Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagafóbía

 

Ég er vonlaus í að muna dagsetningar. Reyndar, þegar ég hugsa um það, þá  er tölu-minni mitt yfirhöfuð, afar lélegt.

image-numbers 

Ég veit að þetta mun sjokkera marga en ég get alls ekki munað klukkan hvað ég var rist á hol í þessi tvö skipti sem ég fæddi börn í þennan heim. Né hversu stór eða þung þau voru.

Og þó að ég skvetti þessu hér fram eins og ég sé blygðunarlaus þá skammast ég mín fyrir þetta. Þið getið alveg trúað því. Sem betur fer man ég hvenær þau eiga afmæli en þarf þó stundum að hugsa mig aðeins um því ég á það til að víxla tölunum. Gelgjan er fædd 11. janúar og Sá Einhverfi 7. september. Ég vil stundum klína 7. janúar á hana og 11. september á hann. Ég veit það, þetta er ótrúlegt. GSM símar og þeirra innbyggðu hæfileikar voru því mikil blessun fyrir mig. Smátt og smátt er ég að setja inn í símann alla afmælisdaga fólks sem mér þykir vænt um og læt hann pípa á mig með dagsfyrirvara.

En ég er með fóbíu og ég vil að hún verði skráð og skjalfest sem slík. Afmælisdagafóbía. Ég vil að þetta verði viðurkennt sem sjúkdómur.

Einkennin eru hnútur í maga, ör hjartsláttur og svitaköst.

Kastið kemur fyrirvaralaust ef eitthvað verður til þess að mér dettur í hug að ég hafi gleymt afmælisdegi. Fékk þrjú svona köst eftir að ég, til og með, mætti í afmæli hjá Fríðu vinkonu með gjöf og allan pakkann.

Þrisvar sinnum eftir afmælið datt mér skyndilega í hug: Ó Guð, átti Fríða ekki afmæli í gær... eða dag... eða þessa dagana. Og hjartað róast ekki fyrr en ég skyndilega man að ég fór í afmælið, borðaði köku og knúsaði afmælisbarnið.

Ég lifi í stöðugri hræðslu við að gleyma afmælisdegi einhvers sem mér þykir vænt um og særa hann. Ég á eldri systir sem er líka afmælisdagarati og það er hreinlega yndislegt að gleyma afmæli hvor annarrar og hafa barasta engar áhyggjur af því.

Jebb. Nú er það opinbert. Ég er stórskrýtin.   birthday


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já...skrýtnar manneskjur eru og hafa alltaf verið til,  Í rauninni alveg ótrúlega margar af hinum ýmsu gerðum. Mitt aðal sérkenni er sérviska. Ég man afmælisdaga vel..en svo er alls ekki sama hvar ég sit í veislunum..allt verður að vera my way

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.8.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er 20. jan.  Skelltu því í símann... núna!

MAIL

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 00:23

3 identicon

Þetta hlýtur að vera ofvitamerki!

Afskaplega gaman að lesa bloggið þitt mín kæra, hef ekki kvittað fyrr en núna. Fæ alltaf upp í hugann mynd af þér og Nick í partýi heima hjá mér   En síðan eru liðin hrikalega mörg ár :)

 Haltu þessu stórskemmtilega bloggi áfram.

Kveðja, Katrín Brynja - Bínu hristari

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús Rúna. Hvað gerirðu þá í brúðkaupum ef sætin eru merkt?

Jenný. Búin

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:27

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Katrín mín fagra. Takk fyrir kvittið. Afhverju hittumst við aldrei. Ég hef smá forskot á þig þar sem ég ''sé'' þig nokkuð reglulega. Þær voru ófáar fjandans bínurnar sem þú hristir ofaní fyllibyttuna.  Nick minnist oft á umrætt partý. Skrýtið en honum finnst hann hafa gert góð kaup í þessu partíi. . Ef þú ert í stuði: mailið mitt er jonag@icelandair.is

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:32

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Fer sjaldan í brúðkaup. Ekki snýst það akkúrat um sætið, heldur hvar við borðið það er..í hvaða átt það snýr..á mjög erfitt með að vita af fullt af fólki fyrir aftan mig...svona skrítin sérviska. Á erfitt með að ganga ef það gengur fólk fyrir aftan mig  Ég sagði þetta...það er til fullt fullt af skrítnu fólki. (Ég fer allra minna ferða á bíl)

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.8.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: krossgata

Ég nota gsm-símann líka til að setja inn afmælisdaga með áminningu með háværu pípi á vel völdum tímum.  Ég er þó ekki haldin afmælisdagahræðslu og alls ekki talnahræðslu heldur..... er einmitt ákaflega talnaglögg og man þessi líka reiðinnar bísn af símanúmerum allt frá barnæsku og afmælisdögum alls konar.  Ég er hins vegar óttalegur .... hmmm.... prófessor og man alls ekki eftir þessum dögum þegar þá ber upp, man eftir afmælum 3 dögum fyrir afmæli og þykist í góðum málum, þarf ekkert að hringja, óska til hamingju og svona fyrr en eftir 3 daga.............................. næst man ég eftir afmælinu 3 dögum eftir að dagurinn rann sitt skeið. *dæs, dæs*

Mikil guðsblessun þessir farsímar

krossgata, 3.8.2007 kl. 00:50

8 identicon

Þú gætir kannski prófað að gráta upp við öxlina á húsbandinu mínu með þetta vandamál þitt. Ég veit að eitt af því sem hann segir þá verður: Jóna mín, ég skil þig svoooo vel, ég man ekki einu sinni minn eigin afmælisdag!!!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 01:02

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bíðiði við stelpur er þetta ekki eitthvað sem er karllægt.Annars Jóna mín þá eru bloggin þín hreinlega alveg organdi skemmtileg.

Eiríkur Harðarson, 3.8.2007 kl. 01:32

10 Smámynd: Halla Rut

Ég fæ alveg hnút þegar einhver byrjar að spyrja mig allt um dagsetningar og tíma varðandi börnin mín. Svo virðist sem allar mömmur nema ég séu með þetta allt á hreinu. Klukkan hvað hún fæddist, klukkan hvað byrjuðu hríðarnar, hvaða dag byrjaði hann að labba og hvað var hann gamall þegar hann fékk fyrstu tönnina. Best bara að ljúga einhverju til að manni líði ekki eins og "slæmri" móður en það er versti stimpill í heimi, gefinn ævinlega af einni konu til annarrar með tilheyrandi glotti og augntilliti.

Halla Rut , 3.8.2007 kl. 02:34

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vil minna á 12. ágúst .... 12. ágúst ... eftir 9 daga, þú á leiðinni upp á Skaga .... úúúúúúú, og fleiri bloggvinir líka ... úúúúúúú! Hvern langar ekki að komast í fermingarveislu um mitt sumar? Geðveikar kökur og klikkað kaffi, útsýnið ekki af verri endanum og gestirnir stórfenglegir.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 07:58

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég man heldur engar tölur ég er hræðileg með það, ég held ég sé barasta eins og þú nema að ég fæ ekki svona afmælisdagapani

Ég var orðin fullorðin þegar eég gat farið með kennitöluna mína loksins

Guðríður Pétursdóttir, 3.8.2007 kl. 08:10

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rúna það er alveg ábyggilegt.. heimurinn er fullur af skrítnu fólki eins og okkur

Krossgata nú veik ég nákvæmlega hvað þú meinar. Ég jafnvel man eftir afmæli að morgni sama dags en gleymi því svo upp úr hádegi.

Anna. Ég gleymi sko ekki mínum afmælisdegi. Sýnir bara hversu sjálfhverf ég er

Eiríkur. Jú nákvæmlega. Ég held einmitt að þetta séu karlagenin í mér.

Halla Rut. Takk takk takk. sooo gott að heyra að það eru fleiri eins og ég. Fyrsta tönnin, fyrstu skrefin o.sfrv. Hef ekki grænan grun.  hef samt ekki áhyggjur af því að ég sé slæm móðir út af þessu. En furða mig samt oft á sjálfri mér.

Gurrí ég kalla þig hugrakka að ætla að hleypa öllu þessu stórfurðulega fólki heim til þín

Guðríður mín. Þú ert ekki bara barn svo þetta er allt í lagi

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 09:28

14 identicon

7. maí er afmælisdagurinn minn, en þú þarft ekkert að muna hann í langan tíma.

Skrýtin geturðu verið, en það erum við öll, er það ekki? En áhugaverð og skemmtileg ertu, og því breytir engin talnafóbía ... frá minni hendi alla vega.

Þú ert skyldulesning alla daga

Kveðjur frá Ak. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 09:43

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jóna það er margir sem gleyma afmælidögum og þú ert ekki skrítin.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 09:44

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elsta barnabarnið mitt átti afmæli í gær og ég er ekki búin að hringja í hana - það er ekki laust við að ég sé með hnút í maganum!

Edda Agnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:14

17 Smámynd: Hugarfluga

My Gawd, þú ert eins og ég. Ég man bara ekki afmælisdaga fyrir mitt litla líf og er alveg miður mín útaf því. Ég man jú í dag að ein vinkona mín á afmæli 15. nóvember, en að ég komi til með að muna það þegar sá dagur rennur upp, er borin von. Þess vegna langar mig bara að nota tækifærið og óska þér innilega til hamingju með afmælið það sem eftir er ævinnar. Megir þú lengi lifa! Húrra, húrra, húrraaaa!

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 12:21

18 identicon

Ég segi það nú.

Sendi þér póst hið snarasta, knúsaðu nú Nikkið frá mér :)

kbh

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:15

19 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Jóna mín þú ert heppin þú átt bara 2 börn, en þegar ég t.d ætla að panta tíma fyrir börnin mín hjá lækni, þá þarf ég að byrja á að fletta upp þjóðskránni (guðs sé lof fyrir tækninna.. áður var þetta stór þykk bók.) og finna götunafn og númer svo þarf ég að átta mig á því hver þarf til læknis og skrá niður nafn og kennitölu.. því oft mann ég ekki heldur hver heitir hvað . Hvenær og hvar fædd forget it... man bara að þau fæddust

Helga Auðunsdóttir, 3.8.2007 kl. 21:35

20 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þú verður bara að nota tölvutæknina Jóna, he he .... fá þér forrit sem sér um þetta fyrir þig, minnir þig á og sendir skeyti sjálfvirkt gegnum postinn og kaupir blóm og gjafir á netinu og lætur senda viðkomandi  ...

Hólmgeir Karlsson, 3.8.2007 kl. 22:33

21 Smámynd: Hugarfluga

Mundi allt í einu eftir þegar ég stillti símann til að minna mig á tannlækni og svo þegar hann pípti hringdi ég í mömmu og óskaði henni til hamingju með afmælið ... sem var 3 dögum síðar. Auli. Fékk ekki annan tíma hjá tannlækni fyrr en 2 vikum seinna.

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:08

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Muuuhaaaaa.... Hugarfluga ég sé að ég er ekki sem verst.

Hólmgeir mér finnst það eitthvað svo kalt... veit ekki

Katrín ég geri það

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1639972

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband