Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mig vantar sítt, svart hár

 

Næstkomandi laugardag ætla ég að feta í fótspor Anjelica Huston og klæðast gervi Morticia Addams. Ég held ég sleppi hvað varðar fatnað og rauða varalitinn, en mig vantar hárið hennar. Svarta síða slétta hárið með miðjuskiptingunni svo að fölt andlitið fái að njóta sín.

Ég er fullkomin í hlutverkið eftir langvarandi flensulegu. Ég er eins og liðið lík.

Ekki ætla ég nú að fara fram á að fólk rífi af sér höfuðleðrið fyrir mig. En ef einhver lumar á hárkollu eftir eitthvert grímuballið eða öskudag eða eitthvað slíkt.. þá myndi ég vilja kaupa eða fá lánað.

 

Morticia


Bjartsýni okkar Íslendinga

 

+15°C

Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.

Íslendingar liggja í sólbaði.

 

+10°C

Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.

Íslendingar planta blómum í garðana sína.

 

+5°C

Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

 

0°C

Eimað vatn frýs.

Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

 

-5°C

Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.

Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

 

-10°C

Bretar byrja að kynda húsin sín.

Íslendingar byrja að nota langerma boli.

 

-20°C

Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.

Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!

 

-30°C

Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.

Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.

 

-40°C

París byrjar að gefa eftir kuldanum.

Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.

 

-50°C

Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.

Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.

 

-60°C

Mývatn frýs.

Íslendingar kaupa sér 48DVD og halda sig inni við.

 

-70°C

Jólasveinninn heldur í suðurátt.

Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.

Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.

 

-183°C

Örverur í mat lifa ekki af.

Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.

 

-273°C

Öll atóm staðnæmast vegna kulda!

Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.

 

-300°C

Helvíti frýs!

Ísland vinnur Eurovision!


Sylvía Nótt höfðaði vissulega til mín en núna vil ég alvöru

 

Ég elska Sylvíu Nótt. Henni tekst meira að segja að sjokkera mig sem er ekkert auðvelt. Ég vildi að hún færi út og keppti fyrir okkar hönd í Eurovision í denn og hef no regrets about that, at all.

En ég er ekki til í að senda annað grínatriði út núna. Eða á ég kannski frekar að segja svona semi-tónlistaratriði. Ho ho ho we say hey hey hey... er skemmtileg og gott til síns brúks en þetta er ekki tónlistarfólk og stelpurassgatið er auðvitað engin söngkona, enda reynir ekki mikið á þá hæfileika í þessu lagi.

Af einhverjum undarlegum ástæðum hef ég ekkert fylgst með Laugardagslögunum. Það er í fyrsta skipti á minni stuttu ævi (**hóst**) sem ég hef ekki fylgst með undankeppni Eurovision svo ég ákvað að bæta úr því í gær. Hlustaði á öll lögin, spáði og spekúleraði.. en ég þurfti ekkert að spá lengi.

Eurobandið

Lagið sem hefur allt til að bera í þessa keppni er This is my life eða á hinu ástkæra ylhýra: Fullkomið líf. Sungið af Regínu Ósk og Friðriki Ómari. Tvö af okkar flottustu söngvurum í dag.

Lagið er grípandi með fjörugan danstakti. Ætti að höfða bæði til þeirra yngri og þeirra eldri.

Ég hef tröllatrú á þessu lagi og ætla að gefa því mitt atkvæði í kvöld. Ég hvet alla til að taka þátt og kjósa. Komið út úr skápnum krakkar. Við vitum öll að allir hafa áhuga og skoðun á Eurovision þó að margir neiti að viðurkenna það.

Og auðvitað vil ég að þið kjósið This is my life með Eurobandinu en ég ræð því víst ekki (**andvarp**)

Klikkið á linkinn, hækkið í botn og dansið svolítið. Ég lofa því að dagurinn verður bjartari og skemmtilegri fyrir vikið.

 


Að koma sér í rúmið

 

Við Bretinn sátum fyrir framan sjónvarpið.

Jæja, sagði ég. Ég er þreytt. Ég ætla upp í rúm.

Svo fór ég inn í eldhús og útbjó nesti fyrir krakkana. Tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir kvöldmatinn daginn eftir. Tékkaði á hvað væri mikið eftir að Wheetabix-inu sem hér er étið í morgunmat. Fyllti á sykurkarið, setti það og skeiðar  á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo tók þvott úr þvottavélinni og setti í þurrkarann. Ákvað að skella í aðra þvottavél. Rakst á skyrtu sem vantaði á tölu svo ég náði í nál og tvinna. Rótaði í töluboxinu mínu og fann nýtanlega tölu sem ég festi á skyrtuna. 

Nennti ekki að ganga lengur á dagblöðunum svo ég tók þau upp úr gólfinu. Safnaði svo saman leikföngum sem Sá Einhverfi hafði skilið eftir á víð og dreif og stakk símaskránni ofan í skúffu.  Tók svo úr uppþvottavélinni og setti eitt handklæði og blauta vettlinga á ofninn.

Stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann hjá Gelgjunni, setti peninga á borðið fyrir krakkana og beygði mig eftir bók sem lá á gólfinu.  Skrifaði eitt afmæliskort og setti í umslag.

Skrifaði svo minnismiða og lagði hjá símanum mínum svo minnið myndi ekki svíkja mig og minnismiðinn gleymast....

Fór svo og skóf andlitið af mér, setti á mig næturkrem og burstaði tennurnar. Renndi greiðu í gegnum hárið. 

Bretinn kallaði úr stofunni: ég helt að þú værir að fara að sofa.

Já, sagði ég. Hellti vatni í dallinn hjá Vidda vitleysing, og henti nýja fresskettinum út.  Gekk úr skugga um að dyrnar væru læstar. Kíkti svo á krakkana. Strauk Gelgjunni og Þeim Einhverfa um vanga og spjallaði aðeins við Unglinginn. 

Svo stillti ég vekjaraklukkuna og tók til föt fyrir morgundaginn.

Mundi eftir nokkrum atriðum sem ég þurfti að framkvæmda daginn eftir og bætti þeim á minnismiðann. 

Þegar hér var komið sögu slökkti Bretinn á sjónvarpinu og kallaði: Ég ætla að fara að sofa. Og það gerði hann.

 

----------

 

Já já ok ok. Þetta er illa stolið með smávægilegum breytingum. Sleppti svona atriðum eins og ''hún tók rúmteppið af rúminu'', þar sem ég bý aldrei um rúmið mitt. Og þar sem ég vildi ekki að vinir mínir gæfu upp öndina í hláturskrampa sleppti ég líka atriðinu þar sem ''hún vökvaði blómin''. Ég vökva ekki heldur blóm. Enda líkar blómum ekki við mig.

 En þetta lýsir mér alveg svakalega vel að öðru leyti.

Ekki að ég sé svo aktív húsmóðir heldur er ég svo ofsalega óskipulögð. Það líður minnst hálftími frá því að ég tilkynni uppíferð (ekki uppáferð, það er bara svona 2-3 mínútur) og þangað til ég er raunverulega lögst á koddann.

 


Bretinn með eldri konu

 

Bretinn er 10 árum eldri en ég. Bara svo það sé á hreinu.

Í gær fórum við í fertugs afmæli til Ástu vinkonu. Af því tilefni fór litla krúttið þ.e. afmælisbarnið, upp á stól og bað um orðið. Ég þarf að játa svolítið fyrir ykkur, sagði hún. Ég heiti Ásta og ég er fertug.

Að meðtöldu afmælisbarninu vorum við fjórar úr gamla vinkvennahópnum á staðnum . Við hinar þrjár notuðum tækifærið um kvöldið og fögnuðum því ákaft að vera 39 ára. Það er nefnilega allt annað mál. Berlínar Brynja, sem varð fertug í janúar, var fjarri góðu gamni. Það var nú samt hringt í hana nokkrum sinnum í gærkvöldi til að upplýsa hana um gang mála.

Þetta var yndislegt kvöld. Mikið hlegið en líka mikið grátið. Með lítilli uppákomu/skemmtiatriði þar sem rifjuð voru upp 30 ára vinátta okkar stelpnanna, grættu vinkonurnar þrjár, afmælisbarnið-Ástu, Fríðu-mömmu og Stebba-pabba. Valla-bróður held ég bara líka og einhverja fleiri. 

Vá hvað það er skrítið að tala um að hafa  þekkt einhvern í 30 ár þegar mér finnst ég ekki vera degi eldri en 18 ára. 

Bretinn kom aðeins seinna en ég í partíið og ég varð ástfangin all over again þegar ég sá skyndilega þennan fjallmyndarlega mann standa í hinum enda stofunnar. Í svörtum jakkafötum með dökkt úfið hár, nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Og mér varð hugsað til orðaskipta okkar frá deginum áður:

ég: þú þarft að fara að raka þig

Bretinn (strýkur yfir skeggið): já ég þarf að fjarlægja þessi hár úr andlitinu á mér svo fólk geti séð mitt unglega andlit. And when we go to the party tomorrow, people will stare and say: what is HE doing with an older woman.

 


Þessi kom frá Önnu frænku og er ansi góður

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans.

Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?" "Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur.

"Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit. Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa.

Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!"

Svo ég tók jeppann.

Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.

 


Isn't there something wrong with this picture?

 

Staðalímyndir eru sterkar í hugum okkar. Karlmenn eru liðtækir við að dytta að hlutum, konur eru með tuskuæði, litlar stelpur elska bleikt og leika með dúkkur og litlir strákar fara í kabboj og indjána. Eða svona var þetta allavega hér einu sinni.

Staðalímyndir dagsins í dag eru aðeins öðruvísi og þær eru líka fjölbreyttari. 

Ég held að konur séu ófeimnari núna við að viðurkenna að þrif séu ekki eitt af því sem er efst á vinsældarlistanum og karlmenn eru ekki allir lagnir með hamarinn frekar en við konurnar við saumaskapinn.

Einnig finnst mér vera að skapast jafnvægi á milli harða naglans og mjúka mannsins. Mjúki maðurinn kom sterkur inn fyrir einhverjum árum en datt svo úr tísku. Það var tímabil sem ég vorkenni karlmönnum að vera karlmenn. Hafði á tilfinningunni að þeir vissu ekki hvort þeir ættu að sitja eða standa. Þeir áttu að vera karlmenni en þeir áttu líka að geta grátið. Hafa áhuga á ''mjúku málunum''.

En þegar upp er staðið erum við öll ólík og erfitt að ætla að falla inn í eitthvað hólf.

Í gær, á Öskudag, þegar ég skilaði Þeim Einhverfa af mér i Vesturhlíð, tóku á móti mér dreki, trúður og Turtles-gæi. Krakkarnir ljómuðu í búningunum sínum og voru spennt að sýna þá hverjum þeim sem kom þar inn. 

Ég ræddi aðeins við starfsfólkið hvort yrði hægt að koma Þeim Einhverfa í einhvern búning og þau tjáðu mér að af þeim búningum sem til er i Vesturhlíð er Mjallhvítarkjóllinn í mestu uppáhaldi. Honum finnst hann svoooo fallegur sögðu þau.

Sá Einhverfi er auðvitað lítið upptekin af því hvað er við hæfi og hvað ekki. Hugtakið karlkynsfatnaður og kvenkynsfatnaður er ekki til í hans huga.

Í gærkvöldi sat ég og bloggaðist í lappanum mínum og Bretinn var inn í stofu og talaði við sjónvarpið. Skyndilega sagði hann: Isn't there something wrong with this picture?

Ha? hvað? sagði ég úti á þekju.

There you are, on your computer.. and here I am, talking to Oprah.

 

En ég er nú ekki fædd í gær, skal ég segja ykkur. Fell ekki fyrir þessu: ''ég er mjúkur maður''. Ég veit nebblega að Cindy Crawford var í heimsókn hjá spjallþáttadrottningunni.


Óvenju vel gefin þessi tarantúla

 

Þetta er nú meira krúttið. Og ljóngáfuð var hún. Á meðan Maggi Guðjóns heilbrigðisfulltrúi snakkaði í símann og sneri baki í Töru Túllu, notaði hún tækifærið. Hafði bæði heila og augu til að meta aðstæður... ''....nú er rétta tækifærið, nú læt ég til skarar skríða... Prison break my ass....''

Á myndinni sést hvernig hún reynir að læðast ofurhljótt og smeygja sér á milli rimlanna..  Sjáið fagran limaburðinn og virðuleikann. Og nú er hún dauð. Blessuð sé minning hennar.


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúkabrandararnir eru ennþá alveg að gera sig. Ég er nú ekki þroskaðri en þetta....

Þetta er ekki fyrir glígjugjarna né viðkvæma. Þó ber að hafa í huga... we have all been there, right?

 

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

 

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

 

Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

 

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

 

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

 

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

 

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

 

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

 

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

 

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

 

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

 

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.

 

Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.

 

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)

 

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

 

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

 

Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina)

 

Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

 

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

 

Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...

 

 

Góðar hægðir .... nei stundir ....

 


Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband