Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Ekki neglur og ekki IKEA

 

hakarl

 

Klukkan er bara hálfellefu. Ég hef nógan tíma ennþá til að laga og lakka neglurnar á mér. Gæti meira að segja skvísað tánöglunum inn í prógrammið.

Hvað er opið lengi í IKEA? Hef ég enn tíma til að kaupa náttborð?

Bretinn þurfti óvænt að skutlast í vinnuna til að sitja fund. IKEA ferðinni var því frestað. Hann verður þó að fá að hafa eitthvað að segja um hlut sem er það síðasta sem hann sér áður en hann sofnar og það fyrsta þegar hann vaknar. Og þá er ég að tala um náttborð. Er ég of tillitssöm?´

Ég ákvað því að viðra aðeins Bresku konuna. Við lögðum bílnum við Hallgrímskirkju og töltum niður Skólavörðustíginn. Ég taldi að hún væri orðin aðframkomin af löngun í lestur breskra blaða svo við fórum á Súfistann. Það var virkilega huggulegt. Ég fékk mér cappuchino og hún fékk Latte í súpuskál. Á meðan ég blaðaði í gegnum Hjemmet og Norsk ukeblad las hún eitthvað menningarlegt breskt dagblað og var alsæl alveg. Við ræddum líka aðeins löngun mína í fartölvu og ég sá að konan á næsta borði var orðin hrædd um tölvuna sína. Ég hef sennilega verið ansi áköf.

Ég ákvað svo að kaupa bókina Engill meðal áhorfenda, eftir Þorvald sæta Þorsteinsson. En hún er víst ófáanleg. Ég fór í tvær fornbókabúðir á Hverfisgötunni en fann ekki bókina. Veit einhver hvar ég get fengið hana?

Við enduðum niðri við tjörn. Það er víst búið að setja hákarl í tjörnina sem nefnist Mannafæla. Komið skilti og allt.

 

 


Viltu vinna milljón?

Ljóskan tók þátt í viltu vinna milljón.

Hún fékk eftirfarandi spurningar:

Hve langan tíma tók 100 ára stríðið?

           a) 116
           b) 99
           c) 100
           d) 150 
         

Hún sat hjá í þessari spurningu (ég man reyndar ekki eftir þeim valmöguleika)



            2. Í hvaða landi er Panama hatturinn fundinn upp? 


           a) Brasilíu

           b) Thili
           c) Panama
           d) Equador 


Ljóskan spurði salinn


           3.Í hvaða mánuði er október by
ltingin haldin hátíðleg ? 


           a) Janúar
           b) September
           c) Október
           d) Nóvember
           

Ljóskan hringdi


            4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI? 


           a) Albert
           b) Georg
           c) Manuel
           d) Robert
           Ljóskan tekur út tvö röng svör



            5. Eftir hvaða dýri eru Kanarí eyjar nefndar? 

           a) Kanarífugli
           b) Kengúru
           c) Sel
           d) Rottu 

Ljóskan hætti 


           

Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni, 
Þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
    

 

1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453. 
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador. 
3. Október byltingin er haldin hátíðleg 7.nóvember 
4. Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn 
5. Kanaríeyjar eru nefndar eftir sel. Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir Selseyjar. 


           

Guys. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Ég hef ekki hundsvit á þessu.


Ég hef tekið áskorun Ellýar.......

 

......og ráðleggingum Jennýar.

Ég á fund með útgefanda í fyrramálið. Fokk it... eða þannig.

Hef ákveðið að taka Secret-ið á þetta. Hugsa jákvætt... allt að því hrokafullt. AUÐVITAÐ kemur eitthvað jákvætt út úr þessu. AFHVERJU ætti það ekki að gera það?

Aldingarðurinn my arse....

Og svo er það hin hliðin. Rowling, mamma Harry Potter, þurfti að tala við þó nokkuð marga útgefendur áður en hún fékk samning. Svo að fá ''nei'' er ekki banvænt.

Ég er farin á taugum.

 


HEFNDARÞORSTI - glæpasaga - 4. og síðasti hluti - ekki fyrir viðkvæma

 

Honum vegnar ágætlega í starfi. Vinnur sig upp í sölustjórastöðu. En eina fólkið sem hann á samneyti við eru vinnufélagarnir og aðeins á vinnutíma. Kvöldunum eyðir hann einn í lítilli leiguíbúð.

Hann hefur hvorki vilja né löngun til að elda ofan í sig og pantar nær undantekningarlaust mat af kínverskum veitingastað í nágrenninu. Snæðir yfir sjónvarpinu. Einn og yfirgefinn. Eina manneskjan sem hann hittir utan vinnutíma er sendillinn sem kemur með matinn til hans. Hann heldur að það sé kona er getur ekki verið viss. Líkaminn er svo undarlega ólögulegur og andlitið er hulið sólgleraugum og trefli. Sama hvernig viðrar.

Hann er ekki heill heilsu. Fær óútskýranlega hitatoppa og magakrampa. Sumar nætur kastar hann upp margoft og vaknar morguninn eftir slappur og valtur á fótunum. Heilsan fer versnandi en læknarnir finna ekkert að honum.

 

Tuttugu og þriggja ára lætur hún til skarar skríða í fyrsta skipti. Eftir að hafa komið fyrsta fórnarlambinu á kné og svipt það allri mannlegri reisn sat hún fyrir honum. Sljóvgaði með nákvæmlega réttu magni af lyfjum. Nógu miklu svo hann væri ósjálfbjarga en nægjanlega litlu til að hann skildi hvað væri að gerast. Vissi hver hún var. Þegar hún fann hnífinn sökkva inn í hold hans og lífið fjara úr líkamanum helltist yfir hana fölskvalaus gleði. Frá þeirri stundu varð þessi nýuppgötvaða gleðitilfinning drifkrafturinn í lífi hennar.

 

Þrjátíu og sjö ára er hann sem farlama gamalmenni. Heilsulaus og rændur allri lífslöngun. Börnin hans eru löngu orðin honum fráhverf og hann hefur hvorki andlega né líkamlega burði til að berjast fyrir ást þeirra og virðingu. Hann hefur brugðist þeim finnst honum. Öll sjálfsvirðing er honum horfin.

 

Næstu ár voru bestu ár ævi hennar. Einu árin í lífi hennar sem henni hefur fundist hún hafa fullkomna stjórn. Vald. Tilfinningin er svimandi.

Án allra mannlegra tilfinninga braut hún þá niður hvern á fætur öðrum. Og á réttum stað, á réttum tíma náði hún þeim á sitt vald með lyfinu góða. Skemmtilegustu og mest sálarhreinsandi andartökin eru þegar þeir skilja hver hún er. Og fullvissan um að þeir hafi engu gleymt.

Þeir vita hvað bíður þeirra og þeir vita hvers vegna. Hún gælir við þá hvern á eftir öðrum og nýtur þess að horfa á viðbjóðinn í svipnum á þeim yfir afskræmdu útliti hennar. Svo fær blóðið að renna undan hnífnum.

 

Hann drekkur ótæpilega. Sækir sömu staði og rónar bæjarins. Gamlar syndir ásækja hann meira en nokkru sinni fyrr. Brjótast upp á yfirborðið eftir að hafa verið kæfðar niður í fjölda ára. Hann situr og drekkur þar til sársaukinn er bærilegur. Þar til raddir fortíðar hætta að ásækja hann. Þá fer hann heim. Ef heimili skyldi kalla.

 

Hún er þreytt. Sálin er þreytt en ekki buguð. Lokaverkefnið er senn í höfn en hún hefur gert nýjar áætlanir. Hún treystir á hjálp frá honum. Treystir á, að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, bærist enn með honum vottur af ást á lífinu. Enn sé von til þess að hann berjist til að halda því.

Með þá trú í farteskinu bíður hún eftir honum eitt vorkvöld þegar hann kemur heim. Í þetta skiptið er lyfið óþarft.

 

Þau standa og horfa hvort á annað. Augnaráð hennar logandi af hatri og einbeitingu. Hann er skelfingu lostinn yfir þeirri hryggðarmynd sem blasir við honum. Kona með hálft andlit og undarlega skakkan líkama. Þar sem áður voru fingur vinstri handar er aðeins samankrepptur hnefi, hrukkóttur af brunaörum. Fingur hægri handar halda um kjötöxi og án þess að hún segi orð, veit hann hver hún er.

Hann undrast þennan skyndilega þrótt sem hann finnur fyrir. Í fyrsta skipti í langan tíma finnst honum hann finna blóðið streyma um æðar sínar. Viljinn vaknar af dvala. Hann er ekki tilbúinn til að fara. Hann skynjar hatrið sem streymir frá henni. En hann skynjar líka sorgina og óbætanlega kvölina. Sem hann skapaði. En hann á einskis kosta völ.

Átökin eru hatrömm en undarlega stutt. Fyrr en varir stendur öxin í holdi.

Sigrihrósandi glampa bregður fyrir í auga stúlkunnar. ''Ég vann'' hvíslar hún.  Verkefninu er lokið og sársaukinn er horfinn. Líkaminn fellur í gólfið og óendanlegur friður er yfir andlitinu.

Augnaráð hans er tómt og starandi. Hendurnar skjálfa þegar hann tekur upp símann.

Með blikkandi ljósum og vælandi sírenum kemur vonin til hans. Vonin um að endurheimta sál sína og frið, sem hvarf í ljósum logum fyrir margt löngu, með skúrnum í syðsta enda skólalóðarinnar......

 


Frídagur verslunarmanna þýðir......?

cashier

 

Í dag er frídagur Verslunarmanna. Sem á að vera, eins og nafnið ber með sér, frídagur verslunarfólks. Það er að segja, fólk sem vinnur í verslunum á að eiga frí í dag. Are you with me so far?

Það er nú öðru nær eins og við öll vitum. Ein stétt af fáum sem er ekki í fríi frá sinni vinnu á þessum degi er verslunarfólk. Sem er bara næstum því sorglegt. Þó tel ég mig vita að í dag sé enginn þvingaður til vinnu á þessum degi. Ég held að mestmegnis sé það fégráðugt skólafólk (ekkert neikvætt við það) sem taki vaktinni fegins hendi. Ég vona það.

Allavega tel ég sjálfri mér trú um að svo sé, þegar ég geng inn í Nóatún á eftir, til að versla ýmislegt sem vantar til heimilisins. Sá verslunarleiðangur hefði vel getað verið farinn í gær. Og það hefði að sjálfsögðu verið gert ef ég hefði ekki verið alveg handviss um að ég kæmi að opnum dyrum í flestum matvöruverslunum í dag.

En ég er material girl og fer bara hnarreist í minn verslunarleiðangur á frídegi verslunarmanna og skammast mín ekkert fyrir það. Það er lasagne í matinn í kvöld og það bráðvantar hráefni. Maður verður að forgangsraða. Ég um mig frá mér til mín.

 


Þrjár Þjóðhátíðar í Eyjum og Benny Hinn

Þrisvar hef ég farið á Þjóðhátíð í Eyjum. Skemmti mér konunglega í öll skiptin.

Fyrsta skiptið var ég fimmtán ára. Systir mín bjó í Eyjum á þessum tíma og ég fékk að fara undir því yfirskini að ég væri að fara að heimsækja hana. Sem og ég var. Eyddi samt litlum tíma undir hennar þaki. Aðeins yfir blánóttina.

Í annað skiptið var ég 24 ára og flaug frá Bakka með tveimur vinkonum mínum. Á þeirri Þjóðhátíð gerði ég allt sem ég gat til að koma vinkonu minni saman við einhvern breskan hljóðmann. Í dag gengur hann undir nafninu Bretinn í bloggheimum.

Í þriðja skiptið fór ég í félagi við Todmobile og má segja að ég hafi upplifað Þjóðhátíðina ''baksviðs'' í það skiptið. Eina Þjóðhátíðin sem ég var edrú allan tímann.

Að fara á Þjóðhátíð er sannkallað upplifelsi. Brekkusöngurinn og flugeldasýningin eru náttúrlega barasta gæsahúðarmóment og jákvæð múgsefjun. Algjörlega yndislegt. Það er stórkostleg upplifun að sjá 10 þúsund haugfulla Íslendinga setjast á rassgatið eins og þæg leikskólabörn og kyrja gamla útileguslagara og lög eftir Ása í Bæ með laglausan mann á kassagítar sem forsöngvara. Og hrópa awwww.... óóóóó... vááááá með tárin í augunum yfir glæsilegri flugeldasýningu.

Benny Hinn nær ekki upp betri stemningu á sínum besta degi


Ég væli yfir öllu

Anna frænka kom yfir í mat í kvöld. Hún var meiriháttar grasekkja þangað til fyrir klukkustund síðan. Kallinn í veiði og börnin þrjú (sem eru nú engin börn lengur) út um hvippinn og hvappinn (eða er það kvippinn og kvappinn?).

Á borðum var nautasteik Ala Breti steikt upp úr hvítlauk, lauk og engiferi, með frönskum kartöflum og hrikalega góðri sósu. Monster-in-LawMeð þessu var drukkið Coca-cola light 2007.

Í kvöld horfðum við Bretinn á Monster in Law með Jane Fonda og Jennifer Lopez. Engin óskarsverðlaunamynd en ég hafði gaman af henni. Og ég vældi í endann.

Damn.... ég væli yfir öllum væmnum atriðum í bíómyndum. Held þetta sé aldurinn. Er ekki sagt að maður verði meyrari með aldrinum?


Rómantísk fokkferð

golfFyrir nokkru síðan tilkynnti Bretinn það að hann ætlaði til Englands í sumar að kaupa sér golfsett og ég ætti að koma með honum. Úr þessu myndum við gera stutta flóttaferð. Bara við tvö. Ég held hann hafi ekki fengið neinar brjálæðislegar undirtektir frá mér. Mér finnst svo mikið mál að koma krökkunum fyrir, og þó merkilegt megi teljast, meira mál með Gelgjuna en Þann Einhverfa.

Hef þó hugsað þetta svona í hljóði... fjandinn fjarri mér að ef ég loksins kemst í rómantíska fokkferð að það verði til tengdó..... I dont think so.

Ég laumaði hugmynd af Brynju vinkonu í Berlín. Væri ekki sniðugt ef við færum í heimsókn til hennar?

Við Bretinn hefðum dagana út af fyrir okkur því hún er auðvitað að vinna. Gætum ráfað um Berlín, drukkið kaffi eða rauðvín eða what ever, skoðað eitthvað merkilegt (t.d. golfsett) og jafnvel bara skrúað á sófanum hennar Brynju. Gætum svo eytt kvöldunum í notalegheitum með Brynju eða án, út að borða eða heima að elda.

Margar flugur drepnar þarna; Róleg og næs helgi með Bretanum, ég fengi tækifæri til að hitta og eyða tíma með ástkærri vinkonu sem ég sakna hræðilega mikið, frítt húsnæði (held allavega ekki að Brynja myndi rukka okkur um leigu. Brynja er það nokkuð?), laus við krakkaormana í smá tíma. Væri hægt að hafa það betra.

 Það var aðeins eitt sem þurfti að gera til að ég hefði tromp á hendi þegar ég bæri þetta upp við Bretann. Brynja samþykkti að fara á stúfana og athuga hvað golfsett myndi kosta í Berlín. Gæti bara ekki verið dýrara en í Englandi. Ekkert mál sagði hún. Það er golfbúð hérna handan við hornið sem ég geng fram hjá á hverjum degi. Droppa þar inn og finn út úr þessu.

Ég fékk tölvupóst frá henni í dag þar sem hún segir.... hér kemur það, kópí peist, beint úr Lótusnum:

Golfbúðin sem að mér fannst vera í næstu götu við mig reyndist vera hestabúð - ég veit það, ég er keppnisíþróttamanneskja og hef alltaf verið, ég held áfram að hafa augu "opin" og læt þig svo vita hvað gólfsettið kostar í Berlín.

Ég velkist því enn í vafa um hvort Bretinn og ég munum eyða nokkrum rómantískum nóttum hjá tengdó í smábæ á Englandi or what.


Afmælisdagafóbía

 

Ég er vonlaus í að muna dagsetningar. Reyndar, þegar ég hugsa um það, þá  er tölu-minni mitt yfirhöfuð, afar lélegt.

image-numbers 

Ég veit að þetta mun sjokkera marga en ég get alls ekki munað klukkan hvað ég var rist á hol í þessi tvö skipti sem ég fæddi börn í þennan heim. Né hversu stór eða þung þau voru.

Og þó að ég skvetti þessu hér fram eins og ég sé blygðunarlaus þá skammast ég mín fyrir þetta. Þið getið alveg trúað því. Sem betur fer man ég hvenær þau eiga afmæli en þarf þó stundum að hugsa mig aðeins um því ég á það til að víxla tölunum. Gelgjan er fædd 11. janúar og Sá Einhverfi 7. september. Ég vil stundum klína 7. janúar á hana og 11. september á hann. Ég veit það, þetta er ótrúlegt. GSM símar og þeirra innbyggðu hæfileikar voru því mikil blessun fyrir mig. Smátt og smátt er ég að setja inn í símann alla afmælisdaga fólks sem mér þykir vænt um og læt hann pípa á mig með dagsfyrirvara.

En ég er með fóbíu og ég vil að hún verði skráð og skjalfest sem slík. Afmælisdagafóbía. Ég vil að þetta verði viðurkennt sem sjúkdómur.

Einkennin eru hnútur í maga, ör hjartsláttur og svitaköst.

Kastið kemur fyrirvaralaust ef eitthvað verður til þess að mér dettur í hug að ég hafi gleymt afmælisdegi. Fékk þrjú svona köst eftir að ég, til og með, mætti í afmæli hjá Fríðu vinkonu með gjöf og allan pakkann.

Þrisvar sinnum eftir afmælið datt mér skyndilega í hug: Ó Guð, átti Fríða ekki afmæli í gær... eða dag... eða þessa dagana. Og hjartað róast ekki fyrr en ég skyndilega man að ég fór í afmælið, borðaði köku og knúsaði afmælisbarnið.

Ég lifi í stöðugri hræðslu við að gleyma afmælisdegi einhvers sem mér þykir vænt um og særa hann. Ég á eldri systir sem er líka afmælisdagarati og það er hreinlega yndislegt að gleyma afmæli hvor annarrar og hafa barasta engar áhyggjur af því.

Jebb. Nú er það opinbert. Ég er stórskrýtin.   birthday


Indverskur og appelsínusafi

Bretinn og ég áttum notalega kvöldstund í gær.

Við fórum á Indverskan stað þar sem gin og tónik er borið fram í lágum víðum glösum með engum klaka, gleymdist að láta okkur fá hnífapör og starfsfólkið veit ekki hvað kokteill er. Yndislega frumstætt og afslappað. Þjónarnir voru eins fjölþjóðlegir og það gerist og svei mér þá ef við vorum ekki með einn Samurai-a þarna. Ótrúlega flott andlit. samurai1

Við fórum á Kaffi París til að fá okkur kaffibolla og virtum fyrir okkur mannlífið þar. Einn þjónninn, ung stúlka, örugglega undir 11% í líkamsfitu með beran nafla, gekk um með glaðleg andlit. Brosti fallega til Bretans þegar hún átti leið fram hjá borðinu okkar. Bretanum fannst þetta eitthvað persónulegt og leit í kringum sig til að athuga hvort brosið hefði verið ætlað einhverjum öðrum. Leit svo hneykslaður á mig og sagði: She is like, twelve!!!

Þarna var 12 manna hópur og við lékum okkur að því að giska á félagsskapinn á bak við hann. Bretanum fannst trainspotters líklegast. Fyrir þá sem ekki vita er trainspotters fólk (venjulega afar sérstakt fólk) sem situr á lestarstöðvum og tekur niður lestarnúmer og spáir og spekúlerar í áætlunum, áfangastöðum, lestartýpum o.sfrv.

citron 

Svo röltum við aðeins um bæinn áður en við héldum í heimsókn til Hafliða og Ellisifar. Var ákveðið að sleppa kaffinu. Ég fékk rauðvín og Bretinn appelsínudjús. Þar áttum við góða stund.

Kl. 1:45 komum við keyrandi eftir götunni að húsinu okkar og ég sá að það var ljós í herberginu hjá Gelgjunni. Fimm mínútum seinna stóð ég í herbergisdyrunum hennar og þá var allt slökkt. Hún virtist steinsofandi.

Ég veit þú ert vakandi, sönglaði ég. Ég sá ljósið í glugganum.

Ég gat næstum séð hugsanirnar brjótast um í litla hausnum hennar áður en hún játaði sig sigraða og opnaði augun.

''Busted'' sagði hún.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband