Leita í fréttum mbl.is

Haust? - Anna frænka - samskiptabók Þess Einhverfa

 

Hvað á þetta að þýða?

Það er kveikt hérna á öllum lömpum, heitur tebolli við hliðina á mér og kertaljósin á sínum stað. Já ég hef það virkilega huggulegt, ein með sjálfri mér. En það er einhver tímaskekkja í þessu öllu saman. Og júlímánuður er ekki liðinn en það er kolniðamyrkur úti og vindurinn hamast og derrir sig fyrir utan gluggana.

Við Bretinn vorum að skipuleggja restina af sumarfríinu okkar í kvöld. Einhvern veginn líður mér frekar eins og ég ætti að vera að pakka inn jólagjöfum.

------

Anna frænka hin síunga á afmæli á morgun (eða reyndar í dag þar sem komið er fram yfir miðnætti þegar þetta er skrifað)

Wizard TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ANNA FRÆNKA. Wizard

Eins gott fyrir þig að draumatertan bíði mín eftir vinnu

--------------------------------------------------

Þegar Sá Einhverfi kemur heim úr Vesturhlíð á daginn, er ég alltaf jafn spennt að lesa samskiptabókina. þau gera svo margt skemmtilegt og stundum fylgja myndir með. Starfsfólkið er einstaklega duglegt við að segja frá og myndirnar eru rúsínan í pylsuendanum. Og af þessum myndum má svo greinilega sjá að stráksi tekur þátt af heilum hug og er mun aktívari með Vesturhlíðarhópnum en okkur hér. Enda er hann væntanlega uppgefin þegar heim kemur eftir dagleg ævintýri.

Núna er ég að skoða myndir frá síðustu viku.

  • Sá Einhverfi í klifurhúsinu með hjálm á hausnum og alles.
  • Sá einhverfi skellihlæjandi niðri við tjörn. Örugglega verið að skammast svolítið í álftunum fyrir yfirgang við endurnar.
  • Sá Einhverfi ljómandi af kátínu í sundi
  • Sá Einhverfi á Náttúrugripasafninu. Mjög svo gáfulegur á svip með heyrnartól á höfðinu að hlusta á eitthvað fræðandi. 

Stundum gefst starfsfólkinu ekki mikill tími til að skrifa ritgerðir í samskiptabækurnar og þá koma svona stuttir gullmolar eins og í dag sem ylja mér um hjartarætur:

eftir hádegi:

Ian var herramaður eins og alltaf. Takk fyrir. Palli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það þarf ekki ritgerð, mamman hans skilur

Ragnheiður , 24.7.2008 kl. 01:02

2 identicon

Ég var einmitt að hugsa þetta áðan, sit hálfdúðuð uppí sófa og myrkur úti, er ekki bara júlí? Birr...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

finnst líka að það sé komið haust

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 01:27

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mamman skilur þetta flest.....komin er nótt en frí og fólk til staðar.  Áfram við.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 02:49

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

 sniðugt að nota svona bók, búið að tala um að byrja með þetta lengi fyrir Rebekku en lítið komið í verk :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 03:11

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Húsbandið kom einmitt labbandi innan úr herbergi seint í gærkvöldi og sagði "hvað kom fyrir sumarið, það er orðið dimmt" ég náttl. alveg saklaus og hélt að ég hefði ekkert gert af mér, kveikti fullt af ljósum   alltaf yndislegur hann Ian þinn. Kveðja inn í helgina og njóttu vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 06:39

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já...það er eitthvað að breytast hérna á norðurhjara....

Bergljót Hreinsdóttir, 24.7.2008 kl. 07:38

8 identicon

Ian er bara flottur.Já hvert fór sumarið?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:31

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur mínar! Það byrjaði að rigna 13. júlí. Sem er upphaf hundadaga. Hundadagar eru fjörtíu og í gamla daga hafði fólk þá trú að veðrið í þessa fjörtíu daga væri eins..... Þannig að ég spái því að það verði svona til 23. ágúst!

Kveðja úr sveitinni

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 08:46

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fimmáringurinn á heimilinu spurði um miðjan dag í gær: "Er komin nótt" ?...

Frábært hvað gengur vel með Ian, a.m.k. hvernig þú lýsir honum virkar eins og hann sé kátur með lífið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 09:21

11 Smámynd: Ómar Ingi

Herramaður it is 

Ómar Ingi, 24.7.2008 kl. 09:36

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með nöfnu mína.

Og Ian er auðvitað af háum ættum í föðurætt.

Lágstéttin blívar í móður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 09:49

13 identicon

.....kakan bíður þín Jóna mín.....

Anna Frænka (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:09

14 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Sumarið er í strassbourg... nema þar eru alltaf allir veitingastaðir lokaðir á kvöldin og bakaríið bara opið til hádegis. En það er 27 stiga hiti þar...

Gaman af svona samskipta bókum, og frábært að Ian sé að svona ánægður í Vesturhlíð!

E.R Gunnlaugs, 24.7.2008 kl. 10:35

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært að fá svona umsagnir með stráknum. Þegar minn hætti í Steinahlíð fylgdi honum bók með myndum og frásögnum sem fóstrurnar höfðu tekið saman smátt og smátt frá því hann byrjaði og þar til hann hætti. Algjörlega ómetanlegt.

Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 12:14

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mundi eftir ,,lógóinu" þínu þegar ég var að hlusta á þetta ABBA lag..

I have a dream, a song to sing
To help me cope with anything
If you see the wonder of a fairy tale
You can take the future even if you fail
I believe in angels
Something good in everything I see
I believe in angels
When I know the time is right for me
I'll cross the stream - I have a dream

... finnst þetta passa vel við þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 13:56

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og bestu kveðjur til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:37

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fékkstu rjómatertu? Ég er sjúk í þær.

Annars þetta með samskiptabókina, það er gaman að fá eitthvað fágætt og jákvætt í hana.

Þær eru nefnilega ekki oft þannig í grunnskólunum heldur meira athugasemdir um það sem betur má fara og eins upptalning á því sem fram fer.

Knús á þig eðalvúman!

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:03

19 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Mér finnst þessi samskipta bók alveg æðisleg,liggur við að ætti að vera svona samskiptabók hjá öllum krökkum sem eru í leikskóla og í fyrstubekkjunum..eða það væri allavega skemmtilegt meina ég frekar.. þó svo ég átti mig á að það er ekki möguleiki

Ég ,mikla jólabarnið, er ekki tilbúin að fá jólin strax.. ég þigg sumartímann aðeins lengur.. í fyrra keypti ég fyrstu jólagjöfina í lok ágúst..

Guðríður Pétursdóttir, 24.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband