Leita í fréttum mbl.is

Enn ein skömmin í réttarfarskerfinu

Verða dómar vægari eftir því sem sá seki fremur brot oftar? Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir samskonar glæp for crying out loud.

Hvað á fórnarlambið að gera við þessa einu milljón króna? Að mati héraðsdóms mun þessi atburður hafa varanleg áhrif á líf hennar. Það er hætt við að sú hjálp sem hún þurfi á að halda muni kosta örlítið meira en eina millu.

Ég er kjaftstopp.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Sammála þér Jóna þessir dómar eru fáránlegir og í engu samræmi við afleiðingar glæpsins. 

Róbert Tómasson, 18.6.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dómstólarnir gengisfella stöðugt kynferðislglæpi og halla sér að hinni karlægu hlið málsins.  Þeir eiga hins vegar ekkert erfitt mað að beita hamrinum þegar augðunar- og fíkniefnabrot eru annars vegar.  Kynferðisafbrotadómar eru ekki í neinu sambandi við alvarleika þeirra og alls ekki í takt við það viðhorf sem ríkir til þeirra úti í samfélaginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 18:21

3 identicon

Les ég þetta svona viltaust en voru þessi tvö ár ekki að bætast við hin 2 1/2 árin sem fyrir voru dæmd á hann?

Ragga (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragga, jú. hann hafði áður verið dæmdur í 2 og hálfs árs fangelsi fyrir samskonar brot. Var dæmdur í 1 1/2 árs fangelsi fyrir seinna brotið en Hæstiréttur þyngdi þann dóm í 2ja ára fangelsi. Veit reyndar ekki hvað þýðir að seinni dómurinn hafi verið refsiauki.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þér þessir dómar ættu að ver miklu lengri þetta er  til skammar.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2007 kl. 19:56

6 identicon

Refsiauki þýðir að þessi 2ja ára dómur bætist við fyrri dóminn, þannig að samanlagt var hann skipaður í 4 og 1/2 árs fangelsi.

Gulla (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

væntanlega þá kallað refsiauki vegna þess að hann situr nú þegar inni. Breytir ekki þeirri staðreynd að hann fær aðeins 2ja ára fangelsi fyrir nauðgun númer tvö. Makes me sick.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 22:12

8 identicon

Verknaður eins og þessi er sálarmorð. Einhver fékk í dómi í dag 5 ár fyrir tilraun til manndráps, við ákvörðun refsingar var bent á að fórnarlambið hefði slasast þannig að hann gæti ekki átt eðlilegt líf. Þessi fékk 2 ár fyrir nauðgun og af lýsingu á ástandi stúlkunnar sést að hér hefur verið framið sálarmorð! Hvernig er hægt að réttlæta þennan mun á refsingu???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 22:22

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ert sæt jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2007 kl. 22:53

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir kommentin þið öll.

Guðmundur, ég geri mér grein fyrir þessu (með Alþingi og dómara) enda beini ég ekki einu styggðaryrði að dómurum í þessari færslu. En refsiramminn er nú eitthvað stærri en þetta, ekki satt? Og vissulega er það rétt að maður á að standa fyrir framan Alþingi frekar en að vera að þessu röfli hér á blogginu sem enginn sér. Þá meina ég að sjálfsögðu enginn af hinum háu herrum.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2007 kl. 23:20

11 identicon

Ég hef sjálf sótt nauðgunarmann til saka en í öðru landi.  Það tók mig 7 ár, rúmlega 800þúsund krónur, fjölda ferða til landins og ómældan sársauka til að fá hann dæmdan í 4 MÁNAÐA fangelsi nú í janúarlok á þessu ári.

Því má segja að þrátt fyrir lágan refsitíma hér á landi er þetta samt mun hærra en það sem ég hef persónulega reynslu af svona málum.  Önnur Evrópulönd eru mörg hver enn erfiðari en Ísland varðandi kynferðisafbrotamál, bæði varðandi réttarkerfið sjálft sem og stuðning við þolendur.  Neyðarteymið á gamla borgarspítala, er til fyrirmyndar og eiga skilið hrós fyrir.  Ég hef heyrt af svipuðum teymum í sumum skandinavíuríkjum, hinsvegar get ég sagt með sanni að flest önnur Evrópulönd hafa ekkert slíkt fyrir þolendur.

Kynferðisafbrot er eitt þeirra brota sem er einna erfiðast að sanna en einnig það brot sem eru þolendum erfiðust, sérstaklega til langframa.  Því er ég algerlega sammála því að refsingar skuli hækka - refsirammann þarf að þrengja í 5-16 ár. 

Það eina sem ég bið um í þessum pistli er að fólk geri sér grein fyrir að þetta kerfi - eins meingallað og það er- er ekki erfiðasta réttarkerfið fyrir þolendur nauðgana. Munum eftir því sem gert er rétt og vel einnig, styðjum það og hvetjum.

Til þeirra kvenna sem hafa kært, kæru systur, ég veit hvað þið hafið þurft að þola.  Ég er hreykin af ykkur. 

Alda Lilja (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:55

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Alda Lilja fyrir innleggið. Mér þykir innilega leitt að heyra söguna þína og samhryggist þér vegna hennar. það er vissulega rett að það þarf að meta það sem vel er gert en við megum ekki falla í þá gryfju að vera þakkláta bara vegna þess að þetta er skárra hér en annars staðar. Skilaboðin eru ekki nógu skýr. Þetta þarf að bæta hér og þá vonandi taka önnur lönd  okkur sér til fyrirmyndar. Gangi þér sem allra allra best.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 00:07

13 identicon

Sæl aftur,

Ég er sammála því að það þurfi að bæta kerfið hér, án nokkurs efa og helst í gær!!!

Ég vildi bara benda á að við höfum margt gott líka, sem önnur lönd ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Það vill oft gleymast í málum sem þessum, það er eina sem ég bið um í pistlinum.

Alda Lilja (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:22

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki í einum rykk nei, en einhvers staðar þarf að byrja. Og til hvers að hafa einhvern refsiramma ef ekki er verið að nota hann. Ég veit að þetta er allt eftir einhverjum reglum, hefðum, jafnræði osfrv en þetta er bara í fáránlegum farvegi og eins og ég sagði, það þarf að byrja einhvers staðar.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 12:30

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað meinarður Guðmundur Páll Líndal? Ef refsiramminn er víðari en dómarar eru að notfæra sér, hverju á þá alþingi að breyta til að þeir fari að nýta sér rammann? Ég spyr í fyllstu einlægni því ég hreinlega veit þetta ekki.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband