Miðvikudagur, 17. júní 2009
Frelsi
Það var komið að hinni mánaðarlegu gistingu í Hólabergi í dag. Sá Einhverfi var afskaplega vel ballanseraður og engin mótmæli komu frá honum þegar ég tilkynnti að tími væri til kominn að fara í bílinn og keyra í Hólaberg.
Hann gekk keikur inn í húsið, fór beint með töskuna sína inn í herbergi og kom sér síðan fyrir í sófa í sjónvarpshorninu.
Ég talaði í skamma stund við starfsfólkið en fór svo að faðma drenginn minn og kyssa í kveðjuskyni.
Bless ástin min, sjáumt á morgun klukkan klukkan átta, sagði ég.
Hann endurgalt faðmlagið. Bless ástin mín, svaraði Sá Einhverfi. Sjáumst á morgun.
Ég gekk í burtu og mér var létt. Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Svo leit ég um öxl og sá að hugrakki strákurinn minn var að reyna að halda aftur af grátviprunum um munninn. Vildi ekki að mamma sæi hann beygja af.
Ég hjúpaði hjartað harðri skel og gekk út í sólskinið. Ég vissi að hann myndi jafna sig mjög fljótt.
Frelsistilfinningin heltók mig þegar ég settist undir stýri og ók í burtu. Rúmlega sólarhringur framundan af algjöru áhyggjuleysi og rólegheitum.
Ég er komin svooooo langa leið frá því sem einu sinni var: Ekkert samviskubit yfir að yfirgefa barnið mitt. Ekkert samviskubit yfir að fyllast frelsistilfinningu. Ekkert samviskubit yfir að hafa ekki samviskubit.
Allavega get ég talið sjálfri mér trú um það. Og það er sigur á vissan hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Geirvörtur og naflar
Íslenska er fallegt mál að mínu mati, enda er ég Íslendingur. En sum orð mun ég aldrei geta sætt mig við.
Hvað er til dæmis málið með orðið nafli (borið fram nabbli)??
Íslenskir nabblar eru feimnismál og ég stend á þvi fastar en fótunum að ástæðan er þetta gelgjulega orð: NABBLI.
Það er ekkert sætt, krúttlegt eða sexý við orðið nabbli.
Muniði eftir unglingabókinni: Sjáðu sæta naflann minn.
Ææææ
Belly button er allt annar handleggur. Það er orð sem enginn þarf að skammast sín fyrir að segja upphátt. En ekki væri nú samt gott að þýða orðið beint yfir á íslensku:
- maga-tala
- bumbu-hnappur
- vamba-takki
Neee... gengi aldrei
Svo er það orðið sem hrein skömm er af:
GEIRVÖRTUR
Þetta skelfilega orð kveikir ekki í nokkrum manni.
Konur, reynið að vera tælandi á sannfærandi hátt þegar þið segið við elskhuga ykkar: Geirvörturnar á mér eru pinnstífar af æsingi.... eða eitthvað slíkt.
Hverjum datt í hug að líkja þessum fallega parti af líkamanum, sem hefur þar að auki jafn göfugan tilgang, við hann Geir sem var allur útsteyptur í vörtum?
Nei má ég þá frekar biðja um hið dísæta og girnilega orð Ameríkana og Englendinga: nipples.
Jammí
Minnir á nibble (nart). Hvað er betur við hæfi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Gelgjan, Tannálfurinn og Sá Einhverfi
Gelgjan fékk afskaplega fallegt silfurskrín í skírnargjöf á sínum tíma. Það er kringlótt, örsmátt og fóðrað að innan með kóngabláu filt-efni. Á lokinu situr undursmár, lítill tannálfur.
Skrínið rúmar eina.. í mesta lagi tvær barnatennur.
Þetta skrín hefur samviskusamlega verið lagt undir koddann, hvenær sem tækifæri hefur skapast og vegna míns einstaklega góða sambands við Tannálfinn hefur gelgjunni áskotnast íslenskar krónur í skiptum fyrir hverja tönn. Annars skilst mér að evran sé aðal gjaldmiðillinn.
Sá Einhverfi fékk ekkert slíkt skrín í skírnargjöf. Þó tel ég ekki að það sé ástæðan fyrir því að allar þær tennur sem hann hefur misst hafa horfið. Púff! Gjörsamlega gufað upp. Þeim Einhverfa hefur ekki áskotnast svo mikið sem tíeyringur fyrir sitt postulín.
Hann hefur sennilega ýmist spýtt þeim út úr sér þar sem hann stóð á hverjum tíma, kyngt þeim eða hent þeim í ruslið.
Á sunnudaginn síðasta heyrði ég kvörtunarhljóð frá mínum manni berast niður frá efri hæðinni.
Á mamma að hjálpa? kallaði ég upp til hans.
Hann þáði það og ég rölti upp stigann. Inn í herberginu sínu stóð Sá Einhverfi og gapti framan í mig, þegar ég birtist.
Það fyrsta sem mér datt í hug var tannpína. Andskotinn, hugsaði ég. En þegar ég fór að þreifa fyrir mér uppgötvaði ég að hann var með tvo lausa jaxla, sitthvoru megin.
Þetta er allt í lagi Ian, sagði ég. Lét hann setjast á rúmið með mér og teiknaði upp fyrir hann skælbrosandi munn með fullt af tönnum. Merkti þær sem voru lausar upp í honum, notaði ör til að sýna honum að þessar tennur myndu detta og reyndi að útskýra að hann myndi svo fá nýjar.
Drengurinn horfði á mig og það var augljóst hvað hann hugsaði: hvað er kerlingin að röfla núna!?
Svo potaði hann í tennurnar og kvartaði.
Ég gafst upp og fór niður aftur. Hugsaði með mér að þetta yrði bara að hafa sinn gang.
En mér skjátlaðist. Þegar ég fór inn á baðherbergi stuttu síðar, voru rifur af alblóðugum klósettpappír í klósettinu og á botninum glampaði á lítinn hvítan jaxl. Eða voru þeir tveir?
Ég hef enn ekki kannað hvort báðar tennurnar séu horfnar. Ég hef grun um að svo sé. Drengurinn er greinilega ekki á því að hafa einhverja skröltandi aukahluti upp í sér. Hann tekur málin í sínar hendur. Ekkert vesen.
Á meðan safnar Tannálfurinn vöxtum á íslensku krónurnar sem hann þarf ekki að leggja út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 8. júní 2009
Með rassinn úti
Ég á engin föt!
Ég held að við, sem tilheyrum kvenþjóðinni höfum allar með tölu, einhvern tíma á lífsleiðinni, látið þessi orð út úr okkur. Og þau eru mis-sönn þegar þau eru sögð. Kannski er réttara að segja að þau séu mismikil lýgi.
Ég ákvað fyrr í kvöld, að byrja mánudagsmorguninn á því að fara í ræktina. Og þá hefst skipulagið. Taka til íþróttafötin, nestið til að hafa með í vinnuna og svo kvölin og pínan; Velja föt úr fataskápnum til að fara í eftir spriklið og sem nota bene: þurfa að haldast utan á mér allan daginn, á þann hátt að ekki sé skömm að.
Og fyrir manneskju eins og mig, sem hefur bætt á sig kílóum en er harðákveðin í að kaupa sér ekki föt, fyrr en þau kíló eru horfin, er þetta allt annað en auðveld og/eða ánægjuleg athöfn.
Í kvöld var ég þó lukkuleg með mig. Búin að ákveða í huganum að uppáhalds gallabuxurnar mínar (ég á tvennar (sem ég passa í)), færu ofan í íþróttatöskuna.
Er ég tók þær fram rak ég augun í gat á rassinum. GAT. Nánar tiltekið í rassaskorunni. Neðarlega. Og svo sá ég annað gat.
Ég hefði getað farið að grenja. Gerði það þó ekki en hugsaði; það var þó allavega heppilegt að buxurnar rifnuðu ekki utan af mér á miðjum vinnudegi.
En svo datt mér í hug að kannski hefðu þær einmitt gert það síðast þegar ég var í þeim, og ég sprangað með hálfan rassinn úti, um alla skrifstofu, samstarfsfólki mínu til gleði og yndisauka.
Og þá fór ég að gráta.
Ég fæ sennilega aldrei að vita staðreyndir í því máli. En ég er að spá í hvort það borgi sig að fara með mínar heittelskuðu gallabuxur, sem eru komnar vel til ára sinna, á saumastofuna í Skeifunni og láta bæta þær.
Ég er þó ansi hrædd um að það borgi sig ekki. Við nánari eftirgrennslan sé ég að efnið er orðið öööööörþunnt á öllu rass-svæðinu, sem skýrir kannski afhverju þessar gallabuxur hafa passað á mig allan þennan tíma. Þær hafa stækkað með mér eftir bestu getu, þessar elskur. Og nú gátu þær ekki meir.
En eitt er víst; ekki fer ég og kaupi mér gallabuxur fyrir þrettánþúsundkrónur í dag, sem verða orðnar AAAAAAALLTOOOOOOF stórar á mig, bara eftir nokkrar vikur, þegar ég verð orðin Jóna Mjóna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 5. júní 2009
Punghlíf vs hjálmur
Fyrsta punghlífin var notuð í íshokkíi árið 1874 og fyrsti hjálmurinn árið 1974.
Það tók karlmenn 100 ár að átta sig á að að hausinn væri líka mikilvægur!
Fánýtur, en skemmtilegur fróðleikur. Og ég velti fyrir mér; er ekki líklegt að aðili með pung (þ.e. karlmaður) hafi fundið upp punghlífina, og aðili með heila (þ.e. kvenmaður) fundið upp hjálminn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Vasaklútar í brjóstastærðum
Sá Einhverfi röltir nú í hringi úti á trampólíninu og öskrar og gólar út í loftið til að fá útrás fyrir reiðina. Öðru hvoru heyrist: ''HEIMSKA MAMMA'' og því er greinilegt að hverjum illskan beinist. Ekki að ég hafi verið í neinum vafa um það fyrir.
Mér varð það á í dag, að vera komin heim á undan honum, sem er ekki vinsælt. Oft á tíðum brestur hann í sáran grát þegar hann horfist í augu við smettið á móður sinni við heimkomu. Ég viðurkenni fúslega að ég hef litla þolinmæði gagnvart þessum tiltekna dynti í barninu. Vil hann helst sem fjærst mér þegar hann er í þessum ham.
En það er akkúrat á þessum stundum sem hann kýs að vera gjörsamlega límdur við mig. Tekur utan um mig og krækir höndunum fyrir aftan bak, svo ég get mig varla hreyft. Svo nuddar hann andlitinu í bolinn minn/skyrtuna/jakkann... með öllum þeim líkamsvessum sem spýtast fram við ákafan grát. Ohh ég get alveg tapað mér.
Ég skipaði honum að sleppa mér og hann linaði aðeins takið. Rétt svo þannig að nú var hann í beinni sjónlínu við hægra brjóstið á mér. Hann virtist sjá eitthvað athugavert svo ég fylgdi augnaráði hans og sá að ég skartaði aukabrjósti, sem mótaði fyrir í gegnum bolinn.
Kannist þið við þetta dömur? Þetta aukabrjóst sem myndast þegar brjóstahaldarinn er of lítill eða of stór eða of víður eða of þröngur... veit ekki alveg hvað er vandamálið þó ég viti að ég þurfi að endurnýja BH lagerinn minn.
Sá Einhverfi klappaði létt á þessa aukabungu eins og til að reyna að fjarlægja hana. Það tókst ekki og hann gerði aðra tilraun. Þá skellti ég upp úr þó að mig hefði andartaki áður langað til að gefa hann á tombólu.
En stráksi sá ekki spaugilegu hliðina á aukabrjóstum frekar en öðrum brjóstum og eyðir nú tíma á trampólíninu í eigin fúla félagsskap.
Hvert fer maður svo til að fá almennilega brjóstahaldara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Kot í sveit
Mér og minni familíu var boðið í bústað með Bakarahjónunum um helgina. Dvöldum í Grímsnesinu frá laugardegi til sunnudags. Og þvílík sæla.
Hvernig stendur á því að fólk slakar betur á í bústað heldur en heima hjá sér? Er þetta nálægðin við náttúruna? Að geta setið úti á palli og heyra ekkert nema þyt í laufi og fuglasöng? Umferðarniður víðs fjarri.
Að sjá börnin koma röltandi utan úr móum, drullug upp fyrir haus með prik í hönd fyrir göngustaf er afskaplega gefandi.
Líka að finna þrastarhreiður með fjórum ungum, kyrfilega staðsett upp við húsvegg. Og á einum sólarhring sjá þá stækka, dafna, breiða úr sér og að lokum fljúga út í buskann.
Ég komst að því að eltingaleikur og feluleikur í náttúrunni í ausandi rigningu, vekur upp barnið í manni.
Heiti potturinn lét bíða eftir sér, þ.e. hann hitnaði seint, og Þann Einhverfa þraut þolinmæði, dreif sig í sundbuxurnar og brást ókvæða við þegar hin börnin stoppuðu hann. Ég kom að honum hágrátandi í sorgarferli og ákvað að best væri að leyfa honum að finna hitastigið á eigin skinni. Hann skellti sér því í 17 °C heitan (kaldan) pottinn og entist mun lengur en ég bjóst við.
Seinna tóku svo Gelgjan og Bakarasonurinn miðnætursund í pottinum en þá var hitastigið komið upp í einar 25°C.
Engum virðist hafa orðið meint af.
Mikið langar mig í lítið kot í sveitinni. Það er gott að eiga drauma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 29. maí 2009
Neiiii hættið nú alveg...
Ekki þykir mér heimurinn mega við því að drepa niður þann náungakærleika sem enn er til.
Fólkið sem finnur upp á þessari vitleysu, vinnur með börnum allan daginn og ætti að hafa menntun og þekkingu til þess. Og þá á ég ekki við stærðfræði- eða móðurmálsþekkingu. Heldur þetta sem flestir vita og allir ættu að vita; líkamleg snerting við annað fólk er okkur lífsnauðsynleg.
Ég efast ekki um að í tilvikum margra barna, en eina líkamlega snertingin og ástúðin sem þau upplifa, frá vinum og skólafélögum komin.
Ég er svo hneyksluð að ég er aaalveeeeeg á innsoooooooginu
Knúsin tímatakmörkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 11. maí 2009
Heppin, heppnari, heppnust
Á einhverjum tímapunkti var trampólín veður um síðustu helgi og þau systkini, Gelgjan og Sá Einhverfi hömuðust sem mest þau máttu á ferlíkinu. Reyndar á Sá Einhverfi það til að láta systur sína um allt erfiðið. Hann sest niður með krosslagða fætur og bíður skælbrosandi eftir þjónustu. Þá tekur hún til við að hoppa hringinn í kringum hann og hann skoppar skellhlæjandi upp og niður, hendist til hliðanna og veltist um.
Það er ótrúlegt þolið sem stúlkan hefur. Bróðir hennar er 18 kílóum þyngri en hún og ekkert lítil átök sem þarf til að skemmta honum á þennan hátt, þó ekki sé nema í 2 mínútur eða svo.
Ég stóð í stofuglugganum og fylgdist með þeim. Með væmið bros á andlitinu. Gelgjan var búin að henda teppi yfir Þann Einhverfa, svo ekki stóð svo mikið sem tásla undan því. Svo hoppaði hún eins og hún ætti lífið að leysa og teppahrúgan hentist til skellhlæjandi. Þetta var fyndin sjón.
Bíddu Ian, kallaði Gelgjan. Mér er kalt, ég ætla í peysu. Ég kem strax aftur.
Úfinn kollurinn á Þeim Einhverfa gægðist undan teppinu og augun ljómuðu.
Mér hlýnaði um hjartað. Gerir það alltaf þegar ég sé systkinin að leik. Þá reyni ég að sjá fyrir mér hvernig lífið þeirra væri ef stráksi væri heilbrigður á sama hátt og bróðir hans og systir.
Gelgjan smeygði sér í peysu og var á leið út í garð aftur þegar hún tók eftir væmna svipnum á andlitinu á móður sinni.
Hvað? spurði hún.
Æi, svaraði ég. Ég var bara að hugsa hvernig allt væri ef Ian væri ekki einhverfur.
Án þess að hika klappaði hún mér á handlegginn og sagði ákveðnum rómi: mamma, vertu ekkert að hugsa um það.
Svo var hún rokin út til að sinna Þeim Einhverfa.
Ég hló með sjálfri mér. Þó að hún sé aðeins 12 ára er viska hennar og skynsemi mun eldri.
Fyrir um 2 vikum sat ég og virti hana fyrir mér og ég sagði henni hvað ég var að hugsa: Ég er ofsalega heppin að eiga þig Anna Mae. Svona duglega, fallega, góða og heilbrigða.
Hún greip síðasta orðið á lofti, fannst halla á yngri bróður sinn og sagði: þú ert líka ofsalega heppin að eiga hann Ian.
Og það veit ég. Jafnvel rétt á meðan ég reiti hár mitt og skegg yfir einhverju sem þau segja eða gera, þá veit ég hversu heppin ég er með þau öll þrjú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 8. maí 2009
Föstudags-hugrenningar
Það er föstudagur... svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Það er þægileg tilhugsun að geta farið heim eftir vinnu og þurfa ekki að hreyfa mig út úr húsi frekar en ég vil, alla helgina. Þó mig gruni að Viddi nokkur vitleysingur... loðinn gaur með fjóra fætur, muni pressa á að ég hreyfi mig eitthvað.
Ég fór í ræktina í hádeginu í dag. Spratt upp úr skrifborðsstólnum og ákvað að ég ætlaði að gleyma öllu um frakt til Kína, Kuala Lumpur og Köben, í eins og eina klukkustund.
Kom endurnærð til baka og tilbúin að takast á við tölvupóstana og símtölin sem biðu.
Hver veit nema að ég rífi mig upp á rassgatinu í fyrramálið og taki aðra session í ræktinni. Það er svo yndislegt að hafa nægan tíma. Dunda sér í sturtu, fara með næringuna í hausnum í vatnsgufu og enda þetta allt saman á kaldri sturtu að hætti Ingu Láru vinkonu. Það var hún sem benti mér á þessa pottþéttu leið ef maður vildi líta aaaaaaaaaaalveg einstaklega vel út við sérstök tækifæri. Og þetta svínvirkar. Ég segi það satt.
Gluggaveðrið heldur áfram og það hefur ekki farið fram hjá mér að rokið og biðin eftir sumrinu hleypur illilega í rassgatið á sumum. En fyrir letingja eins og mig er þetta bara gott mál. Ég get haldið mig innandyra og notið þess að liggja í leti við kertaljós án samviskubits. Það er eins með mig og aðra Íslendinga, sólardagar geta valdið spennu og hækkandi blóðþrýstingi. Við eigum öll að vera utandyra á slíkum dögum að taka til í garðinum, þvo bílinn, sleikja ís á Austurvelli eða ber í sundi.
NÝTA DAGINN NÝTA DAGINN öskrar íslenska þjóðin og hleypur út og suður á undanrennulituðum berum leggjum, á meðan túristarnir í mesta lagi renna frá sér dúnúlpunum og taka ofan rússnesku loðhúfurnar.
Því mun ég bara njóta þess sem eftir lifir af þessu haustlega vori. Sumarið kemur fyrr en varir. I promise
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1640369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta