Leita í fréttum mbl.is

Smá misskilningur

 

Ég hef skapað smávegis misskilning með því að læsa blogginu mínu.

Ég tók örlítið geðsveiflukast um daginn og ákvað að ég ætlaði bara að hætta þessari vitleysu. Var næstum því búin að henda út öllu draslinu en féll frá þeirri hugmynd. Þá fannst mér nærtækast að læsa dótaríinu. Sem svo aftur orsakaði það að fólk hélt að ég væri enn að setja inn færslur, sem væru ekki ætlaðar öllum.

Því detta hér inn í lange baner óskir um að fá lykilorð. Ég var sest niður og ætlaði að fara að svara hverjum og einum með tölvupósti og útskýra málið en í sannleika sagt þá féllust mér hendur. Þetta er því svona fjölda-póstur, ætlaður öllum sem hafa áhuga.

Þar sem er ekki um neinar færslur að ræða og ekkert lykilorð þá mun ég hafna öllum beiðnunum en vil bara koma því á framfæri að þegar ég set inn blogg aftur (þetta er ekki blogg sko) þá verður það öllum opið.

Verð að viðurkenna að ég tek öllum þessum beiðnum sem hlýjum kveðjum og get ekki annað en þakkað ykkur fyrir.

Má til með að segja ykkur í leiðinni frá dags-afrekum Þess Einhverfa.

Það var hér áðan, venjuleg niðurtalning í tannburstun; eftir fimm mínútur - þrjár mínútur - tvær mínútur.... svo gleymdi ég mér.

Eftir nokkra stund ranka ég við mér og kalla: Ian, bursta tennurnar núna.

Nei, var svarið.

Jú, bursta tennurnar NÚNA

Þá kom líka þessi flotta og fullkomna setning:

Ég er búin að bursta tennurnar W00t

Ég trúði ekki mínum eigin eyrum en stráksi margtuggði þetta ofan í mig og Gelgjan staðfesti eftir að hafa farið og athugað hvort tannburstinn hans væri blautur. Jú, hann er búinn að bursta, sagði hún.

Afrakstur dagsins: 6 orða fullkomin setning, með góðum framburði. Geri aðrir betur.

En svo átti ég líka símtal við Þann Einhverfa í dag og þar var framburðurinn ekki eins góður. Allavega ekki ef við erum að tala um íslensku.

Þegar Sá Einhverfi tekur upp símann þá  kemur alltaf frá honum ofsalega eðlilegt ''Halló''. Tónninn er þannig að þér finnst þessi aðili á hinum endanum vera meira en til í spjall. Og það er hann vissulega. En það hljómar svona:

dabbadabbadibbí dúbbarúbbabibbirídída dúddúlúlúbabbasam.......

Og í dag var það nákvæmlega þannig. Ég hringdi heim og hélt fyrst að Gelgjan hefði svarað því þetta ''Halló'' er svo bjart og glaðlegt og greinilegt. En svo kom runan:

dibbidibbdibbdibbdibb dabbadabbadibbí dúbbarúbbabibbirídída dúddúlúlúbabbasam.......

ég gólaði upp í eyrað á honum: hæ Ian, þetta er mamma. Segðu hæ segðu hæ. Ian segðu hæ...

diddibibbdibb mabblabba dúbbídabbaarabbababba... ég hefði eins getað verið að tala við sjálfvirkan símsvara.

En svo læddi sér þarna mitt á milli rússnesku orðanna: ''mamma koma heim'', og áfram hélt hann: sabbamabbdabbe dibbídabbedaddara. Og að lokum glaðlegt: Ókey bææææ.

Svo lagði hann símann frá sér án þess að leggja á.

Ég varð að gjöra svo vel að hringja í gemsann hjá Unglingnum til að ná sambandi heim aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ian er góður og ég hef enn fulla trú á honum, hann er snillingur

Ég er glöð að sjá þig aftur, skömmin þín að skemma svona daglega lífið manns og lesturinn (já já ég veit, ég er sjálfhverf persóna)

Gott að sjá þig

Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 22:47

2 identicon

Sjúkket að þú ert ekki hætt

Strákurinn þinn er algjört gull og gerir hvern dag í lífi þínu (ykkar) einstakan.  Þú ættlr ekki að þurfa að kvarta yfir því að lífið sé alltaf eins - engin tilbreyting.  Til hamingju með að eiga svona frábær börn!!

Kv. Anna Lilja

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gott að sjá þig aftur...skildi ekki afhverju þú skrifaðir ekkert og varst búin að læsa öllu saman.

Ian er yndislegur og mér finnst svo gaman að lesa hann hér. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.6.2008 kl. 22:59

4 identicon

jæja, velkomin aftur :)

alva (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Gunna-Polly

velkomin aftur !! og ekki gera mér þetta aftur ég þurfti áfalla hjálæ

Gunna-Polly, 3.6.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég fékk smá hræðslukast í morgun og fór að hugsa allt á sorglegu nótunum og spurði sjálfan mig: Kannski hefur eitthvað komið fyrir hjá Jónu?

Ég flýtti mér í tölvuna þegar ég kom heim í hádeginu og las póstinn frá Jenný og létti verulega! Hjúkket, Jenný sagði eftir fyrirspurn hjá mér í gær að þú værir bara í smápásu.

Ekki hræða mig svona aftur og hina!

Knús á Ian og hina í familíunni.

Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú verður að kommentera hjá Róslín!!

Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

hjúkk skýring komin.....

Manni stóð bara alls ekki á sama um þetta allt saman

Takk fyrir og knús knús

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sjúkkkkk

Guðríður Haraldsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:29

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Dularfull!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 23:32

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var bara orðin skelfingu lostin, vissi ekki hvað ég hafði gert af mér. Gott að heyra frá þér aftur.  Knús á ykkur öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:33

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir alveg í rusli, sjúkk og sjúkkit og ég veit ekki hvað.  Hélt að allir væru himinlifandi yfir að vera lausir við þig í smá stund.  En velkomin aftur honeypie

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 23:39

13 identicon

Ég saknaði þín (ykkar)

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:50

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Segi eins og Ásdís , hélt að ég hefði skrifað eitthvað skelfilegt, sem gerði það að verkum að þú lokaðir. - Fegin að heyra frá þér. -  Og börnin eru enn sama dásemdin. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:53

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér

Sigrún Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:00

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já lífið er hverfult en gott að þú hentir ekki öllum þínum góðu færslum út í hafsauga Jóna mín.  Vertu bara eins og þú ert og komdu þegar þú vilt og við tökum ávallt á móti þér með hlýhug kæra vina. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:15

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég var sannfærður um að rithöfundurinn væri að senda frá sér bókina langþráðu með úrvali af bloggfærslum og vildi ekki láta ókeypis blogglestur keppa við sölu bókarinnar. 

Jens Guð, 4.6.2008 kl. 00:21

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mikið er yndislegt að fá að heyra í þér aftur elsku Jóna mínvar hrædd um að eitthvað hefði komið fyriren þú ert yndisleg og eins þín Einstaka fjölskylda,knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:21

19 Smámynd: Linda litla

Æi krúttið, hann er svo duglegur, stórt knús til hans Ian.

Takk fyrir að samþykkja mig aftur sem bloggvin, veit ekki af hverju þú dast út...

Linda litla, 4.6.2008 kl. 00:35

20 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æ hvað það er gott að heyra í þér Jóna mín!
Ég skal sko segja þér það að ég ætlaði mér nú ekki að hafa einhverjar vinsældir af því að spyrja hvar þú værir!

En yndislegt er að heyra með hann Ian þinn, afrek út í eitt, en ótrúlega væri maður til í svona rússneskt símtal.....
Ég sendi þér knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:50

21 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Jóna geturðu sent mér e-mail svo ég geti sagt þér svolítið? Það er ekkert merkilegt en ég er bara þannig manneskja að ég verð að segja fólki ómerkilegustu hluti...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:05

22 identicon

já og ég gleymdi að segja þér, ég tók svona "kast " fyrir jólin einhverntímann og hætti og veistu hvað, henti ÖLLU og meira að segja öllum minningunum um krakkana mína...ég er enn að gráta það :( svo lærðu af mér og íhugaðu aldrei aftur að henda öllu...skelfilegt þegar það er búið :( :( :(

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 01:07

23 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin aftur, ég er búin að lesa bloggið þitt á hverjum degi í marga mánuði og saknaði ég þín.  Þótt ég þekki þig ekki neitt, finnst mér þú ómissandi hérna á blogginu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:23

24 Smámynd: Hulla Dan

Velkomin aftur.
Ætlaði reyndar að skrifa nákvæmlega það sama og Jóna Kolbrún.

Eigðu góðan dag.

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 06:54

25 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef oft fengið þessa hugsun í kollinn að eyða blogginu mínu - skil þig vel.
Gott að fá að koma inn aftur og lesa skemmtilegar færslur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 08:27

26 Smámynd: Einar Indriðason

Það liggur við að ég segi skamm!  Amk... láta vita, fyrirfram! 

Gott að lesa þig aftur, og gaman að heyra gobbledígoggið frá þeim Einhverfa.

Einar Indriðason, 4.6.2008 kl. 09:02

27 identicon

Gott að geta lesið þín skemmtilegu skrif. Ég saknaði ykkar sárt þennan lokunartíma hjá þér. :)

Ian er mitt uppáhald

Kveðja 

Auður Lísa (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:02

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott að þú ert komin aftur!

Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 09:32

29 identicon

Datt nýlega inn á bloggið þitt og hef mjög gaman af lestrinum.  Þú ert skemmtilegur penni og mér finnst bæði áhugavert og lærdómsríkt að fá að skyggnast örlítið inn í heim einhverfra.  Vonandi heldur þú áfram að blogga og leyfa okkur hinum að fylgjast með.

Adda

Adda (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:37

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sorrý! Tók ekki einu sinni eftir því að það var læst!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 10:12

31 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mér leið eins og Palla, í Palli var einn í heiminum, remdist svo við að senda þér beiðni um aðgang, en fékk eilíf villuboð, var farin að ákalla allt sem heilagt er þ.e. strákana sem stjórna bloggheimi mbl. Gott að vera í sambandi við þig aftur

Knús úr sól, hita og lífsnauðsynlegum blæstri Hytten Danmark :*

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.6.2008 kl. 11:00

32 Smámynd: M

Ég fór ekkert yfir um sko, en gaman að sjá þig aftur  

M, 4.6.2008 kl. 11:20

33 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er gott að vera búin að fá aðgang aftur.  Gaman að lesa bloggið þitt, fróðlegt og þú ert einnig hörkupenni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:21

34 identicon

Sæl Jóna, held að ég hafi aldrei kommentað hjá þér, en færslurnar þínar eru alveg hreint yndislegar. Ég verð að viðurkenna að ég kíki stundum nokkrum sinnum á dag á bloggið þitt í von um að það sé komið e-ð nýtt . Vona að þú haldir ótrauð áfram að skemmta okkur hinum með blogginu þínu - að ég tala nú ekki um hvað er skemmtilegt að eiga minningarnar niðusr skrifaðar

Hugrún (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:45

35 Smámynd: Helga Linnet

sjúkkitt....fékk næstum því taugaáfall og var um það bil að skrá mig inn á klepp

Það er stranglega bannað að hræða okkur svona

Nei nei....smá grín, hver getur ekki fengið geðsveiflukast?! Gott að heyra að það var ekkert alvarlegt á ferð. Gaman að lesa færslurnar þínar, þær gefa manni svo mikið spark og jákvæðni.

Ein fullkomin setning til þín, Jóna: ÞÚ ERT FRÁBÆR

Helga Linnet, 4.6.2008 kl. 11:48

36 Smámynd: Ómar Ingi

Ahhhhhhhhhhhh

Mér er létt að þú ætlir nú ekki að útiloka okkur frá bestu bloggsögum landsins um fjölskylduna sem okkur þykir SVO vænt um

Knús á alla hjá þér líka dýrin

Ómar Ingi, 4.6.2008 kl. 11:59

37 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég fékk alvarlega höfnunartilfinningu þegar ég var búin að biðja þig um lykilorð og fékk ekkert svar. Líður strax betur. Sá einhverfi er vitanlega snilldin ein eins og venjulega.

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:42

38 identicon

Bestu þakkir fyrir einlægt blogg sem er svo frábært að fá að lesa. Ég er ein af þeim sem sótti um aðgang en hef aldrei kvittað fyrir í gestabókinni.  Hvet þig áfram á þínum forsendum. Held að geti dýpkað skilning og aukið þroska að fá ólík viðbrögð við færslum, ekki hvað síst fyrir okkur gestina sem lesum þína færslu og svo innslög frá lesendum. 

Síðan þín hefur kennt mér mikið  og frætt um einhverfu og ég þakka fyrir það og líka að fá að kynnast viðbrögðum þeirra sem búa með einhverfu barni. Takk fyrir að veita innsýn og takk fyrir að opna aftur.  Megið þið eiga gott og gjöfult sumar- Kær kveðja

Solveig (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:00

39 identicon

HJÚKK, ég fór sko yfir um enda er þitt blogg það sem ég les ALLTAF FYRST! Strákurinn þinn er bara ÆÐI! og auðvitað þið öll.

kv,

ÓKUNN

Anna (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:02

40 identicon

Frábært að þú ert búin að opna bloggið aftur.  Þú ert fastalesturinn minn á hverjum degi.  Kær kveðja,

Björk 

Björk (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:37

41 identicon

Það sem ég er búin að sakna að lesa um þig og Ian , þið eru sko ávanabindandi .

Svo fegin að lesa að þú ekki varst búin að læsa, bara i pásu, helt hreinlega i restina að eitthvað hafði komið fyrir !

Kær kveðja

DORIS (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:00

42 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hjúkk ég komst inn, segi bara eins og lögum unga fólksins hér í ..........ástar og saknaðar kveðjur og takk fyrir að  opna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.6.2008 kl. 14:05

43 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

HAHA kannski er það bara eins og þú sagðir einu sinni,að hann er að leika á ykkur öll...

Algjör snillingur

Gott að sjá þig aftur...

Guðríður Pétursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:59

44 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Jóna gerast enn, gott að þú ert komin aftur,
þið eruð frábær og þú stórkostlegur penni.
                Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2008 kl. 15:28

45 identicon

Ég er ein af þeim sem hef fylgst með blogginu þínu í dágóðan tíma án þess að þekkja þig og hef aldrei kommentað. Ég hef unnið mikið með einhverfum og tengi margt af því sem Ian gerir við börnin sem ég hef unnið með. Þú lýsir þessu á einstakan hátt, bæði Ian og viðbrögðum þínum.

Vona að pásan verði stutt!!! :)

Hanna (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:32

46 Smámynd: María Guðmundsdóttir

segi alveg thad sama og Hulla og flr. var bara i mínus hérna med allt i stáli og hafdi áhyggjur ad einhver hefdi verid med hrottalegt skitkast eda álika. Mikid létt ad svo var ekki alveg naudsynlegt ad lesa hjá thér reglulega, tala nú ekki um thegar svona gódar søgur af Ian fylgja med  ædislegt bara! 

María Guðmundsdóttir, 4.6.2008 kl. 18:01

47 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 Auðvitað er Ianinn þinn alger snillingur.....ekki spurning...

Kannski hljóma símtölin svona í eyrum barnanna okkar...sabbadúbbídabbadebbisúbbúdúrúdamm....

Annars er nóg að hér dynji á okkur náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta og  heimsókn hvítrabjörns þó þú hverfir ekki bara svona af yfirborðinu án þess að segja svo mikið sem BLESS....

Velkomin aftur...gott að sjá þig.....

Bergljót Hreinsdóttir, 4.6.2008 kl. 18:54

48 Smámynd: Unnur R. H.

Ef þú læsir á mig, þá verð ég bara NUTS Ekki gleyma mér

Unnur R. H., 4.6.2008 kl. 19:16

49 identicon

Ég ekki þig ekki neitt en mikið er ég búin að sakna þín þessa daga sem bloggið þitt var úti. Ég sit og les bloggið þitt og græt yfir sigrum sonar þíns og finnst þið öll æði.

Lá við að ég hringdi í þig til að athuga hvort ekki væri allt í lagi.

kveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:30

50 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að þú ert mætt aftur og ólæst. Mismunandi hvað við erum upplögð við að blogga. Stundum verðum við að gera hlé og þá gerum við það bara. Kær kveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:15

51 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkomin aftur í platheima. Maður má ekki tæma batteríin og geyma þau þannig, þá eyðileggjast þau. Þú VERÐUR ekkert að koma með djúpa færslu í hvert sinn, enda eru heimsóknirnar oft mestar um almenna þætti lífsins. Það er ástæða fyrir því að þú ert oftast í þremur efstu í vinsældum og sú ástæða er ekki af því að þú þurfir að koma með nýtt leyndarmál um fjölskylduna í viku hverri. Munum bara hvernig það var þegar við byrjuðum að blogga fyrir rúmu ári, hvað þetta er er góð losun.

Gott er að eignast eigið afrit af öllu blogginu á harðan disk hjá sér, með tenglum og öllum pakkanum. Forritið SNAGIT er algjör nauðsyn hverjum bloggara (kostar um EUR 30 á netinu ef ég man rétt). Með því tekur maður afrit af vefjum eins og maður vill, en aðallega nota ég það í að taka mynd af því sem maður sér á skjánum, t.d. hluta úr ljósmynd og vista þá mynd hjá manni sjálfum. Hún er þá skýr en létt í meðförum.

Dinglaðu þér bara, þá verður þetta fínt. Ekki taka alvarlega komment frá einhverjum svartholum.

Ívar Pálsson, 4.6.2008 kl. 21:01

52 identicon

Veii, þú ert komin aftur, ég var bara miður mín að koma að læstum kofanum. Ég er ein af fastagestunum, les af áfergju en er svo dónaleg að kvitta aldrei, nú skal verða bót þar á.

Ég hef mjög gaman af blogginu þínu og finnst dásamlegt að fá að fylgjast með framförunum hjá Ian, langar oft að hrópa húrra þegar hann gerir eitthvað snilldarlegt eins og núna að bursta tennur OG segja þessa löngu setningu.

Takk fyrir

Lena (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:47

53 identicon

hjúkk að þú hættir við að læsa, ég er mamma 5.ára einhverfs töffara og finnst svO gott að sjá/lesa að ég er ekki "ein í heiminum..."

ókunnug (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:00

54 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er ég fegin að sjá þig aftur. Ég les alltaf bloggið þitt og ég hélt bara að eitthvað stórkostlegt væri að. Að einhver hefði bara gert árás á þig með lúalegum sendingum eða eitthvað álíka. Þú ert ómissandi hér í bloggheimum. Knús frá mér.

Sigurlaug B. Gröndal, 4.6.2008 kl. 23:37

55 Smámynd: Söngfuglinn

Hjúkk mar. Mikið er ég glöð að sjá þig aftur hér. Búin að vera í sjokki. Finnst yndislegt að fylgjast með sögum af þeim eihverfa. Barnabarn mitt, 3ja ára drengur greindist með einhverfu núna í vetur og að lesa hjá þér er nánast lækning á óttanum við það sem maður ekki þekkir. Takk fyrir mig.

Söngfuglinn, 4.6.2008 kl. 23:42

56 identicon

Gaman að sjá þig aftur hér á bloggheimum. Ég, líkt og margir aðrir, hef saknað þín þennan tíma sem bloggið þitt var lokað og var miður mín yfir að geta ekki lesið sögurnar þínar. Velkomin aftur :)

Selma Kaldalóns (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:31

57 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Ooohh hvað ég er fegin að þú ert komin aftur. Finnst sögurnar þínar um Ian æðislegar. Er að vinna með einhverfum og ef maður ætlar að komast í gegnum vinnudaginn þá verður húmorinn að vera á sínum stað.

Takk fyrir að koma aftur

Heiðdís Ragnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 09:35

58 identicon

Daginn,

Langaði bara að benda á þessa, endilega skoða og segja sína skoðun

www.edrumenn.blogspot.com

Starfsmaður LH (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:59

59 identicon

Sæl Jóna

Ég vona svo sannarlega að þú leyfir okkur að fygljast áfram með þér, því það einfaldlega mannbætandi að lesa skrif þín ( hef svo sem skrifað það hér áður)

Ian er einfaldlega snillingur og er að springa út núna - leyfðu okkur að fylgjast með því undri :)

kveðja, Kristín

kristin (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:59

60 Smámynd: Haraldur Halldór

Hér er einn af mörgum sem óskaði eftir aðgangi að læstu bloggi :)

Fannst það næstum nálgast mannvonsku að loka þessum frábæru skrifum ...nei segi bara svona ..engin mannvonska en skrifin frábær og ég hef fylgst með ykkur í þessari stórskemmtilegu fjölskyldu í langan tíma  og haft bæði gagn og gaman af .

'Óska þér og þínum skemmtilegs sumars og þú heldur vonandi áfram að gleðja okkur með skemmtilegum skrifum :) 

Haraldur Halldór, 5.6.2008 kl. 13:08

61 identicon

Ég mun vera ein af þeim sem hef fylgst með skrifum þinum í þónokkurn tíma og hef aldrei kommentað....

Bloggin eru hreint alger snilld og gott að byrja daginn á einu bloggi frá þér... takk fyrir að koma með svo frábær skrif af þér og fjölskyldu þinni og endilega haldtu því áfram :D 

Hafdís (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:24

62 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.6.2008 kl. 16:43

63 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 20:51

64 identicon

Ég er hér í útlöndum að rolast í próflestri, þurfti þá uppáhaldsbloggarinn minn einmitt að hætta að skrifa á sama tíma. Lesturinn var farinn að líða fyrir því ég hafði ekkert bitastætt til að tefja mig frá honum. Vonandi heldur þú þínu striki, hef kíkt á síðuna á hverjum degi í nokkra mánuði eða frá því ég rambaði hingað inn fyrir slysni.

 kv. Bjarni.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:11

65 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Velkominn aftur ég segji alltaf mundu eftir að skella á, oft lent í því að það er ekki gert.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1639964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband