Leita í fréttum mbl.is

HEFNDARÞORSTI - glæpasaga - 4. og síðasti hluti - ekki fyrir viðkvæma

 

Honum vegnar ágætlega í starfi. Vinnur sig upp í sölustjórastöðu. En eina fólkið sem hann á samneyti við eru vinnufélagarnir og aðeins á vinnutíma. Kvöldunum eyðir hann einn í lítilli leiguíbúð.

Hann hefur hvorki vilja né löngun til að elda ofan í sig og pantar nær undantekningarlaust mat af kínverskum veitingastað í nágrenninu. Snæðir yfir sjónvarpinu. Einn og yfirgefinn. Eina manneskjan sem hann hittir utan vinnutíma er sendillinn sem kemur með matinn til hans. Hann heldur að það sé kona er getur ekki verið viss. Líkaminn er svo undarlega ólögulegur og andlitið er hulið sólgleraugum og trefli. Sama hvernig viðrar.

Hann er ekki heill heilsu. Fær óútskýranlega hitatoppa og magakrampa. Sumar nætur kastar hann upp margoft og vaknar morguninn eftir slappur og valtur á fótunum. Heilsan fer versnandi en læknarnir finna ekkert að honum.

 

Tuttugu og þriggja ára lætur hún til skarar skríða í fyrsta skipti. Eftir að hafa komið fyrsta fórnarlambinu á kné og svipt það allri mannlegri reisn sat hún fyrir honum. Sljóvgaði með nákvæmlega réttu magni af lyfjum. Nógu miklu svo hann væri ósjálfbjarga en nægjanlega litlu til að hann skildi hvað væri að gerast. Vissi hver hún var. Þegar hún fann hnífinn sökkva inn í hold hans og lífið fjara úr líkamanum helltist yfir hana fölskvalaus gleði. Frá þeirri stundu varð þessi nýuppgötvaða gleðitilfinning drifkrafturinn í lífi hennar.

 

Þrjátíu og sjö ára er hann sem farlama gamalmenni. Heilsulaus og rændur allri lífslöngun. Börnin hans eru löngu orðin honum fráhverf og hann hefur hvorki andlega né líkamlega burði til að berjast fyrir ást þeirra og virðingu. Hann hefur brugðist þeim finnst honum. Öll sjálfsvirðing er honum horfin.

 

Næstu ár voru bestu ár ævi hennar. Einu árin í lífi hennar sem henni hefur fundist hún hafa fullkomna stjórn. Vald. Tilfinningin er svimandi.

Án allra mannlegra tilfinninga braut hún þá niður hvern á fætur öðrum. Og á réttum stað, á réttum tíma náði hún þeim á sitt vald með lyfinu góða. Skemmtilegustu og mest sálarhreinsandi andartökin eru þegar þeir skilja hver hún er. Og fullvissan um að þeir hafi engu gleymt.

Þeir vita hvað bíður þeirra og þeir vita hvers vegna. Hún gælir við þá hvern á eftir öðrum og nýtur þess að horfa á viðbjóðinn í svipnum á þeim yfir afskræmdu útliti hennar. Svo fær blóðið að renna undan hnífnum.

 

Hann drekkur ótæpilega. Sækir sömu staði og rónar bæjarins. Gamlar syndir ásækja hann meira en nokkru sinni fyrr. Brjótast upp á yfirborðið eftir að hafa verið kæfðar niður í fjölda ára. Hann situr og drekkur þar til sársaukinn er bærilegur. Þar til raddir fortíðar hætta að ásækja hann. Þá fer hann heim. Ef heimili skyldi kalla.

 

Hún er þreytt. Sálin er þreytt en ekki buguð. Lokaverkefnið er senn í höfn en hún hefur gert nýjar áætlanir. Hún treystir á hjálp frá honum. Treystir á, að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, bærist enn með honum vottur af ást á lífinu. Enn sé von til þess að hann berjist til að halda því.

Með þá trú í farteskinu bíður hún eftir honum eitt vorkvöld þegar hann kemur heim. Í þetta skiptið er lyfið óþarft.

 

Þau standa og horfa hvort á annað. Augnaráð hennar logandi af hatri og einbeitingu. Hann er skelfingu lostinn yfir þeirri hryggðarmynd sem blasir við honum. Kona með hálft andlit og undarlega skakkan líkama. Þar sem áður voru fingur vinstri handar er aðeins samankrepptur hnefi, hrukkóttur af brunaörum. Fingur hægri handar halda um kjötöxi og án þess að hún segi orð, veit hann hver hún er.

Hann undrast þennan skyndilega þrótt sem hann finnur fyrir. Í fyrsta skipti í langan tíma finnst honum hann finna blóðið streyma um æðar sínar. Viljinn vaknar af dvala. Hann er ekki tilbúinn til að fara. Hann skynjar hatrið sem streymir frá henni. En hann skynjar líka sorgina og óbætanlega kvölina. Sem hann skapaði. En hann á einskis kosta völ.

Átökin eru hatrömm en undarlega stutt. Fyrr en varir stendur öxin í holdi.

Sigrihrósandi glampa bregður fyrir í auga stúlkunnar. ''Ég vann'' hvíslar hún.  Verkefninu er lokið og sársaukinn er horfinn. Líkaminn fellur í gólfið og óendanlegur friður er yfir andlitinu.

Augnaráð hans er tómt og starandi. Hendurnar skjálfa þegar hann tekur upp símann.

Með blikkandi ljósum og vælandi sírenum kemur vonin til hans. Vonin um að endurheimta sál sína og frið, sem hvarf í ljósum logum fyrir margt löngu, með skúrnum í syðsta enda skólalóðarinnar......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Vááá.. þetta var biðarinnar virði.. Nú vil ég aðra sögu  Þú ert snillingur

Birna Dís , 9.8.2007 kl. 15:37

2 identicon

Takk fyrir mig.

Markús (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega góð saga ! Þú ættir endilega að skrifa fleiri sögur !

Ragnheiður , 9.8.2007 kl. 16:09

4 identicon

Frábær saga. Bíð spennt eftir meira. Bestu kveðjur, Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og óskarinn fær, ..........................

Georg Eiður Arnarson, 9.8.2007 kl. 16:23

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Birna Dís. Gleður mig að heyra

Verði þér að góðu Markús. Takk fyrir lesturinn.

Hrossið. Ég geri það.

Sóley. takk takk. vonandi þarftu ekki að bíða lengi

Georg. Ertu búin að skrifa kvikmyndahandritið?

Dúa. what happened to þumlar.... í fleirtölu

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Ólöf Anna

mögnuð saga. Alveg frábær. Þú færð alla mína þumla upp

Ólöf Anna , 9.8.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

mjööög flott.. !! klappedíklapp og já þumlar upp.. í fleirtölu

Guðríður Pétursdóttir, 9.8.2007 kl. 16:51

9 identicon

Vá,  mikið svakalega var þetta mögnuð saga. Ég sé bara kvikmyndahandrit og alles fyrir mér. Jóna, hef ég einhvern tíma sagt þér hvað þú átt mikið að koma þessum sögum í bók??? OK, ég man það núna, ég hef sagt það mörgum sinnum. Takk fyrir mig! 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:02

10 identicon

Mögnuð saga, ríghélt mér. Mér fannst skáletrunin mjög hjálpleg. Maður vissi alltaf nákvæmlega hvar maður var í tíma. Bravó!

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:16

11 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Ég hef ekki áður gert vart við mig hér, þó ég hafi litið inn af og til. Núna stenst ég ekki mátið! Frábær, spennandi lesning, hnitmiðaður stíll og ótvíræðir hæfileikar. Það verður gaman að fylgjast með þér í framtíðinni. 

Ég er með 10 þumalfingur - þeir snúa allir upp  

Ingibjörg Margrét , 9.8.2007 kl. 17:16

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

þetta var  snilldar saga og finnst mér að þú ættir að leggja þetta fyrir þig að skrifa. ég panta áritaða  bók strax!

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 17:30

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Biðin var þess virði, ég tímdi ekki að opna glæpasögubók Mannlífs til að klára, vildi frekar skáletranir þínar og það. Þetta er dúndursaga. Vona að skáldsagan sé á leiðinni. Nú er bara að setjast niður og byrja! Þú ert algjör snillingur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 18:17

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jæja Jóna. Hvað getur maður sagt eftir öll þessi komment sem ég er fullkomlega sammála.

"Það er skáldsins hamingja, skáldsins sorgar- og sigurgjöf, að geta opnað útsjón yfir tilveruna og lífið og innsýn yfir hug sinn og hjarta, svo að maður grætur - og þegir." Þetta reit Gunnar Gunnarsson.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 19:27

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi bara sama og þeir sem á undan mér komu.  Úff, Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 19:29

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð bara að segja þú ert snillingur. Og komdu með aðra sögu fljótlega. Húrra fyrir þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 19:31

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Snilld.

 Copy-Past-Prent-Innbinding-Sala á svörtu - Me rich.     

Þröstur Unnar, 9.8.2007 kl. 19:37

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Meirihattar......meirihattar og alveg meirihattar!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 20:03

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jóna.........!

 Þú átt alla mína aðdáun!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 20:15

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þið eruð ógisssslega sæt við mig. Ég fer bara hjá mér.

Edda takk kærlega fyrir textann. Hann fer beint í skissubókina mína.

Þröstur minn þetta hefur þegar verið gefið út (reyndar í örlítið öðruvísi útgáfu) og þótti nú ekki þess virði að greiða fyrir það .

Anna. Já, mig minnir að þú hafir sagt þetta áður

Anna IP tala og Ingibjörg. Takk fyrir innlit. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit (nöfn) innan um þessa yndislegu bloggvini mína.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 20:30

21 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er snjöll saga.  Uppbyggingin góð.  Hlaðið undir spennu sem heldur dampi allan tímann.  Óhugnaður en samúð með söguhetjunni.  Þetta virkar ekki eins og stílæfing heldur eins og saga eftir vanan rithöfund.  Sagan og framsetningin (hraðar klippingar á milli fortíðar og nútíðar) hentar vel í stuttmyndarform.

  Ef ég myndi rýna í handritið fram og til baka með mjög gagnrýnu hugarfari útgefanda myndi ég áreiðanlega finna einhver lítilfjörleg smáatriði sem mega betur fara.  En sagan greip mig svo sterkt að ég lifði mig inn í hana við lesturinn og hugsaði bara um þá mynd af framvindunni sem hugurinn framkallaði.  Það segir mest um gæði þess texta sem maður les.

  Mikið var ég feginn þegar ég sá að þú birtir síðustu tvo hluta sögunnar í dag án þess að ég væri búinn að lesa hluta 3.  Spennan var orðinn þannig að mér þótti gott að geta lesið báða síðustu hlutana á einu bretti. 

  Þú þarft að gera eitthvað meira við þessa sögu en birta hana einungis á blogginu.  Ef þetta væri framlag á prófi í bókmenntafræði væri einkunnin A sanngjörn. 

Jens Guð, 9.8.2007 kl. 21:23

22 Smámynd: krossgata

Mér fannst verst að hún skyldi enda..... þ.e.a.s sagan.  Stundum vill maður ekki að sögur endi.

krossgata, 9.8.2007 kl. 22:02

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Meiriháttar Hlakka til að sjá meiri skrif frá þér í framtíðinni. Vona að þú haldir þig á þessari skrifbraut 

Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 22:04

24 Smámynd: Hugarfluga

*hrollur* Dáist að þér að geta skrifað svona vel og raunverulega, en hræðist á móti umfjöllunarefnið. Köllum þetta bara "óttablandna virðingu", darling.

Hugarfluga, 9.8.2007 kl. 22:09

25 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mögnuð stelpa, alveg mögnuð!!! Fegin að ég beið með að lesa þar til allt var komið.

Guðrún Þorleifs, 9.8.2007 kl. 22:15

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Jens. gaman að heyra þetta. þessi saga birtist í bókinni Glæpir sem kom út með Mannlífi síðast. Ég hef aðeins breytt hér orðalagi og örlítið uppbyggingu á lokasprettinum. Takk fyrir hrósið.

Takk dúllurnar mínar. Ég mun halda áfram á skrifbrautinni. Eða reyna það.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 22:22

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 23:08

28 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk

hrollur og gæsahúð

Meira meira............

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.8.2007 kl. 23:34

29 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er kingimögnuð saga hjá þér Jóna, var að lesa hana núna frá upphafi til enda ...

Hólmgeir Karlsson, 9.8.2007 kl. 23:53

30 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sit hérna með hroll og gæsahúð, en finn líka fyrir einkennilegri gleði eða réttara sagt hrifningu yfir að lesa þessa frábæru sögu. Ég veit að þú verður frægur rithöfundur. Til hamingju með þessa hæfileika Jóna.

Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 00:10

31 Smámynd: Elín Arnar

Bíð spennt eftir bókinni

Elín Arnar, 10.8.2007 kl. 00:46

32 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snillingur - snillingur.....! 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 08:17

33 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Spennandi saga, óvæntur endir.

Takk fyrir mig.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 09:39

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta komment á þessa færslu er nr. 39, er að hífa þetta upp í 40

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:13

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

PLING þetta er komment nr. 40 (sorríhefekkertaðgerakall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:44

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm. vitlaus kall

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:44

37 Smámynd: Hugarfluga

http://martasmarta.blog.is/blog/marta/entry/282696/#comments

Svo þetta fari ekki framhjá þér, Jóna.

Hugarfluga, 10.8.2007 kl. 11:48

38 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Flott saga

Guðný Linda Óladóttir, 10.8.2007 kl. 13:40

39 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóna, meilið þitt kemur til baka með out of office. síminn er 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:55

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís það má alltaf reyna að senda lögguna með meilið bara en án gríns þá fær Jóna meilið þrátt fyrir þessa meldingu.

Smjúts,

Aðstoðarkona höfundar

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 14:14

41 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú verður     þegar þú verður stór. 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband