Leita í fréttum mbl.is

Pabbi er ''hann''

 

Sá Einhverfi situr íhugull við tússtöfluna sem foreldrarnir gáfu honum í afmælisgjöf. Það er greinilegt að í hans huga er ekki langt í næstu stórhátíð.

Afmælinu, stærstu hátíðinni er lokið og sú næsta (ekki eins merkileg hátíð), jólin eru rétt handan við hornið. Að minnsta kosti blasir við á tússtöflunni, fagurgrænt jólatré með kúlum á hverri grein. Við hliðina á tréinu stendur rauður pakki með hvítum borða og undir borðann hefur verið stungið til-og-frá korti. Þessi pakki er greinilega merktur stuttu og laggóðu nafni: IAN.

Það er gott að hafa eitthvað að hlakka til.

Í síðustu viku fékk drengurinn það verkefni í skólanum að flokka orð eftir því hvort þau væru kvenkyns eða karlkyns.

Á borðið hans voru sett lítil plastlíkön. Annað af karli og hitt af konu. Við konuna var settur miði sem á stóð ''mamma'' og við karlinn var miði sem á stóð ''pabbi''. Gert til að auðvelda honum að skilja muninn á karlkyni og kvenkyni.

Svo var honum afhent karfa með tuttugu miðum í. Á hverjum miða var eitt orð og átti hann að raða karlkynsorðum undir ''pabbann'' og kvenkynsorðum undir ''mömmuna''.

Þegar Halldís kennari setti sig í stellingar og ætlaði að fara að útskýra þetta glænýja verkefni fyrir Þeim Einhverfa sagði hann, sennilega með nokkrum þjósti; ''gera sjálfur''.

Hún ákvað að láta hann eiga sig um stund og fór að sinna hinum krökkunum. Þegar hún kom til hans nokkru seinna, var öllum 20 orðunum raðað á réttan stað.

Þrátt fyrir að líkurnar á að öll orðin hefðu ratað á réttan stað fyrir tilviljun, væru auðvitað hverfandi, var verkefnið lagt fyrir hann aftur tveimur dögum seinna. Niðurstaðan breyttist ekki neitt.

Við erum öll gapandi. Höfum enga hugmynd um hvaðan hans vitneskja um skilgreiningu á ''hann'' og ''hún'' kemur.

En hann ræður ekki eins vel við þetta munnlega. Ekki enn. Enda er hans sterka hlið allt sem er sjónrænt.

Daginn sem komst upp um þessa snilligáfu hans, prófaði ég hann í þessu munnlega hér heima.

Hvað er pabbi? pabbi er hann. Hvað er mamma. Mamma er hún o.sfrv.

Hann nennti þessu ómögulega og tilkynnti mér skyndilega að klukkan væri níu. Sem hún var. Og það var ný ástæða til að fagna, því þó ég hafi vitað að hann væri að læra heila og hálfa tímann í skólanum, hefur það ekki virst yfirfærast á aðrar aðstæður en mynd af klukku á blaði.

Veiiiiii Ian komdu og sýndu pabbi hvað þú ert duglegur á klukku, hrópaði ég upp yfir mig. Alveg að fara á límingunum auðvitað yfir þessu gáfnaljósi sem ég á.

Krakkinn skundaði heldur pirraður upp að Bretanum og setti sig í stellingar. Benti á armbandsúrið sitt og sagði: klukkan er níu, pabbi er hann.

Svo var hann rokinn. Tók engan séns á því að vera kaffærður í fagnaðalátum eða að fá yfir sig aðra hrinu af verkefnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

eins og alltaf færa sögurnar af Ian mig til að brosa.  Drengurinn er snillingur.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 9.9.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Ómar Ingi

Snilli

Ómar Ingi, 9.9.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Krrrrútt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.9.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf sagt það, segji það aftur samt, hann er hæfaztur af heimilizmönnum.

Veit þú forlætur mér...

Steingrímur Helgason, 9.9.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þú ert örugglega alveg ótrúlega þreytandi mamma

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

..og Ian er ..hann...snillingurinn mikli....

Bergljót Hreinsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Mig langar til að éééta hann

Sporðdrekinn, 10.9.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er DÚLLA.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Yndisleg færsla

Einar Örn Einarsson, 10.9.2008 kl. 00:57

10 Smámynd: Hulla Dan

Tessi drengur er gull

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 01:34

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært hjá stráknum að snúa svona á alla, kennara og foreldra.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2008 kl. 02:09

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 02:58

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 endalaust gaman ad lesa hvad hann er frábær

María Guðmundsdóttir, 10.9.2008 kl. 06:26

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:55

15 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hann er algjört krútt þessi strákur

Anna Margrét Bragadóttir, 10.9.2008 kl. 08:01

16 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Bara bestur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 08:02

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 08:29

18 identicon

Hann er snillingur :-)

Ella (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:00

19 Smámynd: Ragnheiður

Nú ætla ég að deila með þér minni upplifun af Ian. Mér finnst eins og hann sé lokaður í kassa, kassinn er ekki alveg þéttur og sólstafirnir hans skína í gegn...

Hann er æðislegur !

Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 09:11

20 identicon

Hann er nú meira yndið þessi drengur já og algjör snillingur.

Kv, Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:24

21 Smámynd: Tína

Ef einhver er sannur töffari þá er það sko Ian. Svo mikið er alveg klárt. Hann er sko bara flottur strákurinn.

Tína, 10.9.2008 kl. 09:38

22 Smámynd: Gulli litli

skemmtilegt..

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 10:32

23 identicon

Snillingur !!

Rosa gaman að lesa bloggið þitt !!!

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:48

24 Smámynd: Dísa Dóra

hahhahahaha hann er bara yndislega klár þessi strákur

Dísa Dóra, 10.9.2008 kl. 10:49

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fjör á þínu heimili, kraftaverk á svo til hverjum degi.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:50

26 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gæsahúð og snökt.  Hann er æðislegur.

Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:32

27 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtilegt að lesa að vanda Vonast til að sjá þig við opnunina á sýningunni minni í Gerðubergi á föstudaginn 12.sept. kl. 4

Kveðja

Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 12:34

28 identicon

 Dásamlegt !!

hm (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:24

29 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislegur drengur

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 15:54

30 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

klukkan er níu og pabbi er hann... ekki setning sem maður heyrir á hverjum degi.

Ég get ímyndað mér að þið séuð ennþá með fagnaðarkitl í maganum yfir þessu. Frábær lítill snúlli.

Guðríður Pétursdóttir, 10.9.2008 kl. 17:09

31 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:56

32 Smámynd: Anna Gísladóttir

Svona moment eru priceless ......

Anna Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 19:21

33 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ian er séní!

Sigrún Ósk Arnardóttir, 10.9.2008 kl. 20:23

34 identicon

Ég er á bloggrúntinum mínum og kallinn er á skype-inu hjá mér. Allt í einu spyr hann mig af hverju ég hlæji, hafi hann heyrt í mér í gegnum tölvuna þar sem hann er fjarstaddur.

Tilhugsunin um Ian stökkvandi í burtu frá fagnaðarlátum foreldra sinna, orðinn pirraður yfir spurningarflóði þeirra, var það sem fékk mig til að hlæja ;)

Takk fyrir mig. 

Selma Kaldalóns (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:01

35 identicon

Frábær drengur og frábær fjölskylda, það er yndislegt að lesa bloggið þitt Jóna og mikið hlakka ég til að lesa bókina þína.

Helena

Helena (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:10

36 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Drengurinn er alger gullmoli. Mikid var gaman ad lesa færsluna. Hafid thad rosalega gott, kær kvedja frá Frederikssund

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:37

37 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég veit ekki hvað ég á að segja.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.9.2008 kl. 00:40

38 Smámynd: Linda litla

Hann kemur sífellt á óvart þessi drengur.

Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:17

39 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hrifnæm lesning !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:20

40 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband