Leita í fréttum mbl.is

Ekki nógu dugleg að kvarta

 

andyrooney 

Fór í litun og plokkun í hádeginu í dag. Ekki veitti af. Var orðin eins og Andy Rooney í 60 minutes.

Þegar þessi indæla snyrtidama var búin að svíða úr mér augun með augnháralitnum og gefa mér löt augnalok með öllu togeríinu rétti hún mér spegil. Hæstánægð með afraksturinn. Ég var nú svona svolítið efins en sagði ekki neitt.

Þegar ég kom út af stofunni og inn í bíl byrjaði ég á því að kíkja í baksýnisspegilinn. Fannst örla ennþá fyrir Andy. Rótaði í töskunni minni eftir snyrtibuddunni og fann plokkarann. Byrjaði svo að plokka í gríð og erg þarna á bílastæðinu. 

Ég þyki nú annars vera ansi hreinskilin og oft einum of. En þegar kemur að því að heimta þá þjónustu sem mér ber (nóg kostar nú allt) þá breytist ég í óframfærin krakka. One of the things I hate about my self.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En eftir plokkeríið, var eitthvað eftir?

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elskan mín góða. Er að hugsa um að leita Rooney uppi. Gæti verið pabbi minn

Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1640031

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband