Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði my bottom - er komin í bikiní

Sumum sem lesa bloggið mitt er þetta auðvitað ljóst nú þegar, en hér og nú bara verð ég að opinbera vankekkingu mína og það hversu afskaplega illa ég er að mér um pólitík og hvað hugtakið felur í sér.

 Nú ætla ég að setja upp hér nokkrar staðreyndir (eða það sem ég tel vera staðreyndir) og fikra mig í gegnum þetta eins og ég væri 3ja ára (sem ég er í pólitík)

1) Lýðræði felur m.a. í sér að fólkið í landinu kýs stjórnmálaflokka sem það treystir til að mynda ríkisstjórn sem aftur sér um að stjórna landinu.

2) Eftir talin atkvæði kosninganna í gær er ljóst að flest mannsbörn á litla Íslandi kusu Sjálfstæðisflokkinn.

3) Að sama skapi er ljóst að næstflestir kusu Samfylkinguna

4) Það er deginum ljósara að þjóðin er orðin afar fráhverf Framsóknarflokknum

5) Gífurleg aukning á fylgi VG sýnir svo ekki verður um villst að fólk vill breytingar

Með því að svo mikið sem íhuga stjórnarmyndun með Framsókn er Sjálfstæðisflokkurinn (og kerfið) að drulla yfir kjósendur þessa lands.

Fyrir mig sem saklausan kjósanda sem er kannski heimskari en gengur og gerist er þetta kerfi ekki lýðræði frekar en kerfið í Íran. Mér líður bara eins og það sé verið að draga mig á asnaeyrunum.

Fólkið í landinu kaus Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Þá náttúrlega ERU þessir tveir flokkar ríkisstjórnin næstu 4 árin. Er það ekki lýðræði?

Hvað varðar fólk á þing þá er kerfið bara sniðugt. Með því móti komast fulltrúar flokkanna inn á þing og vinna þar að málum sinnar stefnu. Er það ekki??

Afhverju er þetta svona einfalt fyrir mér? Afhverju er þetta svona flókið í reynd?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fullorðnu fólki sem er á launum í sínu starfi (reyndar skilst mér að ég borgi launin þeirra) er stætt á að segja; Ég get ekki unnið með þessum, ég get ekki starfað með þessum (lesist í fýlutóni). Ef ég myndi haga mér svona í minni vinnu yrði ég bara rekin, og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurvegarar kosninganna eru VG.  Finnst þér ekki skrýtið ef þeir sem bættu mestu við sig fái ekki að koma að stjórn landsins?  Flottar pælingar og ég veit ekki af hverju þér finnst þú ekkert vita.  Flott greining á ástandinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottar pælingar hjá þér Jóna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

eins og jenný segir hér fyrir ofan þá finnst mæer að vinstri grænir ættu að fá að ver að einhverju leyti í stjórn en ananars er ég sammála þér

Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2007 kl. 17:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þakka ykkur fyrir kommentin.

Jenný og Guðríður; ég skil vel hvað þið eruð að fara en ég er að pæla í þessu út frá einfaldasta sjónarhorni mögulegu. Auðvitað er ljóst að VG er að ná til fólks og það 50% meira en áður en það breytir því ekki að fylgi hans er minna en Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. En eru ekki einmitt þingmönnum inn á þingi frá öllum flokkum (sem nægu fylgi ná til þess) ætlað að vinna fyrir sitt fólk og leggja sín mál fyrir stjórnina? Ég spyr því ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar. Ég meina þingmenn hljóta að hafa eitthvað um málefnin að segja, hvað eru þeir annars að gera þarna?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 18:00

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er líka svona tregur..

11,7% kusu Framsóknarófétið og eins og með 6,3% mann þeirra sem er valdamesti maður Reykjavíkur getur það gerst að 50% ráðherra og nefndarmanna komi frá þessari ólýðræðisvaldaklíku. Þá skiptir engu hvort þeir hafi raunverulegt umboð á bakvið sig. Það eru bara völdin og bittlingarnir sem skipta máli.

Við kjósendur erum náttúrulega bara aukafígúrur í lélegu leikriti. 

Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640017

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband