Leita í fréttum mbl.is

Ryksuguróbót og kolvitlausar kerlingar

 

Viđ Bretinn fórum í fertugsafmćli hjá Bakarafrúnní á föstudagskvöldiđ. Hefđi ekki getađ veriđ skemmtilegra. Góđur matur, frábćr skemmtiatriđi (bćđi undirbúin og óvćnt) skemmtilegar rćđur, nóg af brennivíni og skemmtilegt fólk.

Bakarinn laug ađ allri fjölskyldunni ađ hann ćtlađi ađ gefa frúnni ryksuguróbótinn í fertugsafmćlisgjöf. Systragengiđ og systradćtragengiđ var allt kolvitlaust út í hann og hann hélt lyginni á lofti allt fram til kvöldsins. Bakarasonurinn og bakaradóttirin voru afar áhyggjufull yfir ţessari vitleysu í pabba sínum. Meira ađ segja ţau, 12 ára og 8 ára, vissu ađ ţađ er barasta ekki eitthvađ sem mađur gerir. Ađ gefa konu heimilistćki í afmćlisgjöf.

Bakarafrúin hringdi í yngstu systurina um miđjan dag og hjálpađi Bakaranum međ lygina. Jú jú hún stađfesti ađ ryksuga hefđi komiđ út úr gjafapakkningu.

Yngsta systirin kallađi mág sinn helvítis fífl og hálfvita.

Viđ erum sem sagt ađ tala um heilan helling af kolbrjáluđum kellum. En Bakarinn stóđ af sér storminn og skemmti sér konunglega. Ég fékk ađ sitja á hliđarlínunni og fylgjast međ. Mér finnst hann hafa sýnt af sér visst hugrekki í heilan dag.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvađ er ađ ţví ađ gefa húsmóđurinni ryksuguróbót og létta af henni ađ ţurfa ađ ryksuga á kvöldin, er ekki hćgt ađ láta slíkt tćki ryksuga á daginn ţegar húsmóđirin er ađ vinna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.10.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţegar hún mamma varđ fertug fékk hún saumavél og mikiđ var hún hamingjusöm, kannski koma ţeir tímar aftur. Kćr kveđja

Ásdís Sigurđardóttir, 18.10.2008 kl. 22:27

3 identicon

Mér skilst ađ ţađ hafi veriđ glatt á hjalla hjá ykkur og ţessari elsku svaka lega eruđ ţiđ ornar gamlar elskurnar mínar  kveđja Valli

Ţorvaldur Stefánsson (IP-tala skráđ) 18.10.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: María Guđmundsdóttir

 kallskřmmin....en alltaf gaman ad smá sprelli á afmćlum, gott thid skemmtud ykkur vel.

María Guđmundsdóttir, 19.10.2008 kl. 07:21

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha....góđur!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 19.10.2008 kl. 09:56

6 Smámynd: Elín Sigríđur Grétarsdóttir

aldrei myndu karlmenn skipta sér af ţví hvađ vinir ţeirra fengju í afmćlisgjöf !! kerlingar eru kolvitlausar og stjórnsamar út yfir allan ţjófabálk ... elska ađ vera kerling :D

Elín Sigríđur Grétarsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

haha, góđur. Tek undir međ Elínu, elska ađ vera kerling.

Rut Sumarliđadóttir, 19.10.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á vinkonu sem fékk ískáp í ţrítugs frá heittelskađa.

Viljiđ ţiđ heyra hvort ţau eru enn gift?

Ć dónt ţeink só

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Ómar Ingi

Hann veit hvađ tjellingin á ađ vera og gera

Grí niđ er hollt og gott , ţađ eru bara sumir sem vilja ekki ná gríninu , skemmtilegt lífiđ já

Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 14:19

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og

Hólmgeir Karlsson, 19.10.2008 kl. 14:24

11 Smámynd: Dísa Dóra

Ég verđ nú barasta ađ viđurkenna ađ ég yrđi nú barasta sćl međ ryksuguróbót

Dísa Dóra, 19.10.2008 kl. 15:48

12 identicon

Verđ ađ játa ađ ég fékk ryksuguróbot í afmćlisgjöf síđast frá spúsa mínum  eeeen svo segir mér hugur ađ hann fái klósett í jólagjöf

Soffía (IP-tala skráđ) 19.10.2008 kl. 16:14

13 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

....en hvađ fékk hún?

Hrönn Sigurđardóttir, 19.10.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Heiđa  Ţórđar

...ég spyr einsog Hrönn...hvađ var í pakkanum?

Heiđa Ţórđar, 19.10.2008 kl. 21:00

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvađa forvitni er ţetta eiginlega?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2008 kl. 21:01

16 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

var í fertugsafmćli um síđustu helgi, ţar fékk frúin Geir Ólafs (eđa hann kom og söng) ...................ég sjálf hefđi kosiđ róbótinn, enda geng ég međ mulinex á vinstri..........sko ţegar ég varđ ţrítug sagđi rafvirkinn öllum ađ ég fengi Mulinex.... sem var svo armbandsúr sem ég kalla Mulinexin minn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:13

17 Smámynd: Guđrún Una Jónsdóttir

Hvađa viđkvćmni er ţetta eiginlega .... Ég yrđi himinlifandi međ ryksuguróbót. Ţađ er snöggt um skárra en ćfingagalli og bumbubani......

Guđrún Una Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 05:09

18 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hehehehehe  Mig vantar ryksuguróbót, best ađ setja hann á gjafalistann fyrir jólin.

TAkk fyrir góđan og skemmtilegan pistil.

Kv  frá Gleymmerei og Emmu.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 20.10.2008 kl. 05:59

19 identicon

Hahaha! Ég óskađi mér blandara í afmćlisgjöf og fékk hann frá kćrastanum. Ţegar ég sagiđ íslensku vinkonum mínum frá ţví ţurfti ég ađ útskýra fyrst mjög nákvćmlega ađ ég hefđi ÓSKAĐ mér ađ fá heimilistćki og hann hefđi LÍKA gefiđ mér geisladisk. Dönsku vinkonur mínar skildu ekkert í ţessari viđkvćmni í mér ţegar ég fór ađ útskýra ţetta og fannst bara mjög skynsamlegt ađ gefa mér heimilistćki í afmćlisgjöf!! ;)

Ryksuguróbót vil ég gjarnan fá...en bumbubani myndi eflaust enda međ rifrildi ;)

Freyja (IP-tala skráđ) 20.10.2008 kl. 06:15

20 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

hvađa hvađa.. ég yrđi himinlifandi međ ryksuguróbót.. ţađ mundi létta mér sko lífiđ..og ég tćki ţví ekki sem móđgun ef einhver gćfi mér ţađ sem gjöf.. ţó ţađ vćri karlinn..

Ţađ er skárra en fjórhjólahjálmur, svo mađur geti setiđ aftan á nýja hjólinu sem kallinn keypti sér á afmćlisdaginn manns..

Guđríđur Pétursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:43

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stelpur stelpur stelpur! Ţiđ eruđ ekki nógu vanţakklátar. Ef stađan er ţannig (og hún á auđvitađ ekki ađ vera ţannig) ađ ţiđ sjáiđ eingöngu um heimilisstörfin, ţá er lágmark ađ karlinn kaupi heimilistćki til ađ létta ykkur róđurinn svona barasta á virkum degi. Ţeirra framlag til heimilisstarfanna. Algjört lágmark.

Svona á ekki ađ gefa konunni sinni í afmćlisgjöf. Ţetta er gjöf til heimilisins. Ekki til elskunnar sinnar. Og hana nú!!!

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2008 kl. 09:52

22 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

.....En - hvađ fékk hún?

Hrönn Sigurđardóttir, 20.10.2008 kl. 13:16

23 identicon

Já akkúrat, ţetta er gjöf til heimilisins!

Afi minn gaf ömmu minni eldavél í sextugsafmćlisgjöf (ţađ eru nú alveg 25 ár síđan) en mikiđ varđ hún sár! Og ég skil hana bara mjög vel!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 20.10.2008 kl. 13:22

24 identicon

haha mikiđ hefđi ég orđiđ ánćgđ ef ég hefđi fengiđ svona róbót, alveg draumaverkfćriđ en bara svo helvíti dýrt í kreppunni :)   ţetta er nebblega hlutur, sem gefur manni tíma til ađ ja, fara t.d. í bađ međ kertaljós og rauđvín, međan róbótinn ţrćlar í húsverkunum,, svo vildi ég gjarnan fá garđyrkjumann og nuddara líka, svona litla húskarla sko. :)

Dísa (IP-tala skráđ) 20.10.2008 kl. 16:38

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hrönn. Ég man ţađ ekki . Algjört aukaatriđi. Allavega ekki búsáhald.

Ása Ninna. Ég get ekki annađ en hlegiđ. Ji minn hvađ karlmenn geta veriđ taktlausir. Ég vona ađ amma ţín sagt honum til syndanna.

Dísa. Ţetta er reyndar ágćtis punktur hjá ţér. En svo má líka segja ađ ef karlinn tćki ađ sér ađ ryksuga međ gömlu góđu Nilfisk ţá gćtir ţú líka lagst í freyđibađiđ á međan. Mér líst vel á ţetta međ litlu húskarlana

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2008 kl. 23:02

26 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Jóna ţađ á ekkert ađ gefa kjeddlingum heimilistćki hvursdags heldur í tćkifćrisgjafir og ţćr eiga ađ vera ţakklátar, ţćr sjá um heimilisverkin og hiđ besta mál ađ létta ţeim ţetta og róbót er hiđ mesta ţarfaţing ţví ađ hann kemur í veg fyrir ađ ryksuga sé í gangi á međann leikurinn er.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2008 kl. 21:11

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Högni. Hvađ er síminn hjá konunni ţinni? Ég ţarf ađ tala viđ hana

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 22:26

28 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei, sko, Jóna mín, ţannig er mál međ vexti ađ síminn hennar er bilađur og hún veit ekki afhverju en ég veit ţađ, ći hún var alltaf á einhverju blađri eftir ađ hún kom heim úr vinnu í stađin fyrir ađ ţrífa og svo ţađ fariđ ađ lenda á mér ađ setja í uppţvottavélina.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2008 kl. 22:53

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ţú hefur kannski skutlađ símanum hennar í uppţvottavélina?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 23:24

30 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2008 kl. 18:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639974

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband