Leita í fréttum mbl.is

Við sýnum öll meira eða minna af okkur áráttukennda hegðun eða þráhyggju í einhverri mynd

 

Þegar ég var krakki  átti ég til hegðun sem er ekki ''alveg normal''. Sennilega vott að einhverfu að finna þar.

Ef ég t.d. sá kókflösku eða annað rusl nokkrum metrum fyrir framan mig þar sem ég var á rölti, þá hugsaði ég: á ég á ég ekki á ég á ég ekki að sparka í þessa flösku (eða stíga á þetta rusl).

Rétt áður en ég kom að tilteknum hlut ákvað ég kannski að ég ætlaði ekki að snerta hann. Bara ganga fram hjá honum.

En þegar ég var komin nokkra metri í burtu þá fékk ég bakþanka. Sneri jafnvel við til að snerta flöskuna með tánni eða hreyfa við ruslinu á einhvern hátt.

Ef ég skellti hurð í lás á eftir mér, þurfti ég að taka margoft í hurðarhúninn til að fullvissa mig um að hurðin væri virkilega læst.

Og ekkert misræmi mátti vera í fötunum mínum. Sportsokkarnir nákvæmlega jafnhátt upp á vinstri og hægri legg.

 

Ég held að við eigum öll til eitthvað munstur sem við lifum eftir. Jafnvel án þess að vita það eða taka eftir því. Og uppbrot á því munstri getur valdið okkur óþægindum.

Þetta getur verið hvað sem er. Alltaf sama sætið valið, morgunrútínan alltaf nákvæmlega eins, hvernig við komum okkur fyrir í bílnum áður en við erum tilbúin að keyra af stað....

Máttu ekki sjá skakka mottu án þess að rétta hana af? Eða mynd á vegg? Kannski að hálfrifið blað á eldhúsrúllu fari óstjórnlega í taugarnar á þér og þú bara VERÐUR að rífa hinn helminginn af. Missirðu einbeitingu í samræðum ef þú kemur augu á ryk á borðplötu, því þig langar svooooo að ná í tusku og þrífa það?

Hver er ykkar einhverfa hegðun? Eða litlu skrítnu rútínur? Áráttukennda hegðun?

Hver er þín þráhyggja.

ATHUGIÐ. ENGAN KYNLÍFSSÖGUR TAKK.

 

 

..... jú annars... endilega látið þær fljóta með ef þær hafa eitthvað með umræðuna að gera. En leitið ykkur svo hjálpar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Flokkast þetta ekki undir þráhyggju?  Horfði nýlega á sannsögulega mynd um einhverfan dreng, (og var hugsað til Ians alla myndina). Þessi mynd ætti að vera skylduáhorf fyrir alla.  Skil þínar vangaveltur miklu betur eftir að hafa horft á myndina!

tatum, 24.7.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sæl mín kæra Jóna!
Ég veit ekki hvort það sé hægt að kalla það einhverfu, en eins og herbergið mitt er í óreiðu, þá verður allt sem er í kringum mig í vinnunni að vera á réttum stað. Skanninn má ekki vera svona langt eða svona stutt frá tölvunni, tölvan ekki of langt inn á borð, blýanturinn/penninn verður að vera í beinni línu við vinstri hlið ( séð frá okkur ) tölvunnar. Kassarnir undir ljósmyndirnar og þær sem ég er þegar búin að skanna eiga að vera við hliðiná blýantinum/pennanum og pláss verður að vera fyrir venjulegar myndir svo ég geti snúið þeim við og merkt, sett aðra undir og merkt hana og skannað.
Svo má ekki gleyma að hliðartaskan mín verður að vera fyrir aftan skannan og músamottan verður að vera þetta langt frá borðbrúninni og tölvunni!

Hafðu það gott næstu vikuna mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tatum. Það var orðið sem mig vantaði. Þráhyggja. Ætti ekki að vefjast fyrir mér búandi með einhverfu barni  Ætla að bæta því í textann.

Manstu hvað þessi mynd heitir sem þú sást?

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hvar á ég að byrja ?

Mannstu eftir Jack Nicolson í kvikmyndinni As Good As It Gets ekki mátti stíga á línur , þegar ég var lítill var þetta árátta og stundum að fara allar leiðir nákvæmlega eins aldrei breyta til , og kækir svaka kækir sem ekki allir sáu til eins og að nudda hornin á sængurverinu , gallabuxunum.

the list goes on , en þetta hefur að mestu horfið með aldrinum í staðinn er ég voða naskur að finna út kæki og annað sem fólk er með.

Ætli sú árátta og vera ýktur all daga hafi ekki tekið við og annað sem ég svo tek ekki eftir

Annars las ég grein um útvarpsmann sem sagði að 99% af Einhverfum einstaklingum væri okkur foreldrum að kenna vegna þess að við værum bara löt í uppeldi , og það varð allt vitlaust og það er búið að reka þann mann úr starfi eðlilega

Set hérna með greinina um þennan vitleysing

savage2.jpg

As we mentioned earlier this week, homophobe and hate monger Michael Savage completely trashed all autistic children and their parents on his radio show recently.

Most memorably when he said "I’ll tell you what autism is. In 99% percent of the cases, it’s a brat who hasn’t been told to cut the act out. That’s what autism is.”

And now, finally, some radio stations are fighting back.

Making a step in the right direction is Mississippi.

Steve Davenport, head of the Super Talk network in Mississippi, called Savage's remarks "beyond inexcusable."

The network of seven stations has announced they will no longer carry Savage's radio show, Savage Nation, after his ridiculous remarks.

Davenport continues, “Effective immediately, Michael Savage and his Savage Nation Radio Show have been cancelled on all Super Talk Mississippi stations,”

Savage has also lost a major advertiser for his program in AFLAC insurance.

A statement released by the company says, “AFLAC has a strong commitment to helping children through the AFLAC Cancer Center and AFLAC foundation. We understand that radio hosts pick on any number of targets however we found his recent comments about autistic children to be both inappropriate and insensitive.”

Savage on the other hand is trying to validate what he said.

On his website, Savage writes, “My comments about autism were meant to boldly awaken parents and children to the medical community’s attempt to label too many children or adults as ‘autistic.’”

But if that were the case, why would he say that the problem with most autistic kids is that "They don’t have a father around to tell them: ‘Don’t act like a moron. You’ll get nowhere in life.”

John Gilmore, executive director of Autism United, says "We are asking him to be fired and we want to make advertisers aware of what he is broadcasting.”

Ómar Ingi, 24.7.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Róslín  þú ert skólabókardæmi um það sem ég er að tala um.

Ommi. Ég man eftir þessu með strikum á gangstéttinni. ''Bannað að stíga á strik'' syndrómið. Ég hef vaxið upp úr barna-þráhyggjunni en það er bara eitthvað annað komið í staðinn.

Takk fyrir greinina. Finnst hún fyndin. Maðurinn er bara að vekja á sér athygli. Greyið.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hérna hefur mamma mín FULLT að segja hehehehehehe

Ég var líka með einhverjar þráhyggur þegar ég var yngri, sem ég man ekki akkúrat núna.. er alveg þvílíkt að brjóta heilann.

Kommenta aftur þegar ég man eitthvað

Guðríður Pétursdóttir, 24.7.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hmmmmmmmm nei - man ekki eftir neinu svona! Ætti ég að hafa áhyggur?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 22:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var með ekki stíga á strik syndromið sem ég er orðin góð af.  Er ekki með neinar áráttur nema þá helst að ég fæ rosalega óttatilfinningu ef ég er hátt uppi (ekki lofthræðslan sem ég þjáist að) er svo hrædd um að ég flippi út og kasti mér fram af brúninni.  Það er auðvitað einhverskonar árátta.

Or what?

Kveðja af Leifsgötu

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 22:48

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

ég var með matarþráhyggju því miður fyrir foreldra  mína sem þurftu að elda hafragraut á jólunum og síðan borðaði ég brauð með bláberjasultu í 2 ár alltaf það sama í nesti, annars er sonur minn þráhyggju kallinn hann er með margar er sú sem er fyndust er það að fólk á að vera með slétt hár ég er með krullur og hann vill greiða sér og slétta á sér hárið oft á dag en fólk er fallegra með slétt hár og hann tekur það sérstaklega fram ef hann sér einhvern með óvenju slétt hár ég hef fengið spurningar eins og hvað ætli séu margir með slétt hár í heiminum og hvað margir í skólanum

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:53

10 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég var líka með ekki stíga á strik syndromið.

En í dag er ég örugglega með þvottaþráhyggju,það má ekki vera skítugur þvottur í þvottakörfunni og það verður að hengja þvottin minn eftir stærð á snúruna,ef einhver annar en ég hengi upp þvottin þá laga ég hann eftir viðkomandi.

náttlega bara bilun ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 24.7.2008 kl. 23:27

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Okei okei, ég heiti Hulda og er einhverf !!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:33

12 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég flokka Smartís eftir litum og raða upp í simmetrískt mynstur áður en ég borða það og enduraða mynstrinu jafnóðum og það fækkar í Smartís-hópnum. Geri þetta líka við hlaup ( t.d. svona Haribohlaup í  poka) það flokka ég og raða áður en ég borða.

Tek það fram að þessi flokkunar og uppröðunarárátta mín er bara bundin við sælgæti.

Anna Þóra Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:34

13 Smámynd: Vignir

Ég þarf alltaf að athuga vekjaraklukkuna mína nokkrum sinnum áður en ég fer að sofa....hvort hún sé ekki örugglega rétt stillt....hehe

Vignir, 24.7.2008 kl. 23:39

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðríður. Segi bara: Rúna kommaso

Hrönn. Já miklar

Emma. hahaha eins gott að hann fái ekki frjálsan aðgang að sléttujárni. Matarþráhyggja er örugglega ansi algeng.

Anna sys. hahahaha hef oft furðað mig á þvottaþráhyggju þinni. þekkti líka eina sem lét sig miklu máli skipta litirnir á þvottaklemmunum. Ég fattaði ekki á þeim tíma að leysa vandamál hennar og gefa henni birgðir af tré-þvottaklemmum. Allar eins.

Hulda Bergrós. Velkomin í hópinn  Gefðu okkur dæmi.

Anna Þóra. hehe það er gott að þetta á bara við um sælgæti. Væri leiðinlegt fyrir þig ef þú værir föst í að raða upp öllum grænu baununum og gulrótunum í matarboðum og svona.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 23:42

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vignir. Gæti verið þráhyggja og ábyrgðarkennd til helminga

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 23:43

16 identicon

Er ekki Monk í okkur öllum  Góða helgi

Ágústa (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:48

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ágústa. Monk er nákvæmlega maðurinn sem mér datt í hug þegar ég var að skrifa þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2008 kl. 00:28

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var með ekki stíga á strik syndrumið en skipti því út fyrir mjög svo hagkvæma þráhyggju.....jú, ég þarf að moppa dáldið oft sérstaklega ef ég er stressuð, þá rík ég á moppuna og hleyp um húsið......hmmmm bilun?? já ég held það.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.7.2008 kl. 01:35

19 identicon

Leita sér hjálpar?  Af hverju þarf maður hjálp bara af því að maður er á einhverfurófinu?  Ég ólst upp í þjóðfélagi þar sem enga hjálp var að hafa af því að enginn vissi sannleikann.  Leita mér hjálpar - ég get kennt hjálparliðinu.

ónefnd (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 02:19

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóna mín!ER með spurn í huga frá því í haust(líkist áráttu)og hún er hvort þú ert stúlkan elskulega sem vannst (vinnur) í fragt F:L: í Loftleiðabyggingunni  og hjálpaðir Þrótturum að selja bingomiða í Kiwanishúsinu,hvort sem er þá trúi ég að þú fyrirgefir framhleypnina.óskir:að draumar þínir rætist.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2008 kl. 02:37

21 identicon

Það má kannski líta á þessi skrif sem áráttu einverskonar.  Ég er að nöldra yfir þeim sem aldrei geta séð blog-skrif í friði án þess að koma með athugasemdir. Lesendur koma með alls konar ábendingar sem flestar eru annaðhvort bölvað bull athugasemdir um viðkomandi atriðið eða bull athugasemdir um að viðkomandi hafi ekki upplifað slíkt.  Ég lít á svona skrif sem algjöra athyglisþörf.  Hver er ykkar skoðun ?

Jon (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 03:46

22 Smámynd: Jens Guð

  Þessi umræða og dæmin sem þið nefnið valda mér miklum áhyggjum.  Ég get ómögulega fundið neitt í minni hegðun sem líkist þessu.  Það er óreiða og óregla á öllu hjá mér. 

  Ég raða aldrei neinu eftir einhverri reglu - ef ég þá nenni að raða einhverju. 

  Flestir raða plötum sínum og bókum eftir einhverri uppskrift:  Stafrófi,  höfundum,  flokkum.  Ég á um 20 þúsund plötur og þær eru í algjörri óreiðu. 

  Það tekur mig marga klukkutíma að leita ef ég þarf að finna tiltekna plötu.  Þetta er klikkun.  Og kannski skrítið afbrigði af þráhyggju.  Á móti kemur að ég þarf ekki að leita að plötu nema á 5 ára fresti eða svo. 

Jens Guð, 25.7.2008 kl. 04:26

23 identicon

Ég þarf alltaf að blása í glös áður en ég helli í þau

Elísa (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:33

24 identicon

Mikið hefði ég gaman að fá útskýringu á því hvað þráhyggja er þar sem sá yndilegi maður Jens Guð kannast ekkert við þráhyggju en á tuttugu ÞÚSUND plötur og veit ekki í hvaða röð. Hvað ef þú færð þráhyggju fyrir einni og finnur hana ekki? Skemmtileg umræða.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:12

25 identicon

Ég gæti ekki drukkið úr mjólkurfernu sem hefur staðið opin, þó líf mitt lægi við.

Já, eða dreggjarnar - Guð hjálpi mér 

Bara mjólk úr nýopnaðri fernu fyrir mig takk.

Birta (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:24

26 identicon

Ég er greinilega eitthvað einhverf.Þegar húsband og ég förum útúr húsi þá fer ávallt sama rútínan í gang hjá mér.Og endar á því að ég kalla til hans þar sem hann er orðinn klár til þess að fara út úr húsi og á leið til bíls.Læsturu,ertu með þína lykla,en símann,en mínir lyklar og svo frv.Sami rúntur í hvert sinn.Tekur 5-10 mínútur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:26

27 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er spurning til ykkar:  í hvorn sokkinn farið þið í fyrst?  Hægri?  Vinstri?  Alltaf í sömu röð?  (Og, afhverju þessi röð?)

Einar Indriðason, 25.7.2008 kl. 11:11

28 identicon

Ég verð að vita hvað eru margar tröppur allstaðar. Ég lærði 8 sinnum töfluna vegna þess að það voru 8 tröppur upp á hvern pall í blokkinni sem ég bjó í sem barn. Ég tel þær svo sem ekki alltaf en amk alltaf í fyrsta og annað skiptið sem ég fer, bara svo ég viti.

Ég verð líka að stíga jafnt í báðar fætur. Þ.e.a.s. ef tröppurnar eru oddatala þá stíg ég fastar í þann fót sem varð útundan í næsta skrefi til að jafna út.
Sömuleiðis ef annar fóturinn stígur t.d. á holræsislok þá verður hinn að gera það líka. Er farin að forðast holræsislok af þessari ástæðu

Flokka líka nammi eftir lit, smartís og skittles og svona. Og borða svo jafnt. Ef það eru kannski 10 rauðir, 8 grænir og 5 appelsínugulir þá borða ég 5 rauða og 3 græna. Og svo skiptist ég á með afganginn.

Er líka með þessa rútínu sem Birna Dís minntist á "Lyklar, sími, veski, sími, veski, lyklar. Ertu með símann þinn? Veskið?". Er á Spáni núna í júlí og við listann bættist "Blævængur? Myndavél?"

Bækurnar mínar verða að vera raðaðar eftir stærð og ef það eru margar jafn stórar, þá eftir lit eða stafrófsröð.

Og fleira og fleira og endalaust meira! :) 

Tinna (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:42

29 Smámynd: Dísa Dóra

haha já ég hef sjálf margoft sagt að við sem "heilbrigð" teljumst erum nú yfirleitt meira og minna með einhverfueinkenni.  Sjálf get ég til dæmis orðið alveg galin ef ekki er lokað inn í þvottahús þegar þvottavélin eða þurrkarinn er í gangi - hata bara að heyra í þeim

Dísa Dóra, 25.7.2008 kl. 11:46

30 Smámynd: Berglind Inga

Ég ræ oft fram í gráðið þegar ég sit og fatta það ekki fyrr en mér er bent á það. Það er bara svo gott að róa svona

Berglind Inga, 25.7.2008 kl. 12:05

31 Smámynd: I. Hulda T. Markhus

Hóst! Á maður virkilega að segja frá kenjum sínum???
Það er mikið hlegið að mér og minni þráhyggju...

Til að ég geti sofnað á kvöldin þarf eftirfarandi að vera í lagi:
1. Millihurðin milli íbúðarinnar minnar og þvottahússins verður að vera læst.
2. Útidyrahurðin verður að vera tvílæst þannig að ekki sé hægt að opna hana utan frá.
3. Öll ljós í íbúðinni verða að vera slökkt.
4. Dregið verður að vera fyrir gluggann í hjónaherberginu og myrkvunargardínan verður að vera dregin alveg niður, það má ekki vera rifa á milli gluggakistunnar og gardínunnar.

Já, svona er mín þráhyggja...

I. Hulda T. Markhus, 25.7.2008 kl. 12:49

32 Smámynd: Hulla Dan

Ég hef ekkert svona   Finnst ég eitthvað skrítin að vera ekki með einhvern kjæk.
Ég ætla samt að hugsa aðeins út í þetta og spyrja börnin hvort þau hafa orðið vör við eitthvað undarlegt í fari mínu... Stundum sjá aðrir eitthvað sem maður sér ekki sjálfur.
Trúi bara ekki að ég sé svo skrítin að hafa ekkert svona.

Knús á þig

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 12:51

33 identicon

Ég sný alltaf við eftir nokkra metra til að athuga hvort ég hafi læst húsinu eða bílnum. Ég hef prófað að segja við sjálfan mig, "...nú læsi ég bílnum/dyrunum..." þegar ég læsi og jafnvel að söngla það með sjálfum mér eins og Samuel L. Jackson gerði í einhverri mynd sem ég man ekki hvað heitir. Og það versta er að þegar ég sný við og sé að útidyrnar voru læstar eftir alltsaman, þá byrja ég að efast um að ég hafi slökkt ljósið í forstofunni..!

I´m fu**king nuts!

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:09

34 Smámynd: Ásgerður

Vá hvað er gaman að sjá að maður er ekki einn svona skrítinn

Þekki fullt af því sem þið talið um, án þess að ég ætli nánar út í það hér

Ásgerður , 25.7.2008 kl. 13:12

35 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sný alltaf við klósettrúllum ef "lafið" er uppað veggnum.... annars góður

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 13:35

36 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kaffibollinn minn þarf að vera í samræmi við dúkinn á borðinu. Inni í blómi eða akkúrat á milli í mynstrinu ....

Þoli ekki beinar línur, verð að brjóta upp reglur og línur. Ef allar bækurnar eru í beinni og fínni röð í bókahillu, þá verð ég að leggja eina ofan á eða setja stein eða styttu fyrir framan. Allt nema beinar línur í of miklu magni  

Á "ekki stíga á strikið-syndróms-tímabilinu" varð ég alltaf annað slagið að stíga á strik svo ég "myndi ekki festast inni í hólfinu"....

Æ, er ekki ágætt að við séum öll soldið biluð? Normal er svo mikið bein lína .....

knús á þig Jóna og skemmtilegu pælingarnar þínar.  

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:09

37 Smámynd: Silfurskotta

Hata oddatölur, hægri fyrst þegar gengið er niður stiga,  fá þversummuna úr bílnúmerum,  deila í allt og ekkert með tölunni 4 ...... jamm, ég er stkrýtin!

Silfurskotta, 25.7.2008 kl. 14:11

38 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að vera að hugsa þetta og fann ekkert sérstakt, nema þetta með reykingarnar, að þurfa alltaf að kveikja mér í sígarettu við viss tækifæri.  En svo kom Þorsteinn Gunnarsson með það.  Lafið á klósettrúllunum verður að snúa fram, annars fæ ég á tilfinninguna að einhver hafi gruflað á blöðunum, sem ég ætla að nota.  Skoðið þetta, ég skora á ykkur.........þá kemur kannski einhverntíma að því að ég þurfi ekki að gera þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:46

39 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

humm, er nýbúin að fatta það að þegar é er í kælirinn í vinnunni, tel ég alltaf flöskurnar sem ég set í hillurnar

klikkun, eða ? 

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.7.2008 kl. 14:52

40 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nokkud gód held ég hérna megin...en jú,kannast vid thetta med klósetrúllurnar..fer í mig thegar lafid er aftaná og thá sný ég theim vid.. og eins ef thad fýkur í mig....og verd illa reid....thá VERD ég bara ad fara og taka til..ryksuga t.d.....og geri húsid á NÓ TÆM... ágætis losun á reidi sko..

góda helgi og hafid thad gott

María Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:31

41 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Tel alltaf flísar á baðherbergjum, langsum og þversum, margfalda og deili þar sem baðkarið og glugginn koma inní, eins og ég þoli ekki stærðfræði

Svala Erlendsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:01

42 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:41

43 identicon

 Ha ha ha, ég á nokkrar. Ég deita aldrei gaura sem hafa lífstöluna 3 . klósettþráhyggjan gengur út á að telja viss mörg blöð fyrir viðeigandi tilefni og ég hef reynt að hamra þetta ofan í ættingja mína því ég þoli ekki fólk sem kuðlar Ég kaupi aldrei fyrir 666 krónur (bæti einhverju við ef ég fæ þá tölu) Get ekki sofnað ef skápahurðir eru opnar hef geðveika þörf fyrir að ögra fólki sem er með gulrót upp í r....... ég vel mér símanúmer sem hafa vissa þversummu en ekki aðrar og ég trúi því staðfastlega að ef ég tengdi saman alla fæðingarblettina mína þá kæmu í ljós sérstök skilaboð til mín frá Guði

Ég myndi sennilega leita til sálfræðings ef ég hefði ekki séð að miðað við kommentin hér að ofan erum við flest örlítið skrýtin og það er bara í góðu lagi

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:00

44 identicon

Ég ólst upp hjá manni sem var alltaf að mæla og telja allan andskotann.  Svo var ég reglulega látin giska á hvað þessi vegalengd væri löng og hvað væru margir í hinu og þessu.  Áður en ég vissi var ég sjálf farin að telja og mæla og var nett brugðið þegar ég áttaði mig á því.  Ég ákvað því að velja mér starfsferil þar sem þetta kom að góðum notum og er í dag bara nokkuð sátt.  Og varðandi sokkana þá er það alltaf vinstri fóturinn fyrst...

Talnaglögg (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:19

45 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Dæmi: Sokkar þurfa að vera í sama lit og peysan, borðtuskan þarf að sérstaklega brotin, þvotturinn sem fer út á snúrur þarf að hengjast upp í réttri röð, þríf alltaf á fimmtudögum (það getur enginn þrifið eins og ég), morgunrúntínan, hvar ég sit í matar og kaffitímum........................osv...................

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:02

46 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég sest alltaf niður áður en ég stend upp.

Þröstur Unnar, 25.7.2008 kl. 21:16

47 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Flokkast það undir þráhyggju að vera stöðugt að lesa bloggsíður...?

Annars finnst mér þetta með fæðingarblettina frábært :)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 21:53

48 Smámynd: Hulla Dan

Ok ok... Þetta með klósettpappírinn á við mig... Hjúkk.
Og annað sem ég hef. Ef ég tala eftir að hafa sagt "góða nótt" verð ég alltaf að segja góða nótt aftur. Ef Eiki talar eftir að ég segi góða nótt get ég ekki sofnað nema að segja aftur góða nótt. Býð stundum ansi oft góða nótt áður en ég sofna.

Guði sé lof. Ég er klikk efter all.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 21:59

49 identicon

Ég verð... ég verð að segja takk fyrir mig þegar ég er búin að borða. Ef það er ekki viðeigandi að segja það upphátt þá muldra ég það nokkru sinnum. Sömuleiðis með afsakið...

Tinna aftur (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:12

50 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég einmitt tel allar tröppur sem ég labba upp og jafna tölurnar á pöllunum á milli ef ég er að labba upp tröppur með pöllum annars jafna ég á einhvern annan hátt t.d. ef ég veit fyrirfram að tröppurnar eru oddatala þá stíg ég fyrst upp með hægri til að enda á 0ddatölu. Hægri er slétt tala en vinstri er oddatala.

Hljómar eflaust mjög einkennilega fyrir öðrum en mér líður bara vel með þetta.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 25.7.2008 kl. 22:12

51 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

meinti að sjálfsögðu að ég stíg upp með hægri fyrst til að enda á sléttri tölu en ekki oddatölu.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 25.7.2008 kl. 22:12

52 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alveg að farast úr áhyggjum........

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 22:48

53 identicon

Það var mjög sérstakt að lesa þetta ,kannast við svo margt af þessu ,hef aldrei sett það í samhengi við einhverfu eða þráhyggju. Heldur bara að ég er fædd í meyjarmerkinu !! :)

Meyja (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:08

54 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég sé ekki þráhyggjuna hjá sjálfri mér :) sem kanski er..........enn ég sé hana stundum hjá öðrum

Erna Friðriksdóttir, 25.7.2008 kl. 23:36

55 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég bora í nefið!

Edda Agnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 00:25

56 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ok ok guys.... ég er að koma heim úr æðislega yndislegu gathering með vinum. Svolítið hífuð... og líður dásamlega. Og ég er í kasti. Rosalega eruð þið skrítin og yndisleg. Takk fyrir öll þessu yfirmáta frábæru komment.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2008 kl. 02:39

57 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég þarf alltaf að snúa klósettrúllunni rétt, það er ekki upp við vegginn eins og sumir hafa sagt hér að ofan.  Ég hef búið mér til mörg kerfi í gegnum tíðina hvernig ég hengi upp þvottinn, stundum eftir litum, stundum eftir fjölskyldumeðlimum og stundum eftir lit á klemmum en það er samt ekkert sem verður að vera eins, bara svona til að gera þetta skemmtilegra, en fötin mega alls ekki snúa á röngunni þegar þau eru til þerris. Ég hélt alltaf samt að þetta væri bara meyjan í mér.

Afmælisdagar sem ég lærði þegar ég var yngri og þeirra sem hafa tengst mér gleymast ekki.

Sigríður Þórarinsdóttir, 26.7.2008 kl. 05:43

58 Smámynd: Helga Björg

É verð alltaf að fá sama skápinn í sundlauginni annars fer allt í rugling held að það sé svona min versta það er svo oheppilegt það er nefnilega frjálst val og fleyri sem velja skápinn minn :)

Helga Björg, 26.7.2008 kl. 07:42

59 identicon

systir mín þarf að þefa af öllu... ÖLLU! sérstaklega mat, ég leggst á hliðina þegar ég er með henni í veislu því hún liggur yfir gúmmelaðinu og þefar af öllu fyrir framan gestgjafann... en henni hefndist fyrir þetta þegar hún tók upp piparstauk á veitingastað og þefaði.. hún hnerraði í viku..   ég er aftur á móti með þráhyggju fyrir að skrifa lista, skrifa lista í massavís, listar yfir allt sem ég þarf að gera og geri svo aldrei

Íris (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:02

60 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Bara kvitt, búin að skemmta mér konunglega við lesturinn! Kannast við margt, annað ekki, en á móti kemur að ég ER með vottorð um að ég sé klikkuð! Góða helgi!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 26.7.2008 kl. 13:22

61 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert frábær og ég minnist ekki neins í fljótu....

Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 15:55

62 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Ég á nú nokkrar svona sérvisku-venjur og oft áttar maður sig varla á þessu sjálfur. En þær helstu er kannski:

Allt punt í íbúðinni er á ákveðnum stað. Vinkona mín leikur sér stundum að því þegar hún kemur í heimsókn að færa einhverja styttuna úr stað, bara til þess að sjá hvað ég get setið lengi kyrr áður en ég þarf að færa hana aftur á sinn stað. Yfirleitt eru það bara nokkrar sekúndur

Ég þefa reglulega af höndunum á mér og ef ég finn að sápulyktin er farin þá verð ég að fara að þvo mér um hendurnar. Þannig að ég þvæ mér frekar oft um hendurnar

Jæja, þetta er nógu klikkað í bili...

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 16:01

63 identicon

Þið eruð yndisleg- eg er búin að hlæja svo dátt að nú man ég ekki eftir sérvisku hjá mér-  helst þetta með að hafa ekki of mikið af beinum línum og að allt sé of slétt og fellt ( sem reyndar gerist sjaldan) en set t.d hillu á ská í horn til að brjóta upp....

Sólveig (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:59

64 identicon

Dásamlegar athugasemdir - og margt kannast maður við.

Mín helsta þráhyggja er samt væntanlega að ég höndla ekki að tónhæð sé stillt á oddatölu...  t.d. í bílnum eða á sjónvarpinu þegar ég hækka eða lækka þarf hljóðið alltaf að vera stillt á slétta tölu.  Ef einhver annar hreyfir við þessu VERÐ ég að laga það

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 20:23

65 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:05

66 Smámynd: E.R Gunnlaugs

æi, gaman að sjá hvað við erum öll skrýtin :)

E.R Gunnlaugs, 27.7.2008 kl. 00:16

67 Smámynd: Hildur

Ég vinn á veitingastað og það er aðallega þar sem "einhverfu"einkennin koma í ljós.. Ég þarf t.d. alltaf að raða glösum eins, það er sérstakt system sem má ekki bregðast, ef einhver gerir það á undan mér þarf ég að laga þau.. Íspinnarnir sem við gefum krökkunum á leiðinni út þurfa alltaf að vera rétt raðaðir í dallana;) Mörg svona smáatriði sem skipta líklega engu máli en ég get ekki farið heim ef þau eru ekki rétt!

Ég er eins og hinir með klósettrúllurnar líka, þoli ekki að draga frá veggnum:/ 

Hildur , 27.7.2008 kl. 01:07

68 Smámynd: Signý

Vá ég veit ekki hvar ég ætti að byrja...

1. Ég get ekki drukkið úr mjólkurfernu sem einhver annar hefur opnað, verð að opna hana sjálf. Enda varð pabbi oftar en ekki geðveikur á mér þegar það voru kannski 5 hálf fullar mjólkurfernur opnar inni í ísskáp...

2. ég legg alltaf í sama stæðið í vinnunni og krullast upp af pirringi ef það er einhver annar sem er búinn að stela stæðinu mínu

3. Ég raða öllu bara name it, ég er ábyggilega með eitthvað system í gangi, glösum eftir stærð, bókum eftir höfundum & í stafrófsröð, cd's í stafrófsröð t.d

4. talandi um raða, þá kaupi ég bara svört handklæði og svo hvít og raða þeim svart/hvít/svart/hvít og næstu röð ofan á þá hvít/svart/hvít/svart þannig þetta verði svolítið eins og taflborðsmunstur

5. Ég verð að fara í sturtu áður en ég fer að sofa, skiptir þá engu hvað kl er. Semog þá verð ég að fara í sturtu þegar ég vakna, annars kemst ég ekkert á fætur...

...og svo alveg hellingur annað 

Signý, 27.7.2008 kl. 01:45

69 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff spurning hvort maður ætti ekki bara að sleppa því að uppljóstra sumum hlutum sko....

Það er með þetta, eins og reyndar flest í mínu fari, ég sveiflast á milli öfga. Ég er hræðilega óskipulögð.....með sumt. Svo eru það einstaka atriði sem ég þarf að hafa svo skipulagða að það jaðrar við að vera "sick"
Ég get ekki skipulagt neitt fram í tímann... en þegar ég er komin með allt á síðasta snúning breytist ég í The Orginizer!!

Þegar ég er að koma mér út úr dyrunum á morgnanna er ég gangandi járnbrautarslys...alltaf á síðust stundu. Fyrir áhorfanda lítur það út eins og algjört kaos....en ég verð samt að gera allt í réttri röð. Annars kæmist ég aldrei út úr dyrunum.
Í eitthvert skiptið fékk ég aðstoð við að passa að gleyma ekki töskunni minni og viðkomandi gekk með hana út og ég átti að fylgja á eftir...... fór allt í klessu og mér leið eins og ég þyrfti að byrja upp á nýtt á öllu járnbrautarslysaprógramminu mínu. Í staðinn hrifsaði ég töskuna mína og óð með hana innst í íbúðina og þá gat ég strunsað út án þess að líða eins og heimurinn myndi farast

Og þetta er bara það sem mér finnst ég geta sagt frá hérna Jóna mín... if you only knew.. :)

Heiða B. Heiðars, 27.7.2008 kl. 10:25

70 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég segi nú bara eins og Hulda, hæ ég heiti Högni og er einhverfur.

Hvað er normal, hver er normal og hvernig er að vera normal ?

Semdæmi, af því að Hulda var rukkuð um það þá verð ég það líklega líka, ég þurfti alltaf að sitja á sama stað við matborðið og sama borð í ákveðnum matstofum, en ég borðrði í mörgum matstofum á árum áður, þetta gat kostað tíma,peninga og vinskap en er að vinna í því að verða normal og hef verið að því í 30 ár.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.7.2008 kl. 12:46

71 identicon

Ég er mjög glöð að sjá að fleiri en ég hafa þessa áráttu með klósettpappírinn! :) Ég á voðalega erfitt með að sjá aðra vinna við tölvur, mér finnst fólk alltaf gera hlutina "vitlaust" (ekki eins og ég geri þá ;) ) Þetta á aðalega við hvernig fólk skrifar á lyklaborðið (fæ alltaf óstjórnlega löngun til að kenna því fingrasetninguna..) eða ef það kann ekki að nota ctrl c og ctrl v...úff..þá vil ég svo mikið rífa lyklaborðið af þeim og gera þetta fyrir fólk! ;) En sem betur fer eru þetta hlutir sem ég held inní mér og segi ekkert við fólk.

Freyja (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 14:27

72 identicon

úff ég fæ bara hroll þegar ég les þetta því ég átta mig hreinlega á hve mikla áráttukennda hegðun ég hef...

Þetta með klósettrúlluna á við um mig... ég verð að snúa henni við.
Tannburstarnir verða snúa fram í glasinu og veru UPPI Í SKÁP, ekki á borðbrúninni.
Skáphurðar verða vera lokaðar á fataskápum annars sofna ég ekki.
Hurðinni a baðið má ekki vera hallað á næturnar, annað hvort opin eða lokuð.
Borðtuskan verður að vera hægra megin við vaskinn, ekki vinstramegin.
Þottur þarf að hanga í réttri röð á snúrunni og í réttri stærðar röð, ef einhver annar en eg hengi upp þá verð ég að laga það.
Ég þoli ekki að sjá óhreina bletti á eldhúsbekkjum, ég verð að þurrka þá.
Mikið ryk á hillum pirrar mig, ég næ mer í hreina tusku og laga (þó ég sé annarstaðar en heima).
Ég þarf alltaf að laga myndir sem eru skakkar á veggjum og taka eina ryk rispu í leiðinni.
ég verð sjalf að raða í innkaupa poka eftir verslunarferð, því ég þoli ekki illa raðað i poka og allt í bland. (börnin eru að ná þess eftir 20 ár).

Já ég gæti farið aðeins lengra í upptlaniguu en ég held ég verði að skoða hvað ég geti lagt á hilluna í þessum málum.

Ásta Lóa Jónsd (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:32

73 identicon

Ég er stundum þannig að ég ÞARF að hafa hluti á ákveðnum stöðum, í ákveðinni röð. Ef ekki þá verð ég svolítið pirraður.

Ef ég sé stafsetningavillu í auglýsingum þá verð ég pirraður við auglýsandann!! Kaupi sennilega ekki vöruna. Sá um daginn prentvillu á BÓKAKÁPU á nýrri bók!!! Fór algjörlega í mig.

 Þegar ég fer að heiman, í vinnuna eða í bíó eða eitthvað, og enginn er heima... þá tek ég 3-4 sinnum í hurðarhúninn til að fullvissa mig um að hurðin sé læst.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:24

74 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er alltaf að telja og ég er ekki endilega að telja eitthvað sérstakt ég er bara að telja í huganum. Sérstaklega ef að ég er að bíða eftir einhverju, þá er bara talið og talið, ég stoppa mig oftast í kringum 50 og hugsa með mér hvað ég sé skrítin. En svo get ég byrjað aftur eftir mínútu eða svo.

Ég var að vön að halda niðri í mér andanum á milli staura þegar að ég var í bíl. Ég þarf að vita hvað dagurinn ber í skauti sér og ef að eitthvað breytist þá fer ég úr sambandi. Þetta hefur reyndar lagast pínu, að ég held...

Það er örugglega eitthvað meira en ég bara man það ekki núna. Ó smjatt þoli ekki smjatt, það má helst ekkert heyrast í fólki þegar að það borðar nálægt mér, smjatt, sötur og svoleiðis hljóð *gæsahúð*

Sporðdrekinn, 27.7.2008 kl. 18:10

75 Smámynd: AlliRagg

Lífið allt er náttúrulega bara bilun, sumir eru bara meira bilaðir en aðrir saman ber ég!

AlliRagg, 28.7.2008 kl. 08:56

76 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maður er nuttla svipað furðulegur og flestir. Strikin, klósettpappírinn, nota hægri og vinstri jafn oft í tröppum, allt þarf að ganga upp í fjóra nema sjö sem er spes tala og hafin yfir svoleiðis... Á síðustu misserum hef ég samt gert uppreisn. Ég spái ekki í þrepin, traðka á línum, hengi pappírinn eins og hann kemur úr pakkanum, fékk mér símanúmer með fullt af sexum og engri sjö-u. Kannski er það einmitt einhverfan, að hafna allri reglu?

Villi Asgeirsson, 28.7.2008 kl. 11:45

77 identicon

ég hugsaði og reyndar hugsa stundum enþá hvað gerist ef ég geri hlutina og hvað gerist ef ég geri þá ekki, ef ég geri hlutina þá gerist eitthvað sem érg er búin að vera að bíða eftir eða bara eitthvað sem mig langar til að gerist. en ef ég geri hlutina ekki þá mun ég sennilega þurfa að bíða enn lengur eftir því sem ég var að vonast til að myndi gerast. osf. mér fannst ég ansi geggjuð þangað til ég las þetta allt saman, núna er ég að átta mig á að við erum öll svona rugluð.

Önnur ónefnd. (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:22

78 identicon

Vá, hvað ég er fegin að lesa þetta og sjá hvað allir eru "eðlilega óeðlilegir" eins og ég:o) Tek undir margt þarna, sérstaklega með sléttu töluna á tónhæðinni í útvarpinu í bílnum. Held ég sé sannfærð um að ég lendi í árekstri annars. Og allt verður að vera slétt tala, finnst meira að segja oddatölu-ártöl óþægilegri.

Verð samt að bæta einu nýju við listann. Ég hef staðið sjálfa mig að því að para aftur saman hluti, t.d. á borðinu, af því ég fer að hugsa að þeir hafi verið svo lengi "saman" eru vinir eða eitthvað, svo ég mátti ekki færa þá svona langt í sundur. Þetta tel ég klárlega vera afleiðingu of mikils teiknimyndagláps, þar sem allt er persónugert:o))) Er t.d. að taka til á skrifborðinu mínu og færi óvart bréfaklemmudolluna frá heftaranum, og set þetta fljótlega "saman" aftur. Bara svona til öryggis, ef þetta hefði tilfinningar:o)

Þætti gaman að vita til þess hvort einhver annar sé þannig.

Gunna Herberts (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:24

79 identicon

Ég hef aldrei skrifað hérna áður en þetta er svo skemmtileg lesning að ég bara verð að vera með.

Ég get ekki hengt þvottinn minn á röngunni upp á snúru.

Þegar ég flutti að heiman frá mömmu fyrir 20 árum síðan þá hætti ég að drekka mjólk því ég gat ekki drukkið mjólk nema hún kæmi úr ísskápnum hjá mömmu.

Svo svaf ég líka lengi vel í sokkum þegar ég var barn og það var ekki möguleiki að ég gæti sofið án þeirra, sem betur fer lagaðist það þegar ég varð eldri:)

Þetta er náttúrulega bilun, eða hvað?

Laufey (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:13

80 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Verð að segja ykkur aftur hvað þið eruð frábær. Hef skemmt mér í hið óendanlega við þennan lestur og er farin að endursegja þessar sögur við hvern sem heyra vill.

Er ekki með ólíkindum hvað við erum öll biluð? Sem leiðir okkur enn og aftur að þessari spurningu: hvað er að vera eðlilegur?

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2008 kl. 22:07

81 identicon

Þetta er skemmtilegt! 

Ég þekki mig í mörgum sögum þarna.

Ég þarf helst að leggja bílnum í sama stæði í vinnnunni. Klósettpappírinn þarf að snúa fram, ég laga skakkar myndir, ég geng helst ekki á strik (þegar ég er að spá í það), ég tel ljósastaura, ég tel stafi í orðum og finn miðjuna. kann best við orð sem eru með miðstaf sem er lógískur og að það sé eitt atkvæði fyrir framan og annað fyrir  aftan miðstafinn, ég tel flísar á veggjum, gangstéttarhellur, tröppur og ljósastaura. ég get ekki snúið baki í dyr (held ég hafi verið kúreki í fyrralífið og verið skotin í bakið á knæpu í villta vestrinu). Ég plokka búkonuhár af hökunni á mér á hverjum degi. Þrátt fyrir alla þráhyggjuna týni ég bíllyklunum á hverjum degi og gsm símanum nokkrum sinnum á dag. 

Ég er sem sagt einhverf  

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 11:45

82 identicon

Les alltaf en kommenta aldrei... fyrr en nú því þetta er svo skemmtilegt :)

Þegar ég stilli klukkuna á símanum á kvöldin þá þarf ég að stilla hana svona 15 sinnum áður en ég get lagt símann frá mér.

 Ef ég fæ mér kex þá þarf ég að fá mér 1,3 eða 5 kex, það má alls ekki vera slétt tala.

Annars er ég alveg svakalega oddatölusjúk og sérstaklega elska ég prímtölur, það er að segja tölur sem engin tala gengur upp í nema talan sjálf og 1. Tölur eins og 13, 17 og 23 finnst mér alveg sérstaklega flottar en það er spurning hvernig ég yrði ef ég fengi mér alltaf 23 kex ;)

Þegar ég varð 22 ára þá fór það alveg sérstaklega í taugarnar á mér af því að mér fannst það svo ljót tala, svona er ég nú klikkuð :)

Ella (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:02

83 identicon

Varð að bæta við af því að ég sá að einhver talaði um að klósettpappírinn verði að snúa fram. Ef rúllan snýr ekki fram þá sný ég henni við, alveg sama hvar ég er stödd. Í eitt skiptið vildi svo til að húsráðandi vildi alltaf láta rúlluna snúa aftur og þegar hann fór á klósettið á eftir mér þá var galað fram: "Hver snéri rúllunni við?", HEHE 

Ella (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:13

84 identicon

Skemmtileg umræða,,, manni finnst manni ekki jafn skrítin á eftir :)
En alltaf ef ég þarf að bíða e-h smá eins og eftir að einhver komi til dyra tel ég missisippi einn, missisippi 2 o.s.frv. Er líka að syngja oft í hausnum á mér og tel taktinn með puttunum og líka með tánum í helmingi hægari tempo og svo stundum með tungunni líka í helmingi hraðari tempo en fingurnir. :S Veit ekki hvort þið skiljið þetta :) hehe

Siggi Freyr (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:20

85 identicon

Frábært að lesa þetta hjá ykkur,

'eg er eins og Anna þóra,,, þetta með M & M o smartis,,,, ég raða þessu upp eftir litum og borða. Sumir hafa vandamál hvernig á að hengja upp þvott, mín þráhyggja er ískápar, þoli ekki að sjá óreiður þar, raða og rað, o ekki bar aheima hjá mér, í vinnunni,, hjá vinum og örðum, lýður illa þegar það er ekki neitt sýstem á þessu.

 Trúi því að við öll höfum einhverja þráhyggjum. Við sem vinnum með einhverfum segjumst þrufa að vera smá einhvef till að geta skilið þau. að lokum takk fyrir skemmtilegt blogg.

Kv

Erla

Erla Gretarsdottir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 19:19

86 identicon

Lausi endinn á klósettrúllunni verður að snúa fram .. ekki liggja niður með veggnum!!

Og ég pirra mig á þessu hvar sem ég rek augun í þetta, og leiðrétti vitleysuna.

Halla (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband