Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Sumir menn halda að þeir séu gjöf frá Guði

Eitt sinn er ég var stödd í New York ákvað ég að fá mér setjast niður og fá mér lunch þó ég væri ein á ferð (Geri þetta nú ekki oft). Eftir að ég var búin að panta og beið eftir matnum komu tveir menn og settust við borðið hjá mér. Ég sendi þeim drápsaugnaráð sem venjulega virkar en það gerði það ekki í þetta skiptið. Ég brá því á það ráð að snúa hring sem ég ber alltaf á vinstri hendi, þannig að steinninn sneri inn í lófann, því þá lítur hann út eins og giftingarhringur. Svo lagði ég höndina á borðið og vonaði að þetta hint myndi nægja til þess að þeir hypjuðu sig í burtu.

Þeir tóku loksins hintinu og létu sig hverfa. Mér tókst að ná mynd af þeim og birti hana hér sem aðvörun til ykkar ef þið skilduð nú rekast á þá.

Ég meina það.... sumir menn halda bara að þeir séu Guðsgjöf til kvenna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bradkluni


Þið eruð alveg frábær

Vildi bara segja ykkur hversu frábær þið eruð. Ég henti inn þessari ''afmælisfærslu'' hérna síðast og með henni upptalningu á áhugaverðu umræðuefni sem kom upp við kaffiborðið.

Þetta eru málefni sem margir hafa skoðanir á og mismunandi eru þær skoðanir.

Þetta var ekki ætlað sem spurningar sem þið þyrftuð að svara en mikið ofsalega var þetta skemmtilegt.

Við ykkur öll sem höfðuð fyrir því að svara samviskusamlega eins og um próf væri að ræða og þið hin sem deilduð með mér allskonar æskuminningum, skoðunum, fyrirkomulagi á heimilinu og draumórum (samanber sr. Svavar LoL), segi ég takk fyrir góða skemmtun og frábærar undirtektir.


Teletubbies

Í allri umræðunni um Stubbana hérna á bloggsíðunum get ég ekki annað en skellt hérna inn gamalli færslu frá mér.

Gaurarnir hér efst á síðunni hjá mér eru þar af góðri ástæðu. Ég kalla þá reyndar gaura því mér hefur alltaf þótt eins og þeir væru allir karlkyns en það er nú ekki þannig.

Þessi rauða heitir Po (Pó) og þessi gula heitir Laa-laa. Það eru stelpurnar.

Þessi græni heitir Dipsy (Dipsí) og sá fjólublái Tinky Winky (lengi sakaður um samkynhneigð því auðvitað þarf alltaf að koma kynferðislegum pælingum að í tengslum við allt. En það verður náttúrlega að viðurkennast að gaurinn gengur um með handbag for crying out loud og nafnið hans er soldið sona dúbíus). Þetta eru strákarnir.

Í teletubbies landi fjölga kanínurnar sér vel og eru mun algengari sjón en í Öskjuhlíðinni og sólin sem skín á Teletubbies húsið hefur andlit ungabarns og hjalar og hlær (and gives me the creep).

Mér þykir vænt um þessar fígúrur því þær kölluðu fram bros og hlátur hjá flotta einhverfa stráknum mínum þegar hann var lítill og næstum algjörlega úr sambandi við umheiminn. Sennilega voru þetta fyrstu nöfnin sem hann lærði af eigin frumkvæði. Að hann skyldi þekkja þá í sundur og læra litina á þeim gladdi okkur pabba hans alveg ósegjanlega. Þetta var á sama tíma og hann kaus frekar að ganga afturábak eftir stofugólfinu en áfram, og helst á tánum, og hans eigin skuggi olli honum miklum heilabrotum.

Mig minnir að við höfum fengið fyrstu Teletubbies videospólur sendar frá Englandi, upprunalandi þessa sérstöku karaktera, eftir að strákurinn sá þá í bresku sjónvarpi þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu hans. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað það er sem heillar svona en lítil börn elska þessa gaura. Kannski er það barnalegt málfarið og sífelldar endurtekningar sem fanga svona augað og athyglina og spila inn á getuna til lærdóms.

Síðan þetta var er mikið vatn runnið til sjávar. Sá einhverfi er nú 8 ára, er í 3ja bekk í Öskjuhlíðarskóla og er einn fyndnasti karakter sem ég þekki. Hann tekur sífelldum framförum og lætur sér ekki lengur eingöngu nægja félagsskap Teletubbies en hann stingur alltaf öðru hvoru spólu í tækið og veltist þá um af hlátri.

Ég mæli með Teletubbies inn á hvert heimili þar sem þörf er á snúsi um helgar fyrir þreytta foreldara lítilla barna. Þættirnir eru snilld í einfaldleika sínum og súrelíisma.


Neyðarfundur

Ég er búin að vera óvenju upptekin á kvöldin undanfarið. Námskeiðið hjá Þorvaldi vini okkar og svo var efnt til neyðarfundar í kvöld.
Foreldrar barna í 2. og 3. bekk í Öskjuhlíðarskóla hittust í kvöld og lögð voru drög að áætlun um að knýja fram mannsæmandi menntun fyrir börnin okkar. Við höfum áhyggjur af því sem virðist vera minnkandi fjárveiting til skólans því starfsfólk skólans er að hætta í stórum stíl. Álagið er orðið svo mikið á hvern og einn vegna þessa og starfsfólkið gefst upp, Það lítur út fyrir dökk haust á þessum vettvangi. Við munum feta okkur upp valdastigann þar til árangri er náð. Við erum ákveðin í því að linna ekki látum fyrr en réttlætið nær fram að ganga. Það er ljóst eftir fund kvöldsins að það er vilji til að byggja upp sterka samstöðu meðal foreldra. Það eru systkinahópurinn Ótti, Reiði, Vanmáttur og Vilji sem rekur fólk áfram. Við ætlum ekki að láta bjóða börnunum okkar upp á þetta.
Hvert og eitt foreldri á þessum fundi hefur þurft að heyja hverja baráttuna á fætur annarri fyrir barnið sitt allt þess líf á einn eða annan hátt. Það er nóg komið. Hvernig í ósköpunum stendur á því að við þurfum að berjast fyrir því að börnin fái þá menntun sem önnur börn á þeirra aldri fá. Skólinn er að breytast í geymslustað og hverjum er um að kenna. Hvað er að gerast? Takmarkið er að komast að örsökinni og uppræta hana.

Kennsla punktur is

Vegna yfirþyrmandi hrifningar á námskeiðinu sem ég tala um á blogginu hér á undan (þrátt fyrir að ég gruni nú suma (nefni engin nöfn) um að hafa meiri áhuga á fyrirlesaranum en efninu) vil ég benda á www.kennsla.is og kennsla@kennsla.is.

Þorvaldur og konan hans (já stelpur, konan hans) Helena Jónsdóttir reka saman kennsla.is sem er framleiðslu- og fræðslumiðstöð.

thorvaldur 

Endilega kíkið á vefinn hjá þeim. helena

 


Látið eins og þetta sé skrifað fyrir miðnætti á föstudagskvöldi

Það var gott að vakna í morgun og uppgötva að það væri föstudagur en ekki mánudagur. Ég held að fólk hafi nú svona almennt tekið sér hálfan daginn í að muna að það væri helgi framundan. T.d. gleymdist algjörlega að versla inn fyrir okkar venjulega föstudagsmorgunkaffi í vinnunni, það var svo mikill mánudagur í fólki eftir fríið í gær.

Í gær sagði Sá einhverfi í fyrsta skipti fimm orða setningu all on his own: Má ég fá gulan ís.

Hann er líka farin að biðja mömmu sína um að syngja í fyrsta skipti á ævinni. En eitt af því fyrsta sem bæði börnin mín lærðu að segja var: mamma ekki syngja.

Ég neita að trúa því að það hafi eitthvað með sönghæfileika mína að gera. Þessi kona hér var líka vanmetin.


Ég er búin að sukka í allan dag

Er eitthvað leiðinleg í dag (gerist ekki oft. Svona cirka jafn oft og D og B eru ekki í samkrulli).
Veit ekki hvort ég hef sukkað í allan dag vegna þess að ég er leiðinleg eða hvort ég er leiðinleg vegna þess að ég hef sukkað í allan dag. Það skal tekið fram að með sukki á ég við áti.
Hef látið alls konar ófögnuð ofan í mig í dag. Pizzur, kökur, kleinuhringi, ómælt magn af kóki (í fljótandi formi), kexi og ég veit ekki hvað. Finn hvernig ýstran þrýstir sér í áttina að lyklaborðinu. Ég er svekkt út í stjórnarmyndunarreglurmyass. Er eiginlega bara í fýlu.
Þess vegna ætla ég bara að horfa á Boston Legal og fara snemma í háttinn.
Brennir maður ekki fullt af hitaeiningum á meðan maður sefur. Einhvern tíma heyrði ég það.
Góða nótt.

Lýðræði my bottom - er komin í bikiní

Sumum sem lesa bloggið mitt er þetta auðvitað ljóst nú þegar, en hér og nú bara verð ég að opinbera vankekkingu mína og það hversu afskaplega illa ég er að mér um pólitík og hvað hugtakið felur í sér.

 Nú ætla ég að setja upp hér nokkrar staðreyndir (eða það sem ég tel vera staðreyndir) og fikra mig í gegnum þetta eins og ég væri 3ja ára (sem ég er í pólitík)

1) Lýðræði felur m.a. í sér að fólkið í landinu kýs stjórnmálaflokka sem það treystir til að mynda ríkisstjórn sem aftur sér um að stjórna landinu.

2) Eftir talin atkvæði kosninganna í gær er ljóst að flest mannsbörn á litla Íslandi kusu Sjálfstæðisflokkinn.

3) Að sama skapi er ljóst að næstflestir kusu Samfylkinguna

4) Það er deginum ljósara að þjóðin er orðin afar fráhverf Framsóknarflokknum

5) Gífurleg aukning á fylgi VG sýnir svo ekki verður um villst að fólk vill breytingar

Með því að svo mikið sem íhuga stjórnarmyndun með Framsókn er Sjálfstæðisflokkurinn (og kerfið) að drulla yfir kjósendur þessa lands.

Fyrir mig sem saklausan kjósanda sem er kannski heimskari en gengur og gerist er þetta kerfi ekki lýðræði frekar en kerfið í Íran. Mér líður bara eins og það sé verið að draga mig á asnaeyrunum.

Fólkið í landinu kaus Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Þá náttúrlega ERU þessir tveir flokkar ríkisstjórnin næstu 4 árin. Er það ekki lýðræði?

Hvað varðar fólk á þing þá er kerfið bara sniðugt. Með því móti komast fulltrúar flokkanna inn á þing og vinna þar að málum sinnar stefnu. Er það ekki??

Afhverju er þetta svona einfalt fyrir mér? Afhverju er þetta svona flókið í reynd?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fullorðnu fólki sem er á launum í sínu starfi (reyndar skilst mér að ég borgi launin þeirra) er stætt á að segja; Ég get ekki unnið með þessum, ég get ekki starfað með þessum (lesist í fýlutóni). Ef ég myndi haga mér svona í minni vinnu yrði ég bara rekin, og hana nú.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1640569

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband