Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Sjórinn

Keyrði gelgjuna í afmæli og fór svo í laaaaaaangan bíltúr með þann einhverfa og hundana.

100_1016Mig dreymir um að finna stað innan borgarmarkanna (eða nálægt) þangað sem ég get farið með hundana og leyft þeim að hlaupa eins þá lystir og þar sem þeir trufla ekki fólk.

Hef enn ekki fundið þennan stað.

Geldinganesið er staður sem ég fer ekki á. Hann er ekkert nema svaðið og drullan og skammarlegt að hundaeigendur sjái ekki sóma sinn í að hirða upp skítinn eftir hundana sína.

Keyrði í gamni út í Gróttu. Þar var eins og við húsdýragarðinn á góðviðrisdegi. Fullt af bílum og fólki sem var að fara í göngutúr með barnavagna eða hunda. Ekkert sem minnti á fáfarna staðinn sem ég fór svo oft á með ömmu þegar við fórum að heimsækja Siggu ''systir'' á Nesinu fyrir 30 árum. Ég á yndislega ljúfar minningar um ömmu á röltinu í fjörunni í brúnu gönguskónum sínum og afa upp á hæstu þúfunni sem hann fann í nágrenni bílsins, með kíkinn sinn límdan á andlitinu til að fylgjast með fuglunum.

seaAlltaf síðan hef ég þessa óstjórnlegu þörf til að fara öðru hvoru eitthvert þar sem ég get horft á sjóinn svolitla stund. Enginn staður er betri til að vera einn með sjálfum sér en þar sem maður getur sest niður og fylgst með hvítfryssandi öldum og brimi lemja kletta.

 


Allt fyrir heilsuna

Hef gleymt því margsinnis að í dag að ekki sé helgi. Finnst arfaslakt að við skulum ekki gera eins og margar þjóðir, að færa svona frídaga á mánudaga eða föstudaga. Eins og það skipti einhverju máli hvort sumardagurinn fyrsti hér á Íslandi sé 19., 20. eða 23. apríl. Best væri náttúrlega að flytja hann á 30. apríl þetta árið. 1. maí er á þriðjudegi nebblega. Hefðum náð alveg 4ra daga fylleríi út úr því Íslendingar. Eníháv...Hálffúlt að þurfa að mæta í vinnu á morgun.

herbashakeSlúttdagur í heilsuklúbbnum mínum í gær. Allir komu með hollan puttamat á hlaðborðið og til að gera þetta ekki of plebbalegt var rauðvínskúturinn tekinn fram og svo skottaðist liðið inn á milli inn í eldhús til að smóka. Allt mjög heilsusamlegt.

Ég vann í uppskriftasamkeppninni um besta Herba sheikinn og er bara stolt af því. Læt uppskriftina fylgja hér:

200 ml appelsínusafi, ca 1/2 dós af léttjógúrti með ferskjum og ástaraldinum, 2 skeiðar tropical fruit herbalife powder, 2 skeiðar próteinduft, 1-3 jarðarber eftir smekk, fullt af klökum. Hrært í mixer eins og druslan dregur.

Í pakkaútdrættinum var ég mjöööööög heppin. Vann heimatilbúna máltíð Ala Benni fyrir tvo. Tekur fram hvaða veitingastað sem er að mæta í mat hjá Fríðu og Benna á Miklubrautina.

Nú dríf ég mig í háttinn. Kúri með gelgjunni sem fær að lúra í mömmu rúmi á meðan pabbi er í landi móðurmálsins, þ.e. Englandi.

Gleðilegt sumar þið öll.


Ekki nógu dugleg að kvarta

 

andyrooney 

Fór í litun og plokkun í hádeginu í dag. Ekki veitti af. Var orðin eins og Andy Rooney í 60 minutes.

Þegar þessi indæla snyrtidama var búin að svíða úr mér augun með augnháralitnum og gefa mér löt augnalok með öllu togeríinu rétti hún mér spegil. Hæstánægð með afraksturinn. Ég var nú svona svolítið efins en sagði ekki neitt.

Þegar ég kom út af stofunni og inn í bíl byrjaði ég á því að kíkja í baksýnisspegilinn. Fannst örla ennþá fyrir Andy. Rótaði í töskunni minni eftir snyrtibuddunni og fann plokkarann. Byrjaði svo að plokka í gríð og erg þarna á bílastæðinu. 

Ég þyki nú annars vera ansi hreinskilin og oft einum of. En þegar kemur að því að heimta þá þjónustu sem mér ber (nóg kostar nú allt) þá breytist ég í óframfærin krakka. One of the things I hate about my self.


Auglýsi eftir tvíburum

Vinkonu eina á ég sem hringir í mig á klukkustundarfresti og er búin að gera í tvo sólarhringa og það eina sem hún segir í símann er: ertu búin að finna þá?

 

twins 

 

Ástæðuna má rekja til guttans hennar sem varð 2ja ára núna í apríl. Prinsinn fæddist með skarð í vör og því sagði ég henni frá fallegu tvíburunum sem ég sá myndir af hérna á blogginu um daginn. Vandinn er sá að ég man ekki hver átti þessar myndir og er vinkona mín viðþolslaus, hana langar svo mikið að berja bræðurna augum. 

Ég auglýsi því eftir frænkunni (minnir að það hafi verið að vonum stolt frænka sem kynnti prinsana) eða ef þeir skyldu eiga heimasíðu á Barnalandi væri gaman að fá hana.

Þætti vænt um ef þið gætuð vísað mér leiðina því símtölin eru orðin ansi þreytandi.

 


Mmmm - girnileg mynd

Oooohhhh... ég hefði aldrei hætt að reykja svona snemma í ár ef ég hefði vitað þetta. Hefði skellt mér í langa helgaferð til Köben og keðjureykt fram í ágúst.
mbl.is Danir vilja fá að reykja á veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir mörgum, mörgum árum....

Þær vöknuðu um miðja nótt við hvíslandi raddir á neðri hæðinni. Margar raddir sem voru þandar af geðshræringu. Þær læddust niður. Tvær 8 ára vinkonur með svefndrukkin augu og úfið hár. Önnur næturgestur hjá hinni.

Jólin voru á næsta leiti og birtan frá jólatréinu lýsti upp stofuna. Raddirnar þögnuðu þegar þær birtust og allra augu beindust að þeim. Enginn kom upp orði og þær skildu að eitthvað hafði komið fyrir. Litli næturgesturinn átti ekki afturkvæmt heim. Það var ekkert til að snúa heim til. Ekkert hús. Engin fjölskylda. Allt var farið. 

Daginn eftir fór fólkið í örvæntingu sinni með hana í innkaupaleiðangur. Hún átti að velja sér eitthvað. Leikföng eða hvaðeina sem barnshugurinn girntist.

Hún var fljót að velja. Tvær hvítar og tvær bláar. Hvítar fyrir mömmu og pabba. Bláa fyrir stóra bróður og bláa fyrir litla bróður. Sálmabækur sem þau gætu tekið með sér. Jólagjafir frá litlu stúlkunni. Hennar leið að kveðja.

Og lífið hélt áfram..


Tíðarhringur og öruggir dagar

Er ekki alveg að átta mig á hvort vinnuveitendur ætli að  nýta sér þessar upplýsingar til að koma í veg fyrir ótímabæran getnað. Finna út ''örugga'' daga fyrir ríkisstarfsmenn til að stunda kynlíf.

Það væri nú hagræðing í þessu fyrir mann. Geta hringt í yfirmann sinn upp úr hádegi á sunnudegi. ''Heyrðu, krakkarnir eru úti að leika sér og okkur hjónunum langar að nýta tímann. Hvernig stendur á hjá mér í tíðarhringnum núna? Er þetta óhætt?''.

Myndi spara manni stórfé sem annars færu í alls konar getnaðarvarnir. 

 


mbl.is Indverskir kvenríkisstarfsmenn beðnir að lýsa tíðahringnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum að gera börnin okkar að aumingjum held ég bara

Það er tvennt sem ég sé eftir í lífinu. Að hafa ekki gengið menntaveginn (orðið t.d. dýralæknir eins og ég ætlaði mér sem barn) og að hafa aldrei stundað íþróttir.

Því tók ég þá ákvörðun snemma í lífi Gelgjunnar, að ég skyldi sko finna íþrótt/hreyfingu sem hentaði henni og hún hefði gaman af. (Menntaveginn eigum við eftir að ræða á alvarlegum nótum).

Held bara að þetta sé fundið. Allavega for now. Reiðnámskeið á sumrin og freestyle dans á veturna. Hún tók þrjú reiðnámskeið síðasta sumar og ætlar aftur í ár.

Freestyle dansinn kom inn núna eftir áramót og líkar vel.

Það er hin besta skemmtun að sitja og horfa á danstímana. Kennarinn er ung og glæsileg stúlka sem vinnur að því hörðum höndum að undirbúa ansi aldursbreiðan hóp fyrir nemendasýningu í vor. Eins og gefur að skilja eru stúlkurnar misáhugasamar (þetta eru allt stelpur). Eflaust fullt af svona mömmum eins og mér sem hafa skikkað aumingja dæturnar í danstíma því þær sjá svo eftir því að hafa ekki orðið ballerínur. 

Því þarf danskennarinn ansi oft að brýna raustina og setja ofan í við nemendurna. Skammar þær kannski svolítið fyrir of letilegar hreyfingar, æpir svolítið því þær eru ekki að hlusta á taktinn í laginu, skipar þeim að endurtaka aftur og aftur og aftur sömu hreyfingarnar sem hún er ekki ánægð með o.sfrv. Hún hefur t.d. skammað gelgjuna fyrir óuppsett hár og skipað henni höstug úr flíspeysunni. Allt mjög eðlilegt að mínu mati. Mig langar oft til að standa upp úr stólnum og hrista þær svolítið til.

Frétti það í dag að nokkrar stúlkur hafa verið fjarlægðar úr tímunum því kennarinn þótti of strangur.

Je dúdda mía. What is the world coming to. Afhverju pökkum við ekki bara litlu ungunum okkar inn í bómul og selló og stillum þeim upp á hillu til skrauts. Já, ég er bara hneyksluð og hana nú!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1639985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband