Leita í fréttum mbl.is

Þrír kettlingar

Þessar myndir set ég inn svo allir geti notið þeirra, en sérstaklega er það gert  fyrir Ásdísi bloggvinkonu

Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessum krúttum frá upphafi. Ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu fyrir nokkurn mun.

Það er stórkostlegt að sjá hvernig þessir þrír einstaklingar eru mismunandi og hafa hver sinn persónuleika. Þetta eru allt læður og hafa fengið nöfn sem Gelgjan valdi. Mig minnir að hugmyndin af öllum nöfnunum hafi komið frá bloggvinum mínum. Gelgjan veit samt að tvær þurfa að fara. Einni ætlum við að halda, en ekki hefur verið ákveðið hver þeirra það verður. Fyrst og fremst þurfum við að finna góð heimili fyrir tvær. Það er það eina sem skiptir máli.

 

Khoska1 Khoska2Þetta er hún Khoska. Hún fæddist síðust og er lang rólegust. Alvarlega systirin.

 

 

 

 

 

 

 Þetta er Perla. Hún er svakalega fjörug og vill bara leika sér.

perla1perla2

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það hún Elvíra. Hún er elst og það hefur ekki farið á milli mála, alveg frá upphafi. Hún er landkönnuður mikill og lífið snýst um að kanna hvað er hinum megin við hurðina.

ElviraogKhoska1

 

 

 

 

 

Hérna eru Elvíra og Perla að slást eins og systur gera stundum

PerlaogElvia1

Tinnasiðar

 

 

og hér er Tinna mamma eitthvað að blanda sér í málin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar og æðislegar krútt.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

aww nú langar mig í kisuling...  en fyrst verð ég að eignast heimili til að hafa hann í

Guðríður Pétursdóttir, 7.7.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Dúllurassar  Því miður er ég og tvö af börnunum með heiftarlegt gæludýraofnæmi...svo við komum lítið nálægt svona krúttum..

Brynja Hjaltadóttir, 7.7.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Átti einu sinni kisu sem hét Khoska.  Sú var dúlla.  Hún lagðist á Benzahúddið hjá lækninum nágranna mínum, teygði úr sér og dró út neglur.  Hann hefur frosið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 18:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alla malla mú, guð hvað þær eru sætar, mig vantar náttl. eina rólega og reyndar minnir hún rosalega mikið á fyrstu kisuna okkar Reyndar er Elvíra líka æði, já og auðvitað þær allar, hvað getur maður sagt, kattagenin á fullu, en hvaða dag fæddust þær annars??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 19:01

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

2. júní

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 19:03

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Varð að kíkja á kisurnar þínar eftir að hafa lesið bloggið hennar Ásdísar minnar. Alger krútt Gangi þér vel að finna þeim góð heimili

Guðrún Þorleifs, 7.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639968

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband