Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
HALLÓÓÓÓÓ
Ég er uppáhalds hjá Þeim Einhverfa þessa dagana.
Mamma sjáðu. Mamma koddu strass. Mamma koddu a hoppa á tampólí. Mamma ekki fara. Mamma mamma mamma.....
En hann vildi ekki tala við mig í síma í dag, frekar en fyrri daginn.
Ég hringdi heim til að láta Bretann vita að ég myndi stoppa í Nóatúni á leiðinni. Sá Einhverfi svaraði í símann (ef svara skyldi kalla) dabbadabbadibbidíbaddabúddadibb-dibb-dibb-dibb
Ian IAN IIIIIAAAAN þetta er mamma. Hvað segirðu gott?
Eina svarið sem ég fékk var: hallóóó hallóóó.
Ian, þetta er mamma. Segðu hæ. IIIIIAAAAAAN!
en krakkaskömmin hélt áfram að láta eins og enginn væri á hinum enda línunnar: Halló halló.... HAAAAAAAAALLÓÓÓÓÓ
svo henti hann frá sér símtólinu án þess að skella á og ég heyrði það renna langar leiðir... sennilega á borðplötu.
Ég varð því að hringja í gemsann hjá Bretanum til að ná sambandi við einhvern á heimilinu. Einhvern sem talar sama tungumál og ég.
Bloggar | Breytt 1.8.2008 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Ég er vanvirk í dag
Þegar ég leit út um gluggann í morgun fékk ég þessa undarlegu tilfinningu. Lognið á undan storminum, hugsaði ég áður en ég vissi af. Hef ekki hugmynd um hvað það þýðir. Vona að þetta hafi verið veðurfarslegar pælingar, fremur en að ég sé að öðlast spádómsgáfu á gamals aldri.
Fór í klippingu í gær og kom út með stutt hár. I know.. shocking isn´t? Mér bregður í hvert skipti sem ég lít í spegil.
Tók mér sumarfrísdaga í gær og í dag til að einbeita mér að bókinni. Gekk mjög vel í gær en er eiginlega bara lömuð í dag. Vanvirkur í mér heilinn. Hlýtur að hafa eitthvað með veðrið og hitann að gera.
Ég er ein í kotinu. Bretinn og Unglingurinn báðir að vinna. Gelgjan á reiðnámskeiði og Sá Einhverfi unir hag sínum í Vesturhlíð.
Það er næstum því of hljótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Góði Guð....
......................................................... ............ ............... ................. ............... .............. ............... ......... ....................... ................... ................ ............... ................. .............. ........... .............. ............ .........
Góði Guð
ef þú getur ekki gert mig mjóa, gerðu þá alla vini mína feita.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Við sýnum öll meira eða minna af okkur áráttukennda hegðun eða þráhyggju í einhverri mynd
Þegar ég var krakki átti ég til hegðun sem er ekki ''alveg normal''. Sennilega vott að einhverfu að finna þar.
Ef ég t.d. sá kókflösku eða annað rusl nokkrum metrum fyrir framan mig þar sem ég var á rölti, þá hugsaði ég: á ég á ég ekki á ég á ég ekki að sparka í þessa flösku (eða stíga á þetta rusl).
Rétt áður en ég kom að tilteknum hlut ákvað ég kannski að ég ætlaði ekki að snerta hann. Bara ganga fram hjá honum.
En þegar ég var komin nokkra metri í burtu þá fékk ég bakþanka. Sneri jafnvel við til að snerta flöskuna með tánni eða hreyfa við ruslinu á einhvern hátt.
Ef ég skellti hurð í lás á eftir mér, þurfti ég að taka margoft í hurðarhúninn til að fullvissa mig um að hurðin væri virkilega læst.
Og ekkert misræmi mátti vera í fötunum mínum. Sportsokkarnir nákvæmlega jafnhátt upp á vinstri og hægri legg.
Ég held að við eigum öll til eitthvað munstur sem við lifum eftir. Jafnvel án þess að vita það eða taka eftir því. Og uppbrot á því munstri getur valdið okkur óþægindum.
Þetta getur verið hvað sem er. Alltaf sama sætið valið, morgunrútínan alltaf nákvæmlega eins, hvernig við komum okkur fyrir í bílnum áður en við erum tilbúin að keyra af stað....
Máttu ekki sjá skakka mottu án þess að rétta hana af? Eða mynd á vegg? Kannski að hálfrifið blað á eldhúsrúllu fari óstjórnlega í taugarnar á þér og þú bara VERÐUR að rífa hinn helminginn af. Missirðu einbeitingu í samræðum ef þú kemur augu á ryk á borðplötu, því þig langar svooooo að ná í tusku og þrífa það?
Hver er ykkar einhverfa hegðun? Eða litlu skrítnu rútínur? Áráttukennda hegðun?
Hver er þín þráhyggja.
ATHUGIÐ. ENGAN KYNLÍFSSÖGUR TAKK.
..... jú annars... endilega látið þær fljóta með ef þær hafa eitthvað með umræðuna að gera. En leitið ykkur svo hjálpar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (87)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Haust? - Anna frænka - samskiptabók Þess Einhverfa
Hvað á þetta að þýða?
Það er kveikt hérna á öllum lömpum, heitur tebolli við hliðina á mér og kertaljósin á sínum stað. Já ég hef það virkilega huggulegt, ein með sjálfri mér. En það er einhver tímaskekkja í þessu öllu saman. Og júlímánuður er ekki liðinn en það er kolniðamyrkur úti og vindurinn hamast og derrir sig fyrir utan gluggana.
Við Bretinn vorum að skipuleggja restina af sumarfríinu okkar í kvöld. Einhvern veginn líður mér frekar eins og ég ætti að vera að pakka inn jólagjöfum.
------
Anna frænka hin síunga á afmæli á morgun (eða reyndar í dag þar sem komið er fram yfir miðnætti þegar þetta er skrifað)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ANNA FRÆNKA.
Eins gott fyrir þig að draumatertan bíði mín eftir vinnu
--------------------------------------------------
Þegar Sá Einhverfi kemur heim úr Vesturhlíð á daginn, er ég alltaf jafn spennt að lesa samskiptabókina. þau gera svo margt skemmtilegt og stundum fylgja myndir með. Starfsfólkið er einstaklega duglegt við að segja frá og myndirnar eru rúsínan í pylsuendanum. Og af þessum myndum má svo greinilega sjá að stráksi tekur þátt af heilum hug og er mun aktívari með Vesturhlíðarhópnum en okkur hér. Enda er hann væntanlega uppgefin þegar heim kemur eftir dagleg ævintýri.
Núna er ég að skoða myndir frá síðustu viku.
- Sá Einhverfi í klifurhúsinu með hjálm á hausnum og alles.
- Sá einhverfi skellihlæjandi niðri við tjörn. Örugglega verið að skammast svolítið í álftunum fyrir yfirgang við endurnar.
- Sá Einhverfi ljómandi af kátínu í sundi
- Sá Einhverfi á Náttúrugripasafninu. Mjög svo gáfulegur á svip með heyrnartól á höfðinu að hlusta á eitthvað fræðandi.
Stundum gefst starfsfólkinu ekki mikill tími til að skrifa ritgerðir í samskiptabækurnar og þá koma svona stuttir gullmolar eins og í dag sem ylja mér um hjartarætur:
eftir hádegi:
Ian var herramaður eins og alltaf. Takk fyrir. Palli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Krepputal
Getur verið að mín kynslóð og sú næsta á eftir, sé í þann veginn að fá að kynnast alvöru kreppu?
Ekki svona ''ég er blönk'' frasi, þar sem allir hafa samt nóg að bíta og brenna og 2-3 bílar á fjölskyldu. Og 1-5 helgarferðir á ári til Köben og London eru partur af planinu?
Ég er að meina alvöru blankheitum. Þar sem lánin sliga mann og eina ráðið er að selja ofan af sér kofann. Nema bara að vandamálið er að allir hinir eru blankir líka og enginn vill kaupa húsið?
Alvöru kreppa þar sem ég á á hættu að missa vinnunna og standa allt í einu frammi fyrir því að ég hef aldrei á ævi minni vitað hvað það þýddi að vera blönk... fyrr en nú?
Alvöru atvinnuleysi þar sem ''ég fæ mér bara vinnu í Bónus/sjoppu/þrifum ef allt annað þrýtur'' er ekki lengur einfaldasti hlutur í heimi.
Ég verð að viðurkenna að ég er oggupínkuponsulítið áhyggjufull. Ég kann nebblega ekki að spara eða herða sultarólina. Ég trúi því reyndar að ég hafi verið forrík í fyrra lífi. Jafnvel með blátt blóð í æðum. Hvaðan ætti ég annars að hafa þennan einstaka hæfileika til að eyða peningum. Á því sviði er ég snillingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Trampólín og grindarbotnsvöðvar
Mamma koddu á tampólín, kallaði Sá Einhverfi í sífellu á laugardaginn.
Veðrið var eins og það gerist best hér á klakanum og ég sat úti á palli með bók í hönd. Það gerist ekki oft þessa dagana (mánuðina) að ég finni í mér eirð í slíkt.
Ekki núna Ian, svaraði ég jafn oft.
Kannski seinna, svaraði stráksi. Rosalega flottur.
En hjá honum getur ''seinna'' verið hvenær sem er. Því liðu ekki nema tvær mínútur þar til hann byrjaði aftur: mamma, koddu á tampólín.
Röddin svo björt og yndisleg.
Og á trampólín fór konan. Hoppaði af lífsins sálarkröftum. Trúið mér, það bætir, hressir og kætir. Við hvíldum okkur inn á milli, Sá Einhverfi og ég. Lögðumst niður hlið við hlið. Samanflækt á fótleggjunum og nutum sólarinnar.
Svo hófst fjörið á nýjan leik.
Ég komst að því að trampólín er hið eina sanna tæki til að þjálfa upp grindarbotnsvöðvana. Besta og áhrifaríkasta leiðin er að finna sér slíkt tæki þegar ykkur er mál að pissa og hoppa hoppa hoppa.... Ef grindarbotnsvöðvarnir eru ekki spenntir þá bara pissið þið á ykkur.
Einfalt og áhrifaríkt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Alls staðar...
...rekumst við á dæmi um að veikir og fatlaðir einstaklingar fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra.
Ríkið eða sveitarfélögin virðast ekki taka þátt í að ''teygja sig örlítið lengra'' þar sem þess er þörf. Ég hætti aldrei að furða mig á hvernig ráðamenn svo fámennrar þjóðar fari að því að réttlæta fyrir sjálfum sér, hvernig komið er fram við veikt fólk og aðstandendur þeirra.
Ég hef tekið þetta beint af síðunni hjá Höllu Rut:
Elísabet Sigmarsdóttir er fædd með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Encephalocele. Hún er sú eina á landinu sem hefur lifað hann af hingað til. Afleiðingar hans eru ýmsar. Henni fer stöðugt aftur og er í dag í hjólastól. Elísabet er búin að fara í u.þ.b. 60 aðgerðir. Oft var henni ekki hugað líf en er í dag lífsglöð og bjartsýn ung kona þrátt fyrir alla þá þröskulda sem lífið hefur sett henni.
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið: liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Steinn í steininum
Þessi frétt er svo ljúf eitthvað. Og ''Steinn í steininum'' finnst mér algjörlega dýrðlegt slogan.
Ég gleðst í hvert skipti sem ég heyri svona uppbyggilegar fréttir frá Litla-Hrauni. Takmarkið er jú að menn komi út sem betri og bættari einstaklingar. Því er nauðsynlegt að það fari fram uppbyggilegt starf innan múranna.
Það væri gaman að fá að berja ljóðin augum. Allavega hluta af þeim.
Gott framtak guys!
Steinn í steininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Ditten og datten
Ég átti fund með Ritstýrunni í hádeginu í dag. Það gekk vel og bókin tekur sífellt meiri mynd á sig í hausnum á okkur. Það er góð tilfinning.
Ég dreif mig svo aftur í vinnuna því þar var verið að grilla bleikju og Meistari Mikki stóð við grillið. Ég kom síðust að borðinu og það má segja að akkúrat mátulegur skammtur hafi beðið eftir mér. Fólk tók hraustlega til matar síns, enda bleikjan ekkert slor hjá grillmeistaranum. Og sætu kartöflurnar voru algjört lostæti.
Menn voru svo upprifin af matnum að Meistari Mikki sendi uppskrift og eldunaraðferð í tölvupósti á okkur öll og kemur hér sá póstur óbreyttur. Kópí-peist bara:
Sætkartöflusallat:
>> Saxa sætkartöflu (skræla fyrst of coz) 2 stórar (m.v. 4 bumbur)
>> Saxa kúrbít x2
>> Saxa einn rauðlauk ekki of smátt
>> Furuhnetur (...eða hezlehnetur a-la Pétur Jakob)
>> Setja allt í tvöfaldan álpappír og bretta upp á hliðarnar (eða álbakka)
>> Hella slatta af ólífuolíu yfir allt (helst exta virgin)
>> Krydda með einhverju góðu kryddi (t.d. fire-up frá Cape-and-spice company)....og hræra öllu saman
>> Leggja bakka á sjóðandi heitt grill og grilla ca. 30 mín þar til sætkartöflur eru orðnar mjúkar, hræra nokkrum sinnum í þessu meðan grillað
Bleikjan (Sama uppskrift og í fyrra):
> Leggja bleikjuflökin á álpappír, roðið snýr niður.
> Smyrja mango chutney sósu yfir
> Hella smá sojasósu yfir flökin
> Strá lítið af söxuðum hvítlauk
> Leggja álpappír yfir og loka
> Setja á sjóðandi heitt grill (6 mín fyrir lítil flök, 10 mín fyrir stór flök - ALLS EKKI GRILLA OF LENGI)
> Opna álpappírinn þegar búið að grilla rúmlega helminginn af tímanum
SKORA NÆST Á GUNNAR AÐ GRILLA FYRIR OKKUR HUMAR FRÁ WESTMAN-ISLANDS !!!!!!!!!!!!!!!
Ef áskoruninni verður tekið og svo skorað á einhvern annan... og svo koll af kolli... þá líst mér ekki á aðhaldið ma'r.
-----
Á meðan ég átti mína vanalegu stund á rúmstokk Þess Einhverfa í kvöld, lágu bæði Viddi og Grímur-Perla til fóta hjá honum. Stráksi reis margoft upp á olnbogana til að virða þá félaga fyrir sér og ánægjusvipurinn sagði allt sem segja þarf. Hann nýtur þess svo mikið að hafa dýrin í kringum sig.
Nú sit ég hér í stofunni og það er opið út á pall. Tréin bærast aðeins í golunni og það er rökkur úti.
Ég kann vel við rökkrið. Líkar vel akkúrat þessi tími ársins þar sem aðeins er farið að dimma aftur án þess að það verði kolniðamyrkur. Væri alveg til í að hafa þetta svona allan ársins hring.
Uppi snörlar í Unglingnum. Hann virðist hafa náð sér í kvef og hálsbólgu á miðju sumri og var ansi slappur í dag.
Gelgjan er að pakka niður. Ætlar út úr bænum um helgina með Viðhenginu og fjölskyldu. Á milli þess sem hún raðar tuskum í tösku sprangar hún um með púða eða eitthvað annað dótarí, innan undir náttbuxum og bol og virðist vera vel yfir kjörþyngd. Kom mér til að hlæja með litlum leikþætti hér áðan.
Bretinn var að koma inn úr dyrunum. Fór golfhring í Þorlákshöfn. Svo hann skuldar mér nudd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta