Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Ég er hrædd um að týnast

Jæja kæru bloggvinir og aðrir.

Ég hafði mig loksins í það að láta myndina af Marilyn vinkonu minni hverfa og setja inn mynd af sjálfri mér í staðinn. Planið var að klæðast einhverju rauðu, smella af mynd og setja hana hér í prófílinn. Ástæðan fyrir rauðu var kjóllinn sem Marilyn klæddist. Fannst að ég yrði að hafa eitthvað sem minnti á myndina sem er búin að vera andlit mitt í eina 3 mánuði. Ég er nebblega hrædd um að týnast svona litlaus.

En ég á ekkert rautt til að klæðast og svo er brjóstaskoran mín ekki eins fín og á Mary babe.

Það verður reyndar fróðlegt að sjá hvort ég verði minna lesin á næstu dögum en þegar Marilyn hin litríka og brjóstgóða prýddi forsíðuna hjá mér.   marilyn

 

Goodbye Norma Jean....  **sniff**

 


Nýju garðhúsgögnin vígð

Í gær vorum við svo heppin að vera boðið í grill yfir til Önnu frænku á 47. Og ekkert slor skal ég segja ykkur. Grillaður humar og hvítlauksbrauð í forrétt. Nautasteik og bakaðar kartöflur í aðalrétt. Konan (ég) skellti í mig rauðvíni eins og mér væri greitt veglegt kaup á tímann fyrir það. Gelgjan skellti í sig hamborgara og lét sig svo hverfa. Sá einhverfi hafði borðað pasta áður en við fórum yfir svo hann skemmti sér með hundunum (tveir hundar á þeim bænum) úti í garði. Nýfenginn áhugi á körfubolta varð líka til þess að hann dró einhvers konar risavaxinn veiðiháf út úr bílskúrnum og vildi festa hann á vegginn. Hélt þetta væri karfa. Var reyndar ekki langt frá því.. net, hringur og handfang sem hefði alveg getað skrúfast í vegginn. Gestgjafarnir voru samt ekki til í að klippa neðan af netinu, né skrúfa háfinn fastan við húsið. Sko sumir gestgjafar eru bara alls ekki gestrisnir.....

Því fór það svo að það sem átti að vera í 17. júní mat hjá okkur hérna á 43, var grillað í kvöld. Svínalundir ala breti. Af því tilefni voru nýju garðhúsgögnin vígð.

 

AM

 

 Gelgjan með pylsu ala mamma í pylsubrauði. Léttmjólk, árgangur 06 2007 í glasinu

 

 

 

 

 

 

 

 Bretinn

 Bretinn að snæðingi

 

 

 

 

 

 

 

 

p.s. Nú barasta verð ég að drífa mig í líkamsrækt. Ég var að reita arfa, róta í mold og stinga upp rætur í garðinum í gær og mig verkjar í allan líkamann. Töluverður fjöldi af vöðvum sem ekki eru notaðir í þessum kroppi. Samt sló það allt út fyrir einhverjum árum síðan þegar ég vaknaði með harðsperrur einn morguninn og gat aðeins tengt það við að hafa bograst yfir baðkarinu við hárþvott. Mana ykkur til að toppa það  í ''vera ekki í formi'' deildinni.

 

 

 

 


Enn ein skömmin í réttarfarskerfinu

Verða dómar vægari eftir því sem sá seki fremur brot oftar? Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir samskonar glæp for crying out loud.

Hvað á fórnarlambið að gera við þessa einu milljón króna? Að mati héraðsdóms mun þessi atburður hafa varanleg áhrif á líf hennar. Það er hætt við að sú hjálp sem hún þurfi á að halda muni kosta örlítið meira en eina millu.

Ég er kjaftstopp.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún og Hann

Eight Words with two Meanings 

 

1. THINGY (thing-ee) n. heandshe

Female...... Any part under a car's hood.

Male..... The strap fastener on a woman's bra.

2. VULNERABLE (vul-ne-ra-bel) adj.

Female.... Fully opening up one's self emotionally to another.

Male.... Playing football without a cup.

3. COMMUNICATION (ko-myoo-ni-kay-shon) n.

Female... The open sharing of thoughts and feelings with one's partner.

Male... Leaving a note before taking off on a fishing trip with the boys.

4. COMMITMENT (ko-mit-ment) n.

Female.... A desire to get married and raise a family.

Male...... Trying not to hit on other women while out with this one.

5. ENTERTAINMENT (en-ter-tayn-ment) n.

Female.... A good movie, concert, play or book.

Male.... . Anything that can be done while drinking beer.

6. FLATULENCE (flach-u-lens) n.

Female.... An embarrassing by product of indigestion.

Male...... A source of entertainment, self-expression, male bonding.

7 MAKING LOVE (may-king luv) n.

Female...... The greatest expression of intimacy a couple can achieve.

Male.. Call it whatever you want, just as long as we do it.

8. REMOTE CONTROL (ri-moht kon-trohl) n.

Female.... A device for changing from one TV channel to another.

Male... A device for scanning through all 375 channels every 5 minutes.


Fékk löngun til að eyða peningum

Afhverju sef ég ekki alltaf átta tíma. Það er mannbætandi að fá nægan svefn.

Á föstudaginn sótti Fríða, vinkona og stuðningsmamma með meiru, Þann Einhverfa í Vesturhlíð og tætti með hann og syni sína upp í bústað.

Bretinn og ég tættum í staðinn á Lauga-ás, þann klassíska veitingastað, með Gelgjuna og Vinkonuna. Ég át yfir mig svo um munaði og flissaði og hló að Gelgjunni og var því ekki til fyrirmyndar. Á heimleiðinni stoppuðum við í Skalla og náðum okkur í DVD mynd, The Queen. Assgoti góð mynd sem fékk mig til að fá samúð með Englandsdrottningu frú Stífelsi.

Að því búnu rotaðist ég í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Rumskaði við að Bretinn sagði; Ertu sofnuð. Já, svaraði ég. Og ekki bara það heldur er ég slefandi líka. Og ég þurrkaði slefið framan úr mér og rotaðist aftur. Að mínu mati er slef í svefni merki um hið fullkomna afslappelsi.

Ég vaknaði 08:45 í morgun (laugardag). Ennþá í sófanum. Fór á fætur. Fékk mér ljúffengt kaffi og ristað brauð, las blöðin og japlaði á nikótíntyggjóinu í sæluvímu.

Þegar ég sá fram á einveru fram eftir degi bauð ég Vidda í göngutúr og við bonduðum þvílíkt í eins og hálf tíma göngu.

flower

Um þrjúleytið í dag lýsti ég yfir áhuga á að fara út og eyða peningum. Bretinn tók nú bara vel í þessa hugmynd og þegar þetta er ritað er ég 2 bleikum og æðislegum hengiblómum ríkari og ekki nóg með það heldur standa hérna út á palli garðhúsgögn sem ég lét mig aðeins dreyma um að eignast á útsölunum í haust. Bretinn, aðhald mitt og samviska í fjármálum, fékk held ég bara aðsvif í dag og heimtaði borð og stóla á pallinn.furniture

  Í augnablikinu eru húsgögnin að rigna niður en ég held þau hafi bara gott að horfast í augu við veruleikann strax í fæðingu.  


Skilyrði á skilorði

Ég hlustaði á Reykjavík síðdegis í þessar 15 mínútur sem tók mig að keyra heim úr vinnunni í dag. Heyrði viðtal við Frey Ófeigsson dómstjóra. Þó að blóðið virtist ekki renna í karlinum svona til að byrja með þá komst hann á flug eftir smá tíma.

Þið verðið að afsaka hversu ófagmannlega og kannski ómálefnalega ég kemst að orði hér en ég ætla að reyna að koma þessu frá mér;

Verið var að ræða hvort ekki stæði til að koma á hérna community service (man ekki íslenska hugtakið yfir þetta) í íslenskum dómum.  Það er að fólk væri dæmt til að vinna fyrir samfélagið í stað þess að loka alla inni. Mér skildist að dómarar hafa ekki rétt til að dæma fólk til slíkrar vinnu en verið væri að skoða það.

Svo talaði hann um að hann myndi kjósa að geta sett miklu fleiri skilyrði inn í skilorðsbunda dóma. Dæmi: karlmaður lendir aftur og aftur fyrir dómsstólum vegna þess að hann getur ekki fengið sér í tánna öðruvísi en að berja mann og annan. Hann er dæmdur og fær skilorðsbundinn dóm og þá er sett inn sem skilyrði að hann setji tappann í flöskuna. Að öðrum kosti bryti hann skilorð og yrði þá stungið inn.

Freyr sagði slíkt stundum notað en vandamálið vera að ekki væru úrræði hér til að fylgja slíkum málum eftir og því skiluðu þessi skilyrði ekki þeim árangri sem annars væri hægt að ná.

Hann talaði líka um að hann vildi sjá miklu fleiri fá faglega hjálp, þ.e. frá sálfræðingum, geðlæknum o.sfrv.

Og þetta er einmitt málið. Ef aðeins væri lagt meira fjármagn í þennan málaflokk þá myndi það skila sér margfalt til baka út í þjóðfélagið á allan hátt.

Ég var að ræða við vinnufélaga minn um ungan mann sem ''lenti í því'' að myrða fjölskylduföður fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var eins sorglegt og slíkir atburðir verða, algjörlega tilhæfulaus árás. Ungi maðurinn kexruglaður af dópneyslu eins og er nú yfirleitt tilfellið í þessum málum á Íslandi.

Þessi vinnufélagi minn þekkir til fjölskyldu unga mannsins og fylgist með honum og fær fréttir af honum. Hann situr að sjálfsögðu inni, skólabókardæmi um mann sem þarf að ná botninum til að átta sig. Hann er að taka stúdentspróf núna, hefur beitt sér fyrir góðum málefnum innan múranna og hefur svo sannarlega snúið frá villu síns vegar.

Þetta eru auðvitað afskaplega erfið og viðkvæm mál. Fjölskyldur fórnarlamba í morðmálum vilja sennilega ekkert frekar en að þeir seku sitji inni alla ævi og ég get ímyndað mér að það sé auðvelt að hata við þessar kringumstæður.

Svo er það hin hliðin. Fjölskylda sakamannsins sem þakkar fyrir að ástvinur þeirra fái annað tækifæri til að fóta sig í lífinu og finnst hann eiga það skilið eftir að hafa afplánað sinn dóm og svo sannarlega sýnt að hann hafi séð ljósið.

Ekki misskilja mig, ég er alls ekki að segja að morðingjar eigi að afplána sína dóma í community service. Ég er bara að flakka um víðan völl hér og velta þessum málum fyrir mér.


Auglýsi eftir trampolíni fyrir Mitchelin manninn

Ég veit að bloggið er ekki ætlað til smáauglýsinga en datt samt í hug að sniðugt gæti verið að auglýsa eftir trampólíni með öryggisneti hér.

Málið er að Sá einhverfi er að breytast í Mithcelin manninn þessi elska. Fyrst var talið að barnið fitnaði svona af Amilininu (lyfið sem hann var á, en flest börn fitna af því), svo var hann tekinn af lyfinu og það sér ekki högg á vatni. Hann er hoppandi um allan daginn á milli þess sem hann teiknar og skrifar einhverja snilli og gúgglar á netinu. Og hann borðar ekkert svaaaakalega mikið. Þyrftum samt að reyna að taka af honum brauðið FootinMouth.

En gaurinn fer ekki út að leika sér eins og önnur börn og því held ég að trampólín í garðinn væri snilldarleikur. Væri brilliant að fá það eitthvað ódýrara en á 40 þúsund kallinn sem það kostar út úr búð (með öryggisneti).

Þannig að, ef þið eigið í fórum ykkar trampólin sem þið eruð ekki að nota lengur þá endilega látið mig vita.

michelin


Egill Helga og fröken bláeygð

Vegna þess hversu ofsalega bláeygð ég er þegar kemur að pólitískum tengingum við miðlana, pólitískum tengingum við fyrirtæki, pólitískum tengingum við peninga-áhrifafólk og pólitík yfirhöfuð þá spyr ég ykkur sem eruð ekki eins fallega eygð og ég:

Afhverju er Egill Helgason skyndilega farinn að blogga á moggablogginu? Hefur það pólitískt séð eitthvað að gera með að hann er að fara yfir til RUV?

Var hann áður með bloggsíðu á Vísi? Og hefur það þá pólitískt að gera með að hann starfaði á Stöð 2.

Bara forvitni. 

 

 


Hér er Öskjuhlíð um Öskjuhlíð frá Öskjuhlíð til Öskjuhlíðarskóla

Miðvikudagur 06. júní 2007

kl 03:07 Vakna við að Sá Einhverfi skellir klósettsetunni upp með látum sem honum einum er auðið, pissar, sturtar niður og kemur svo hlaupandi þungum skrefum og hendir sér upp í rúm á milli mín og Bretans.

kl. 03:25 Ég hasta á Þann Einhverfa eftir að hafa hlustað á Í grænni lautu þrisvar sinnum, talið upp að 10 nokkrum sinnum og einn hlut sem byrjar á hverjum og einum staf í stafrófinu, s.b. aaaaaaa api - bééééé banani - dééééé dóóóós - eeeee engill.... osfrv. Einnig óskaði hann öllum í fjölskyldunni til hamingju með afmælið og spjallaði við hundana

kl. 03:55 Enn er ég að hasta á Þann Einhverfa

kl. 06:50 Ýti ég á ''blunda'' á símanum og held því áfram alveg til

kl. 07:27 þegar ég tek ákvörðun um að láta Þann Einhverfa með munnræpuna sofa skólabílinn af sér, bara af því að það er svo gott að horfa á hann sofandi og þegjandi

kl. 07:45 hleyp ég út til að láta bílstjórann á skólabílnum vita að Sá Einhverfi sé ennþá sofandi og muni ekki ferðast með skólabílnum þennan morguninn. Kemst þá að því að aðeins einn farþegi er í bílnum og bílstjórinn samt búinn að vera að keyra síðan kl. 7. Það voru því fleiri en ég sem nutu þess í morgun að horfa á sofandi og þegjandi fatlaða einstaklinga með nætur-munnræpu.

kl. 09:05 horfi ég á Þann Einhverfa glaðan og kátan í fataklefanum í Öskjuhlíðaskóla. Hann söng á meðan hann klæddi sig í inniskóna og ég tek fram að það er óvenjulegt að hann sé svona ánægður þegar búið er að brjóta á rútínunni hans og hann þarf að ferðast í bíl mömmu í skólann í stað skólabílsins. Svo komumst við að því að skólastofan var læst og miði til okkar á hurðinni; Erum í tónmenntastofunni. En meira rútínubrot þoldi káti strákurinn ekki, hann fór að háskæla og tárin spýttust í allar áttir. Þoldi náttúrlega alls ekki að komast ekki inn í stofuna og byrja morguninn eins og hann var vanur.

kl. 09;10 keyri ég eftir veginum sem liggur í gegnum Öskjuhlíðarskóginn og niður að Loftleiðum.

kl. 09:15 þramma ég inn í tölvudeildina í vinnunni, grimm á svip með tölvuna mína sem ég nota til að vinna á heima (og til að blogga) og heimta lausn á vandamálinu og það strax. Þygg samt vínber af strákunum og

kl. 09:25 hlamma ég mér loks í sætið mitt í vinnunni

kl. 13:30 byrja ég að hringja og væla í Unglingnum (stjúpsyninum) því Vesturhlíð (viðvera barna í Öskjuhlíðarskóla eftir skólatíma) er að undirbúa sig undir sumarnámskeiðin og því engin viðvera sem eftir lifir þessari viku. Var því von var á drengnum heim með skólabílnum um kl. 14. Ég aftur á móti sá fram á að ná aldrei að komast út af vinnustaðnum í tæka tíð svo ég náði að kría út klukkustundar pössun hjá Unglingnum áður en hann færi sjálfur til vinnu.

kl. 14:45 mútaði ég Gelgjunni og vinkonu hennar með loforði um kleinuhringi og kökusneið ef þær litu eftir Þeim Einhverfa til kl. 15:30

kl. 15:30 hentist ég inn í ónefnt bakarí þar sem ekkert var til í og þaðan aftur út í bíl og spændi upp malbikið á leið minni í Nóatún. Þar fann ég kleinuhringi og fleira gúmmelaði og snaraðist inn úr dyrunum heima hjá mér með öran hjartslátt

kl. 15:45. Töfraði fram ''homemade'' drekkutíma handa Gelgjunni, vinkonunni og Þeim Einhverfa og hóf svo leit að gemsanum mínum því ég þurfti að hringja í vinkonu mína, til að fá fréttir og bað í hljóði að hún hefði ekki slæmar fréttir að færa eftir læknisheimsókn í morgun. Fann ekki gemsann. Hringdi í Nóatún (úr heimasímanum) og fékk staðfest að ég hefði gleymt símanum þar. Hringdi svo í vinkonu mína og var alls ekki viss um að ég væri að hringja í rétt númer því öll númer sem einu sinni eru fest í phonebook gemsans eyðast sjálfkrafa út af heilanum í mér. Fékk góðar fréttir sem betur fer.

kl. 16:01 tilkynnti ég Gelgjunni að við þyrftum að taka þann einhverfa með á bekkjarkeiluna sem byrjaði kl. 17. Því var harðlega mótmælt. Hún nennti sko ekki að hafa bróðir sinn hlaupandi um á nærbuxunum í Keiluhöllinni (hann fer úr buxunum þar sem hann kemur ef hann kemst upp með það, svo framarlega sem honum líkar staðurinn). Gelgjan sagðist því frekar vilja sleppa bekkjarkeilunni en taka þennan svarta blett á fjölskyldunni með á opinberan stað. Samþykkti þó með trega þegar vinkonan mótmælti því að missa af skemmtuninni, en hún átti að fljóta með okkur.

kl. 16:29 tekst mér að slíta Þann einhverfa frá Múmínálfunum með loforði um bíltúr og tróð liðinu í bílinn. Hafði þá tekið ákvörðun um að skutla drengnum í vinnuna til pabba síns svo Gelgjan gæti notið sín í keilunni.

kl. 16:30 hleyp ég inn í Nóatún og næstum því í fangið á konunni góðu sem gætti gemsans. Urðu fagnaðarfundir. Hjá mér og gemsanum.

kl. 16:45 vinka ég Þeim Einhverfa þar sem hann situr í sófanum í stúdíóinu hjá pabba sínum. Hann er örlítið undrandi á svipinn en kveður mig samt.

kl. 17:00 Geng ég ásamt Gelgjunni og Vinkonunni inn í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og byrja að reyna að skipuleggja og stjórna 15 gelgjum á einu bretti.

kl. 19:07 Geng ég út úr Keiluhöllinni í Öskjuhlíð með suð fyrir eyrum eftir hávaðann

kl. 19:30 Hálf-ligg ég og hálf-sit í hægindastól í stofunni minni með lokuð augun og óska þess heitt að ekki hefði akkúrat valist þetta kvöld til að halda Aðalfund foreldrafélags Öskjuhliðarskóla í kvöld.

kl. 19:50 sest ég upp í bílinn minn og segi: Bara á sama stað og vanalega takk. Og hann keyrir niðrí Öskjuhlíðarskóla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1640032

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband