.

En ekkert gerðist, hvorki lituðust bílrúðurnar né hreyfðist bíllinn. Þá ýtti ég pen á flautuna. Eitt lítið bíbb og þegar enginn hreyfði á sér rassgatið ýtti ég öllu ákveðnari á flautuna. Þá loksins tók manngarmurinn við sér en haldiði ekki að hann hafi tekið u-beygju og það á hraða snigilsins. Því fór svo að aðeins tveir bílar fóru yfir í þetta skiptið.

Ég var ekkert að flýta mér. En ég hefði getað gólað. Hélt í staðin fyrirlestur yfir Gelgjunni að þegar hún fengi bílpróf bla bla bla....... Gelgjan er 10 ára. Hún horfði bara á mig með mæðusvip og sagðist aldrei ætla að taka bílpróf. Langar sennilega ekkert að fá leiðbeiningar í æfingarakstrinum frá manneskju með road rage heilkennið. 


Hvað þá þetta hér

offthemark28apr

Ætla alls ekki að svíkja ykkur

veit þið hafið þráð Herman skammtinn ykkar í dag.

Hér kemur hann:

 

herman28apr


Hommafóbía

Mikið er rætt um prestastefnuna og úrslit hennar varðandi giftingu samkynhneigðra.

Finnst ykkur ekki athyglisvert hversu margir sem fagna úrslitunum tala um homma-giftingu, homma-kynlíf, homma-sambúð, homma homma homma homma.

Og allt eru þetta karlmenn sem taka svona til orða. Afhverju skyldi það vera? Mér langar til að benda þessum mönnum á kosningin snerist jafn mikið um giftingu lesbía. Þ.e. er kvenkyns útgáfunni af samkynhneigð. Tvær konur saman. Tvær konur sem elska hvor aðra líkamlega og andlega. Tvær konur sem vilja votta frammi fyrir guði ævarandi tryggð við hvor aðra. Samkynhneigt fólk er nebblega trúað líka.

Djísús. Þessir sömu menn hafa örugglega ekkert á móti tveimur stúlkum, nuddandi sér hvor upp við aðra á súlu eða í einni ljósblárri. Það er bara sexý, ekki satt. En tveir karlmenn nuddandi sér upp við hvorn annan, það er ekkert spennandi, er það?

Mér finnst þetta einungis benda til homma-fóbíu á háu stigi og hræðslu sem vanþekking skapar.  

 


Finnst ég hálfpartin vera að svíkjast um

Svona er maður ruglaður. Nú hef ég ekkert bloggað síðan seint á miðvikudagskvöldið og finnst ég vera að svíkjast um.

Á fimmtudagskvöldið var aukaæfing fyrir danssýningu gelgjunnar sem verður á morgun. Á þessari síðustu æfingu fór kennarinn allan tilfinningaskalann, enda ekki skrýtið. Hún er 19 ára krakkaskítur (eins og hún sagði sjálf um daginn) og bara þetta kvöld var hún að taka lokaæfingu með þremur hópum. Hún er síðan með fleiri hópa og heldur utan um þetta allt saman. Er að reyna að láta ímyndunaraflið ráða för í búningamálum því hún fær ekkert ráðstöfunarfé í slíkt fyrir sýningu.

Kl. eitt þetta sama kvöld skipti ég skyndilega um skoðun varðandi kjól sem ég var löngu búin að ákveða að vera í í tvöföldu þrítugsafmæli á föstudagskvöldið. Reif fram hvítan kjól sem hafði sullast rauðvín niður á fyrir tveimur mánuðum og ég var ekki búin að gera neitt í. Taldi eiginlega að kjóllinn væri ónýtur. Leit líka út fyrir að ég hefði setið Brekkusöng á þjóðhátíð í honum.

Ég skellti töfrasápu í kjólinn og ætlaði að leggja hann í bleyti yfir nótt í baðkarinu. En þar sem kjóllinn lá í vatninu eiginlega horfði ég á hann verða hvítan á nýjan leik. Alveg ótrúlegur andskoti. Ég tók kjólinn upp og skolaði hann og volla.... hvítur sem nýfallin mjöll.

Mætti í mjöllinni í afmæli í gærkvöldi og skemmti mér hið besta. Fékk að sofa út í morgun og eftir hollasta morgunmat í heimi var ég eins og nýsleginn túskildingur þrátt fyrir bara nokkuð stífa drykkju í gærkvöldi. Skellti mér því í brjáluðu roki út í garð, vopnuð bónuspoka og einum gúmmíhanska og hófst handa við að þrífa upp hundaskít. Já... hundskítinn sem hefur safnast í garðinn hjá mér og er að koma undan vetri. Ég er búin að fylla tvo poka og er bara rétt að byrja. Það liggur ljóst fyrir að hundarnir eiga sér uppáhaldsstaði til að sinna þessum erindum og eftir tvo fulla plastpoka af hundskít er ég komin að uppáhaldstöðunum. Ætti eiginlega að vopnast svörtum ruslapoka.

Hundarnir stóðu yfir mér glottandi. Sennilega hugsað; ''jahá væna mín. Og þú sem heldur að við séum þér undirgefnir. Dont think so... ekki hreinsum við skítinn eftir þig aumingjans kona'', eða eitthvað álíka kvikyndislegt.

100_1073

Ætla að taka pásu í skítatínslu og skella mér í bíltúr með Þann Einhverfa. Alveg möguleiki að ég bjóði Bretanum og Gelgjunni með. Jafnvel skítakleprunum.. þ.e. hundunum.


Hvítari tennur

Lét samstarfskonu mína kaupa fyrir mig Crest whitening strimla á tennurnar í Bandaríkjunum. Fékk þennan gullna pakka í hendurnar í vikunni og hófst handa.

crest

Fyrir þá sem hafa ekki clue um hvað ég er að tala þá eru þetta strimlar með, ja sennilega bara bleikiefni í, sem maður límir á tennurnar á sér og hefur á í hálftíma. Þetta á að gera 2x á dag. Þetta er náttúrlega algjört eitur og rótsterkt og mínar viðkvæmu tennur eru ekki alveg að gúddera þetta. Kulið er að drepa mig og gott ef efnið hefur ekki bara náð inn í blóðrásina á mér.

Hausverkurinn byrjaði að læðast upp að mér upp úr 10 í morgun. Byrjaði einhvern vegin í kjálkunum, færðist hægt upp eftir kinnunum og mér leið eins og eftir deyfingu hjá tannlækni og deyfingin væri alveg að fara úr. Þá sneri ég mér að annarri samstarfskonu minni sem er svona USA-væn eins og hin,  og fékk hjá henni verkjatöflur frá Ammmmríku. Eitthvað sem er náttúrlega ekki viðurkennt af lyfjaeftirlitinu hér. Þar sem ég verð drukkin af einni parkódín forte horfði ég tortryggin á þessa velviljuðu samstarfskonu mína og sagði: verð ég syfjuð af þessu? Full? Má maður keyra eftir að hafa tekið eina svona?

Hún hló bara að mér og ég gleypti pilluna. Varð agalega skrýtin í hausnum hvort sem það var bleikiefnið eða verkjapillan. En ég skellti nú samt strimlum í túllann á mér í kvöld og horfi á tennurnar á mér verða fegurri með hverjum deginum. Ætla samt ekki að ná Friends-Ross þegar hann lét hvítta á sér tennurnar og tók tan-sprey meðferð í leiðinni. teeth

Held samt að ég sleppi skammtinum í fyrramálið svo ég geti sinnt vinnunni minni almennilega á morgun.


Á ekkert að koma út úr hellunum?

Það munar ekki nema mús í megrun að við hverfum aftur til steinaldar.

Munar barasta mús í megrun að karlmenn taki sér aftur trélurk í hönd og dragi kellurnar á hárinu inn í hellana.

Hvað hét myndin með Jodie Foster? The Accused var það ekki?

Efniviður þeirrar myndar er einmitt skólabókardæmi um að daður þýðir ekki komi þeir sem koma vilja....

Mér er orða vant og læt því hér staðar numið


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þoli ekki þegar

alarm

 

  • ég vakna upp með andfælum og uppgötva að það eru 10 mínútur þar til skólabíllinn  kemur að sækja þann einhverfa
  • ég sulla Herbalife sheiknum niður á mig í bílnum á leiðinni í vinnuna
  • ég er farin að hlakka til næstu rettu og man skyndilega að ég er hætt að reykja
  • ég kem á öðru hundraðinu út af vinnustaðnum, orðin alltof sein að keyra gelgjuna í dans og uppgötva að það er sama og ekkert loft í vinstra framhjólinu á bílnum
  • ég kem heim úr Bónus og uppgötva að ég gleymdi pylsupakkanum á kassanum
  • mér þykja heimadæmi gelgjunnar bjánaleg
  • ég er orðin syfjuð klukkan 8 á kvöldin

Þetta var dagurinn í dag. Annars er ég bara hress.

 

 


Við skulum nú ekki alveg hengja hana án dóms og laga

Aumingja konan. Kannski vildi hún ekkert gera þennan þátt. Kannski hótaði Dabbi að hann myndi ráða nýja barnfóstru ef hún tæki ekki þátt í þessu. Kannski er hún óhamingjusöm. Kannski er hún búin að reka sig á að allir sem eru vingjarnlegir við hana eru á eftir peningunum hennar. Kannski hafnar hún öllum uppástungum frá framleiðendum því hún vill fá að vera hún sjálf en ekki einhver karakter í sápuóperu.....

Segi nú bara svona 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband