Leita í fréttum mbl.is

Við erum að gera börnin okkar að aumingjum held ég bara

Það er tvennt sem ég sé eftir í lífinu. Að hafa ekki gengið menntaveginn (orðið t.d. dýralæknir eins og ég ætlaði mér sem barn) og að hafa aldrei stundað íþróttir.

Því tók ég þá ákvörðun snemma í lífi Gelgjunnar, að ég skyldi sko finna íþrótt/hreyfingu sem hentaði henni og hún hefði gaman af. (Menntaveginn eigum við eftir að ræða á alvarlegum nótum).

Held bara að þetta sé fundið. Allavega for now. Reiðnámskeið á sumrin og freestyle dans á veturna. Hún tók þrjú reiðnámskeið síðasta sumar og ætlar aftur í ár.

Freestyle dansinn kom inn núna eftir áramót og líkar vel.

Það er hin besta skemmtun að sitja og horfa á danstímana. Kennarinn er ung og glæsileg stúlka sem vinnur að því hörðum höndum að undirbúa ansi aldursbreiðan hóp fyrir nemendasýningu í vor. Eins og gefur að skilja eru stúlkurnar misáhugasamar (þetta eru allt stelpur). Eflaust fullt af svona mömmum eins og mér sem hafa skikkað aumingja dæturnar í danstíma því þær sjá svo eftir því að hafa ekki orðið ballerínur. 

Því þarf danskennarinn ansi oft að brýna raustina og setja ofan í við nemendurna. Skammar þær kannski svolítið fyrir of letilegar hreyfingar, æpir svolítið því þær eru ekki að hlusta á taktinn í laginu, skipar þeim að endurtaka aftur og aftur og aftur sömu hreyfingarnar sem hún er ekki ánægð með o.sfrv. Hún hefur t.d. skammað gelgjuna fyrir óuppsett hár og skipað henni höstug úr flíspeysunni. Allt mjög eðlilegt að mínu mati. Mig langar oft til að standa upp úr stólnum og hrista þær svolítið til.

Frétti það í dag að nokkrar stúlkur hafa verið fjarlægðar úr tímunum því kennarinn þótti of strangur.

Je dúdda mía. What is the world coming to. Afhverju pökkum við ekki bara litlu ungunum okkar inn í bómul og selló og stillum þeim upp á hillu til skrauts. Já, ég er bara hneyksluð og hana nú!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Stelpur þurfa að herða sig upp. Allt of mikið talað um að þær séu fórnarlömb í einu og öllu. Strákar segja að í skólunum sé þetta þannig að allt of mikið sé gert úr því sem þeir gera, þ.e. hvolpalátunum en skrækjunum í stelpunum sé hampað

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband