Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir góðir í morgunsárið

 

Pósthólfið mitt (þ.e. tölvupósturinn) var orðinn ansi mettur og ég var að hreinsa til í honum þegar ég rakst á þessa brandara. Þeir eru auðvitað hvorki frumsamdir né nýir en ansi góðir. Fínir yfir morgunkaffinu.

Good day and enjoy people.

p.s. ég held svei mér þá að þessi um Gunnu á Kalkofnsgötu sé minn uppáhalds brandari, ég get endalaust hlegið að honum.

-----

Guðmundur var að spjalla við Tom, kunningja sinn í Kaliforníu.
„Ég er að fara til La Jolla í næstu viku," sagði Guðmundur.
„Þú átt að segja La ' Hoj-a '!" greip Tom fram í.
„Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu."
„Þú meinar El Ca ' Hóne ' hótelinu!" leiðrétti Tom aftur.
„Úps, ég skil."
„Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?" spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
„Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí."

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Tveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.
„HJÁLP, HJÁLP," kallaði annar þeirra.
„Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!" sagði hinn.
„Góð hugmynd," sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
„SAMAN, SAMAN ..."

----------------------------------------------------------------------------

Gunna gamla dó og Jón, maðurinn hennar, hringdi í lögregluna.
„Hvar býrðu í bænum?" spurði lögreglumaðurinn.
„Við syðri endann á Kalkofnsgötu," sagði Jón.
„Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig."
Eftir langa þögn sagði Jón: „Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?"

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. „Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína," hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
„Ég er enginn ræningi," urraði maðurinn hneykslaður. „Ég er nauðgari!"
„Guði sé lof," sagði Sigfús og andaði léttar. „Þrúða mín, þetta er til þín!"

---------------------------------------------------------------------------------------------------------

„Þú kemur seint," sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
„Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!"
„Hvað gerðir þú?" spurði sá dökkhærði.
„Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig."

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Njótið dagsins í dag því hann kemur ekki aftur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 13.9.2008 kl. 02:39

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 06:13

3 Smámynd: Tína

 Mér finnst barþjónabrandarinn bestur. Takk fyrir þetta Jóna mín og góða helgi.

Tína, 13.9.2008 kl. 07:00

4 identicon

Alltaf gott að brosa og smáhlæja í morgunsárið - takk fyrir þetta, Jóna!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:33

5 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.9.2008 kl. 09:14

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Karlmenn sem ljóskur...óborganlegir.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:19

8 Smámynd: Ásgerður

  Þrúða mín þetta er til þín

Ásgerður , 13.9.2008 kl. 09:27

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk ljúfan

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:50

10 Smámynd: Berglind Inga

Kalkofnsvegs-brandarinn er bestur! Þetta er eina villan sem ég gerði í stafsetningaræfingum í barnaskóla og hún situr ennþá í mér svo ég skil lögguna alveg.

Berglind Inga, 13.9.2008 kl. 10:50

11 Smámynd: Anna Guðný

Fallegir og fyndnir brandarar í morgunsárið. 

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 13.9.2008 kl. 11:02

12 Smámynd: Ómar Ingi

Góða helgi

Ómar Ingi, 13.9.2008 kl. 11:22

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:24

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:35

15 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

allir góðir en mér finnst þessi þegar hann er að tala við vin sinn í kaliforniu ógeð fyndin ;)

Knús á þig sys ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 13.9.2008 kl. 12:16

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

úff sem betur fer kemur þessi dagur ekki aftur.. ég ætla að njóta þess að hann sé búinn.. þetta var leiðinlegur dagur...

Guðríður Pétursdóttir, 14.9.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1639958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband