Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Ekki nýtt en alltaf jafn fyndið
Hún Laufey samstarfskella mín fékk þetta sent í tölvupósti í morgun og grét úr hlátri.
Ég veit að þetta er ekki nýtt af nálinni, en þar sem Laufey hefur aldrei séð þetta áður þá hljóta fleiri að vera álíka aftarlega á merinni.
Svo er þetta bara drepfyndið.
Ég feitletra mínar uppáhalds. Ykkur er velkomið að tjá ykkur um ykkar uppáhalds í kommentakerfinu. En passið ykkur... það mun varpa ljósi á hversu biluð þið eruð.
Tekið úr alvöru læknaskýrslum, skrifuðum af alvöru læknum:
- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn...
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið...
- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum...
- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall ..
- Eftir það var hún í samkvæmi
- Fékk vægan verk undir morgunsárið
- Hún hefur þroskast eðlilega framan til
- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember...
- Húðin var rök og þurr...
- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr
- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring
- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf
- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum
- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur
- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur....
- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt
- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði
- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur
- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill
- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð
- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni
- Það sem fyllti mælinn var þvagleki
- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa
- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.
- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt .
- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann
- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði
- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð....
- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....
- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.
- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu....
- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef
- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár...
- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri
- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða
- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki
- Sjúklingur hefur formlegar hægðir
- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala....
- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring
- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.
- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl...
- Sjúklingur lærði söngnám
- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli
- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn....
- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði....
Sunnudagur, 8. júní 2008
Töfralæknir með gálgahúmor
Er í alvöru hægt að vera svona heimskur? Eða kallast þetta örvænting?
Ég geri ráð fyrir að töfralæknirinn hafi grætt vel á ráðleggingunum.
Svo gæti þetta líka hafa verið persónulegt. Kannski standa eiginkona þess serbneska og ''læknirinn'' í ástarsambandi.
Laskaður limur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 6. júní 2008
Hvað með ykkur?
Sá þennan lista á síðunni hjá Rúnu og ákvað að fara í smávegis sjálfsskoðun. Væri gaman ef þið skilduð eftir svörin ykkar í kommentakerfinu. Hér er gott tækifæri til að svara nafnlaust og sleppa sér í hreinskilninni.
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Jóni Ágústi. hann var æskuvinur pabba en skaut sig þegar þeir voru um tvítugt.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Í morgun. Eða ég táraðist og þurfti að halda aftur að grátinum.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Ég skrifa alveg ágætlega
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? tvö og hálft; Dóttur, son og stjúpson.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Ef ég væri manneskja sem kynni að meta kaldhæðni þá væri ég besta vinkona/vinur minn.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? haha var ekki búin að taka eftir þessu. Svarið er stórt JÁ
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei ekki úr þessu
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Fer eftir því hvar ég er stödd en heima er það Kaffibolli og ristuð brauðsneið með brúnum geitaosti og sultu. Mmmm langt síðan ég hef fengið mér svoleiðis.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Er mjög sjaldan í reimuðum skóm en þegar það gerist þá, nei.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Á sumum sviðum.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Ísinn sem amma bjó til á jólunum. Þarf að fara að prófa að búa hann til sjálf. Held að uppskriftin sé til einhvers staðar.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Attitute
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Helst húðlitaðan en stundum ljós-ljósbleikan. Rauður minnkar varirnar og ég má nú ekki við því.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Valkvíðinn og skortur á sjálfsaga
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Þessa stundina dóttur minnar sem fór í sumarbúðir í morgun. Annars væri ég meira en til í að hitta ömmu og afa sem bæði eru farin, í eins og eina kvöldstund. Og svo er það hún Brynja vinkona í Berlín sem ég sakna mikið og báðar systur mínar sem ég virðist aldrei finna tíma til að hitta þó þær séu aðeins í 10 mínútna fjarlægð.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Það væri gaman.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? bláum gallabuxum sem þrengja óþarflega mikið að mér í mittið. Skórnir eru svartir ökklaskór með mjög háum og mjóum hæl. Tel mér trú um að ég virki meira hoj og slank eftir því sem hælarnir eru hærri.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Ótrúlegt en satt, Stór biti af páskaeggi.
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Ekkert, en ísland í dag er í gangi í sjónvarpinu.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Svartur held ég
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Lyktin af börnunum mínum. Þegar ég var krakki þá var það lyktin af páfagaukunum mínum.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Ellisif vinkonu.
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Ef við erum að tala um Rúnu (sem ég stal þessum lista af) þá þekki ég hana ekki. En mér líka skrifin hennar, ljóðin og ekki síst hvað hún er mikill fuglavinur.
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Fimleikar og listhlaup á skautum
26. ÞINN HÁRALITUR ? Músabrúnt... sennilega ansi mikið músargrátt nú orðið en er þrællituð blondína.
27. AUGNLITUR ÞINN ? Það er nú eitthvað misjafnt. Sennilega mætti kalla hann grágrænan.
28. NOTARÐU LINSLUR ? Nei
29. UPPÁHALDSMATUR ? Á engan svona einn uppáhalds. En finnst svakalega gott að borða góðan mat.
30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Hryllingsmyndir nenni ég ekki að horfa á lengur. En góður sálfræðitryllir er mitt uppáhald og gamanmynd sem kemur út á mér hláturstárunum.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? OMG. Ég man það ekki.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Iss var algjör slut hérna í denn.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Kaffi og Grand
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Hef ekki grænan grun
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Bretinn og Jenfo. Sami grautur í sömu skál. muuuhaaaa
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Saffraneldhúsið sem Jenfo lánaði mér. Hún er sennilega orðin langeygð eftir að fá hana til baka, en aðallega vegna þess að hún er svo æst að lána mér fleiri bækur. En bókin er góð.
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Engin mynd, engin músarmotta, engin mús.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Ekkert
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Bæði. Svo ólíkir, varla hægt að bera þá saman.
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Boston held ég
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Veit það hreinlega ekki. Held stundum að ég sé Dr. Jekyll og Mr Hyde, svo misjöfn get ég verið. Get t.d. verið óendanlega þolinmóð einn daginn en svo með hættulega stuttan kveikjuþráð þann næsta.
42. HVAR FÆDDISTU ? á Landsspítalanum
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er forvitin um alla
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Föstudagur, 6. júní 2008
Þetta er ekki mín saga sko... enda ekki orðin fertug
Góð saga, svona á föstudegi:
Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 40 ára:
Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærasta.
Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.
Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.
Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og hótaði að drepa sig.
Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri traustur og jarðbundinn.
Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur yfir einu eða neinu.
Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér mann sem að væri spennandi.
Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur.
Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.
Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni.
Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Smá misskilningur
Ég hef skapað smávegis misskilning með því að læsa blogginu mínu.
Ég tók örlítið geðsveiflukast um daginn og ákvað að ég ætlaði bara að hætta þessari vitleysu. Var næstum því búin að henda út öllu draslinu en féll frá þeirri hugmynd. Þá fannst mér nærtækast að læsa dótaríinu. Sem svo aftur orsakaði það að fólk hélt að ég væri enn að setja inn færslur, sem væru ekki ætlaðar öllum.
Því detta hér inn í lange baner óskir um að fá lykilorð. Ég var sest niður og ætlaði að fara að svara hverjum og einum með tölvupósti og útskýra málið en í sannleika sagt þá féllust mér hendur. Þetta er því svona fjölda-póstur, ætlaður öllum sem hafa áhuga.
Þar sem er ekki um neinar færslur að ræða og ekkert lykilorð þá mun ég hafna öllum beiðnunum en vil bara koma því á framfæri að þegar ég set inn blogg aftur (þetta er ekki blogg sko) þá verður það öllum opið.
Verð að viðurkenna að ég tek öllum þessum beiðnum sem hlýjum kveðjum og get ekki annað en þakkað ykkur fyrir.
Má til með að segja ykkur í leiðinni frá dags-afrekum Þess Einhverfa.
Það var hér áðan, venjuleg niðurtalning í tannburstun; eftir fimm mínútur - þrjár mínútur - tvær mínútur.... svo gleymdi ég mér.
Eftir nokkra stund ranka ég við mér og kalla: Ian, bursta tennurnar núna.
Nei, var svarið.
Jú, bursta tennurnar NÚNA
Þá kom líka þessi flotta og fullkomna setning:
Ég er búin að bursta tennurnar
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum en stráksi margtuggði þetta ofan í mig og Gelgjan staðfesti eftir að hafa farið og athugað hvort tannburstinn hans væri blautur. Jú, hann er búinn að bursta, sagði hún.
Afrakstur dagsins: 6 orða fullkomin setning, með góðum framburði. Geri aðrir betur.
En svo átti ég líka símtal við Þann Einhverfa í dag og þar var framburðurinn ekki eins góður. Allavega ekki ef við erum að tala um íslensku.
Þegar Sá Einhverfi tekur upp símann þá kemur alltaf frá honum ofsalega eðlilegt ''Halló''. Tónninn er þannig að þér finnst þessi aðili á hinum endanum vera meira en til í spjall. Og það er hann vissulega. En það hljómar svona:
dabbadabbadibbí dúbbarúbbabibbirídída dúddúlúlúbabbasam.......
Og í dag var það nákvæmlega þannig. Ég hringdi heim og hélt fyrst að Gelgjan hefði svarað því þetta ''Halló'' er svo bjart og glaðlegt og greinilegt. En svo kom runan:
dibbidibbdibbdibbdibb dabbadabbadibbí dúbbarúbbabibbirídída dúddúlúlúbabbasam.......
ég gólaði upp í eyrað á honum: hæ Ian, þetta er mamma. Segðu hæ segðu hæ. Ian segðu hæ...
diddibibbdibb mabblabba dúbbídabbaarabbababba... ég hefði eins getað verið að tala við sjálfvirkan símsvara.
En svo læddi sér þarna mitt á milli rússnesku orðanna: ''mamma koma heim'', og áfram hélt hann: sabbamabbdabbe dibbídabbedaddara. Og að lokum glaðlegt: Ókey bææææ.
Svo lagði hann símann frá sér án þess að leggja á.
Ég varð að gjöra svo vel að hringja í gemsann hjá Unglingnum til að ná sambandi heim aftur.
Lífstíll | Breytt 4.6.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Töfralausnin fundin?
Ég held ég hafi dottið niður á töfralausn í gær. Á vansæld Þess Einhverfa þegar breytt er út af venjulegri rútínu.
Mér var búið að hálfkvíða fyrir mánudeginum því það er mögnuð vika framundan hjá drengnum og ekki seinna vænna að kynna dagskrána fyrir honum.
Mér datt skyndilega í hug að setja upp vikuplanið í Excel í tölvunni hér heima. Hafa það skriflegt frekar en myndrænt. Skýrt og skorinort.
Þegar ég var sátt við niðurstöðuna, mundu ég skyndilega eftir litunum á dögunum. Í Öskjuhlíðaskóla læra krakkarnir meðan annars að þekkja vikudagana eftir litum. Sá Einhverfi var mjög fljótur að tileinka sér það strax í fyrsta bekk. Hver vikudagur hefur sinn lit. Ég ákvað að merkja hvern dag með sínum lit.
Svona lítur þetta út:
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
19.maí | 20.maí | 21.maí | 22.maí | 23.maí | 24.maí | 25.maí |
Rúta | Rúta | Rúta | Rúta | Rúta | Mamma kemur | Mamma og Ian |
Skóli | Skóli | skóli | skóli | skóli | í sveitina | fara í bílinn |
Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | og heim | |
rúta | rúta | rúta | rúta | Fríða sækir Ian | mamma lúllar | |
heim | heim | Hólaberg | Hólaberg | í bílinn | með Ian í sveitinni | |
í sveitina | ||||||
Svo kallaði ég á stráksa sem settist í fangið á mér fyrir framan tölvuskjáinn. Ég sagði ekki eitt einasta orð en fylgdist með honum renna augunum yfir handbragðið.
Hann virti skjáinn nokkuð lengi fyrir sér, stóð svo upp og gekk í burtu. Ég varð svolítið hissa en gerði ráð fyrir því að hann hefði ekki skilið það sem hann var að horfa á. Svo ég kallaði á hann aftur og í þetta skiptið las ég yfir hvern dag fyrir sig og fylgdi línunum með fingrinum. Hann horfði þegjandi á en myndaði orðið ''Hólaberg'' með vörunum. Fyrir þá sem ekki vita þá bregst krakkinn venjulega vægast sagt illa við því orði, sem og öllum öðrum tilkynningum um breytta dagskrá.
Að lestri loknum, stóð hann upp, fór upp í herbergið sitt og stuttu síðar heyrði ég hann syngja um fullorðna fólkið sem er svo skrítið og er alltaf að skamma mann.
Ég var enn opinmynnt af undrun þegar Bretinn kom heim.
Ég krosslagði líka fingur þegar drengurinn byrjaði að þylja vikudagskránna orðrétt frá efri hæðinni. Beið eftir kastinu. Sem aldrei kom.
En hann þuldi svo fjandans dagskránna allt að því stanslaust í klukkustund. Og svo byrjaði hann að stríða mér með því að fara rangt með hana og hló eins og vitleysingur þegar ég leiðrétti hann.
Ég vona að ég sé dottin niður á töfralausnina á mesta vandamálinu í umgengni við snúllann minn. Hvort það eru stafir í stað teikninga, skjár í stað pappírs eða litirnir... ég veit það ekki. En puttarnir verða krosslagðir þar til þetta tiltekna vikuplan rennur sitt skeið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 19. maí 2008
Eurovision og fyllerí á fyllerí ofan
Við erum að sigla inn í Eurovision vikuna.
Ég veit ég veit. Enginn horfir á Eurovision en það horfði heldur enginn á Dallas í denn, en samt tæmdust götur landsins af einhverjum stórfurðulegum ástæðum á sýningartíma þáttanna. Á sama undarlega hátt verður ansi fámennt utandyra hér á landi nk. fimmtudagskvöld.
Helstu heimildir um það sem er í gangi núna í Serbíu er að finna hjá Jóni Arnari sem og allan lagalistann. Og um það sem er að gerast á bak við tjöldin getum við lesið á blogginu hennar Ingibjargar sem er stödd í innsta hring á staðnum.
Áfram Ísland!
Annars er lítið að frétta á þessum vígstöðvum.
Á morgun mun ég kynna fyrir Þeim Einhverfa dagskrá vikunnar sem er óvenju mögnuð. Hólaberg miðvikudag og fimmtudag. Á föstudag munu Fríða & Co sækja hann í Vesturhlíð og hverfa upp í sumarbústað með barnið mitt. Vá hvað stráksi mun flippa þegar ég legg dæmið niður fyrir hann.
Þetta þýðir að frá miðvikudagsmorgni til sunnudags eftirmiðdags mun ég ekki sjá snúllann minn. Nema að ég taki boðinu og skelli mér upp í bústað til þeirra á laugardaginn. Sem ég mun sennilega gera.
Hversu snemma sú ferð verður farin, fer þó eftir því í hversu góðu standi ég verð eftir að hafa haldið vinnustaðagrillpartý á föstudagskvöldið nk. Þá mun húsið mitt fyllast af snarklikkuðu liði (þá á ég sérstaklega við fólkið frá Keflavík). Ég auglýsi hér með eftir útkösturum. Held það muni ekki veita af eins og þremur slíkum á staðnum.
Ojá krakkar mínir. Maður er ekki fyrr búin að jafna sig á einu fylleríinu, þegar maður er farin að plana það næsta. Og ef Eurobandið verður á sviðinu í Belgrad á laugardagskvöldið... jæts.. Vogur here I come. Ég er sko sannur Íslendingur. Það segir Bretinn allavega.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Laugardagur, 17. maí 2008
Leiðrétting og afsökunarbeiðni
Ég get verið ansi fljótfær og framkvæmt vanhugsaða hluti. Mér fer þó fram með aldrinum. En stundum bíta mínar eigin gjörðir mig í rassinn og þá finnst mér verst ef ég hef sært einhvern á leiðinni eða gert honum rangt til.
Með ógætilegu orðalagði í færslunni hér á undan mátti skilja það sem svo að Friðrik Þór hefði haft látið frá sér þau orð sem þar koma fram. Það var auðvitað ekki svo, heldur var það vinur minn Loopman sem tjáði sig opinskátt um sínar skoðanir og tilfinningar í garð nokkurra bloggara.
Friðrik Þór hefur tjáð mér að hann kæri sig ekki um að nokkur maður haldi að hann hafi verið að atyrðast út í mig, og því vildi ég leiðrétta þetta og biðja hann afsökunar á þeim misskilningi sem þetta kann að hafa valdið.
Reyndar langar mig líka að biðja Loopman afsökunar ef ég hef gefið í skyn að þetta komment hans hafi farið fyrir brjóstið á mér. Þvert á móti hefur það kætt mig mikið og ég hef fengið nokkur símtöl frá vinum sem hafa vitnað í einstaka setningar úr þessu kommenti og hlegið yfir skemmtilegu orðalagi hans og athugasemdum.
Að lokum vil ég koma á framfæri minni eigin skoðun á blogginu sem slíku. Í mínum huga er bloggið vettvangur sem fólk kýs að nýta á sínum eigin forsendum. Hvort sem það er til að tjá sig um persónuleg mál eða dægurmál, einu sinni í mánuði eða hundrað sinnum á dag. Svo framarlega sem persónulegt skítkast er látið eiga sig.
Á móti kemur að við mannfólkið höfum alltaf, og munum alltaf, finna farveg fyrir ríg manna á milli. Á milli landa, milli kynþátta, milli áhangenda fótboltaliða, milli bæjarfélaga, milli deilda innan fyrirtækja, milli stjórnmálaflokka... og á milli bloggara.
Haldið friðinn og strjúkið kviðinn.
Ég er soldið þunn en annars fín.
Föstudagur, 16. maí 2008
Hvernig myndi Gelgjan bregðast við
Ég fékk þetta sent í tölvupósti áðan frá henni Ástu Birnu vinkonu minni. Viðurkenni að ég táraðist þegar ég las niðurlagið (er greinilega eitthvað á mjúku nótunum í dag). En það er allt í lagi. Gott að væta hvarmana öðru hverju, ekki síst þegar það er eitthvað sem hlýjar manni um hjartað.
En ég hló líka, því mér datt Gelgjan í hug, og hvernig hún myndi bregðast við sömu aðstæðum. Ekki alveg eins og þessi litli strákur hér:
Móðurást
Lítill strákur kom til mömmu sinnar
þegar hún var að taka til kvöldmatinn.
Hann rétti henni miða sem hann hafði
verið að skrifa á.
Mamman þurrkaði sér um hendurnar
og las það sem stóð:
Fyrir að slá blettinn = 500 kr
Fyrir að búa um rúmið mitt
þessa vikuna = 100 kr
Fyrir að fara í búðina = 50 kr
Fyrir að leika við litla bróður minn
á meðan þú fórst í búðina = 25 kr
Fyrir að fara út með ruslið = 100 kr
Fyrir að fá góðar einkunnir = 500 kr
Fyrir að raka garðinn = 200 kr
Á meðan mamman stóð þarna og horfði á strákinn sinn
bíða spenntan eftir því að fá peninginn flugu þúsundir
minninga í gegnum huga hennar. Þannig að mamman náði
sér í penna og skrifaði hinum meginn á miðann:
Fyrir níu mánuðina
sem ég gekk með þig = 0 kr
Fyrir næturnar sem ég sat með þig,
hjúkraði þér, bað fyrir þér = 0 kr
Fyrir tímann og tárin
og kostnaðinn í gegnum árin = 0 kr
Fyrir næturnar sem ég sat andvaka
hrædd um þig og áhyggjurnar
í framtíðinni = 0 kr
Fyrir ráðin og vitneskjuna
sem ég gaf þér
og skólakostnaðinn er ég greiddi = 0 kr
Fyrir dótið, matinn og fötin,
og fyrir að þurrka nebbann þinn = 0 kr
Hún sagði við son sinn, þegar þú leggur þetta allt saman
hvað það kostar mig að elska þig þá er það frítt.
Stráksi las miðann og leit á mömmu sína
með tárin í augunum. Svo skrifaði hann á miðann sinn með stórum stöfum
GREITT AÐ FULLU.
Ég get aftur á móti fullyrt að Gelgjan myndi bregðst öðruvísi við. Hún myndi sennilega horfa á mig með mæðusvip og benda óþolinmóð á listann. Jafnvel pikka í hann með blýanti til áherslu. Og minna mig á að ég hefði valið þetta sjálf.
Hún er svo rökföst hún dóttir mín, þegar hún hefur mál að verja.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Toppmyndir
ég get ekki kvartað yfir því að ekki sé hugsað um mig.
Fyrir nokkru síðan, áður en ég breytti um þema hérna á síðunni, sendi Guðríður Péturs, bloggvinkona mér banner. Henni þótti sennilega sorglegt að sjá bara nafnið mitt efst á síðunni. Svartir stafir á hvítum grunni. Eins fátæklegt og það getur orðið.
Bannerinn sem hún sendi mér var mjög flottur en ég náði ekki að setja hann inn, sama hvað ég reyndi. Tölvutæknin er ekki mín sterka hlið og því hélt ég að þetta væri einhver klaufaskapur í mér.
Gunnari Svíafara þótti síðan mín líka eitthvað dapurleg og sendi mér hugmynd að banner. En hann komst svo að því að með það þema sem var á síðunni minni var ekki mögulegt að skipta um toppmynd.
Ég fékk mér því tómataþema og treysti því að Gunnar myndi útvega mér eitthvað með rauðum lit í.
Það gerði hann. Dúllaði í þessu fram og til baka. Var ekki ánægður og snyrti aðeins. Sendi mér aftur. Og ég setti inn bannera og tók út aftur og setti inn aftur, eins og ég hefði aldrei gert neitt annað á ævinni. Komst að því að ég er ekki eins vonlaus í tölvumálum og ég hélt.
En toppmyndin á síðunni minni er í boði Gunnars Svíafara. Og hér er ég að setja inn færslu um málið þó hann hafi bannað mér að segja frá því að hann hefði gert þetta fyrir mig. En ég hlýði nú ekki öllu sem mér er sagt.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta