Leita í fréttum mbl.is

Ég er húmorslaus þessa dagana er mér sagt

 

Sá Einhverfi er orðinn sjálflærður á laptoppinn minn. Tekur excel skjalið sem ég set dagatalið hans upp í og umbreytir því eins og honum hentar.

Samkvæmt planinu eins og það lítur út núna, þá verður pizza í matinn nk laugardag og hann ætlar að horfa á Söngvaborg frá 1-4 og Pippi Langströmpe. Og á sunnudag ætlar hann að fá bæði nammi og súkkulaðiköku.

Einhvers staðar uppgötvaði hann líka tonlist.is og finnur sér lög þar til að hlusta á.

Ég yrði ekki undrandi þó hann tilkynnti í næstu viku að hann væri búinn að finna sér íbúð og væri kominn með leyfi fyrir æfingarakstri.

---

Gelgjan fór í dag (sunnudag) að heimsækja Hafliða frænda sinn (sonur Önnu systur) og undi hag sínum einkar vel.

Ég hringdi um kl. 20 í hana og spurði hvort hún væri tilbúin að koma heim.

Nei, svaraði hún. Ég ætla að vera hér næstu tvo tímana.

Þá hækkaði ég röddina og fór í forráðamanns-gírinn. ANNA MAE EKKI GLÆTA. ÞAÐ ER SKÓLI Á MORGUN..

Mamma! Röddin var ískyggilega róleg og yfirveguð. Ég var að djóka.

Nú sagði ég. Er ég gjörsamlega húmorslaus þessa dagana?

Það er rétt hjá þér móðir, sagði Gelgjan.

Og móðirin er ekki bara húmorslaus heldur gjörsamlega ábyrgðarlaus. Þegar ég fór að sækja barnið, dvaldist mér svo lengi í eldhúsinu hjá systur minni við kjaftavaðal, að djókið var orðið að staðreynd.

Nú drepur pabbi þinn mig, sagði ég við dóttirina kl rúmlega tíu og rak hana í skó og út um dyrnar.

Stundum fær hún sínu framgengt, alveg óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Greinilega gáfaður strákurinn þinn.  Og stelpan kann á mömmu sína. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Ef þau væru orðin sjö,     kanntu fyrripartinn.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2008 kl. 03:27

3 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 15.9.2008 kl. 05:55

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Systrastundir eru jú líka nauðsynlegar, ekki satt.

Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 07:11

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

kannski var hún aqð planta einhverju dáleiðslu fræi í hausinn þinn þegar hún sagði þetta...

Guðríður Pétursdóttir, 15.9.2008 kl. 08:06

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þegar hún var búin að tala við þig,sagði hún mamma mín er á leiðinni hún vil gjarnan að þú lagir kaffi fyrir sig

Hún er algjört krútt þessi dóttir þín.

Takk fyrir spjallið í gærkvöldi það var voða notalegt að fá þig í eldhúsið til mín

Eigið góðan dag

Anna Margrét Bragadóttir, 15.9.2008 kl. 08:18

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:02

8 Smámynd: Gulli litli

Þau ná sínu fram einhvernveginn..

Gulli litli, 15.9.2008 kl. 09:36

9 identicon

Þú ert vonandi enn á lífi

En já ... þessar stelpur geta stundum fengið það sem þær vilja ... alveg óvart. Ég held áfram að læra á mínar 11 og 13 (bráðum 12 og 14) ára, stundum gengur það og stundum ekki.

Kærar kveðjur frá Agureyris.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:01

10 Smámynd: Erna

Þau kunna greinilega á forráðamanninn sinn

Erna, 15.9.2008 kl. 10:05

11 Smámynd: Ragnheiður

Maður er alltaf plataður, alveg sama hvað...hehe

Ragnheiður , 15.9.2008 kl. 11:43

12 identicon

Bara dásamleg börn sem þú átt!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:41

13 identicon

hehe fyndið :) klár strákur sem þú átt :)

Sólrún J (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:22

14 identicon

Er það merki um eitthvað þegar maður þarf að hugsa aðeins við að reikna summuna fyrir ruslpóstvörnina :)

Strákurinn er bara gangandi snillingur!!  Stelpan greinilega klónuð útgáfa af unglingsstelpum nútímans. Gangi þér vel!

hm (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:28

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ekki séns að hafa betur í samskiptum við þessi börn. Einhvern veginn fá þau alltaf sínu framgengt.

Helga Magnúsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:16

16 Smámynd: Ómar Ingi

Búin að kaupa íbúð og komin með leyfi fyrir æfingaakstri HAHAHAHAHA

U crack me up

Ómar Ingi, 15.9.2008 kl. 19:44

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Afsprengi þín kunna jafnvel á þig & mín á mig.

Þegar saman fara elzkulegir klækjir & velmeinandi sjálfsbjargarviðleitni erum við sem foreldrið gjörzamlega varnarlaust verkfæri í höndum þeirra.

& they know it....

Steingrímur Helgason, 15.9.2008 kl. 23:28

18 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegt.

Jens Guð, 15.9.2008 kl. 23:53

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

bjútífúl

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband