Leita í fréttum mbl.is

Steinn í steininum

 

Þessi frétt er svo ljúf eitthvað. Og ''Steinn í steininum'' finnst mér algjörlega dýrðlegt slogan.

Ég gleðst í hvert skipti sem ég heyri svona uppbyggilegar fréttir frá Litla-Hrauni. Takmarkið er jú að menn komi út sem betri og bættari einstaklingar. Því er nauðsynlegt að það fari fram uppbyggilegt starf innan múranna.

Það væri gaman að fá að berja  ljóðin augum. Allavega hluta af þeim.

Gott framtak guys!


mbl.is Steinn í steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta frábært framtak.  Líka garðvinnan (þó ríkið eigi auðvitað að borga þá iðju).  Hvorutveggja verður að vera fyrir hendi hjá manneskjunni, handverkið og listin.

Og hafðu það gott í dag honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar framtak. Margrét á eftir að gera stóra hluti þarna. Gangi ykkur vel strákar. Kveðja Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hvað myndi Steinn Steinarr segja !!

Ómar Ingi, 19.7.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Hanna

Ég las blogg í síðustu viku en man því miður ekki hver það var sem skrifaði.  Þar var viðkomandi að segja frá því að "morðinginn og lögfræðingurinn..... AH" ásamt einhverjum fleiri nafngreindum föngum (m.a. kynferðisglæpamanni) hefðu stofnað fyrirtæki sem gerði út frá Litla-Hrauni.  Bloggarinn var harðorður og viðhafði stór og ljót orð um glæpamenn og fanga og mikla samúð með fórnarlömbum og aðstandendum fórnarlamba.  Ég var alveg sammála bloggaranum.  En ég er líka sammála ykkur hér að ofan. 

Það er hægt að sjá báðar hliðar mála og vera hlyntur báðum hliðum og hinn gullni meðalvegur oft vandrataður.  En burtséð frá því þá var þetta frábær frétt í Íslandi í dag í gær og Margrét að gera góða hluti fyrir austan.

 Reyndar sagði einhver vitur kona einhverntíma:  Það eru alltaf þrjár hliðar á öllum málum.  Þín hlið, þeirra hlið og svo sannleikurinn.

Hanna, 19.7.2008 kl. 15:39

5 identicon

Endurhæfa það er málið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara flott að heyra þetta, sumir virðast vera eitthvað hissa, en eru ekki hæfileikarnir allsstaðar hver sem á í hlut.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég tek undir það að þetta er frábært framtak !  Verðlaunaljóðið er virkilega athyglisvert og þarna er athyglisvert ljóðskáld á ferðinni. - Og það væri gaman að fá að sjá fleiri ljóð og/eða heyra fleiri ljóð.  -Eins finnst mér athyglisvert að heyra um grænmetisræktina,  og ekki síður um kennsluna sem þeir hafa fengið í matreiðslu og tiltekt. - Þeir hafa m.a. fengið tilsögn í að elda og gera hreint í kringum sig. - Mér finnst þetta alveg æðislegt, enda liður í uppbyggingu einstaklingsins. -  Og þarna er byrjað að grunninum,  á þeim sjálfum og þeim hjálpað að rækta garðinn sinn bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. -  Vonandi verður áframhald á þesskonar uppbyggingu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:49

9 identicon

Hvar hefur þetta ljóð verið birt, ég hef verið að leita eftir því.

Erna ókunnug (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:13

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki búin að gá en vefur fanganna er www.timamot.is

Þetta er frábært framtak og ég er gríðarlega ánægð með Margréti Frímannsdóttur

Ragnheiður , 19.7.2008 kl. 21:40

11 Smámynd: Ragnheiður

Gáði..það er ekkert á síðunni þeirra

Ragnheiður , 19.7.2008 kl. 21:42

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lilja ??? ...

Hvar hefur þú séð ljóðið .. ég hef verið að leita að því.  

Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einar Már Guðmundsson rithöfundur las það upp í Kastljósi í gærkveldi, föstudagskv. 18. júlí.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.7.2008 kl. 02:42

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var birt, að ég held hér á mbl.is - ég ætla að leita!

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:02

15 identicon

Fréttin um þetta framtak var með þeim yndislegri sem ég hef horft á í langan tíma. Ég hlustaði á verðlaunaljóðið flutt af Einari Má í sjónvarpinu og fékk gæsahúð. Svo fannst mér garðyrkjustörfin og viðtal við fangana sem eru að rækta garðinn sinn alveg frábær.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:37

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Margrét Frímanns er að gera virkilega góða hluti á Hrauninu.

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:20

17 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er gott að heyra hvað Margrét Frímanns er að gera góða hluti. Að rækta jurtir og semja ljóð segir margt um það.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:44

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já þetta er gott framtak.. verður að segjast

Guðríður Pétursdóttir, 20.7.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband