Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 13. júlí 2007
Fyrirtækjaruglingur og Next útsala
Annað kvöld ætlum við að hittast nokkrar kellur.... nei stúlkur, úr vinnunni. Grilla saman og fá okkur hvítvín og sollis. Heiðursgesturinn verður kella... nei stúlka, sem vann með okkur en flutti sig um set innan fyrirtækisins. En nú tilheyrir sá partur fyrirtækisins ekki lengur fyrirtækinu svo hún vinnur ekki lengur hjá sama fyrirtæki og við hinar. Ruglingslegt I know en svona gerast kaupin á eyrinni í kaupum og sölum á fyrirtækjum. Ég er allavega löngu hætt að reyna að fylgjast með því hjá hverjum ég vinn.
Ég lét mig hafa það að skella mér á Next útsöluna í ''hádeginu'' í dag. Uppskar eina skyrtu sem er náttúrlega bara gott mál. Vissuð þið að á 1. degi (jafnvel líka 2.) Next útsala (er það kannski beygt útsalna?!) er bannað að máta. Fékk mig til að blóta öllu þessu mjóa pakki sem klæðir allt vel og það þarf ekki að máta. Lifir heldur ekki í þessum tilbúna heimi sem ég hef komið mér upp sem lýsir sér þannig að ég vel mér stærð af flík, skelli mér í mátunarklefann og kemst að því að ég þarf þremur númerum stærra. Já þetta er yndislegt líf.
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Klukkedí klukk
Ég hef verið klukkuð af Kristínu Kötlu og Benedikt.
Hér kemur nakinn sannleikurinn um mig í átta liðum:
1. Ég var afar kjaftfor sem barn (alls ekki lengur) og ekkert sérstaklega vel liðin af foreldrum annarra barna.
2. Ég drakk 5 Brjálaðar Bínur 7 kvöld á viku þegar ég var sem verst í djamminu (einf. Kalua, einf. vodki, einf. bailys)
3. Ég get orðið svo pirruð að mér líður eins og ég sé við það að springa
4. Letin er að drepa mig og mig langar í bryta sem heitir James (og gufar upp þegar ég þarf ekki á honum að halda)
5. 16 ára var ég tekin fyrir ölvunarakstur (það má reyndar lesa um það hér)
6. Sem krakki var ég stundum kölluð kínverji því ég þótti með svo skásett augu (hataði það meira en allt annað og átti þá ósk heitasta að vakna upp einn daginn með brún bambaaugu)
7. Oft hefur mér verið sagt að ég geti drepið með augnaráðinu (sem betur fer er það ekki satt því þá væru margi dauðir)
8. Afi kenndi mér þessa bæn: Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni.
Ég klukka Lísu Humpy, Helgu hugrökku, Emmu litlu, Hólmgeir superpabba, Ásdísi kisukonu, Röggu rauðku, Dodda dúlludóna og Kristjönu Raymond
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni
Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?
Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.
Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.
Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.
Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Hún hugsar ekki um neitt annað en hoppsa-sa på sengekanten. Kynlíf daginn út og daginn inn. Það er það eina sem hún vill sagði örvæntingarfullur fótboltamaður við kollega sinn
í búningsklefanum eftir æfingu.
Núúúúú sagði kolleginn og glennti upp augun. Er það eitthvað vandamál?
You bet your ass það er vandamál þusaði fótboltakappinn. Tony hefur nú ekki úthald endalaust.
Tony!? segir kolleginn eitt spurningarmerki.
Já maður. Hann.. vinurinn...
Ja já haha segir kollegi hans skömmustulegur. Auðvitað.
Það er samt einn plús í þessu og það er að ég þarf ekki að gera nein helvítis húsverk lengur, enda eru þau alls ekki karlmannsverk. Hann hlær stórkarlalega og ber sér á brjóst.
Núúúú segir kolleginn heimskulegur á svip. Hann var ein eyru og beið spenntur eftir að fá að heyra smáatriðin.
Ég leggst bara í sófann með bjórglas eins og þetta á auðvitað að vera og segi: ef þú gengur frá í eldhúsinu og kemur krökkunum í rúmið á meðan ég horfi á fréttirnar þá tökum við fram hjúkrunarkonubúninginn í kvöld.
Hjúkrunarkonubúninginn hikstar kolleginn spenntur
En ég þoli samt ekki miðvikudaga. Það eru verstu dagarnir.
Afhverju er það stynur kolleginn. Orðinn mjög óþolinmóður. Vill komast að kjarna málsins.
Á miðvikudögum vill hún alltaf allan pakkan. Þá vill hún að ég fari í g-streng innan undir hjúkrunarkonubúninginn. Hefurðu vitað það verra? Ég þoli ekki g-strengi.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ert þú læknirinn?
Ég þurfti að fara í legvatnsástungu þegar ég gekk með Þann Einhverfa (sem er reyndar svolítið íronískt). Eftir miður fallega fæðingu með Gelgjuna er legið á mér víst ekki í ástandi til að þola hríðar svo það var vitað að Sá Einhverfi yrði tekinn með keisara. Því var stress að taka hann um leið og hægt væri og legvatnsástungan var til þess að athuga hvort lungun á honum væru orðin nógu þroskuð. En nú er ég komin út í allt aðra sálma en ég ætlaði.
Ég mætti sem sagt upp á spítala til að fara í þessa legvatnsástungu. Ungur og myndarlegur maður tekur á móti mér og ég kemst að því að þetta er læknirinn. Sjálf var ég þrítug en hann leit ekki út fyrir að vera í þann veginn að ljúka samræmdu prófunum. Ég spurði hann kurteislega hvort hann hefði örugglega aldur til að vera þarna. Hann hló bara að mér.
Ég held að ég hafi byrjað að eldast á þessu andartaki í fyrsta skipti á ævinni. Það var þvílíkt sjokk að uppgötva að þarna stóð háskólamenntaður maður, læknir, og hann var yngri en ég. Hvernig gat þetta verið? Mér fannst ég svo svakalega ung.
Upp frá þessu rekst maður á svona lið alls staðar. Maður hrekkur í kút þegar maður heyrir einhvern í mútum segja: Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.....
Bíddu, hver hleypti syni sínum í míkrafóninn? Er svona taka-börnin-með-í-vinnuna-dagur?
Mér kvíður alveg svakalega fyrir því þegar ég einhvern daginn fer til kvensjúkdómalæknis og einhver sem gæti verið sonur minn býður mér að leggjast í stólinn. Færðu svo rassinn aðeins neðar góða mín...
Nei takk. Ef kvenkyns kvensjúkdómalæknar gufa upp af einhverjum ástæðum þá lýkur mínum heimsóknum til slíkra sérfræðinga.
Það verður líka svakalega skrýtið að fylgjast með skólasystkinum Gelgjunnar hrúgast inn á Alþingi. En þá mun maður loksins fá einhver ítök hjá ráðamönnum. Ég verð að muna að njósna vel um þessa krakka þegar kynþroskaaldurinn fer að færast yfir þau. Skrásetja hjá mér hvert einasta move svo ég hafi eitthvað á þau þegar mig vantar hækkun á ellilífeyri eða góða þjónustuíbúð með útsýni yfir sjóinn seinna meir.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ég var að vakna. Eruð þið sofnuð?
Skreið upp í með Þeim Einhverfa um kl. hálf tíu í kvöld og barasta vaknaði nógu snemma til að skríða upp í með Gelgjunni og segja bænirnar fyrir hana.
Hefði síðan átt að skríða upp í til Bretans... nei hann er vakandi ennþá. Ég hefði samt átt að skríða upp í mitt rúm og halda áfram að sofa. Fyrst ég er búin að rífa mig á lappir verð ég að setja inn eins og eitt blogg (það er hér sem sagt) og nú er ég glaðvöknuð.
Sé að þið hafið verið dugleg að kommenta hjá mér og ég missti af Önnu í Essex. Aaarghhhh..
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Valtýr Björn og nýja skrifstofan
Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.
Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.
Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.
Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur
Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:
- Þetta er svartur svertingi
- Það er hellingur af fullt af fólki
- Þeir eru með bandarískan Ameríkana
- Nú er það svart, það er ljóst
og að lokum:
Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær
Laugardagur, 7. júlí 2007
Þrír kettlingar
Þessar myndir set ég inn svo allir geti notið þeirra, en sérstaklega er það gert fyrir Ásdísi bloggvinkonu
Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessum krúttum frá upphafi. Ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu fyrir nokkurn mun.
Það er stórkostlegt að sjá hvernig þessir þrír einstaklingar eru mismunandi og hafa hver sinn persónuleika. Þetta eru allt læður og hafa fengið nöfn sem Gelgjan valdi. Mig minnir að hugmyndin af öllum nöfnunum hafi komið frá bloggvinum mínum. Gelgjan veit samt að tvær þurfa að fara. Einni ætlum við að halda, en ekki hefur verið ákveðið hver þeirra það verður. Fyrst og fremst þurfum við að finna góð heimili fyrir tvær. Það er það eina sem skiptir máli.
Þetta er hún Khoska. Hún fæddist síðust og er lang rólegust. Alvarlega systirin.
Þetta er Perla. Hún er svakalega fjörug og vill bara leika sér.
Svo er það hún Elvíra. Hún er elst og það hefur ekki farið á milli mála, alveg frá upphafi. Hún er landkönnuður mikill og lífið snýst um að kanna hvað er hinum megin við hurðina.
Hérna eru Elvíra og Perla að slást eins og systur gera stundum
og hér er Tinna mamma eitthvað að blanda sér í málin
Laugardagur, 7. júlí 2007
Ég er farin út í garð að vökva
![]() |
Handtekin fyrir að vökva ekki garðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
Þetta hefur sko verið karlkyns ökumaður
Eins og allir vita geta karlmenn ekki gert tvennt í einu. Samt hvarlaði þetta einhvern veginn ekki að mér.
Að bakka og hósta á meðan var þessum ofviða.
(Þetta hlýtur að mega fara undir Formúla 1)
![]() |
Ók á hús nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta