Leita í fréttum mbl.is

Geirvörtur og naflar

 

Íslenska er fallegt mál að mínu mati, enda er ég Íslendingur. En sum orð mun ég aldrei geta sætt mig við.

Hvað er til dæmis málið með orðið nafli (borið fram nabbli)??

Íslenskir nabblar eru feimnismál og ég stend á þvi fastar en fótunum að ástæðan er þetta gelgjulega orð: NABBLI.

Það er ekkert sætt, krúttlegt eða sexý við orðið nabbli.

Muniði eftir unglingabókinni: Sjáðu sæta naflann minn.

Ææææ

Belly button er allt annar handleggur. Það er orð sem enginn þarf að skammast sín fyrir að segja upphátt. En ekki væri nú samt gott að þýða orðið beint yfir á íslensku:

  • maga-tala
  • bumbu-hnappur
  • vamba-takki

Neee... gengi aldrei

Svo er það orðið sem hrein skömm er af:

GEIRVÖRTUR

Þetta skelfilega orð kveikir ekki í nokkrum manni.

Konur, reynið að vera tælandi á sannfærandi hátt þegar þið segið við elskhuga ykkar: Geirvörturnar á mér eru pinnstífar af æsingi.... eða eitthvað slíkt.

Hverjum datt í hug að líkja þessum fallega parti af líkamanum, sem hefur þar að auki jafn göfugan tilgang,  við hann Geir sem var allur útsteyptur í vörtum? 

Nei má ég þá frekar biðja um hið dísæta og girnilega orð Ameríkana og Englendinga: nipples.

Jammí

Minnir á nibble (nart). Hvað er betur við hæfi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Orðið geir er dregið af spjóti (spjót = geir).  Á dögum víkinga var hægri geirvarta sá staður sem vígamenn þurftu að hitta á til að reka andstæðing í gegn.

  Til gamans:  Geirfugl dregur sennilega orð af því að menn hlupu þennan ófleyga fugl uppi og drápu með spjóti. 

  Enska orðið nipple og íslenska orðið nafli eru klárlega samstofna,  dregin af orðinu hnappur. 

Jens Guð, 16.6.2009 kl. 01:24

2 identicon

Hvernig væri þá "Nippill". "Nipplarnir/nipplurnar mínar o.s.frv."

Þetta er náttúrulega þekkt og þjált orð, enda fagorð pípulagningamanna. Þú getur farið í húsasmiðjuna og fengið bæði nippilhné og brjóstnippil :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens minn. Ég veit að þú lýgur engu með geir og spjót. En er restin ekki bara afrakstur óendanlegrar uppsprettu hugmyndaflugs þíns?

Jón Logi. Kærar þakkir. Ég þarf einmitt að skella mér í Húsasmiðjuna á næstu dögum

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Billi bilaði

Naflar eru ekki bara feimnismál á Íslandi (ef þeir eru það hér). Robert Fulghum skrifar um það í einni af (stórskemmtilegum) bókum sínum, þegar hann er teiknikennari í "high school" eða "collage" í Bandaríkjunum, að í eina skiptið sem nemendurnir neituðu að teikna líkamsparta, var þegar hann lagði fyrir það verkefni að teikna nafla samnemenda.

http://www.amazon.com/Was-Fire-When-Lay-Down/dp/0804105820/ref=pd_sim_b_5

Billi bilaði, 16.6.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

haha, svo sammála, ósexy nöfn.

Rut Sumarliðadóttir, 16.6.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vitleysa er þetta í ykkur. Hversu lítt kunnið þið að meta fjölbreytileika og ómbrigði móðurmálsins? Hversu miklum áhrifum hafið þið orðið fyrir af ammrískri lágmenningu?

Geirvarta er virkilega (kyn)æsandi orð. Stinnar geirvörtur... Hugsið ykkur hvað þetta hljómar vel.

Og svo er það orðið nafli. Ekkert getur lýst þessari litlu kviðholu betur en einmitt þetta orð. Það væri bara hlægilegt að segja: Ég drakk kampavín úr maga-tölu hennar. Það er hins vegar æsandi að segja: Ég drakk kampavín úr nafla hennar.

Emil Örn Kristjánsson, 17.6.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Já margt er að skoða í móðurmálinu okkar ;)

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.6.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.6.2009 kl. 16:35

9 identicon

Látið ekki svona, kannast enginn við enska orðið "navel"?

Haukur A. Clausen (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband