Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hryðjuverk er þegar börn eru fædd í þennan heim og

  • eru ekki elskuð
  • þvælast á milli vandalausra
  • er misþyrmt
  • eru svívirt 
  • eru svelt 
  • eru seld
  • eru misnotuð

Held að umræddir kirkjunnar menn ættu að líta sér nær.

Það er alls ekki mín skoðun að fóstureyðing sé sjálfsagður hlutur og eigi að notast eins og hver önnur getnaðarvörn. En tilfellin eru mýmörg þar sem fóstureyðing er besti kosturinn.

 


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakst á þessa mynd

100_1071

 

 

 

Gelgjan og ég

Ég var að loada af myndavélina inn á tölvuna og rakst á þessa mynd. Vissi ekki af henni en Bretinn tók hana eftir að ég kom heim úr brunaævintýrinu mikla sem ég bloggaði um fyrir nokkru. Var alveg búin á því og við rotuðumst í sófanum mæðgurnar. Besti lúr sem ég hef fengið lengi.


Sekir sjá skrattann í hverju horni, ekki satt!

Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

 

Svakalega hefur þetta kætt mig í dag. Að renna yfir blogg dagsins er alveg brandari. 70% (álíka áreiðanleg prósentu tala og kosninga-skoðanakannanir sýna þessa dagana) moggabloggara eru parajonaðir yfir þessum link og hver og einn heldur að hann hafi verið settur í gagnir sérstaklega út af sér. Nú er skrattanum skemmt Devil


Hægt að drukkna við allar aðstæður

Bretinn tilkynnti áðan að hann ætlaði að skella sér í sturtu sem er auðvitað ekki í frásögur færandi.

Svo ég sit hér í rólegheitum, hangandi inn á bloggsíðunum. Heyri vatnið renna og svo byrjar sá breski að hósta. Ég veitti því enga sérstaka athygli til að byrja með en svo bara hætti maðurinn ekkert þessu hóstagjöltri. Ég hugsaði með mér að hann hlyti að hafa nælt sér í hálsbólgu þarna í Tjalla-landi um helgina því ekki er reykingunum fyrir að fara á heimilinu lengur. Ég spyr hann með umhyggju og ástúð í röddinni þegar hann kemur niður, hreinn, fínn og ekki hóstandi. Ástin mín ertu orðinn kvefaður eða eitthvað?

Nei ekki var því að heilsa. Maðurinn gleypti svona mikið vatn í sturtunni!! Það er náttúrlega ekki í lagi. Ég hló aðeins of mikið fyrir hans smekk.

shower


Er á fitubömmer og í sjálfsvorkunn

Ég vaknaði á fitubömmer í morgun og með ljótuna.

fattysvona leið mér.

 

 

 

Skánaði ekki við mælingu í heilsuklúbbnum í kvöld. En það þýðir ekkert að vera með sorg og sút. Bara taka sig á. Í fyrsta skipti í 2 ár er ég að láta mér detta í hug að láta sjá mig aftur inn á líkamsræktarstöð. Málið er bara að mig vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Verð að viðurkenna að ég er hálfpartinn að vorkenna sjálfri mér líka. Er að upplifa allt í kringum mig að börn vinkvennanna eru orðin það stór að þær geta leyft sér að láta sig hverfa í klst út af heimilinu, t.d. í leikfimi. Það er ekki þannig á mínu heimili og er ekkert að fara að breytast. Sá einhverfi er ekkert að vaxa úr grasi á næstunni. En þá er bara að sníða sér stakk eftir vexti eins og amma hefði sagt. Drífa sig í ræktina á morgnana eða á kvöldin eftir að Bretinn er kominn heim.

flagWelcome home honey. smakk smakk. Goodbye honey


Pólitískt innlegg

Ég er aldrei með pólitísk innlegg en fyrir flestum er þetta pólitík. Fyrir mér er þetta fjölskyldumál og snýst um velferð þess einhverfa og ekki síður systkina hans.

Sit hérna með Jón Sigurðsson glaðbeittan fyrir framan mig. Ekki í eigin persónu, guði sé lof fyrir það það gæti endað með ósköpum, heldur á síðu 3 í Fréttablaðinu í dag. Heilsíðuauglýsing frá Framsókn. Árangur áfram - ekkert stopp. jaríjaríjaríjar.....

11 kosningaloforð. Þar á meðal gjaldfrjálsa leikskóla.

Það er alveg sama hversu oft og vandlega ég les þessi 11 atriði, hvergi finn ég neitt sem sýnir vilja í átt að bæta aðstöðu fatlaðra og fjölskyldna þeirra.

Hvernig vogar ríkisstjórnarflokkur sér að stefna á gjaldfrjálsa leikskóla þegar skóli eins og Öskjuhlíðarskóli á í vandræðum með að manna skólann. Á það bæði við um fólk sem er sérmenntað til starfsins sem og aðstoðarfólk skólans, skólaliðana. Laun þessa fólks eru svo skammarlega lág að líkt og í mörgum öðrum skyldum stéttum leitar fólk í önnur störf. S.l. haust þurfti skólinn að skera niður í rekstri sem að sjálfsögðu skilaði sér í manneklu. Álagið var óheyrilega mikið á starfsfólkið í upphafi skólaárs en fór þó eitthvað skánandi. Er þó hvergi nærri nógu gott.

Þau börn sem sækja þennan skóla (sem og aðra skóla fyrir fatlaða einstaklinga) þurfa mjög á því að halda að umhverfi þeirra veiti þeim öryggi og allar breytingar þarf að fara varlega í. Örar breytingar á starfsfólki, kennurum o.s.frv. getur jafnvel kostað að bakslag komi í framfarir, og skapar óöryggi og vanlíðan.

Öskjuhlíðarskóli er fyrir börn á skólaskyldualdri. Hann stendur ekki eingöngu börnum á höfuðborgarsvæðinu opinn heldur frá öllum sveitarfélögum landsins. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig hægt er að leggja slíka áherslu á leikskólamálin þegar málefni fatlaðra er í öðrum eins ólestri og það er nú. Fyrir mér lítur þetta út eins ómerkileg leið til að ná inn sem flestum atkvæðum, þ.e. að stefnumálið sem slíkt skipti ekki öllu máli heldur hvar sé slatta af atkvæðum að fá. Jú, hjá yngra fólkinu sem er í námi og vantar leikskólapláss fyrir börnin sín en á engan pening til að greiða fyrir plássið. Fyrir utan það hversu mikið rugl þetta er. Eru ekki nógu langir biðlistarnir á leikskólana nú þegar svo við förum ekki að bjóða þá fríia? Ég sé engin loforð um að byggja 70 nýja leikkskóla. En það er önnur saga.

Gæsla eftir skóla er svo annar kapítuli. Þar sárvantar fjármagn ekki síst til að starfsfólk fáist. Og þetta er viðvarandi vandamál og búið að vera lengi. Það virðist endalaust vera hægt að kasta peningum í alls konar helvítis vitleysu og óþarfa, eins og sendiráð hér og þar, stærri klósett fyrir þingmenn og það nýjasta, nýtt ráðuneyti til að sinna öllum úttttlendingunum. Ég ætti kannski að leita þangað þar sem sá einhverfi er 50% Breti.

Ég er svo reið að ég gæti... það er víst best að orða það ekki. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.

 


Hvenær tók Guð pásuna?

calenderSamkvæmt biblíunni er sunnudagur síðasti dagur vikunnar. Guð skapaði heiminn og allt það og notaði svo sjöunda daginn til að hvílast eftir alla áreynsluna.

Á flestum dagatölum er sunnudagur settur upp sem fyrsti dagur vikunnar og ef það er rétt er þá ekki hinn heilagi hvíldardagur laugardagur??

Þetta er eitt af mörgum atriðum kristinnar trúar sem ég virðist ekki geta fengið neina staðfestingu á og fólk virðist ekki vera sammála um.god

Annað svona sem böggar mig: Íslendingar virðast flestir standa í þeirri trú að Jesú eigi afmæli 24. desember. Dööööhh... Drengurinn fæddist aðfaranótt 25. desember ef mér skjátlast ekki. Á JÓLADAG. Ekki pakkadaginn séríslenska, aðfangadag. Var ekki komið fram yfir miðnætti þann 24. des, nóttina góðu í fjárhúsinu?

baby jesus

 


Bernskubrek og afleiðingar þeirra

Þegar ég var sextán ára villingur var ég kvöld eitt í partíi og svo var ákveðið að fara niður í bæ. Nið'rá Plan eins og það var kallað í mínum ungdómi og allir yfirgáfu partíið. Fyrir utan var einhver með ólæti, það var brotið ljós á vörubíl sem lagt þarna og löggan kom og hirti okkur. Fór með okkur niður á stöð og þar hímdum við í misgóðu ástandi í dágóðan tíma. Svo var okkur sleppt og djamminu haldið áfram. Seinna um kvöldið (nóttina) hélt þessi kjarni sem ég eyddi öllum kvöldum og helgum með, heim til eins af strákunum. Ekki í partý. Bara heim.. heim til Nonna. Við vorum alltaf heima hjá Nonna og það var aldrei partý. Við bara vorum þar. Eða það fannst okkur. Ég veit að mamma hans var ekki á sömu skoðun. Með hóp af unglingum hangandi heima hjá sér allar helgar og virk kvöld líka hefur ekki verið skemmtilegt fyrir hana. Hún réði bara ekki neitt við neitt.

policeÞetta umrædda kvöld erum við sem sagt að koma gangandi upp að húsinu og einn af strákunum ákveður að færa bílinn sinn sem var lagt á einhverjum óheppilegum stað. Ég bað hann um að leyfa mér að færa bílinn upp á bílaplan. Hann maldaði í móinn því auk þess að augljóslega ekki vera komin með bílpróf var ég sauðdrukkin. Ég hef sennilega sett stút á munninn og veifað augnhárunum því áður en ég vissi af var ég sest undir stýri og hann í farþegasætið við hliðina á mér. Svo byrja ég vitleysingurinn að bakka út úr heimkeyrslunni. Það gekk ágætlega en þegar að enda innkeyrslunnar er komið og tími kominn á að stíga á bremsuna þá virkaði ekki kerfið. Þ.e. heilabúið í mér. Og ég bakka út á götu í veg fyrir bíl. Bíllinn snarnegldi niður og ég fann loksins bremsuna. Ekki varð árekstur í bókstaflegum skilningi orðsins en þetta var lögreglubíll. Og út úr honum stigu sömu lögreglumenn og handtóku mig fyrr um kvöldið.

Ég minnist þessara manna alltaf með hlýju. Eftir að hafa handtekið mig 2x sama kvöldið og ég gerst svo kræf að framvísa ökuskírteini eldri systur minnar sem mínu (yeah right) létu þeir ekki svo mikið sem eitt styggðaryrði falla í minn garð. Þeir fóru með mig í blóðprufu upp á Borgarspítala og á meðan við biðum þar töluðu þeir við mig um vitleysisganginn í mér á föðurlegum nótum og meira að segja slógu á létta strengi inn á milli.

Eftir á að hyggja er skrítið að ekki var hringt í forráðamenn okkar... en nota bene, ætli sjálfræðisaldurinn hafi ekki verið 16 ár á þessum tíma svo það er líklega skýringin.

Einu eftirköstin sem þetta hafði fyrir mig var sekt sem aumingja amma mín borgaði. Þeir seinkuðu ekki einu sinni bílprófinu mínu sem ég hef alltaf furðað mig á. Strákurinn sem átti bílinn missti aftur á móti prófið í 3 mánuði.

sweetsixteenMér verður oft hugsað til þessa kvölds þegar ég les um unga ökuníðinga. Eða þegar ég er að reyna að höfða til skynsemi stjúpsonar míns sem er 16 ára og byrjaður að læra á bíl. Og ég er ekki bara að tala hér um að keyra drukkinn heldur bara almenna skynsemi í umferðinni. Gallinn er sá að við lærum ekki af annarra mistökum. Því miður. Við verðum að reka okkur á sjálf og sá árekstur getur oft verið ansi harður. Þegar við erum sextán, sautján ára höldum við að við séum eilíf, að við séum nafli alheimsins, að ekkert illt geti hent okkur og að ekkert illt geti orsakast af hegðun okkar.

Ég hafði ekki einu sinni þá afsökun að vera heimsk. Kærulaus já. Með mikilmennskubrjálæði, já sennilega. Lifði fyrir núið, já algjörlega. Sjálfselsk og eigingjörn, já. En ég  var ekki illgjörn eða slæm manneskja. En ég var heppin. Ég rak mig á sjálf og það hafði ekki alvarlegar afleiðingar.

Því miður sleppa ekki allir jafnvel frá sínum bernskubrekum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband