Leita í fréttum mbl.is

Nartpúkinn drepinn fyrir fullt og allt?

 

Jóhanna spurði mig í athugasemdakerfinu hvernig gengi í 40 ára afmælis-átakinu. Jóhanna mín, það vill svo skemmtilega til að ég get sagt að það gengur glimrandi vel. Takk fyrir að spyrja.

Ég ákvað að ég ætlaði að prófa nýtt system varðandi ræktina. Í þessum sífelldu átökum þá ætlar maður alltaf að láta allt gerast á svo skömmum tíma. Kannist þið við það?

Nú ákvað ég að snúa við blaðinu og í stað þess að ætla að mæta lágmark 5x í viku í ræktina þá er bannað að fara oftar en þrisvar sinnum. Í hádeginu skal ég fara, þrisvar í viku. Hvorki sjaldnar né oftar. Taka þetta á skynseminni í stað þess að ætla að gleypa heiminn í einum munnbita. Breyttur lífsstíll. Það er það sem ég leita að eins og svo margur annar.

Svo er annað sem  ég ætla að segja ykkur betur frá seinna. Þegar það er komin meiri reynsla á það.

 Ég er ekki trúuð á töfralausnir. Hvort sem um er að ræða krem sem á að fjarlægja allar hrukkur úr andlitinu á mér, gel sem á að má út öll merki um appelsínuhúð, bumbubana, töflur sem brenna af mér allri fitu... skiptir ekki máli hvað það er, ég er tortryggin.

En ég ákvað að prófa svolítið um daginn og það virðist vera að svínvirka.

Málið er að ég er nartari. Ég þarf sífellt að vera að narta. Þar erum ég og Sá Einhverfi að skilja hvort annað. Leitandi endalaust í eldhússkápunum að einhverju til að tyggja. Ég virðist aldrei fá nóg. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er ekkert að spriiiinga úr spiki. En með þessu áframhaldi kemur að því að ég spring út eins og sjóðandi heit maísbaun.

En í heila viku hef ég ekki haft minnstu löngun í sætindi og nartþörfin er horfin. Ég meira að segja borða minna á matmálstímum. Allt saman áreynslulaust.

Ég ætla að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvort kraftaverkið endist. Því í mínum huga er það kraftaverk ef ég hef fundið lausnina á mínu sífellda narti.

-------

Varðandi bókina þá er ég loks komin með ritstjóra og nú fara hlutirnir að gerast. Vonandi á það dæmi allt saman eftir að ganga upp. Bókin verður blanda af efni sem þegar hefur birst hér á blogginu og nýju efni. Ég er byrjuð að skrifa nýtt efni og það ætlar að reynast mér mun auðveldara en ég hélt. En það þýðir líka að ég mun ekki verða jafn aktív hér á blogginu. Þið megið samt ekki gleyma mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hæ ég heiti Ómar ég er Nartari 

HÆ ÓMAR ........

Shiiiiiii

Ómar Ingi, 7.7.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Einmitt  Ég veit ég á marga þjáningarbræður og -systur Ommi minn

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er alltaf að segja þér hvað hann Ian er mikið krútt, en mér finnst þú nú bara sjálf svolítið krútt sjálf!
Gangi þér vel með fertugskúrinn, mikið væri ég til í svoleiðis. En ég veit að þú værir líka alveg til í að sitja núna og narta í nammi..

En mikið æðislega er ég ánægð með þig, komin með ritstjóra, ég kaupi bókina strax og hún kemur í búðir hér, ég get svo svarið það. Þú ert uppáhalds penninn minn, án efa. Svo þetta verður svona eins og í den með Idol stjörnurnar.

Passaðu þig um helgina á vegum Reykjavíkur, kannski stekk ég í veg fyrir þig einhverntíman og brosi mínu breiðasta!

En innilega til hamingju með þetta, þú ert æðisleg elsku Jóna mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Allt er "tæplega" fertugum fært

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Róslín mín. Þakka þér fyrir þetta allt saman.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hlakka til að heyra töfralausnina varðandi nartið, en ég hlakka ennþá meira til bókarinnar.

Gangi þér vel bæði í átaki og ekki síður í bókarskrifum

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hulda eigum við ekki að segja bara að flest sé hægt sé viljinn fyrir hendi. Sama á hvað aldri við erum  Ég ætla að vera enn sprækari um fimmtugsaldurinn

Sigrún. Takk fyrir það. Ég treysti auðvitað á að ALLIR kaupi blessaða bókina

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu, ég las fyrirsögnina fyrst "netpúkinn"....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:39

9 identicon

X nartari hér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:45

10 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Vá komin með ritstjóra til hamingju, hlakka mikið til að kaupa bókina og fá hana áritaða :-)

Er líka nartpúki og það mjög slæmur og bíð spennt eftir að þú opinberir leyndarmálið. Ég er eins og þú að ég trúi ekki á töfralausnir ef þær væru til væri ekki feitt fólk í hverju húsi á íslandi, það er alveg víst.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:49

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, hringdu í mig um leið og þú sérð þetta.  Ég þarf að spyrjast fyrir.  Komasho.

Arg.

En þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 23:36

12 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er svo gaman að lesa bloggið þitt jákvæða kona.  ALLT er fertugum fært !!!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:14

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:27

14 Smámynd: M

Komdu með lausnina við nartinu, gæti verið að allan daginn   Er þetta ekki annars bara agi og aftur agi ?

M, 8.7.2008 kl. 00:40

15 identicon

gvöð, segðu okkur töfralausnina!!!!

alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 02:11

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Áfram Jóna!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 8.7.2008 kl. 02:32

17 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með nartstoppið, rétta hugarfarið er það eina sem virkar .  Hlakka svooo mikið til að fá bók frá þér.

Elísabet Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 10:01

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bíð spennt eftir að heyra hvað þetta er !!!

Kærleikur yfir á mitt landið gamla

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 10:40

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

meina víst gamla landið mitt, set setninguna upp á dönsku, ekki hægt.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 10:41

20 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Hér á heimilinu var gosdrykkjum útrýmt fyrir nokkru og þótt það hafi tekið á eru allir hættir að sakna þeirra núna.  Í kjölfarið var meira eða minna hætt að versla sælgæti og það var ótrúlega auðvelt miðað við ropvatnið.  Núna erum við fullorðna fólkið að kötta niður áfengið (þótt það hafi ekki verið nein ósköp í gangi þar) og það gengur barasta ágætlega.  Mamma sagði þó alltaf að summa lastanna væri ávallt sú sama og ég velti því fyrir mér hvað tekur við!

Þórdís Guðmundsdóttir, 8.7.2008 kl. 11:21

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. Ha, ha, ha, Jóna þú ert frábær, ég ætlaði að veita þér aðhald með spurningunni en þarf þess augljóslega ekki. Gaman að heyra að þú ert nú undir nartleysismörkum eða er það yfir..  .. þetta er kannski tvöföld neitun, vantar málfræðing í málið.

Sjálf bjó ég mér einu sinni til kúr sem ég kallaði ,,Síberíukúrinn" .. hann virkar alveg en er helv... strangur svo ekki sé meira sagt. Annar kúr sem ég mæli einnig stranglega gegn er ,,skilnaðarkúrinn" en ég held ég hafi aldrei misst eins mörg kíló jafn hratt og eftir að ég skildi fyrir tja.. fimm árum eru það víst. Lífstílsbreyting - það er málið - sérstaklega ef það gerir okkur glaðari og sáttari við sjálfsmyndina.

Gangi þér svaka, svaka, svaka vel ..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 11:41

22 identicon

sæl

ég er ný hér við skriftir en gömul við lestur.

en þegar ég skildi setninguna "þú ert eins feit og þú átt skilið" og heimfæra það á sjálfa mig þá first fór mér að ganga vel.

vildi bara deila því með fleirum

kveðja, Jóhanna 

Jóhanna Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:44

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hlakka rosalega til að eignast bókina þína. Þú verður með útgáfusamsæti og býður öllum, bloggurum sem og öðrum, þar verður fjör.  Knús á þig í nartleysinu, virkar pottþétt vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 12:14

24 identicon

Nart og þá sérstaklega sykur er bara fýkn eins og hver önnur.  Málið er að það tekur líkamann víst 2 daga að vinna sykurinn úr kerfinu og eftir það minnkar löngunin mikið.  Þannig að ef þú kmest í gegnum 2 "holla" daga þá er miklu minna mál að halda áfram :)

Og með bókina, loksins segi ég bara! Kaupi hana um leið og hún kemur úr prentun.

Kv. Inga

Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:40

25 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég segi eins og Ómar, hæ ég heiti Högni og ég er nartari.

Ég gleymi þér nú seint, ég tala um ykkur á hverjum einasta degi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.7.2008 kl. 13:26

26 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég gleymi þér ekki og mig langar að panta eina bók...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:49

27 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl vertu Jóna mín.

Það er langt síðan ég hef kvittað hjá þér en sé að allt gengur sinn gang hjá þér.

Vona að sumarið sé þér og þínum gott:)

Kær kveðja,

Linda Samsonar Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 13:55

28 identicon

Sæl Jóna.

ég kíki á hverjum degi eftir nýju bloggi, þú ert nefnilega ansi skemmtilegur penni.

En fyrir okkur NARTpúkana viltu þá vera svo góð að opinbera leyndarmálið

Kveðja til Bretans, Unglingsins,Gelgjunnar og þess Einhverfa það er svo skemmtilegt að lesa um ykkur öll

Áslaug (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:44

29 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Hlakka til ad fá bók frá thér, verdur hægt ad panta á netinu og fá sent út?  vonandi.

Flott ad heyra ad gengur vel, á sjálf fjandanum erfidara med nartid sko... en er svo asskoti løt ad ég næ mér ekki upp af rakkatinu....

eigdu gódan dag.

María Guðmundsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:54

30 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey! Komdu með nart-free-töfralausnina eins og skot! Annars kaupi ég ekki bókina

Heiða B. Heiðars, 8.7.2008 kl. 16:10

31 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til lukku með að vera komin með ritstjóra, glæsilegt!  mikið hlakka ég til útkomu bókarinnar, sannarlega verður hún keypt hér!

"Nart free" töfralausn!  jebb væri ekki slæmt að sjá það fráþér

annars

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.7.2008 kl. 16:14

32 identicon

Ó ég er nartari, og ekki bara á kvöldin, *roðn*  Ég skil þetta vel,  einhverntímann sagði einhver við mig, "Hvernig étur maður fíl? " og svarið var " Einn bita í einu" Kannast við það líka.

Hvernig er hægt að gleyma þér ?  Manni er spurn.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:08

33 Smámynd: Hulla Dan

Gleyma þér??? Jehhh ræt. Gætan.

Frábært að heyra að gangi vel í kringum bókina, já og nartið.
Hlakka til að heyra þessa töfralausn, kannski ég geti notað hana á helv%%%% reykingarnar.

Hulla Dan, 8.7.2008 kl. 20:18

34 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bæði fertugs- og fimmtugsátakið hjá mér misheppnuðust hörmulega. Kannski að maður stefni bara á sextugsátakið. Gangi þér bæði með átakið og bókina sem ég hlakka mikið til að lesa.

Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:54

35 identicon

Nartpúkinn drepinn fyrir fullt og allt? Sá þessa fyrirsögn á mbl.is og varð að kíkja þar sem ég var sjálf alveg forfallin nartari,og allt þetta fólk sem samsinnir þér að vera nartarar þá verð ég að leyfa fólki að vita að við erum með töflur hjá Herbalife sem heita Yellow eða gulu töflurnar sem eru að þræl virka gegn þessu narti.Sykur og nartlöngun hverfur.Það er króm í þessum töflum sem jafnar blóðsykurinn og þá hverfur þessi nartlöngun.einnig er í þeim indversk jurt sem hindrar að við breytum kolvetnum í fitu. :O)Frábærar.Ef þið viljið prófa þá endilega hafið samband og það er 30 daga skilafrestur af öllum Herbalife vörum. kveðja Sigrún S: 867-0467

Sigrún Elísabeth (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:56

36 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nnnnnoh...

ég þarf að vita hvað er að virka svona vel á nartið...

 ég er ógeðslegur nartari (nartari, það hljómar eins og einhver dýrategund)

Guðríður Pétursdóttir, 8.7.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1639996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband