Leita í fréttum mbl.is

Manual / orðabók - viltu skilja karlmenn?

 

Besta ráðið fyrir okkur stelpurnar er að hætta að pirra okkur á hlutunum og taka þessum elskum eins og þeir koma úr verksmiðjunni  (I'm almost there...)

 

Orðabók

"Ég finn þetta ekki"  =  Þetta féll ekki í hendurnar á mér

 

"Get ég hjálpað til við matinn ?"  = Af hverju er maturinn ekki tilbúinn?

 

"Það tæki alltof langan tíma að útskýra það"  = Ég hef ekki hugmynd um það hvernig það virkar.

 

 

"Ég hreyfi mig meira þessa dagana" = Batteríin í fjarstýringunni eru ónýt.

 

 

"Taktu þér smá pásu elskan, þú hamast alltof mikið" =  Ég heyri ekki í fótboltaleiknum fyrir helvítis ryksugunni.

 

"Þetta er áhugavert elskan"  = Ertu ennþá að tala.

 

"Elskan mín við þurfum ekki á dauðum hlutum að halda til að sanna ást okkar"  = Ég gleymdi brúðkaupsafmælinu aftur.

 

"Ég aðstoða við heimilisstörfin"  = Ég henti einu sinni óhreinu handklæði nálægt þvottakörfunni.

 

"Þú ert svakalega flott í þessum fötum"  = Gerðu það ekki prófa fleiri föt, ég er að deyja úr hungri.

 

"Ég saknaði þín"  = Ég finn ekki sokkaskúffuna mína, krakkarnir eru svangir og klósettpappírinn er búinn.

"Við deilum húsverkunum"  = Ég skít út, hún þrífur það.

 

"Mér varð hugsað til þín og keypti þessar rósir"  = Stelpan sem var að selja þau var algjör skutla

 

"Ég þarf ekki að lesa leiðbeiningarnar"  = Ég er fullfær um að klúðra þessu án þess að lesa mér til um það

 

"Við erum ekki villt, ég veit alveg hvar við erum"  =  Það sér enginn okkur á lífi aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Mikil trú sem þú hefur á karlpeningnum

Steinþór Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er sannarlega fengur að svona orðabók.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Steinþór. Ég hef það nebblega. Þó að við séum búnar að ''brake the code'' þá eru þetta snilldaraðferðir sem þið notið. Það þarf t.d. sérstakan hæfileika til að geta lokað eyrunum fyrir mali í 10 mínútur en koma svo ferskur inn í samræðurnar á réttu sekúndunni með réttu jái eða nei

Steingerður. Um að gera að nýta sér þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hérna er einn léttur

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.

Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.

Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.

En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.

Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.

Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.

Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.

Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.

Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn … Dansinn og allt það?

Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.

Pabbi vinnur hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.

Ómar Ingi, 17.10.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Dísa Dóra

Góð orðabókin og góður brandarinn frá Ómari

Dísa Dóra, 17.10.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi. hahahaha það góða er að þessi brandari er ekki nýr. Hann á bara svo mikið betur við núna en áður.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góðir punktar og sniðugur brandari sem á sérlega vel við núna. Annars vitið þið náttúrulaega, að karlmenn eru svo takmarkaðir þessar elskur, að  geta bara gert eitt í einu.

Svava frá Strandbergi , 17.10.2008 kl. 12:04

8 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

bara skil þá mikið bestur núna

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:06

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ómar...góður :o)  sem og skriarinn ofcaurse...

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:35

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 æ hvad margir gódir punktar leynast tharna...og ekki sidri brandarinn hans Òmars..

María Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:10

11 identicon

Ekkert fyndið.  Hér er mikil karlfyrirlitning á ferðinni. 

Það er ekki að undra að konur séu hrifnar af þessu.  Annað væri upp á teningnum um svona lagað væri snúið upp á konur.  Þá væri mikið ramakvein í femínistum og öðrum kvenrembum. 

Svona lélegur brandari er ekki til þess fallinn til að auka skilning á jafnrétti á milli kynjanna og má segja að þetta í raun gengisfelli jafnréttisumræðuna.

Það er aumt ef eini þjóðfélagsópurinn sem megi gera grín að og niðurlægja séu hvítir karlmenn á aldrinum 20-50 ára.

Sigurþór Magni Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:40

12 identicon

Snilldarfærsla hjá þér Jóna og margt til í henni hehe.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:50

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sigurþór. Ég var eiginlega að bíða eftir þér. Ertu ekki sammála því að konur og karlar séu ólík að upplagi' Bæði líkamlega og andlega? Ef við getum ekki gert grín að konfliktunum þá erum við illa sett. svo er það auðvitað mesti misskilningur að ekki séu til samskonar brandarar sem beinast að kvenfólki.

Sigurður. Þakka þér fyrir. Ég samdi þetta svo sem ekki sjálf

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2008 kl. 17:10

14 identicon

Jú, jú, Jóna.  En ég veit bara ef sambærilegur brandari hefði birst um konur, þá hefður kvenremburnar í femínistafélaginu og jafnréttisráði orðið rasandi af hneysklan og kært þetta mál um allar trissur.

Sigurþór Magni Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:57

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef aldrei séð betra stykki en Hellisbúann hérna um árið.  Ekki bara það að ég grét úr hlátri allan tímann, heldur skildi það allt í einu að ég var ekki eina konan sem átti mann "sem ekki hlustaði, skildi, gat eða vildi"........

Það var frelsun.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 18:31

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður þessi og ekki er Ómar síðri enn bestur er Sigurþór það er maður með húmor.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.10.2008 kl. 22:09

17 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:10

18 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég er í losti  hef ég virkilega möguleika á þessu öllu? Og í ofanálag telst eðlilegt  ég ætla að spekúlera í þessu aðeins

Ps: Fánadagur á morgun Laugardag.  ÁFRAM ÍSLAND !

Pss: Ommi alltaf góður

Kjartan Pálmarsson, 17.10.2008 kl. 22:19

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Meint karlmennzka mín bar öngvann skaða af því að lesa þetta fína grín.

Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 23:56

20 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

heyrðu þetta er bara allt rétt.

Gunnar Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 00:49

21 Smámynd: Jens Guð

  Þó þetta sé borið á borð sem brandarar þá er samt svo mikill sannleikur í þessu.  Ég var giftur í næstum aldrafjórðung og kannast við 90% af dæmunum.  Svona er þetta bara. 

Jens Guð, 18.10.2008 kl. 01:22

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hehe

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:45

23 identicon

Manual / orðabók - Viltu skilja Jónu Á Gísladóttur?

1. Ég setti orðabók á bloggið mitt til að hjálpa konum til að skilja karlmenn = maðurinn minn er vanþroska fífl og ég vil ná mér niðri á honum með því að tala yfirlætislega um alla karlmenn.

Magnús G. K. Magnússon (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 08:40

24 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 ..  takk fyrir skemmtunina og það er örugglega búið að þýða meira af þessu dulmáli karla :)

Mikið væri samt gott að fá svona orðabók um konur líka ... Hvað þýðir t.d. mikið líturðu vel út núna?,.. Það er svo gott að sjá hvað þú ert drífandi og duglegur? ... mig grunar að þessar setningar séu ekki alveg gjaldfrjálsar alltaf, he he ....

Hólmgeir Karlsson, 18.10.2008 kl. 16:47

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 19:07

26 identicon

Kvenfólk er einnota. Þetta vita allir alvöru karlmenn.

Stonie (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 04:39

27 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.10.2008 kl. 08:42

28 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þetta á svo herfilega vel við marga að það er sorglegt

Guðríður Pétursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:39

29 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

OMG ég held að ég sé kannski bara karlmaður.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 29.10.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1639970

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband