Leita í fréttum mbl.is

Indverskur og appelsínusafi

Bretinn og ég áttum notalega kvöldstund í gær.

Við fórum á Indverskan stað þar sem gin og tónik er borið fram í lágum víðum glösum með engum klaka, gleymdist að láta okkur fá hnífapör og starfsfólkið veit ekki hvað kokteill er. Yndislega frumstætt og afslappað. Þjónarnir voru eins fjölþjóðlegir og það gerist og svei mér þá ef við vorum ekki með einn Samurai-a þarna. Ótrúlega flott andlit. samurai1

Við fórum á Kaffi París til að fá okkur kaffibolla og virtum fyrir okkur mannlífið þar. Einn þjónninn, ung stúlka, örugglega undir 11% í líkamsfitu með beran nafla, gekk um með glaðleg andlit. Brosti fallega til Bretans þegar hún átti leið fram hjá borðinu okkar. Bretanum fannst þetta eitthvað persónulegt og leit í kringum sig til að athuga hvort brosið hefði verið ætlað einhverjum öðrum. Leit svo hneykslaður á mig og sagði: She is like, twelve!!!

Þarna var 12 manna hópur og við lékum okkur að því að giska á félagsskapinn á bak við hann. Bretanum fannst trainspotters líklegast. Fyrir þá sem ekki vita er trainspotters fólk (venjulega afar sérstakt fólk) sem situr á lestarstöðvum og tekur niður lestarnúmer og spáir og spekúlerar í áætlunum, áfangastöðum, lestartýpum o.sfrv.

citron 

Svo röltum við aðeins um bæinn áður en við héldum í heimsókn til Hafliða og Ellisifar. Var ákveðið að sleppa kaffinu. Ég fékk rauðvín og Bretinn appelsínudjús. Þar áttum við góða stund.

Kl. 1:45 komum við keyrandi eftir götunni að húsinu okkar og ég sá að það var ljós í herberginu hjá Gelgjunni. Fimm mínútum seinna stóð ég í herbergisdyrunum hennar og þá var allt slökkt. Hún virtist steinsofandi.

Ég veit þú ert vakandi, sönglaði ég. Ég sá ljósið í glugganum.

Ég gat næstum séð hugsanirnar brjótast um í litla hausnum hennar áður en hún játaði sig sigraða og opnaði augun.

''Busted'' sagði hún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En hvað það hefur verið rómó hjá ykkur í gærkvöldi. Fyndið með litlu gelgjuna.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Ómar Ingi

Sko bara flott kvöld hjá ykkur Nice

Var þetta kanski Shalamar humm !.

En á Kaffi Paris hefðir þú getað svarað bretanum eftir She´s like twelve and you are like British

Busted er fallegt orð hehehe

Ómar Ingi, 29.7.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kristín, já gelgjan getur verið afar fyndin, krakkaskömmin.

Ommi. Jebb. hittir naglann á höfuðið. Shalamar var það. Stundum bara hlæ ég að Bretanum í staðin fyrir að svara honum.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

snilld með gelgjuna þína, þú náttúrulega segir líka svo snilldarlega frá

Kolbrún Jónsdóttir, 29.7.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má alltaf reyna er greinilega lífsspeki gelgjunnar.  Það segir mér að hún er fullkomlega eðlilegur krakki og rúmlega það.

Skemmtileg frásögn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 17:58

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gaman að lesa það sem þú skrifar...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.7.2007 kl. 18:01

7 identicon

Ég elska Shalimal, eiginlega minn uppáhalds í Reykjavík. Voða hefur þetta verið eitthvað ljúft hjá ykkur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 19:33

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

trainspotters......

ég get ekki hætt að flissa, mér finnst það einmitt líka svo líklegt.....

Gott þið áttuð ljúfa stund saman

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 19:41

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lísa. Eða sjá sig og sýna aðra eins og einhverjum varð að orði.

Takk lúsareggin mín.

Hrönn. Ertu trainspotter?

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 20:08

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sætt hjá þér Jóna mín

Edda Agnarsdóttir, 29.7.2007 kl. 20:49

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð sú stutta - gelgjan

Starfsfólk veitingjahúsa er oft ekki síður fjölmenningarlegur hópur heldur en gestirnir - mér finnst það sjarmerandi.

Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:26

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Edda mín.

Já Marta, matargestirnir í gærkvöldi voru franskir, thailenskir, íslenskir, breskir (og ekki bara Bretinn) og indverskir. Gætu alveg hafa verið fleiri þjóðerni án þess að ég tæki eftir því. Mjög skemmtilegt að virða fyrir sér mannlífið á þennan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1639933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband