Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Dauð og enn að setja á Visa rað
Vegna gátunnar hjá henni Kristínu Kötlu datt mér í hug nokkuð sem ég heyrði um daginn. Er það rétt að þó maður vilji láta brenna sig (sko eftir að maður er dauður) að þá þurfi ættingjar samt sem áður að punga út fyrir rándýrri líkkistu?
Það sé skylda að manni sé troðið í líkkistu fyrir 300 þúsund kall. Svo sé maður brenndur ásamt öllum þúsund köllunum.
Afhverju má maður ekki frekar ánafna þessum pening í eitthvað vitrænt. Eiga líkkistusmiðir almennt ættir að rekja inn á þing? Hver setur annars þessar reglur? Landbúnaðarráðuneytið?
Anyone...?!
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Aldrei hægt að stóla á þessi börn
......... .......................... ............... ...................... ...................... ....................
Þegar Gelgjan var lítið og krúttlegt barn þá spurði ég hana:
gútsí gútsí hver er fallegasta og besta mamman í heiminum?
Hún hugsaði sig um. Bara andartak. Og svo lýsti litla andlitið af gleði og banvænni hreinskilni þegar hún svaraði ''Ellisif''.
Laugardagur, 21. júlí 2007
Þegar ég verð stór ætla ég að fá svona verðlaun
Ólafur Jóhann Ólafsson er einn sex smásagnahöfunda sem tilnefndir eru til írsku Frank OConnor-smásagnaverðlaunanna, fyrir bókina Aldingarðinn.
Það er alltaf gaman þegar íslenskir rithöfundar eru tilnefndir til erlendra verðlauna og ennþá skemmtilegra þegar þeir fá þau.
Langskemmtilegast verður þó þegar ég hlýt svona verðlaun.
Aldingarðurinn er fín bók. Mín verður betri.
![]() |
Ólafur Jóhann tilnefndur til írskra smásagnaverðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Skrifstofuvélar geta verið varasamar
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Bleyjur á asna
Ætli þeir felli niður tolla og virðisauka á Pampers? Ég trúi ekki öðru. Ekki er ætlast til þess að fólk handþvoi taubleyjur af ösnum í bæjarlæknum. Ég vona allavega ekki.
![]() |
Hið asnalegasta mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. júlí 2007
Þið á Akranesi eða í Borgarnesi
Rakst á Bergvin Víking hérna í bloggheimum áðan. Hann vantar húsnæði á Skaganum eða Borgarnesi. Var búin að fá húsnæði en kvensan sveik hann. Ekki konan hans sko heldur leigusalinn.
Ef einhver veit um húsnæði fyrir kappann þá er ég viss um að hann yrði svaðalega glaður.
Bara ég að skipta mér af svona rétt fyrir svefninn.
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Líkamsárás fyrir utan Rex
Fréttablaðið greinir frá því í dag að á aðfaranótt laugardags hafði lögreglan afskipti af fimm líkamsárásum á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar voru í miðborginni og sú alvarlegasta átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Rex.
Þar mun væntanlega vera um að ræða það sem ég tala um á blogginu mínu í gær. Skýrir þann fjölda lögreglubíla sem voru á staðnum. Ég geri þá einnig ráð fyrir að sú kenning mín að ég hafi komið að þegar það versta var yfirstaðið, sé rétt.
Í Fréttablaðinu segir að lögreglan kom að manni sem hafði verið misþyrmt illa með öflugu barefli. Höfðu tennur hans brotnað auk þess sem hann var nefbrotinn. Samkvæmt Lögreglunni hafði árásarmaðurinn náð að skrúfa upp einn af grænu vegstólpunum sem standa við nokkrar götur miðborgarinnar og notað sem vopn.
Já, þetta er huggulegt. Miðborg Reykjavíkur er orðin eins og eitthvað gettó hverfi í stærstu borgum heims. Hverfi sem venjulegt, löghlýðið fólk hættir sér ekki inn í við neinar kringumstæður. Það er skömm að þessu og sárvantar öflugri löggæslu.
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Deja Vu og Lionbar
Ég fór svo létt með að gúffa í mig x-large Lionbar og heilum poka af fylltum lakkrís að það varð mér umhugsunarefni. Ég bauð nú Bretanum með mér... hvíslaði það og vonaði að hann heyrði ekki. En hann heyrði og vildi ekki, mér til mikils léttis.
Deja Vu fannst mér bara alveg þrælgóð. Það kom mér á óvart að þetta er vísindaskáldskapur. Ég les alltaf textann á hulstrunum í tætlur og það kom ekki fram á honum. Og þar sem vísindaskáldskapur getur orðið ansi absúrd þá fannt mér þeim takast svo vel upp með endinn.
Ég allavega sat ''fullnægð'' þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla (engin dónakomment takk). Hvað er annars gott orð yfir satisfied á íslensku?
Laugardagur, 14. júlí 2007
Hringurinn bíður þar til á morgun
Nú ætla ég að skella mér í sófann með Bretanum og gera do-do.
Nei nei. Bretinn var að koma úr Skalla með DVD mynd. Dévaju með Denzel vini mínum. Ég fékk líka stóóóóórt Lionbar og fylltar lakkrísreimar. Hó-hó-hó hér sé stuð.
Sá Einhverfi komin í rúmið og er að glápa á Harry Potter. Gelgjan með Viðhenginu upp í herbergi (Jenný Anna hér eru svefnherbergin á efri hæðinni )
Kæru krúttlegu bloggvinir. Bið ykkur að hafa mig afsakaða þar til á morgun. Þá mun ég líka koma mér fyrir hér fyrir framan tölvuna með ljúfan morgunkaffi og fara í nokkrar góðar heimsóknir í bloggheimum.
Nú skal etið, drukkið og glápt undir bleikri sæng upp í sófa. Until then.....
Laugardagur, 14. júlí 2007
Ég er hér og réttlætiskennd minni er misboðið
Maturinn í gær var góður. Freyðivínið var gott. Hvítvínið var gott.... líka Grandið.... og Irish coffe-ið.
Félagsskapurinn ennþá betri. Sem sagt gaman. Þar til ég var að tipla léttfætt og glæsileg á milli skemmtistaða um hánótt og stoppa til að fylgjast með ryskingum fyrir utan Rex. Þrír eða fjórir lögreglubílar voru á staðnum og annað hvort hef ég misst af aðallátunum eða.....
Það sem ég sá voru meira ryskingar en slagsmál á milli svarts, enskumælandi stráks og íslensks stráks. Lögreglan gekk á milli. Strákarnir halda áfram að æpa á hvorn annan. Sá svarti kannski meira en hinn. Hann var nokkuð æstur en barði ekki frá sér eða neitt slíkt. Mjög skyndilega, að mér fannst, var hann allt í einu snúinn niður af fjórum lögreglumönnum og þegar þeir reistu hann upp aftur lak blóð niður ennið á honum (ég gat ekki séð áður, að hann hafi verið blóðugur). Hann var færður í lögreglubíl og ég heyrði hann segja að þetta væri rasista land. Ég vil samt taka fram að þetta var aðdáunarlega fumlaust hjá þeim og engar svívirðingar féllu í garð þess handtekna eða neitt slíkt.
En frá mínum bæjardyrum séð voru þessar aðgerðir ónauðsynlegar, allavega á þessum tímapunkti. En eins og ég segi, ég veit ekki hvað gekk á áður en ég kom en vissulega hlýtur það að hafa verið töluvert þar sem svo margir lögreglubílar voru komnir á staðinn.
Það kom mér á óvart hversu miður mín ég varð af því að fylgjst með þessu og ég ákvað að finna leigubíl og drífa mig heim. Ræddi málið við leigubílstjórann sem að sagði tvisvar á leiðinni í hálfgerðum undrunartóni: ''Þú ert svakalega miður þín, ég sé það á þér''.
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í dag. Spyrja mig afhverju þetta fékk svona á mig. Það pirrar mig óstjórnlega að vita ekki alla söguna. Ég vil trúa því að sá enskumælandi hafi verið búinn að ganga berserksgang, einfaldlega vegna þess að þá get ég sagt sjálfri mér að aðstæður hafi verið fullkomlega rétt metnar af lögreglunni. Ég vil ekki trúa því að svarti strákurinn hafi verið tekinn fyrir eingöngu vegna þess að hann var ekki íslenskur. Einnig sé ég fyrir mér barnungt andlit eins af lögregluþjónunum. Svo ungt að mér þótti hann ekkert hafa að gera þarna.
.....og nei, ég missti af rútunni á Vog. Þrátt fyrir allt hafa litlu kallarnir með hamrana sem taka sér bólfestu í hausum á fólki sem gætir ekki hófs, verið til friðs í dag.
Í staðinn er ég með þessa mynd í hausnum af myndarlegum ungum manni. Hann er vel til hafður í svartri skyrtu og svörtum fínum buxum. Fatnaður sem á engan hátt ber þess merki að hafa lent í meiriháttar slagsmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta