Leita í fréttum mbl.is

Ég er hrædd um að týnast

Jæja kæru bloggvinir og aðrir.

Ég hafði mig loksins í það að láta myndina af Marilyn vinkonu minni hverfa og setja inn mynd af sjálfri mér í staðinn. Planið var að klæðast einhverju rauðu, smella af mynd og setja hana hér í prófílinn. Ástæðan fyrir rauðu var kjóllinn sem Marilyn klæddist. Fannst að ég yrði að hafa eitthvað sem minnti á myndina sem er búin að vera andlit mitt í eina 3 mánuði. Ég er nebblega hrædd um að týnast svona litlaus.

En ég á ekkert rautt til að klæðast og svo er brjóstaskoran mín ekki eins fín og á Mary babe.

Það verður reyndar fróðlegt að sjá hvort ég verði minna lesin á næstu dögum en þegar Marilyn hin litríka og brjóstgóða prýddi forsíðuna hjá mér.   marilyn

 

Goodbye Norma Jean....  **sniff**

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Loksins,  loksins!  Það var hallærislegt að sjá alltaf mynd af þessari útdópuðu löngu dauðu/myrtu konu á blogginu þínu,  nýbúin að láta fjarlægja af sér elleftu tána. 

Jens Guð, 19.6.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég held áfram að lesa sama hvaða mynd þú ert með.

Fínt blogg hjá þér

Björg K. Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Karl Tómasson

Til lukku með daginn.

Nú fjölgar þeim klárlega.

Þetta var samt frumlegt hjá þér en allt hefur sitt upphaf og endi.

Nú var lag.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 19.6.2007 kl. 00:22

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þið eruð nú meiri snúllurassarnir.

Kalli, þú heimtaðir þetta

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 00:26

6 identicon

Mér finnst alltaf persónulegra að sjá hin raunverulegu andlit á bak við bloggin. Sjálfur mun ég samt lesa bloggið þitt jafnmikið áfram - það er bara daily duty sko!

Tek undir með öðrum hér: þú ert sætust.

Kveðja frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Knus og klem norður í sólina Doddi minn.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 00:40

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég vissi hvernig þú leist út..hef gott minni, sá þig í sjónvarpinu ásamt þeim Einhverfa og Vidda  Samt fínt að hafa réttu myndina.

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 00:51

9 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Gaman að sjá loks þitt rétta andlit.... ekki sem verst ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 00:59

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ekkert smá góð skipti enda langflottust  

EN núna finn ég þig bara ekki í bloggvinalistanumn mínum? Var mér hent út eða henti ég þér óvart? Ja allavega vildi ég ekkert týna þér....enda orðin eins og ein úr fjölskyldunni

Þorsteinn Gunnarsson, 19.6.2007 kl. 01:04

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef eitthvað er þá verðurðu meira lesin dúllan mín.  Ert mun meira sjarmó en Malla.  Þótt hún hafi að sjálfsögðu ekki verið ljót. Hm.. þú ert flottust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 01:04

12 Smámynd: Karl Tómasson

Jæja Jóna mín.

Nú sérð þú viðbrögðin er ekki tímabært að segja takk við Mosfellinginn???

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 19.6.2007 kl. 01:16

13 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hjúkk...hélt að þú værir búin að henda mér af því að ég sá ekkert rautt..svaklega létti mér að finna þessa sætu ljósku..

Brynja Hjaltadóttir, 19.6.2007 kl. 01:26

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 . . . æ hvaða hvaða,... þú ert nottlega bara miklu sætari, ekki spurning hér  ... náttúrulegt útlit sem passar líka betur við skrifin þín  ..

Hólmgeir Karlsson, 19.6.2007 kl. 02:16

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir að sýna okkur mynd af þér. Þú ert gullfalleg og skrifin þín eru frábær. Það er skemmtilegra að sjá myndir af fólkinu sjálfu á blogginu. 

Marta B Helgadóttir, 19.6.2007 kl. 06:49

16 identicon

Loksins :D

Mikið betra að sjá hið raunverulega andlit bak við bloggið, ég mun áfram koma við þótt Marilyn sé fokin. 

Ragga (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 09:25

17 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

lang sætust...

Guðríður Pétursdóttir, 19.6.2007 kl. 10:28

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mun meira sjarmó en Malla..segir Jenný!!! Ehhh.... Ég er nefninlega hin eina sanna Malla sko og er ógeðslega moðguð yfir þessari athugasemd. Geturðu ekki bara hent henni út

Jæja..það verður að hafa það. En mér finnst myndin þín ljómandi fín og flott.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 11:38

19 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þú ert mun sætari og flottari en Marlyn Monroe var og ég les síðuna þína jafnvel betur núa eftir að mynd af þér kom þarna inn.

Magnús Paul Korntop, 19.6.2007 kl. 13:20

20 identicon

Þú ert sæt. Mér þykir skemmtilegra að þekkja andlitin á þeim sem ég kíki á. En vegna tæknilegra örðuleika er ekki komin mynd af mér á síðuna mína. Málið var lagt í nefnd og niðurstöðu er að vænta með haustinu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:21

21 Smámynd: Benedikt Halldórsson

..fín mynd...sjúmst.

Benedikt Halldórsson, 21.6.2007 kl. 21:01

22 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...átti ad vera sjáumst.

Benedikt Halldórsson, 21.6.2007 kl. 21:02

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Benni! hvernig er í fríinu? Takk guys.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband