Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

One of these days...

 

Í dag er ég bæði andlaus og leiðinleg. Og það er svo slæmt að ég þjáist í eigin návist. Ég ætla því ekki að bjóða fleirum en nauðsynlega þurfa að þola, upp á félagsskapinn þann.

Treysti því að þegar Bretinn kemur heim frá golfslætti að hann komi með eitt af gullkornunum sínum og eitt gott hláturskast frelsi mig. Ef það bregst þá treysti ég á að svefninn bæti ástandið.

Þið gætuð líka kætt mig með neyðarlegum sögum af ykkur (eða einhverjum sem þið þekkið). Kommaso. Skemmtið mér á mínu bloggi. Er það ekki þannig sem þetta gengur fyrir sig?

 


Nartpúkinn drepinn fyrir fullt og allt?

 

Jóhanna spurði mig í athugasemdakerfinu hvernig gengi í 40 ára afmælis-átakinu. Jóhanna mín, það vill svo skemmtilega til að ég get sagt að það gengur glimrandi vel. Takk fyrir að spyrja.

Ég ákvað að ég ætlaði að prófa nýtt system varðandi ræktina. Í þessum sífelldu átökum þá ætlar maður alltaf að láta allt gerast á svo skömmum tíma. Kannist þið við það?

Nú ákvað ég að snúa við blaðinu og í stað þess að ætla að mæta lágmark 5x í viku í ræktina þá er bannað að fara oftar en þrisvar sinnum. Í hádeginu skal ég fara, þrisvar í viku. Hvorki sjaldnar né oftar. Taka þetta á skynseminni í stað þess að ætla að gleypa heiminn í einum munnbita. Breyttur lífsstíll. Það er það sem ég leita að eins og svo margur annar.

Svo er annað sem  ég ætla að segja ykkur betur frá seinna. Þegar það er komin meiri reynsla á það.

 Ég er ekki trúuð á töfralausnir. Hvort sem um er að ræða krem sem á að fjarlægja allar hrukkur úr andlitinu á mér, gel sem á að má út öll merki um appelsínuhúð, bumbubana, töflur sem brenna af mér allri fitu... skiptir ekki máli hvað það er, ég er tortryggin.

En ég ákvað að prófa svolítið um daginn og það virðist vera að svínvirka.

Málið er að ég er nartari. Ég þarf sífellt að vera að narta. Þar erum ég og Sá Einhverfi að skilja hvort annað. Leitandi endalaust í eldhússkápunum að einhverju til að tyggja. Ég virðist aldrei fá nóg. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er ekkert að spriiiinga úr spiki. En með þessu áframhaldi kemur að því að ég spring út eins og sjóðandi heit maísbaun.

En í heila viku hef ég ekki haft minnstu löngun í sætindi og nartþörfin er horfin. Ég meira að segja borða minna á matmálstímum. Allt saman áreynslulaust.

Ég ætla að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvort kraftaverkið endist. Því í mínum huga er það kraftaverk ef ég hef fundið lausnina á mínu sífellda narti.

-------

Varðandi bókina þá er ég loks komin með ritstjóra og nú fara hlutirnir að gerast. Vonandi á það dæmi allt saman eftir að ganga upp. Bókin verður blanda af efni sem þegar hefur birst hér á blogginu og nýju efni. Ég er byrjuð að skrifa nýtt efni og það ætlar að reynast mér mun auðveldara en ég hélt. En það þýðir líka að ég mun ekki verða jafn aktív hér á blogginu. Þið megið samt ekki gleyma mér.


Terrible mother

 

Gelgjan og Viðhengið ákváðu skyndilega að þær vildu fara í bíó.

Ég á í erfiðleikum með að segja nei við stúlkutetrið mitt. Ég veit ekki afhverju það er. Kannski vegna þess að hún biður afskaplega sjaldan um eitthvað óraunhæft. Og hún suðar aldrei. Það hefur hún ekki gert síðan ég skildi hana eftir í tvígang á gólunum þegar hún var um tveggja ára.

Í fyrra skiptið á pósthúsi þar sem hún vildi fá tyggjó úr sjálfsala og í hitt skiptið á milli rekka í Byggt & búið. Ekki man ég hvað freistaði prinsessunnar þar. Hvort það var hamar eða klósettseta.

Meira þurfti nú ekki til, svo að barnið skildi að þessi aðferð myndi aldrei skila henni neinu. 

En í kvöld vildi hún sem sagt fara í bíó með vinkonu sinni. Og hænumamman kom upp í mér. Í sannleika sagt er ég skíthrædd um prinsessuna mína í þessum ljóta heimi. Ég sé barnaníðinga á hverju götuhorni. Lái mér hver sem vill. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er hún bara 11 ára. Ég hugsaði málið og ég sagði nei.

Gelgjan sagði ókey og ekki orð meir.

Í fimmtán mínútur heyrðist ekki í henni og ég var óróleg. Fannst ég hálfleiðinleg mamma.

Anna Mae!

, svaraði hún

Ertu fúl út í mig?

Nei, svaraði hún

En svo fann ég handleggi utan um hálsinn á mér. Mamma, ég er að verða stór stelpa.

Meira þurfti nú ekki til.

Ég veit það elskan mín, svaraði ég, ég skal keyra ykkur

Svo hélt ég ræðu um þær mættu ekki fara í sitthvoru lagi á klósettið og bla bla bla. Ég þakka Guði fyrir gsm síma. Og þó... ég verð líklega að eigna Bell heiðurinn þar sem hann var upphafsmaðurinn af þessu öllu saman.

Ég lét undan, ég er að fara að keyra þær, kallaði ég upp til Bretans sem var í óða önn að baða Þann Einhverfa.

What a terrible mother you are, kallaði hann til baka

Ég veit, sagði ég um leið og ég skellti hurðinni á eftir mér.

 

 


Allur er varinn góður

 

Fékk þetta sent frá litla rasistanum í tölvupósti

 

 

In case you needed further proof that the human race is doomed 
through stupidity, here are some actual label instructions 
on consumer goods.

 

On Tesco's Tiramisu dessert (printed on bottom) :


'Do not turn upside down.' 

(well...duh, a bit late, huh!) 


------

On Sainsbury's peanuts: 

'Warning: contains nuts.'  

(talk about a news flash) 
 

------

On Boot's Children Cough Medicine: 


'Do not drive a car or operate machinery after taking 
this medication.'  

(We could do a lot to reduce the rate of construction accidents if we 
could just get those 5 year-olds with head-colds off those bulldozers.) 

------

On Marks &Spencer Bread Pudding:


'Product will be hot after heating.' 

(...and you thought????...) 
 

-----

On a Sears hairdryer: 


Do not use while sleeping.
 

  (But that's the only time I dry my hair!) 

------

On a bag of Fritos:

 
You could be a winner! No purchase necessary.
Details inside.
 

(the shoplifter special?) 

------

On a bar of Dial soap:

 
'Directions: Use like regular soap.' 

(and that would be???....) 
 

------


On some Swanson frozen dinners: 


'Serving suggestion: Defrost.' 

(but, it's  just  a suggestion.) 
 

------

On packaging for a Rowenta iron:


'Do not iron clothes on body.'
 

(but wouldn't this save me time?) 
 

-------

On Nytol Sleep Aid: 


'Warning: May cause drowsiness.'
 

(..I'm taking this because???....)  

------

On most brands of Christmas lights:


'For indoor or outdoor use only.'
 

(as opposed to what?)  

------

On a Japanese food processor:


'Not to be used for the other use.' 

(now, somebody out there, help me on this. I'm a bit curious.)  

------

On an American Airlines packet of nuts:

 
'Instructions: Open packet, eat nuts.' 
(Step 3: say what?)  

------

On a child's Superman costume: 


'Wearing of this garment does not enable you to fly.' 

(I don't blame the company. I blame the parents for this one.)  

------

On a Swedish chainsaw:


'Do not attempt to stop chain with your hands or genitals.' 

(Oh my God..was there a lot of this happening somewhere?)  

------



 


Nú á að taka á því

 

Ég veit ekki númer hvað þessi tilkynning er hjá mér. Varðandi átak. Örugglega sú þúsundasta í gegnum tíðina.

Fyrir ári síðan (á 39. afmælisdeginum mínum) sór ég þess eið að þegar sá dagur rynni upp að ég yrði fertug, yrði ég í mínu besta formi... ever. Því sjáið til, ég hef aldrei verið í góðu formi. Aldrei stundað neinar íþróttir. Aldrei passað upp á mataræðið (nema í hinum ýmsu átökum auðvitað).

Skyndilega eru ekki nema 3 mánuðir í fertugsafmælið mitt og ég hlussast um. Hef aldrei verið feitari né í lélegra formi. Ég myndi hlæja ef ég væri ekki að grenja.

Og þegar fertugsafmælið er í augsýn þá hættir þetta allt saman að snúast um fagrar línur, hástemmd brjóst og stinnan rass. Nei nú er markmiðið bara að halda líkamlegum kvillum í fjarlægð, eins og bak- og liðaverkjum og hjálpartækjum eins og súrefniskútum og göngugrindum.

Innan örfárra klukkutíma mun ég stíga á pall... og af honum aftur... upp niður upp niður upp niður og ég get ekkert annað en vonað að ég komist lifandi frá fyrsta tímanum í líkamsræktinni. Svo verður þetta bara auðveldara. Er það ekki annars?

 


Home sweet home

 

Við erum komin heim. Heeeiiiim. Mikið afskaplega er maður heppin að finnast svona gott að koma heim. Unglingurinn og Gelgjan voru eins og smábörn á aðfangadag, svo mikill var æsingurinn að komast inn úr dyrunum.

Viddi Vitleysingur tók á móti okkur og gleðin var svo yfirgengileg að hann hafði á endanum ekki hugmynd um hvað sneri aftur né fram á eiginn skrokki. Kettirnir týndust svo smátt og smátt inn úr dyrunum og létu sér fátt um finnast þó að ''húsbændurnir'' væru snúnir aftur. Jafnvel Rós Rassstóra sýndi meiri viðbrögð.

Síðasti, en svo langt frá því sá sísti, fjölskyldumeðlimurinn verður sóttur á morgun. Sá Einhverfi.

Ég ætla að leggjast til svefns núna því það styttir biðina.


Er ad upplifa thetta sem thid kannist flest vid

 

Eg nenni ekki ad tengja mina tolvu til ad geta skrifad med islenskum stofum. Enda a thetta ad vera alveg svakalega stutt blogg.

Flestir sem eru giftir eda eru i sambud, eda bara their sem eiga stor-fjolskyldur, kannast vid fjolskyldu-pirringinn, hvort sem their vilja kannast vid thad eda ekki:  Aaarghhh mig langar ad kyrkja mommu/ommu/tengdo....

Eins og thid vitid flest er engin slik fjolskylda i kringum mig og Bretann a Klakanum og tvi upplifi eg thessi moment i gegnum adra. Well... I'm living it now folks. Biiig time. Getur drepid mig hversu mikid thessi fjolskylda tharf ad plana allan skapadan hlut. Plana plana plana. Svo endar med thvi ad haett er vid allt heila klabbid thvi thad er svo mikid spekulerad og planad ad thau plana yfir sig. Bokstaflega. 

Og vid Bretinn rullum augunum thar til okkur verkjar i thau og hlaegjum thangad til tarin renna.

A morgun er thad London, Gussi fraendi og Hairspray. Eg hlyt ad geta eytt adeins meiri peningum thar.

 

 

 


Brot úr dagbók í fríinu

17. júní 2008  Þegar þetta er skrifað sit ég um borð í flugi Icelandair , FI450 til London Heathrow, ásamt fríðu föruneyti. Sem myndi þá vera Bretinn, Unglingurinn og Gelgjan.

Ég held ég hafi öðlast nýjan skilning á okkur sem fjölskyldu í morgun. Í Leifsstöð. Það er eitthvað attitjút í gangi hjá okkur öllum sem er í góðu lagi heima og ekkert okkar  tekur sérstaklega eftir. En ég varð skyndilega afar meðvituð á Kaffi Tári fyrir ca 2 klst síðan.

Gelgjunni lá hátt rómur og upplýsti alla nærstadda um ýmislegt sem viðkemur skólanum o.fl. Bretinn lækkaði heldur ekki röddina þegar hann tilkynnti mér að ég væri eitthvað pirruð (not true) og ekki skemmtileg (not true at all). Svo hló hann hátt og mikið og konan á næsta borði horfði á okkur með blöndu af samúð og hrylling í svipnum.  Ég veit ekki hvoru okkar hún vorkenndi meira fyrir makaval.

Ég gaf henni til kynna með augnaráðinu að ég væri sú sem hún ætti bágt. Á fleiri en einn hátt.

Ég dáðist mest að Unglingnum fyrir að ranghvolfa ekki í sér augunum og yfirgefa samsætið en hann lét þó ekki vera að tilkynna systur sinni að hún væri stórbiluð, enda dóttir móður sinnar.

Ég er afar ósátt við það að verða sífellt flughræddari eftir því sem ég eldist. Þó er ósanngjarnt  gagnvart þeim sem virkilega þjást af flughræðslu að nefna þetta því orði. En við hvert flugtak hugsa ég: þetta er nú meira ruglið. Absurd really. Og á þessu flugi sem ég er stödd á núna, finnst mér óþarflega mikill hristingur.

Þá lít ég á flugþjónana og flugfreyjurnar til að athuga hvort þau séu sallaróleg, sem þau eru auðvitað. Þau hafa nákvæmlega engar áhyggjur af því að þessi níðþunga blikkdolla missi dampinn. Bilun!

En svo hef ég líka heyrt, bæði frá enskum flugvirkja og enskum flugmanni að íslenskir flugmenn séu þeir bestu. Og hana nú!

----   

 19. júní 2008 

Á sunnudag keyrðum við Þann Einhverfa í sumarbúðirnar um þrjúleytið. Hann var ótrúlega spenntur um morguninn og það var svo gaman að fylgjast með honum. Hann valdi DVD myndir til að taka með sér og  fylgdist grannt með því öllu sem ég lét ofan í töskuna hans.

Eftir að hafa fengið okkur kaffi, kíkt á herbergið hans og spjallað við Daníel sem mun sjá um Þann Einhverfa næstu tvær vikurnar, ásamt Gylfa, var kominn tími til að kveðja. Og það varð ekki auðvelt.  

Guttinn kyssti okkur bless með tárin í augunum og gerði allt sem hann gat til að halda aftur af grátinum. Svo sneri hann sér við og gekk niðurlútur í burtu með nýja vininum sínum honum Daníel.Þetta var eitt af þeim andartökum þar sem togast á í mér miklar og andstæðar tilfinningar. Annars vegar rífur og slítur í hjartað en hins vegar er stolt og gleði yfir enn einu þroskamerkinu. Enn eitt skrefið í átt að ´´eðlilegri´´ hegðun.  Hvað sem það ný þýðir.

En látið ykkur ekki detta neitt annað í hug en að ég sé búin sms-ast eins og vitfirringur við fóstrana, Daníel og Gylfa.

------

20. júní 2008 

Ég sit hér í litla tölvuherbergi Rasistans. Bretinn sá um að tengja fartölvuna mína við netið. Hér er ekki þráðlausu neti til að dreifa. Allt fullt af snúrum og veseni.

Ég fékk sms frá Gylfa fóstra í gærkvöldi. Sá Einhverfi fór í óvissuferð ásamt hinum krökkunum í sumarbúðunum og skemmti sér vel. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði um óvissuferðina, því það gefur auga á leið að óvissu-eitthvað (í hvaða formi sem er) er ekki hans uppáhalds.

Litli drengurinn minn saknar mömmu og pabba. Beygir af öðru hverju, en harkar af sér. Ég held samt að hver dagur sé öðrum betri. Hetjan mín.. Heart

knús á ykkur öll frá UK  

Sá Einhverfi pakkar niður í tösku

 

Þegar Unglingurinn flutti til okkar í vetur, lá ljóst fyrir að það þyrfti að bæta við einu svefnherbergi í húsið. Og við Bretinn ákváðum að það væri ekkert vit í öðru en að Sá Einhverfi léti Unglingnum herbergið sitt eftir. Því staðreyndin er sú að unglingur þarf meira pláss og meira einkalíf en 9 ára gamalt barn. Því sló Bretinn upp vegg í holinu á efri hæðinni og úr varð lítið, en hið huggulegasta herbergi fyrir Þann Einhverfa.

Við vorum búin að segja drengnum frá fyrirhuguðum flutningum og útskýra fyrir honum eftir bestu getu hvað væri í gangi. Og hann virtist skilja og vera fullkomlega sáttur.

Svo kom að því að Sá Einhverfi átti að sofa fyrstu nóttina í nýja herberginu. Rúmið var komið inn með kunnuglegum sængurfötum, dótið hans var út um allt og vel sjáanlegt, sjónvarpið hans og teiknidótið... en hann var órólegur og vansæll. Sótti inn í gamla herbergið sitt og endurtók ''blár'' með reglulegu millibili.

Ég fór alveg í kerfi. Get ekki lýst því neitt betur... ég fór bara í kerfi. Sannfærð um að ég hefði gert stór mistök og brotið gróflega á rétti Þess Einhverfa með því að svipta hann öryggi þess kunnuglega og óbreytta. Hélt að hann væri að ákalla bláa vegginn í gamla herberginu sínu. Hvernig gat ég verið svona vitlaus, hugsaði ég, gjörsamlega miður mín.

En það kom að því að ég skildi hvað hrjáði drenginn. Þegar ákall á ''appelsínugulan'' bættist við, rann upp fyrir mér ljós. Í mörg ár hafa tveir litlir leikfangabílar haldið Þeim Einhverfa félagsskap á nóttunni. Annar er blár og hinn er appelsínugulur.

Það hófst allsherjar leit að bílunum tveimur og þegar þeir voru komnir á sinn stað í rúminu skreið Sá Einhverfi alsæll undir sængina og sofnaði með bros á vör. Eftir þetta kvöld er eins og herbergjaskipan hafi aldrei verið öðruvísi en hún er nú.

Ég minntist á það um daginn að Sá Einhverfi hefði sýnt ferðatösku Gelgjunnar áhuga, og giskaði á að hann væri að velta fyrir sér að byrja að pakka fyrir sumarbúðirnar. Það gladdi mig því þetta hefur svolítið togstreita þetta sumarbúðarmál allt saman. En dagatalið sem ég setti upp fyrir hann breytti miklu.

Í gær datt ég næstum um ferðatöskuna þar sem hún lá á gólfinu. Guttinn búinn að opna hana og jú.. byrjaður að pakka.

Í töskuna var komið nokkuð mikilvægt. Sundpokinn hans sem er ómissandi, þar sem farið er í sund á hverjum einasta degi í sumarbúðunum. Og í einu horninu lágu tveir leikfangabílar. Annar blár og hinn appelsínugulur.

Þá brosti ég hringinn og allar áhyggjur fuku út í veður og vind. Gaurinn minn er tilbúinn að leggja land undir fót.

 


Ófarir annarra

 

Það styttist í sumarbúðarferð hjá Þeim Einhverfa.

Skipulagið fyrir þessa viku og svo þessar tvær sem hann verður í burtu, komið í litríkt stundarskrár-form og útprentað. 

Það er ótrúlegt að sjá hvað þessi pappírssnifsi sem hanga á ísskápnum veita honum mikla hugarró. Á hverjum degi þegar hann kemur heim úr Vesturhlíð skundar hann beint inn í eldhús, nær sér í tússpenna og gerir snyrtilegan kross yfir daginn sem er að enda. Svo les hann upp dagskránna fyrir næsta dag.

Gelgjan kom heim úr Vindáshlíð í gær. Sæl og glöð með dvölina og hefur haft frá nægu að segja. En hún er líka afskaplega sátt við að vera komin heim. Og það er gott.

Ferðataskan hennar stóð í holinu í kvöld og beið þess að verða tæmd. Sá Einhverfi sýndi henni mikinn áhuga og ég hef grun um að hann hafi viljað athuga hvort fötin hans væru í þessari tösku. Man án efa eftir niðurpökkun fyrir sumarbúðirnar í fyrra.

Ég átti samtal við vinkonu mína í síma í fyrrakvöld og hún kom mér til að gráta úr hlátri. Ég þarfnaðist þess. Það líður of langt á milli hláturskasta þessa dagana.

En vinkonunni var ekki jafn mikill hlátur í hug. Ekki í fyrstu. Hún sagði farir sínar ekki sléttar eftir tilraun til sjálfs-vöxunar með köldum vaxstrimlum. Sagðist vera ofsalega dugleg að bera á sig body lotion þessa dagana og gera sig fína og sæta. Ákvað að bæta um betur og fjarlægja nokkur hár hér og þar. Tók fram strimlana, hitaði milli handanna eins og ætlast er til og lagði þá svo á lærið. Sléttaði vel og vandlega úr og reif af. Hárin sátu sem fastast. En þar að auki var hún nú með vaxklístur á lærunum. Gummsið sat allt saman eftir og hún náði því engan veginn af.

Hvernig í andskotanum er hægt að selja svona drasl, sagði hún pirruð á meðan ég nánast pissaði á mig í mestu hláturskviðunum.

Það er gott að þú getur hlegið, sagði hún stúrin. Lærin á mér voru svo vel límd saman að ég datt næstum því fram fyrir mig í sturtunni á eftir.

Það var þá sem ég byrjaði að grenja úr hlátri. Sá þetta auðvitað allt saman ljóslifandi fyrir mér.

Æi það er svo gaman þegar einhver segir manni skemmtisögur. Hafiði tekið eftir því að fyndnustu sögurnar snúast alltaf um ófarir.. annarra?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband