Leita í fréttum mbl.is

Trampólín og grindarbotnsvöðvar

 

Mamma koddu á tampólín, kallaði Sá Einhverfi í sífellu á laugardaginn.

Veðrið var eins og það gerist best hér á klakanum og ég sat úti á palli með bók í hönd. Það gerist ekki oft þessa dagana (mánuðina) að ég finni í mér eirð í slíkt.

Ekki núna Ian, svaraði ég jafn oft.

Kannski seinna, svaraði stráksi. Rosalega flottur.

En hjá honum getur ''seinna'' verið hvenær sem er. Því liðu ekki nema tvær mínútur þar til hann byrjaði aftur: mamma, koddu á tampólín.

Röddin svo björt og yndisleg.

Og á trampólín fór konan. Hoppaði af lífsins sálarkröftum. Trúið mér, það bætir, hressir og kætir. Við hvíldum okkur inn á milli, Sá Einhverfi og ég. Lögðumst niður hlið við hlið. Samanflækt á fótleggjunum og nutum sólarinnar.

Svo hófst fjörið á nýjan leik.

Ég komst að því að trampólín er hið eina sanna tæki til að þjálfa upp grindarbotnsvöðvana. Besta og áhrifaríkasta leiðin er að finna sér slíkt tæki þegar ykkur er mál að pissa og hoppa hoppa hoppa.... Ef grindarbotnsvöðvarnir eru ekki spenntir þá bara pissið þið á ykkur.

Einfalt og áhrifaríkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mamma dró mig upp á trampólín um daginn, og hún var ekki lengi búin að hoppa fyrr en hún stökk af og á klósettið að pissa...
Ekki alveg búin að átta sig á því hvernig þetta gengi eiginlega fyrir sig, svo reynir þetta líka á magavöðvana þegar mæður manns eru með svo lítið jafnvægisskyn að þær eru nær búnar að hrinda manni útaf.

Ég er farin með mótmælaspjaldið mitt áletruðu;

VIÐ VILJUM ENGAR MÆÐUR Á TRAMPÓLÍN, ÞÆR ERU STÓRHÆTTULEGAR


Fyrir áhugasama er mæting kl. 23. mín yfir 4 á morgun á Þingvöllum ( svo fólk taki almennilega mark á okkur minnihlutahópnum!).......

Æ hvað það er annars fyndið að sjá háaldraðar konur reyna fyrir sér trampólín, búnar á því eftir þrjár mínútur.....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.7.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.7.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að sólin skín ekki hérna fyrir norðan í morgunsárið, ætla ég að þú sért að hoppa á trampólínunni, FBG.

Hvað eru grindarbotnsvöðar, dona annarz ?

Steingrímur Helgason, 21.7.2008 kl. 01:30

5 identicon

já, satt segir þú en ég hef mestar áhyggjur af því að legið mitt lendi einn góðan veðurdag á trampólíninu...eða hafði, þar sem trampóið fauk um daginn

alva (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:53

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ó mæ... uppgøtvadi nákvæmlega thetta thegar ég fór ad lufsast á thessu med krøkkunum...haha...en fer ennthá og skoppa eins og fárádur...en passa mig samt ad thurfa ekki ad pissa ádur.. en súper gód æfing engu ad sidur.

Eigdu gódan dag.

María Guðmundsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:22

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:45

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég þori ekki upp á trambólín í huganum! Er svo hrædd um að botninn í trambólíninu rifni við þyngdina. Hvað gerir maður þá?

Annars er spennan yfirsterkari, þannig að einhventíma hlýtur að koma að því að hægt er að prófa hoppið. Jóna, verður maður ekki frjáls eins og fuglinn?

Bið að heilsa IAN.

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 10:05

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef ekki prófað, held ég myndi skoppa eitthvað út í buskann og slasa mig. EN þetta hefur verið skemmtilegt hjá ykkur Ian, sé það alveg fyrir mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 10:49

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kannski verða settir upp ,,trampólínhópar" í ræktinni ? ..  Ég hef aðeins einu sinni stigið fæti á trampólín og hoppaði þá ekki hátt. 

Þið eruð spræk mæðginin!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 11:02

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að rembast við það hérna að sjá þig EKKI fyrir mér á trampanum.  Ég held að það hafi verið frekar vírd grindarbotninn þinn addna.  Og svona fólk sækist maður í. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 11:12

13 identicon

Það er frábært að skoppa um á svona apparati

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:33

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:45

15 identicon

Ooo það er svo gaman á trampólíni!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:57

16 Smámynd: E.R Gunnlaugs

takk fyrir samþykkið :) nú get ég hætt að laumulesa skrifin þín hehe..

í grunnskólanum mínum í denn voru 3 íþróttasalir og í einum þeirra var að finna risatrampolín. í dag er að finna risa trampolín af minni gerðinni í garðinum hjá frænku minni. Því fannst mér kjörið að endurupplifa skemmtunina sem fylgdi því að hoppa á trampolíni. Ég dúaði upp og niður, en einhverja hluta vegna þá haggaðist ég ekki, alveg sama hversu hátt ég hoppaði í huganum!

E.R Gunnlaugs, 21.7.2008 kl. 15:50

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég mundi bara ekki þora að fara á trampólín ég er svo mikil hegull.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2008 kl. 18:11

18 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl frænka. Það er alveg meinhollt að fara á trampólín og ferlega skrýtin tilfinning á eftir. Ég las einhversstaðar að það sé sérlega gott fyrir "eldri" konur út af sogæðakerfinu og dreif mig med de samme . Það er minnsta kosti alveg víst að blóðið var að strokkast lengi eftir að ég var komin á jörðina aftur. Golfíþróttin er hinsvegar miklu betri leið til að styrkja alla vöðva á pissusvæðinu eða frá mjöðmum og niður í ökla. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:34

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kominn tími til að ég prófi trampólín, hef ekki prófað það enn eftir rúmlega hálfrar aldar jarðvist.

Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 19:35

20 Smámynd: Rebbý

hef ekki prufað svona og held að það verði seint sem ég geri það .... en sé ykkur Ian alveg fyrir mér njóta stundarinnar, bæði hoppsins og kúrsins í pásunum

Rebbý, 21.7.2008 kl. 19:50

21 Smámynd: Linda litla

Minni ekki fyrir mitt litla líf voga mér á svona hoppidí skoppidí dót. Er hrædd um að ég færi ekkert upp í loft, bara niðrá jörðina þegar að trambólínið myndi rifna undan mér heheheh

þið eruð yndisleg.

Linda litla, 21.7.2008 kl. 23:08

22 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Prufið að hoppa á trampóinu og svo á grasinu strax á eftir. Það er fyndið!! Hahaha hoppíddiskopp

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:17

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 23:36

24 identicon

Þolir svona trampólín alveg 110 kg. mann ??? Ef svo er, þá er ráð að fá sér svona... en enga grindarbotnsvöðva er ég með ....

ætli þetta sé ekki gott fyrir bakveika??

kær kveðja, dúlla.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:37

25 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Svei mér þá, mig langar í trampólín eftir þessa lesningu. 

Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 11:56

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hey Jóna, þú verður  skipuðTrampólínstjóri í nýja Latabæjarlandinu Ísland og svo geturðu kannski deilt ,,the secret weapon" með okkur, þú veist þarna til að hamla sykurþörfinni ???? .. Fáum við ekkert fréttir af niðurskurðinum?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 12:19

27 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég er ekki trampólín aðdáandi.. ég er hrikalega óstöðug og finnst ég sífelt vera að fljúga einhvert í buskann..

Hörður er aftur á móti snillingur í þessu, fer í heljarstökk og gerir allskonar kúnstir

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2008 kl. 13:57

28 identicon

Sæl mín kæra,

Trampólín eru tær snild, ég fór alla leið til Puerto Rico til að læra um trampólínið. En það þarf ekki að vera mjög stórt til að virka vel. Ég á eitt lítið á miðju stofugólfinu sem krakkarnir mínir gáfu mér í afmælisgjöf. Þeim þótti mjög gaman að gefa mömmu sinni trampólín í afmælisgjöf og sögðu öllum sem heyra vildu frá því.

http://www.Worldclass.is/xodus.aspx?id=393&MainCatID=16 Hér eru nokkrar upplýsingar um hve trampólín gerir þér gott.

kk R

Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:38

29 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú hefur án efa verið flott á trambólíninu Jóna mín,örugglega mjög gott fyrir marga vöðva í líkamanum svona skopp  Hafðu það sem best

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband