Leita í fréttum mbl.is

Frídagur verslunarmanna þýðir......?

cashier

 

Í dag er frídagur Verslunarmanna. Sem á að vera, eins og nafnið ber með sér, frídagur verslunarfólks. Það er að segja, fólk sem vinnur í verslunum á að eiga frí í dag. Are you with me so far?

Það er nú öðru nær eins og við öll vitum. Ein stétt af fáum sem er ekki í fríi frá sinni vinnu á þessum degi er verslunarfólk. Sem er bara næstum því sorglegt. Þó tel ég mig vita að í dag sé enginn þvingaður til vinnu á þessum degi. Ég held að mestmegnis sé það fégráðugt skólafólk (ekkert neikvætt við það) sem taki vaktinni fegins hendi. Ég vona það.

Allavega tel ég sjálfri mér trú um að svo sé, þegar ég geng inn í Nóatún á eftir, til að versla ýmislegt sem vantar til heimilisins. Sá verslunarleiðangur hefði vel getað verið farinn í gær. Og það hefði að sjálfsögðu verið gert ef ég hefði ekki verið alveg handviss um að ég kæmi að opnum dyrum í flestum matvöruverslunum í dag.

En ég er material girl og fer bara hnarreist í minn verslunarleiðangur á frídegi verslunarmanna og skammast mín ekkert fyrir það. Það er lasagne í matinn í kvöld og það bráðvantar hráefni. Maður verður að forgangsraða. Ég um mig frá mér til mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóna þó! Læturðu skólakrakkana þræla sér út fyrir þig? Skrái þetta í syndaregistrið  Ég fór sko í gær að kaupa það sem mig vantaði fyrir daginn í dag.  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég þarf ekkert í dag, bara á morgun

Guðríður Pétursdóttir, 6.8.2007 kl. 15:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig hlýtur að vanta eitthvað en ég þarf bara að finna það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Verslunarmannafrídagsnauðgarinn þinn

Brynja Hjaltadóttir, 6.8.2007 kl. 16:51

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

þeir verlsunarmenn sem vinna í dag ættu að vera á tvöföldu kaupi, þó það sé skólafólk o sollis ...

Marta B Helgadóttir, 6.8.2007 kl. 16:52

6 Smámynd: Ómar Ingi

Framboð og eftirspurn ekki satt , þessi frídagur er nátturulega barn síns tíma , en tek undir það sem flestir segja ég þarf ekkert að versla í dag , þannig að ekki ónáða ég krakkana

Ómar Ingi, 6.8.2007 kl. 16:56

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þér Jóna en ég vissi að Nóatún mundi vera lokað í dag .

Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 17:29

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna. Ég er samviskulaus.

Guðríður. Þú ert greinilega mun nægjusamari en ég

Jenný. Im sure you will honey

Brynja. LOL Þakka þér fyrir

Marta. ég er svo sannarlega sammála þér með það

Ómar. ég er viss um að þau eru fegin

kristín mín. Ég var að koma úr Nóatúni. Galopið og brjálað að gera. Margir frídagsnauðgarar á ferðinni þar.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahahah það ætti kannski að breita nafninu í VINNUHELGI VERSLUNARMANNA ! 

Brynjar Jóhannsson, 6.8.2007 kl. 17:52

10 Smámynd: Garún

Mér finnst einhvern veginn eina fólkið sem fær FRÍ á frídögum eru gjaldkerar.  Bankar eru alltaf lokaðir.  Það liggur við ef það er einn af þessum hluta dögum s.b dagur bókarinnar, dagur bílsins og allt það þá loka bankarnir.  

Garún, 6.8.2007 kl. 18:27

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mín skoðun er sú að ÁTVR ætti að vera eina opna verslunin um þessa helgi. Áfengið er sú "matvara" sem mest er þá étin og mikilvægt að menn verði ekki uppiskroppa með nauðsynjar. Eða eins og maðurinn sagði:

Brennivín er besti matur,

bragðið góða svíkur eigi.

Eins og hundur fell ég flatur

fyrir því á hverjum degi. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.8.2007 kl. 19:00

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ó Jóna mín sorry ég hélt að það væri lokað.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 19:24

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér líst vel á þetta. Vinnuhelgi verslunarmanna. Hljómar líka svo mikið betur.

Garún. Bankar! Hver fer í banka í dag? fór í banka ekki banka...

Arna þegar ég vann í Miklagarði í denn þá var lokað á laugardögum yfir mest allt sumarið og alltaf á sunnudögum, allan ársins hring. Það hefur margt breyst.

Helga Guðrún. Það er nauðsynlegt að hafa ÁTVR opið allan sólarhringinn. alla vega fyrir suma

Kristín mín. Þú hefur ennþá einn og hálfan tíma til að skella þér í Nóatún.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 19:32

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Komin í umræðuna dúllan mín.  Til hamó Ég sendi lögguna á þig fyrir fleiri tímum, ekkert séð hana?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 19:35

15 Smámynd: Garún

Já það má ekki hnerra þá loka bankarnir einn tveir og þrír.  Það sem ég er að reyna að segja er að þeir búa í svona "paralell únivers" og þeirra raunveruleiki er ekki sá sami og okkar...

En samt er ég að brjóta eina reglu.  Ekki blogga drukkin!  oh well 

Garún, 6.8.2007 kl. 20:14

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. Nei, ég ræð fólki alfarið frá því að blogga drukkið. Það borgar sig engan veginn og timburmennirnir verða svo illþyrmislegir á eftir.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 20:16

17 Smámynd: Birna Dís

Ég vann nú einusinni í 10-11 og þá var meiriháttar mál að fá frí á frídegi verslunarmanna. Þeir sem eiga vakt þennan dag eiga ekki auðvelt með að fá frí þó þeir vilji

Birna Dís , 6.8.2007 kl. 20:35

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elsku Jóna mín. Sagan þín er snilld - ekki fleiri orð um það.

En að versla á frídegi verslunarmanna er ósómi  - ég fór til úttlanda til að þurfa ekki að lenda í þessu.  En ég tek heilshugar undir þá tillögu sem fram hefur komið hér í þínum athugasemdum að breyting á heiti dagsins er þörf, fyrr er ekki hægt að gista landið og dvelja í því.

Ég kem heim á miðvikudag og fer að vinna í nafnabreytingunni með það sama.

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2007 kl. 20:38

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Birna Dís nú fórstu með það. Braust niður egóið og gerðir mig að níðingi (grátkall). nei í alvöru... er þetta svona? Er fólki stillt á vaktir á frídegi verslunarmanna. Það gengur ekki. Ég get ekki ímyndað mér að þetta samræmist lögum og reglum.

Edda. það er greinilegt að þarft verkefni bíður þín.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 20:45

20 Smámynd: Jens Guð

  Starfsfólk Bónus verslana fær alltaf frí á frídegi verslunarmanna.  Það þykir mér virðingarvert.  Ég held að þessi háttur sé búinn að vera á frá því að fyrsta Bónus búðin var opnuð. 

  Ég tók þá ákvörðun af fara ekki út í búð í dag.  Ég vil leyfa krökkunum í búðunum að eiga sem mest frí. 

  Garún,  þetta er aldeilis skrítin regla hjá þér.  Hún er alveg þveröfug við mína reglu.  Í þau fáu skipti sem fólk er ódrukkið þá er heppilegast að bregðast við skjótt og flýta sér að gera eitthvað sem krefst þess að dómgreind og jafnvægi séu í betra ástandi en þegar maður bloggar.   

Jens Guð, 6.8.2007 kl. 21:01

21 Smámynd: Birna Dís

Ég veit svosem ekkert um hvort það er búið að breyta þessu eitthvað. En þetta var allavega svona. Alveg eins og með jólin bara. Ef þú átt vakt á aðfangadag þá bara skaltu gjöra svo vel að vinna til 5 á aðfangadag nema þú fáir einhvern til að taka vaktina þína. 

Birna Dís , 6.8.2007 kl. 21:14

22 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....einu sinni var ég að bóna um miðja nótt heima hjá mér og var eitthvað syfjaður og bónaði mig út í garð...þá gekk ég bara í næstu 10-11 búð sem er rétt hjá, fékk mér kaffi og las blöðin á meðan bónið þornaði, mjög þægilegt en það er ALDREI nokkur sála í þessari 10-11 búð á nóttinni þegar ég hef verið andvaka eða að bóna. En ef maður hugsar aðeins um eigin þægindi er þetta got fyrirkomulag en....

Benedikt Halldórsson, 6.8.2007 kl. 22:51

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóna, hvenær varstu í Miklagarði ? ég vann einu sinni í búrinu. Long time ago.  Það á enginn að fara í búð á frídegi verslunarmanna, bara drekka vatn (vín) og brauð (m.ostum) eða eitthvað

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 23:38

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það þarf að breyta reglunum. eða kannski heiðra þær sem fyrir eru. Veit ekki hverjar reglur VR eru í sambandi við þetta.

Benedikt. það var mikil lukka að þú skyldir bóna þig út úr í garð með bíllykilinn og peningaveskið í vasanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 23:38

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

varstu í búrinu með Eygló Walderhaug, Jóhönnu, Ásu, Kristínu... ji minn ég man öll þess nöfn.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 23:39

26 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já þessi tifinning kom yfir mig nokkrum sinnum í dag að skjótast út í Nóatún. En mér tókst að hafa sigur á græðginni.

Ég var sem sagt búin að kaupa allt sem til þarf í gamaldagslæri eins og ég var með handa mér og öllum mínum börnum og barnabörnum í kvöld. Læri, nýuppteknar kartöflur, Ora grænar baunir, rauðkál , rauðrófur og að sjálfsögðu Bearnisesósa. Um namm namm 

En hugsunin um að mamma hafði alltaf ís á eftir lærinu var öðru hverju að hvísla í eyrað mér í dag.

Ég bjó samt í sveit í mörg ár og þar þurfti maður að hafa vit á að kaupa inn svo dygði þar til næst væri farið í kaupstað sem oft var ekki nema vikulega. Svo oftast á ég nú ýmislegt til í búrinu mínu sem hefur sæmilegasta geymsluþol.

Ég við gefa verslunarmönnum oftar frí. Við eigum alveg að geta skipulagt okkur smá. Hægja aðeins á og fá ekki allt strax. Og ef eitthvað vantar láta það þá bara vanta eða nota annað í staðinn. Gefur oft splunkunýjar uppskriftir.

Nú er ég orðin svo gömul og að mestu orðin ein um að versla til hemilsins þar sem karlinn á erfitt með vegna fötlunar. Þá er ég farin að versla stórt en sjaldan. Mér leiðist þetta nefnilega óskaplega og að elda líka.

Hlakka til þegar ég verð komin á stofnum og fæ matinn færðan inn í herbergi. :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 00:41

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn Ása. Ég þekkti þig ekki. Var að spá í hvaða nýja andlit þetta væri.

Ég er alveg sammála. Búðir eiga ekki að vera opnar alla daga, allan ársins hring. Við eigum að skipuleggja okkur í kringum opnunartímana en ekki öfugt. Þó að þetta sé afar þægilegt eins og það er í dag er það langt frá því að vera nauðsynlegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:03

28 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já ´Jóna ég fór að fikta  í myndakerfinu og allt fór í steik og engin mynd á tímabil svo ég skellti þessari inn í bili. Vonandi kemur önnur inn fljótlega.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 01:05

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi fína mynd af þér. Afhverju viltu skipta?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:05

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég dey úr hlátri, vissi ekki að vér Íslendingar værum svona fullir samkenndar með hinum vinnandi stéttum.  Hélt að við lufsurnar vi. megin við vinstri værum örfá strá á túni kapítalismans.  Jóna ertu svíðingur eða níðingur rúslan mín?  Ég elska að fara í Nóatún á JÓLADAG

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 01:13

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er bæði svíðingur og níðingur og er ekki alveg jafn skammlaus og ég læt vera

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:19

32 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

æ spikið nýtur sín svo vel á henni :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 01:34

33 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 maður er alltaf sinn versti gagnrýnandi.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:40

34 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já er það ekki. Kannski ég hafi hana bara inni. Ég er nú bara svona í dag kannski örlítið sólbrúnni samt.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 01:42

35 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Iss sólbrunkan verður bara kjánaleg eftir 2 mánuði. Mér finnst þetta góð mynd af þér. Björt og flott.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:48

36 Smámynd: Jens Guð

  Til að viðhalda sólbrunku er til sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Lotion.  Það hindrar húðina í að leysa upp brúna litinn (melanin) í 7 - 9 vikur.

Jens Guð, 7.8.2007 kl. 02:36

37 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens...................... þú kemur sífellt á óvart. Ertu umboðsaðili Banana Boat á Íslandi

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband