Leita í fréttum mbl.is

Heppin, heppnari, heppnust

 

Á einhverjum tímapunkti var trampólín veður um síðustu helgi og þau systkini, Gelgjan og Sá Einhverfi hömuðust sem mest þau máttu á ferlíkinu. Reyndar á Sá Einhverfi það til að láta systur sína um allt erfiðið. Hann sest niður með krosslagða fætur og bíður skælbrosandi eftir þjónustu. Þá tekur hún til við að hoppa hringinn í kringum hann og hann skoppar skellhlæjandi upp og niður, hendist til hliðanna og veltist um. 

Það er ótrúlegt þolið sem stúlkan hefur. Bróðir hennar er 18 kílóum þyngri en hún og ekkert lítil átök sem þarf til að skemmta honum á þennan hátt, þó ekki sé nema í 2 mínútur eða svo.

Ég stóð í stofuglugganum og fylgdist með þeim. Með væmið bros á andlitinu. Gelgjan var búin að henda teppi yfir Þann Einhverfa, svo ekki stóð svo mikið sem tásla undan því. Svo hoppaði hún eins og hún ætti lífið að leysa og teppahrúgan hentist til skellhlæjandi. Þetta var fyndin sjón.

 

Bíddu Ian, kallaði Gelgjan. Mér er kalt, ég ætla í peysu. Ég kem strax aftur.

Úfinn kollurinn á Þeim Einhverfa gægðist undan teppinu og augun ljómuðu.

Mér hlýnaði um hjartað.  Gerir það alltaf þegar ég sé systkinin að leik. Þá reyni ég að sjá fyrir mér hvernig lífið þeirra væri ef stráksi væri heilbrigður á sama hátt og bróðir hans og systir.

Gelgjan smeygði sér í peysu og var á leið út í garð aftur þegar hún tók eftir væmna svipnum á andlitinu á móður sinni.

Hvað? spurði hún.

Æi, svaraði ég. Ég var bara að hugsa hvernig allt væri ef Ian væri ekki einhverfur.

Án þess að hika klappaði hún mér á handlegginn og sagði ákveðnum rómi: mamma, vertu ekkert að hugsa um það.

Svo var hún rokin út til að sinna Þeim Einhverfa.

Ég hló með sjálfri mér. Þó að hún sé aðeins 12 ára er viska hennar og skynsemi mun eldri.

Fyrir um 2 vikum sat ég og virti hana fyrir mér og ég sagði henni hvað ég var að hugsa: Ég er ofsalega heppin að eiga þig Anna Mae. Svona duglega, fallega, góða og heilbrigða.

Hún greip síðasta orðið á lofti, fannst halla á yngri bróður sinn og sagði: þú ert líka ofsalega heppin að eiga hann Ian.

Og það veit ég. Jafnvel rétt á meðan ég reiti hár mitt og skegg yfir einhverju sem þau segja eða gera, þá veit ég hversu heppin ég er með þau öll þrjú. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 11.5.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þezzar 12 ára drepa mann bara á einn hátt & það er bara með blíðunni...

Steingrímur Helgason, 11.5.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þær eru líka yndislegar þessar gelgjur, þegar þær fá að njóta sannleikans.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:32

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 12.5.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 13:26

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk og ljúfar kveðjur.....:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2009 kl. 19:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æjá... það er einhvernveginn þannig að stundum hafa þessir krakkar svo miklu betri yfirsýn.

En það ætti engum að koma á óvart að þú sért heppin með börnin þín - einhversstaðar hlýtur erfðamengið að koma í gegn

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 21:15

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og ekki er ég síður heppinn að það varst þú sem Ian valdi fyrir móður, því að annars væri þroski minn minni í dag en hann er og ekki mátti ég við því.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.5.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 13.5.2009 kl. 23:54

11 Smámynd: Ragnheiður

Almáttugur. Anna Mae er dásamlega yndislega fallega innrætt...og veistu Ian er það líka, það er bara smá bremsa á að það skili sér eins og hennar. Það er þarna samt, ég er viss.

Knús

Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 12:17

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú býrð greinilega við blessað barnalán.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2009 kl. 12:53

13 Smámynd: Jens Guð

Sætt og hugljúft að venju.

Jens Guð, 16.5.2009 kl. 00:22

14 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ásta Björk Hermannsdóttir, 18.5.2009 kl. 19:59

15 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir allt mín kæra, fallega kona og einstaka mamma.

Megir þú og þín fjölskylda eiga innilegt og fallegt sumar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 19.5.2009 kl. 01:16

16 identicon

 Vá ekkert smá æðislegt hvað þau geta verið æðisleg. Ian er heppin með systir sína og fjölskyldu.

Með kveðju

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:10

17 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég skil þig svo einstaklega vel

Guðríður Pétursdóttir, 21.5.2009 kl. 22:24

18 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 10:13

19 Smámynd: Heimir Tómasson

Systkinakærleikur er algerlega dásamlegt fyrirbæri. Ég á tvo grísi, 8 ára stelpu og 5 ára skæruliða og þrátt fyrir að ýmislegt gangi stundum á (stelpan handleggsbrotnaði um daginn og þegar ég frétti það þá var það fyrsta sem mér datt í hug að hún hefði verið að gefa bróður sínum á lúðurinn - svo reyndist ekki vera) þá er það svo sannarlega yndisleg sjón að sjá þegar þau eru að leika sér saman. Gerir allar erfiðu stundirnar svo virkilega þess virði.

Heimir Tómasson, 24.5.2009 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1639952

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband