Leita í fréttum mbl.is

Ljósu punktarnir í lífinu... og stundum í dauðanum

 

Næstu tvær vikur hjá mér eru undirlagðar af alls konar stefnumótum. Nei nei ekkert spennandi. Enginn karlmaður kemur þar við sögu.. nema Bretinn í einhverjum tilvikum.

  • Teymisfundur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík -SSR -(ásamt Hólabergi, Öskjuhlíðarskóla og Vesturhlíð)
  • Foreldrafundur með Gelgjunni (þarf víst ekki að hafa miklar áhyggjur þar)
  • Bekkjarkvöld í Öskjuhlíðarskóla (skemmtiatriði gaman gaman)
  • Fundur með ritstjóra og útgefanda (ræða kynningu á bókinni)
  • Tími hjá Stoð með Þeim Einhverfa (til að láta smíða skó fyrir veturinn)
  • Rannsókn hjá Hjartavernd (róleg, bara fertug muniði. Nafnið mitt kom upp í úrtaki)
  • Tími hjá tannréttingarsérfræðingi (Gelgjunnar)
  • Tónleikar hjá Unglingnum í FÍH
  • Sundnámskeið 2x í viku fyrir Þann Einhverfa (eitthvað þarf ég að semja um vinnutímann minn til að ferja drenginn í sundið)

Þjóðfélagið er að mörgu leyti lamað ennþá og fólk heldur að sér höndum. Sem aftur skilar sér í rólegum vinnutíma hjá mér. Og þá gefast mér tækifæri til að sinna persónulegum hlutum sem setið hafa á hakanum. Í sumum tilfellum svo vikum og mánuðum skiptir. 

Þar finn ég ljósa punktinn. Í augnablikinu kemur það sér vel fyrir mig að það er rólegt í vinnunni.

Pointið hjá mér er þetta með ljósa punktinn. Auðvitað er auðvelt fyrir mig að tala svona. Ég hef ekki misst neitt og ekki heldur starfið mitt. (Kannski ætti ég að tala minna um að það sé rólegt  Undecided). En ég er að reyna að segja að það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt. Í öllum aðstæðum. Í sumum tilfellum þarf að leita betur og leggja meira á sig, en í öðrum. En ég held að við getum alltaf fundið að minnsta kosti lítinn ljósan depil. Þó ekki sé nema í fjarlægð.

Ég kynnti þessa tækni fyrir Gelgjunni í kvöld. Sat á rúmstokknum hjá henni og þurrkaði fáein tár af vöngunum hennar.

Ennþá kemur yfir hana söknuður eftir Tinnu, litlu læðunni okkar, sem keyrt var á í sumar. Þá ræðum við um dauðann og hvort hægt sé að finna tilgang með honum. Og eitthvað jákvætt. Og þó undarlegt sé er ljósi punkturinn ekki langt undan varðandi dauða Tinnu. Því eini kettlingurinn hennar af þremur, sem gefinn var í burtu sumarið 2007 er kominn heim aftur. Óvænt þurfti eigandi hans að finna honum nýtt heimili. Og við sáum beinlínis tilgang með dauða Tinnu. Nú eru allir kettlingarnir hennar sameinaðir aftur hér í Árbænum. Þetta útskýrði ég fyrir Gelgjunni.

Ég sagði henni líka frá Pollýönnu og við ætlum að lesa þá bók saman við tækifæri. Sjálf held ég að ég hafi lært margt af þeirri stelpuskjátu.

Ég efast ekki um það eitt andartak, að núverandi ástand á Íslandinu, eigi eftir að hafa margt jákvætt í för með sér. Sameiningu fólksins, meira þakklæti fyrir það sem við höfum, baráttuanda og meiri kröfur um að þeir menn og konur sem við kjósum til að stjórna landinu sé að vinna fyrir okkur. Fólkið í landinu.

En til að öllu þessu verði snúið upp í eitthvað jákvætt þarf svona fólk. Fólk sem veitir ráðamönnum aðhald. Fólk sem fylgist með. Fólk sem segir stopp.

Við erum fólkið. VIÐ.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er svo sammála þér með þessa ljósu punkta.  Ég átti erfitt með að sjá ljósa punkta hjá mér fyrir stuttu síðan, en nú eru þeir að skjóta upp kollinum einn af öðrum.  Þjóðarkrísan á líka eftir að kenna mörgum margt gott um samkennd og samvinnu - eitthvað sem ég held að margir séu búnir að vera of uppteknir til að hugsa um.  Og stjórnmálamenn læra vonandi það að umræðupólitík og fjas gagnast lítið - það þarf að vinna verkin og vera vakandi.  Breytum þessu öllu í win - win ástand.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekki miklar áhyggjur af mér og mínum.    En ég hef áhyggjur af spillingunni sem grasserar allstaðar, samtryggingunni hjá pólitíkusum og bankamönnunum.  Ég las pistil Láru Hönnu og Jennýar Önnu.  Aðgerða er þörf, ég mun taka þátt í mótmælunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl Gleymmerei hér.

Ég er sammála þér, það er alltaf hægt að finna ljósa punkta í tilverunni.

Bjartsýni er líka gott að hafa sem veganesti í lífinu.

Hafið það gott og bið að heilsa kisunum.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.10.2008 kl. 05:51

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mikið rétt Jóna.  Ljósu punktarnir eru oftast fleiri ef vel er að gáð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.10.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: M

Áttum einmitt fjölskyldu"fund" með minni gelgju um helgina. Þau finna fyrir óvissunni í þjóðfélaginu. Eru miklu næmari en við höldum.

M, 14.10.2008 kl. 10:38

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og búin að linka á LH.

Rut Sumarliðadóttir, 14.10.2008 kl. 11:30

8 identicon

Hverra erinda ferð þú með þínum skrifum?

ee (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:56

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lísa B. Gaman að heyra að ljósu punktarnir séu að poppa upp hjá þér

Jóna Kolbrún. Það er sko alveg öruggt að spillingin er mun meiri en menn gera sér grein fyrir

Gleymmerei. Takk fyrir það. Ég skila kveðjunni.

Fjóla. Ég er alveg sannfærð um það.´

Ommi. Knús til baka

M. Já þau skynja þetta. Góð áminning hjá þér. Það þarf að ræða við börnin.

Rut. Gott mál.

ee. Ég skil ekki spurninguna

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Júlíana

Pollýanna er snilldar fyrirmynd. Hef nýtt mér hana mikið í gegnum tíðina, allt frá því ég fékk nánast lyfseðil fyrir henni sem barn. Það mættu fleiri nýta sér speki hennar.

Júlíana , 14.10.2008 kl. 14:33

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gódur pistill Jóna.

María Guðmundsdóttir, 14.10.2008 kl. 14:38

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef verið að segja þetta. Hrunið er skellur sem gefur þeim á pansarann sem hefur lifað hátt.  Mér finnst allt allt of mikilfenglegar fréttirnar af peningamálum okkar, talað um hörmungar ofl í þeim dúr. Mér finnst talað eins og um stórfellt manntjón sé að ræða.  Ég held að við lærum af þessu.  Ég missi ekki vinnu, ég tapa engu, hef reyndar aldrei átt afgangs pening en ég hef það gott. En ég mun þurfa að hugsa meira hvað ég kaupi og hverju ég get sleppt. !

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:04

13 identicon

Ég hef verið pollýanna allt mitt líf.  Það er ekki versti staðurinn til að vera á.  Pollyanna hefur alltaf verið sterkasta Annan sem ég þekki.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:37

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Um að gera að sjá allt það jákvæða, fallega og mikilvæga...sem var ekki eins sýnilegt mörgum í lífsgæðakapphlaupinu...æðinu...sem ríkti hér fyrir fáeinum dögum.....

Það er ALLAF ljós...ALLTAF von...Á meðan líf er...er von....

Munið bara Knúsvikuna sem er núna...knúsist og látið þá sem þið elskið eða þykir vænt um njóta þess!!!!

Stórt knús á þig og þína!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:10

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er að reyna að finna ljósu punktana. Þeir eru svo sem til en ég er enn að jafna mig á að allar slysabæturnar sem maðurinn minn fékk eru horfnar, bara sísona. Ætla að leggja mig meira fram í ljósupunktaleitinni.

Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:36

16 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ hvað var notarlegat að lesa þetta :)

Hólmgeir Karlsson, 14.10.2008 kl. 22:26

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Já ljósi punkturinn, stundum erfitt að finna hann er hann er þarna alltaf.

Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband