Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ég er búin að sukka í allan dag

Er eitthvað leiðinleg í dag (gerist ekki oft. Svona cirka jafn oft og D og B eru ekki í samkrulli).
Veit ekki hvort ég hef sukkað í allan dag vegna þess að ég er leiðinleg eða hvort ég er leiðinleg vegna þess að ég hef sukkað í allan dag. Það skal tekið fram að með sukki á ég við áti.
Hef látið alls konar ófögnuð ofan í mig í dag. Pizzur, kökur, kleinuhringi, ómælt magn af kóki (í fljótandi formi), kexi og ég veit ekki hvað. Finn hvernig ýstran þrýstir sér í áttina að lyklaborðinu. Ég er svekkt út í stjórnarmyndunarreglurmyass. Er eiginlega bara í fýlu.
Þess vegna ætla ég bara að horfa á Boston Legal og fara snemma í háttinn.
Brennir maður ekki fullt af hitaeiningum á meðan maður sefur. Einhvern tíma heyrði ég það.
Góða nótt.

Lýðræði my bottom - er komin í bikiní

Sumum sem lesa bloggið mitt er þetta auðvitað ljóst nú þegar, en hér og nú bara verð ég að opinbera vankekkingu mína og það hversu afskaplega illa ég er að mér um pólitík og hvað hugtakið felur í sér.

 Nú ætla ég að setja upp hér nokkrar staðreyndir (eða það sem ég tel vera staðreyndir) og fikra mig í gegnum þetta eins og ég væri 3ja ára (sem ég er í pólitík)

1) Lýðræði felur m.a. í sér að fólkið í landinu kýs stjórnmálaflokka sem það treystir til að mynda ríkisstjórn sem aftur sér um að stjórna landinu.

2) Eftir talin atkvæði kosninganna í gær er ljóst að flest mannsbörn á litla Íslandi kusu Sjálfstæðisflokkinn.

3) Að sama skapi er ljóst að næstflestir kusu Samfylkinguna

4) Það er deginum ljósara að þjóðin er orðin afar fráhverf Framsóknarflokknum

5) Gífurleg aukning á fylgi VG sýnir svo ekki verður um villst að fólk vill breytingar

Með því að svo mikið sem íhuga stjórnarmyndun með Framsókn er Sjálfstæðisflokkurinn (og kerfið) að drulla yfir kjósendur þessa lands.

Fyrir mig sem saklausan kjósanda sem er kannski heimskari en gengur og gerist er þetta kerfi ekki lýðræði frekar en kerfið í Íran. Mér líður bara eins og það sé verið að draga mig á asnaeyrunum.

Fólkið í landinu kaus Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Þá náttúrlega ERU þessir tveir flokkar ríkisstjórnin næstu 4 árin. Er það ekki lýðræði?

Hvað varðar fólk á þing þá er kerfið bara sniðugt. Með því móti komast fulltrúar flokkanna inn á þing og vinna þar að málum sinnar stefnu. Er það ekki??

Afhverju er þetta svona einfalt fyrir mér? Afhverju er þetta svona flókið í reynd?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fullorðnu fólki sem er á launum í sínu starfi (reyndar skilst mér að ég borgi launin þeirra) er stætt á að segja; Ég get ekki unnið með þessum, ég get ekki starfað með þessum (lesist í fýlutóni). Ef ég myndi haga mér svona í minni vinnu yrði ég bara rekin, og hana nú.


Búin að rífa utan af mér leppana

Spjarirnar af mér liggja hér út um öll gólf en ég er kannski of snemma í því. O jæja. Það gerist þá ekkert annað en að Bretinn komi heim og verði voðalega glaður. Það vantar líka morgundöggina í garð nágrannanna svo ég bíð bara róleg enn um sinn með að striplast um Selásinn.

Annars er ég að uppgötva að bloggið mitt er hentugt fyrir vini og vandamenn fjær og nær. Fékk símtal í kvöld frá minni ástkæru Berlínar-Brynju. Hún hafði lesið færsluna mína frá því fyrr í dag, sá að ég yrði ein heima með hunda og börn i kvöld og ákvað að nota tækifærið og sló á þráðinn. Við erum búnar að spjalla saman í góðan tíma en rétt í þessu slitnaði símtalið og það virðist vera að við séum símasambandslaus við Þýskaland í augnablikinu. Allavega næ ég ekki sambandi við hana aftur. Kannski fékk hún bara nóg og ákvað að slíta samtalinu. Ég held ég hafi verið að uppfræða hana meira en góðu hófi gegnir um stöðu mála í pólitík á Íslandi. Sjáum til hvort samband komist á aftur.
Ég vona allavega að öðru sambandi sé endanlega lokið, þ.e. sambandi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Svei mér þá ef Jóna Marilyn er ekki bara að gerast þrælpólitísk á gamals aldri.


Stjórnin -1

Hæ hó jibbí jei og jibbí-hí jei.....
Fyrstu tölur gefa oft góða mynd um framhaldið þó ómögulegt sé að segja um niðurstöður í smáatriðum. Vildi að ég ætti eins og eina rauðvín í húsinu.

Spennandi kosningavaka framundan og nakin húsmóðir á hlaupum um Selásinn

Ég held ég hafi aldrei verið svona spennt yfir kosningum, enda bara rétt að slíta barnsskónum shoesWhistling og eðlilegt að maður þurfi að ná fullorðinna manna tölu til að atburður sem þessi vekji hjá manni eftirvæntingu og spennu.

Svei mér þá ef ég er ekki bara að komast í partýstuð. En það partý verður fámennt og góðmennt, þ.e. Sá Einhverfi, Gelgjan og ég, því Bretinn er að vinna við kosningasjónvarpið og verður því ekki heima í kvöld.

nakedSvo er spurning hvort ég hlaupi ekki bara allsnakin hérna um Seláshverfið í nótt þegar ljóst verður að stjórnin sé fallin. Svona rétt til að fagna á óhefðbundinn hátt. Vona að það verði morgundögg duesem hægt verður að velta sér upp úr í görðum nágrannanna. Í mínum er of mikill hundaskítur.


Var dugleg að drekka í gær

Hér á vinnustaðnum mínum hafa vappað um gólf síðustu daga erlendir umboðsaðilar okkar. Þeir komu hingað nokkrir frá Evrópu, USA og Asíu á fundi og til að hitta okkur. Og að sjálfsögðu til að skemmta sér eins og oftast er þegar um svona millilandavinnufundaferðalög er að ræða. 

Lokadagurinn var í gær og þá var farið með þá upp á Mýrdalsjökul í vélsleðaferð (ekki ég náttúrlega. Besta starfsfólkið er alltaf látið sitja eftir og sjá um skrifstofuna Cool). Þeir voru allir agalega lukkulegir með það og ekki síst þessi frá Asíu. Hann var þarna að sjá snjó í fyrsta skipti, svona berum augum. Hann bara táraðist og eyddi löngum tíma einn starandi á herlegheitin.

Kl. 7 hittumst við svo öll á barnum á hótelinu þar sem þeir dvöldu og þar náðum við að horfa á Eika Rauða syngja á skjánum, áður en haldið var á Veitingastaðinn Domo í Þingholtsstræti. Þar áttum við aldeilis góða kvöldstund sitjandi á langborði, um 25 manna hópur. Mikið spjallað og mikið hlegið.

Á Domo og á Vínbarnum á eftir var drukkið vín í allskonar útgáfum og var fólk misrislágt í morgun og er reyndar enn þegar þetta er skrifað.  drunkdog

 Sjálf hef ég týnt nokkrum heilasellum í gær og er alls ekki í fullri fúnksjón. Það yndislega við þetta er hvað maður kann vel að meta heimilið sitt þegar svona stendur á. Ég sé það alveg í hillingum og núna er svona móment sem gerir þennan frasa að heilagri ritningu: Heima er best.   home


Er tæknin gömul - Ísland rúlar

Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið koparvíra. Kínversk stjórnvöld segja að þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp símann fyrir 1.000 árum.

chine

Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara. Stjórnvöld þar í landi segja og Evrópusambandið líka að þetta sýni að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum.

Í gær bárust þær fréttir frá Íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina og ekkert fundið. Íslensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu upp þráðlaust kerfi .


Meira um hrap á vinsældarlista Moggabloggs

Samkvæmt því sem Gurrí bloggvinkona segir (Gurrí hvað fæ ég marga kaffibolla fyrir þetta promo??)  þá telur ekki lengur til vinsælda allar flettingar inn á blogginu hjá manni heldur er sama manneskjan (tölvan) bara talin einu sinni þann daginn þó hún fari hundrað sinnum inn. Eruð þið með mér?

Í kommenti hjá Gurrí leiðréttir Anna K (Anna you owe me) hana (ef ég skil rétt) og segir að ef sama manneskjan fer t.d. inn á bloggið hjá mér oft á sömu klukkustundinni teljist það bara 1x. Ef hún aftur á móti fer oft yfir daginn inn á bloggið mitt þá telur hvert skipti (ef það líður klst eða meira á milli).

Eruð þið ennþá með mér? Ég veit ekki einu sinni hvort ég er hér ennþá.

typist

Ok. Ég get skilið þetta. Það sem ég skil aftur á móti ekki er afhverju sumir bloggarar eru að græða á þessu. Eru það þá þeir sem blogga oft en láta líða meira en klukkustund á milli til að dreifa heimsóknunum inn á síðuna sína, sem eru að hlaupa upp um sæti á vinsældarlistanum? Sick

Er ég heit? Hitti ég naglann á höfuðið?

JÁ! Ég viðurkenni það bara. Ég hef stórar áhyggjur af þessu. Hef vart mátt sofa síðustu nætur vegna þessa. Finnst að mér vegið.


Ég er ekki sátt við gífurlegt fall á vinsældarlista

Alien

alveg sannfærð um að ekki er hér um dvínandi vinsældir að ræða (aaaaaaaaaaaalveg sannfærð sko) eða það að aðdáendur mínir hafi yfirgefið mig (Whistling). Þetta er bévítans smámunarsemin í nýju yfirliti heimsókna.

Vér mótmælum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband