Leita í fréttum mbl.is

Fertug í freestyle

Það sem manni dettur ekki í hug og lætur hafa sig út í.

Nú hefur hún Katrín megabeib kallað saman hóp af kellum í Freestyle fyrir 20+.

Tuttuguplús-mæ-ass....

Ég rétt næ að verða fertug áður en ég stíg mín fyrstu spor um ævina í freestyle. Þetta verður eitthvað spaugilegt, er ég viss um.

Gelgjan hefur stundað freestyle dans síðustu 2 ár og staðið sig assgoti vel. Í dag var hún svo færð upp um hóp og var að vonum ánægð með það. Fær að æfa dans með stelpunum sem eru 2 árum eldri en hún.

Ég gat ekki verið minni manneskja en dóttir mín og tilkynnti henni við kvöldmatarborðið hvað stæði til.

Nú er ég að fara í freestyle Anna Mae

Hún gaut á mig augunum yfir kjötbollurnar og ég gat séð hvað hún hugsaði: Góði Guð ekki láta mömmu fara að æfa dans á sama stað og ég!

Ertu ekki að djóka mamma, sagði hún

Nei nei. Ég ætla að fara með nokkrum konum að æfa freestyle. Hvað.. er eitthvað að því, sagði ég hálfmóðguð yfir efasemdum minnar eigin dóttur á danshæfileikum móður sinnar.

Neee nei nei sagði Gelgjan en augnaráðið sem ég fékk sagði: you are not gonna make it mother.

En ég ætla að sýna henni hvers móðirin er megnug. Hver veit... kannski verðum við bara með nemendasýningu á Broadway og ég fer í splitt og allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: M

Og hvar fer þessi gjörningur fram ?  Má horfa ?

M, 11.9.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts .. Jóna the "Dancing Queen" ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.9.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Haraldur Halldór

Hei ....ég var að fara í minn fyrsta danstíma á æfinni í kvöld og ég er 40 + :)

Svo ..þú tekur þetta með stæl ....freestæl  

Haraldur Halldór, 11.9.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Frábært! Þetta verður örugglega ógeðslega gaman hjá ykkur

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært, væri sko alveg til í svona leikfimi hehe

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Frábært hjá þér að drífa þig á gamalsaldri (djók)

Þetta verður örugglega æðislega gaman hjá ykkur.

Ég mæti þegar þið verðið með sýningu á hæfileikum ykkar.

Knús ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 11.9.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Treysti því að bloggvinunum verði boðið á sýninguna :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kva, konudýr mitt fór á fætur uppúr klukkann 06.00 í tvo mánuði í sumar, hjólaði fyrir framan 'national geograpih' & 'discovery channel' í hálftíma & fór svo út að hlaupa 7 kílómetra áður en hún vakti upp okkur feðgana & gelgjuna með 'atkins kúr' morgunverði.

Svínvirkaði, hún er miklu skárri bæði í landafræði & líffræði.

Steingrímur Helgason, 11.9.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Kannski þú fáir líka að færast upp í að vera með eldri dönsurum ef þú stendur þig vel eins og dóttirin!

Ívar Pálsson, 12.9.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú verður bara flottust

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:11

12 Smámynd: Huldabeib

Við verðum ekki gömul ef við höldum áfram að leika okkur!! Og ég held að þetta verði bara gaman.

Huldabeib, 12.9.2008 kl. 01:16

13 Smámynd: Gulli litli

Ég hef einmitt verið að skoða Jazzballet. þú stendur þig örugglega með prýði...

Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:40

14 Smámynd: Hulla Dan

Tetta verdur ábyggilega rosa gaman. Alltaf gaman ad dansa nefnilega.

Hulla Dan, 12.9.2008 kl. 01:50

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

frábært hjá ykkur  en skil svosem "gelgjuna" ad hafa smá áhyggjur sko

María Guðmundsdóttir, 12.9.2008 kl. 05:50

16 Smámynd: Tína

Go girl !!!!!

Tína, 12.9.2008 kl. 06:59

17 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Frábært hjá þér

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 06:59

18 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Go girl!  Góða skemmtun! 

Ía Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 08:46

19 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

heheheee.... gott hjá þér... sýna þessum ungmennum að mamma er líka best...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.9.2008 kl. 09:10

20 Smámynd: Gunna-Polly

verðið með svona mother daughter show :)

Gunna-Polly, 12.9.2008 kl. 09:14

21 identicon

Mér finnst þú hreint frábær persóna.........

Helga (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:34

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 11:08

23 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Endilega að haf "webcam", ekki veitir af að skemmta okkur nú þegar haustið tekur við. Nei, þú verður örugglega frábær þar eins og hér. Dansinn er góður bæði fyrir líkama og sál.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 12:16

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 12.9.2008 kl. 12:51

25 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Líst vel á webcamið .  GÓÐA SKEMMTUN stelpa, þetta bara getur ekki orðið leiðinlegt.

Elísabet Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 13:28

26 identicon

Jóna í splitt .... = flott fyrirsögn á einhverju!

Spurning hvort "Call on me" með Eric Prydz fái þá ekki að hljóma undir hjá þér, hmm??

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:54

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:56

28 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hey - afhverju ekki.  Ég er alveg til í freestyle 20+ he he.  En ég held ég láti ballett vera á þessum aldri........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.9.2008 kl. 17:48

29 Smámynd: Anna Guðný

Aldeilis frábært. Góða skemmtun

Anna Guðný , 12.9.2008 kl. 18:05

30 Smámynd: Ómar Ingi

Tja hérna hér

Ómar Ingi, 12.9.2008 kl. 19:50

31 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Skemmtu thér vel

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:06

32 identicon

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:09

33 identicon

Man er kun så gammel som man føler sig.

Maður er bara eins gamall og manni líður.

Svona segja þeir á dönsku og  mér finnst þetta bara vera málið. Enda hef ég ekki elst í mörg ár

Svo er um að gera að hafa bara gaman að.

Katala (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:42

34 identicon

hahahahahahaha

Jóna, þetta verður æði. Spurning um að grafa upp ennisbandið og grifflurnar.

Katrín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 07:12

35 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

jahá, gangi þér vel..sem allra best í það minnsta.. mér finnst gaman að horfa á dans svo ég kem án efa að horfa á þig fara í splitt á broadway

Guðríður Pétursdóttir, 14.9.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband