Leita í fréttum mbl.is

Ég væli yfir öllu

Anna frænka kom yfir í mat í kvöld. Hún var meiriháttar grasekkja þangað til fyrir klukkustund síðan. Kallinn í veiði og börnin þrjú (sem eru nú engin börn lengur) út um hvippinn og hvappinn (eða er það kvippinn og kvappinn?).

Á borðum var nautasteik Ala Breti steikt upp úr hvítlauk, lauk og engiferi, með frönskum kartöflum og hrikalega góðri sósu. Monster-in-LawMeð þessu var drukkið Coca-cola light 2007.

Í kvöld horfðum við Bretinn á Monster in Law með Jane Fonda og Jennifer Lopez. Engin óskarsverðlaunamynd en ég hafði gaman af henni. Og ég vældi í endann.

Damn.... ég væli yfir öllum væmnum atriðum í bíómyndum. Held þetta sé aldurinn. Er ekki sagt að maður verði meyrari með aldrinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

mér finnst sætt að fella tár yfir bíómyndum og geri það óspart  

Elín Arnar, 5.8.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Hugarfluga

Meyrari og meiri um mig ... þannig er ég með aldrinum. Grenja yfir Lottu í Ólátagarði og fitna við tilhugsunina um að ét'ana. Er samt rosa þakklát fyrir að fá að eldast og allt það ... bara svo það sé á hreinu.

Hugarfluga, 5.8.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég grenja sjaldan en það gerist yfir völdum bíómyndum.  The light has to be right, smell in the air and everybody around me has to be miserable.  Segi svona.  Skil þig alleg en hef vegna ömmustands ekki horft á neitt í kvöld.  Var að meila þér (flautukarl).

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 00:19

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elín finnst þér það líka krúttlegt þegar karlmenn væla yfir bíómyndum?

Hugarfluga. Fitnar við tilhugsunina að éta hana Lottu litlu?

Jenný nefndu mér eina bíómynd sem þú hefur grenjað yfir? Strax!

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 00:22

5 identicon

Ég grenja sko yfir myndum, jafnvel tónlist líka (æ, þú veist hvernig ég er)

Fyrstu myndirnar sem mér detta í hug sem ég grenjaði eins og griðungur yfir var legend of the Falls með Anthony Hopkins og hinum guðdómlega Brad Pitt meðal annarra, svo er það Notebook, hún er þriggja vasaklúta.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna ég hef alveg örugglega heyrt nafnið áður, Notebook. Hélt ég hefði séð hana og gúgglaði. Hef ekki séð hana svo hún fer á listann. Ég horfði á yndislega mynd í nótt. My house in Umbria með Maggie Smith. Þetta er ein af þessum yndislegu, litlu bresku myndum með fullt af dialogum og sterkri persónusköpun. Alveg hreint yndisleg.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 01:00

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst bara sætt að fólk tárist aðeins yfir bíómyndum.  Kannski er það aldurinn - minn

Hugarfluga - húmoristi númer eitt - ég er ennnnnn í kasti hérna

Marta B Helgadóttir, 5.8.2007 kl. 01:43

8 Smámynd: Ómar Ingi

Já grét yfir þessari enda með þeim leiðinlegri það árið.

Notebook er aftur á móti frábær kvikmynd sem já kallar fram tárinn hjá flestum sem svona yfir höfuð hafa tilfinningar.

Það er að koma ein fyrir ykkur sem svipar soldið til Notebook , Fried Green Tomatos og How To Make An American Quilt en hún heitir Evening.

http://www.apple.com/trailers/focus_features/evening/

Ég mun án efa væla soldið yfir þessari konumyndinni , enda er ég alger kelling

Ómar Ingi, 5.8.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband