Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þriðjudagur, 21. október 2008
Morgunblaðið 4. júlí 1936 - Sömu skítamálin og nú
Er þetta staðfesting á því að við lærum ekki af reynslunni?
Landsbanki í slæmum félagsskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 20. október 2008
Hann náði tökum á mér í dag, helvítið á honum
Í gegnum allt krepputalið, svartsýnina og hörmungarspárnar hef ég siglt á mínu gamla, góða kæruleysi. Hinu íslenska mottói: Þetta reddast.
Á meðan við Bretinn höldum vinnunni og allir eru frískir og hægt er að klambra saman hænsnakofa í garðinum og nokkrar kindur geta verið þar á beit... þá er nú ekki hægt að kvarta.
En eitthvað gerðist í dag.... kannski var það bara veðrið. Mér er búið að vera nístingskalt inn að beini í allan dag. Þar til ég fór í frístælinn í kvöld. Og uppgötvaði að ég gleymdi að skipta um brjóstahaldara. Sem sagt, fara úr blúnduverkinu í íþróttabrjóstahaldarann.
Það var því ekki um annað að ræða en að halda sig í flíspeysunni, með rennt upp að höku ef þessar elskur áttu ekki að öðlast sjálfstætt líf í hopperíinu og angra mann og annan. Blúnduverk er ekki til þess fallið að halda neinu niðri. Bara uppi.
Mér hitnaði því sem um munaði í dansinum en nú er mér aftur kalt. Að utan sem innan.
Kreppu- og bölsýnispúkinn heldur í mig dauðahaldi. En ég er ákveðin í því að kæfa hann undir koddanum í nótt. Í fyrramálið verður allt bjartara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 18. október 2008
Ryksuguróbót og kolvitlausar kerlingar
Við Bretinn fórum í fertugsafmæli hjá Bakarafrúnní á föstudagskvöldið. Hefði ekki getað verið skemmtilegra. Góður matur, frábær skemmtiatriði (bæði undirbúin og óvænt) skemmtilegar ræður, nóg af brennivíni og skemmtilegt fólk.
Bakarinn laug að allri fjölskyldunni að hann ætlaði að gefa frúnni ryksuguróbótinn í fertugsafmælisgjöf. Systragengið og systradætragengið var allt kolvitlaust út í hann og hann hélt lyginni á lofti allt fram til kvöldsins. Bakarasonurinn og bakaradóttirin voru afar áhyggjufull yfir þessari vitleysu í pabba sínum. Meira að segja þau, 12 ára og 8 ára, vissu að það er barasta ekki eitthvað sem maður gerir. Að gefa konu heimilistæki í afmælisgjöf.
Bakarafrúin hringdi í yngstu systurina um miðjan dag og hjálpaði Bakaranum með lygina. Jú jú hún staðfesti að ryksuga hefði komið út úr gjafapakkningu.
Yngsta systirin kallaði mág sinn helvítis fífl og hálfvita.
Við erum sem sagt að tala um heilan helling af kolbrjáluðum kellum. En Bakarinn stóð af sér storminn og skemmti sér konunglega. Ég fékk að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með. Mér finnst hann hafa sýnt af sér visst hugrekki í heilan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Föstudagur, 17. október 2008
Manual / orðabók - viltu skilja karlmenn?
Besta ráðið fyrir okkur stelpurnar er að hætta að pirra okkur á hlutunum og taka þessum elskum eins og þeir koma úr verksmiðjunni (I'm almost there...)
Orðabók
"Ég finn þetta ekki" = Þetta féll ekki í hendurnar á mér
"Get ég hjálpað til við matinn ?" = Af hverju er maturinn ekki tilbúinn?
"Það tæki alltof langan tíma að útskýra það" = Ég hef ekki hugmynd um það hvernig það virkar.
"Ég hreyfi mig meira þessa dagana" = Batteríin í fjarstýringunni eru ónýt.
"Taktu þér smá pásu elskan, þú hamast alltof mikið" = Ég heyri ekki í fótboltaleiknum fyrir helvítis ryksugunni.
"Þetta er áhugavert elskan" = Ertu ennþá að tala.
"Elskan mín við þurfum ekki á dauðum hlutum að halda til að sanna ást okkar" = Ég gleymdi brúðkaupsafmælinu aftur.
"Ég aðstoða við heimilisstörfin" = Ég henti einu sinni óhreinu handklæði nálægt þvottakörfunni.
"Þú ert svakalega flott í þessum fötum" = Gerðu það ekki prófa fleiri föt, ég er að deyja úr hungri.
"Ég saknaði þín" = Ég finn ekki sokkaskúffuna mína, krakkarnir eru svangir og klósettpappírinn er búinn.
"Við deilum húsverkunum" = Ég skít út, hún þrífur það.
"Mér varð hugsað til þín og keypti þessar rósir" = Stelpan sem var að selja þau var algjör skutla
"Ég þarf ekki að lesa leiðbeiningarnar" = Ég er fullfær um að klúðra þessu án þess að lesa mér til um það
"Við erum ekki villt, ég veit alveg hvar við erum" = Það sér enginn okkur á lífi aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Shrek, Brad Pitt og Angelina Jolie
Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt snæddu hádegismat saman.
Shrek sagði: Ég hef alltaf talið að ég sé sterkastur allra í heiminum, en hvernig get ég verið viss?
Brad sagði: Ég er nokkuð viss um að ég er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður á jörðinni, en ég hef aldrei fengið það staðfest.
Angelina samsinnti þessu. Hún sagði: Mér er sagt að ég sé dásamlegust allra kvenna, en stundum efast ég.
Þau ákváðu að besta leiðin til að fá staðfestingu á því hvort Shrek væri sterkastur, Brad sá kynþokkafyllsti og Angelina sú dásamlegasta, væri að spyrja hinn fræga talandi spegil: Spegill spegill herm þú mér....
Þau ákváðu að hittast aftur í hádegismat daginn eftir og bera saman bækur sínar.
Daginn eftir mætti Shrek með breitt bros á andlitinu.
Jæja, sagði hann. Það er satt. Spegillinn sagði mér að ég væri sá sterkasti í öllum heiminum.
Brad reigði sig og sagði: Og ég veit núna fyrir víst að ég er kynþokkafyllsti, núlifandi karlmaður á jörðinni.
En Angelina sem hafði setið álút, lyfti nú fallega sorgmædda andlitinu sínu og sagði: Hver í fjandanum er þessi Jóna Á.?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Það er svo gaman í kreppunni! - Ætli Geir sé á róandi?
Við erum hipp og cool þjóð ef marka má Clive Myrie, fréttamann hjá BBC.
Ég er reyndar á þeirri skoðun að Clive kallinn hitti naglann gjörsamlega á höfuðið þarna.
Allavega tekst ég á loft af hreinni þjóðrembu við að lesa þessa setningu í viðtengdri frétt:
Ég hef á tilfinningunni að hið rólega og heimspekilega fas tveggja af miklvægustu mönnum landsins, sem hafa það verkefni að stýra Íslandi út úr þeirri fjármálaóreiðu sem nú ríkir, sé lýsandi fyrir alla þjóðina, segir Myrie.
Svo er aftur annað mál hversu róleg og heimspekileg ég verð eftir nokkrar vikur. Kannski að ég hringi í Geir og leyti mér upplýsinga um hvort hann sé á valíum eða einhverju öðru. Mér heyrist nefnilega á allri umræðu í kringum mig að ég sé veruleikafirrt og geri mér á engan hátt grein fyrir því hver staða okkar er í raun og veru, né hversu mjög ástandið eigi eftir að versna.
Ég sé ekki sjálfa mig fara að búa til kæfu, taka slátur, sulta eða spara við mig í heitu vatni. En einhvern tíma las ég einhvers staðar að neyðin kenni naktri konu að spinna. Örugglega smávegis sannleikskorn í því en það væri næs að geta brutt róandi á meðan ég hamast á rokknum.
Og strax er ég farin að heyra dagsannar, litlar kreppusögur úr íslensku heimilislífi, eins og þessa hér:
Móðir nokkur hefur verið dugleg við að baka undanfarið og gert töluvert af því að gera heimatilbúinn ís o.þ.h.
Sonur hennar um 10 ára hefur tekið þátt í þessu af heilum hug, og um daginn sagði hann við mömmu sína: Mamma! það er svo gaman í kreppunni. Þá erum við alltaf að baka brauð og meira að segja búa til ís.
Skemmtileg og þörf áminning um hvað það er sem raunverulega stendur upp úr hjá börnunum okkar sem hafa undanfarin ár, sífellt verið mötuð á ''aðkeyptum skemmtiatriðum''. Það er einfaldleikinn og nándin við fjölskylduna sem skapar bestu og dýrmætustu minningarnar.
Svalir Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ljósu punktarnir í lífinu... og stundum í dauðanum
Næstu tvær vikur hjá mér eru undirlagðar af alls konar stefnumótum. Nei nei ekkert spennandi. Enginn karlmaður kemur þar við sögu.. nema Bretinn í einhverjum tilvikum.
- Teymisfundur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík -SSR -(ásamt Hólabergi, Öskjuhlíðarskóla og Vesturhlíð)
- Foreldrafundur með Gelgjunni (þarf víst ekki að hafa miklar áhyggjur þar)
- Bekkjarkvöld í Öskjuhlíðarskóla (skemmtiatriði gaman gaman)
- Fundur með ritstjóra og útgefanda (ræða kynningu á bókinni)
- Tími hjá Stoð með Þeim Einhverfa (til að láta smíða skó fyrir veturinn)
- Rannsókn hjá Hjartavernd (róleg, bara fertug muniði. Nafnið mitt kom upp í úrtaki)
- Tími hjá tannréttingarsérfræðingi (Gelgjunnar)
- Tónleikar hjá Unglingnum í FÍH
- Sundnámskeið 2x í viku fyrir Þann Einhverfa (eitthvað þarf ég að semja um vinnutímann minn til að ferja drenginn í sundið)
Þjóðfélagið er að mörgu leyti lamað ennþá og fólk heldur að sér höndum. Sem aftur skilar sér í rólegum vinnutíma hjá mér. Og þá gefast mér tækifæri til að sinna persónulegum hlutum sem setið hafa á hakanum. Í sumum tilfellum svo vikum og mánuðum skiptir.
Þar finn ég ljósa punktinn. Í augnablikinu kemur það sér vel fyrir mig að það er rólegt í vinnunni.
Pointið hjá mér er þetta með ljósa punktinn. Auðvitað er auðvelt fyrir mig að tala svona. Ég hef ekki misst neitt og ekki heldur starfið mitt. (Kannski ætti ég að tala minna um að það sé rólegt ). En ég er að reyna að segja að það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt. Í öllum aðstæðum. Í sumum tilfellum þarf að leita betur og leggja meira á sig, en í öðrum. En ég held að við getum alltaf fundið að minnsta kosti lítinn ljósan depil. Þó ekki sé nema í fjarlægð.
Ég kynnti þessa tækni fyrir Gelgjunni í kvöld. Sat á rúmstokknum hjá henni og þurrkaði fáein tár af vöngunum hennar.
Ennþá kemur yfir hana söknuður eftir Tinnu, litlu læðunni okkar, sem keyrt var á í sumar. Þá ræðum við um dauðann og hvort hægt sé að finna tilgang með honum. Og eitthvað jákvætt. Og þó undarlegt sé er ljósi punkturinn ekki langt undan varðandi dauða Tinnu. Því eini kettlingurinn hennar af þremur, sem gefinn var í burtu sumarið 2007 er kominn heim aftur. Óvænt þurfti eigandi hans að finna honum nýtt heimili. Og við sáum beinlínis tilgang með dauða Tinnu. Nú eru allir kettlingarnir hennar sameinaðir aftur hér í Árbænum. Þetta útskýrði ég fyrir Gelgjunni.
Ég sagði henni líka frá Pollýönnu og við ætlum að lesa þá bók saman við tækifæri. Sjálf held ég að ég hafi lært margt af þeirri stelpuskjátu.
Ég efast ekki um það eitt andartak, að núverandi ástand á Íslandinu, eigi eftir að hafa margt jákvætt í för með sér. Sameiningu fólksins, meira þakklæti fyrir það sem við höfum, baráttuanda og meiri kröfur um að þeir menn og konur sem við kjósum til að stjórna landinu sé að vinna fyrir okkur. Fólkið í landinu.
En til að öllu þessu verði snúið upp í eitthvað jákvætt þarf svona fólk. Fólk sem veitir ráðamönnum aðhald. Fólk sem fylgist með. Fólk sem segir stopp.
Við erum fólkið. VIÐ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 12. október 2008
Bretinn og ég - sex once a week for the rest of your life
Á ég að trúa því að þú sért ekki enn búinn að máta bolina sem ég keypti handa þér í Berlín, sagði ég með nokkru þjósti við Bretann í gær.
No I have been dirty and sweaty, svaraði hann
Ha!!?? sagði ég forviða. Augabrúnirnar örlítið signar. Í heila viku!!??
Yes, I have been saving my self for you
Hvað meinarðu? sagði ég húmorslaus
I thought you liked me dirty and sweaty, sagði Bretinn.
Ég leiðrétti þann misskilning.
----------------------
Í kvöld horfðum við á Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli. Viðmælandi hans var Lýður nokkur læknir á Bolungarvík. Lýð þessum er hugleikið að skjólstæðingar hans stundi kynlíf og segir það allra meina bót. Hann vill meina að samfarir einu sinni í viku, ævina út, sé mann- (og konu-) bætandi og haldi neistanum og heilsunni í horfinu.
Did you hear that Jona, sagði Bretinn. Sex once a week till you are ninety, the man said. Can be difficault at first but one get used to it.
Ég spurði hann kaldranalega hvort honum hefði ekkert dottið í hug að kveikja á kertum.
Jú hann vildi nú meina að honum hefði flogið það í hug á einhverjum tímapunkti. Just didn't get round to it, eins og hann orðaði það.
Á meðan hann skottaðist hér um í leit að sprittkertunum virti ég hann fyrir mér. Þú ert nú alveg ofsalega sætur í þessum bol sagði ég (mannskrattinn loksins komin í bolinn frá Berlín).
Yes, and you loooooove me, sönglaði Bretinn. You think I'm sooooo handsome. You wanna squuuueeesse me. You can't take your eeeeeyes off me. You think I'm seeeeexy....
Ég leit til himna og taldi upp að tíu. Brosti svo til hans og sagði: Já elskan.
Kertin loga glatt hér í Árbænum.
Birt með leyfi Bretans
Bloggar | Breytt 13.10.2008 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 12. október 2008
Fánýtur fróðleikur
Ég á vin á fésbókinni sem kallar sig Fánýtan fróðleik. Frá honum kemur oft í viku, allskonar skemmtilegur fróðleikur. Misfánýtur.
Hér kemur smávegis sýnishorn:
Í tilefni kreppu koma hér nokkrar vandaðar svívirðingar sem nota má við ýmis tækifæri:
"Zsa Zsa Gabor hefur gifst svo oft að hún er með hrísgjrónaför í andlitinu."
Henry Youngman
"Elizabeth Taylor er svo feit að hún setur majónes á aspirínið sitt."
Joan Rivers
"Hann lítur út eins og dvergur sem hefur verið dýft í fötu af skapahárum." Boy Gerorg, um Prince
"Er þér sama þó ég sitji aðeins aftar? Þú ert svo andfúll."
Donald Trump í viðtali við Larry King
"Ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið þitt."
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það."
Winston Churchill, við Lafði Astor
"Þú ert fullur"
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Já, frú. Ég er fullur. En á morgun verður runnið af mér en þú verður ennþá ljót."
Winston Churchill, við Lafði Astor.
-------
Mig langar að minna ykkur á að partur af því að standa saman í kreppunni er að hætta ekki að fara út í búð og versla. Í matinn, föt á börnin og aðrar nauðsynjar.
Einnig er mikilvægt að láta eftir sér einstaka ónauðsynjar; s.s. maskara þó sá gamli sé ekki alveg búinn, nærbuxur þó að til séu fyrir einar fyrir hvern vikudag, ný tegund af vítamíni o.sfrv.
Við þurfum að halda áfram að láta hjólin snúast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 10. október 2008
Bretinn stingur af
....................................................................................................................................
..........................................................................................................................
..........................................................................................................................
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Æi hann á þetta til. Þegar hann fær nóg af mér.
Svo skilar hann sér aftur, þegar söknuðurinn eftir mér verður honum óbærilegur.
Svo veit ég að hann er barasta dapur yfir því að löndin hans tvö eiga í milliríkjadeilum.
En ég held við verðum bara að taka þetta á léttu nótunum.
Eins og Dabbi:
Bretinn kominn fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta