Leita í fréttum mbl.is

Föstudags-hugrenningar

 

Það er föstudagur... svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.

Það er þægileg tilhugsun að geta farið heim eftir vinnu og þurfa ekki að hreyfa mig út úr húsi frekar en ég vil, alla helgina. Þó mig gruni að Viddi nokkur vitleysingur... loðinn gaur með fjóra fætur, muni pressa á að ég hreyfi mig eitthvað.

Ég fór í ræktina í hádeginu í dag. Spratt upp úr skrifborðsstólnum og ákvað að ég ætlaði að gleyma öllu um frakt til Kína, Kuala Lumpur og Köben, í eins og eina klukkustund.

Kom endurnærð til baka og tilbúin að takast á við tölvupóstana og símtölin sem biðu.

Hver veit nema að ég rífi mig upp á rassgatinu í fyrramálið og taki aðra session í ræktinni. Það er svo yndislegt að hafa nægan tíma. Dunda sér í sturtu, fara með næringuna í hausnum í vatnsgufu og enda þetta allt saman á kaldri sturtu að hætti Ingu Láru vinkonu. Það var hún sem benti mér á þessa pottþéttu leið ef maður vildi líta aaaaaaaaaaalveg einstaklega vel út við sérstök tækifæri. Og þetta svínvirkar. Ég segi það satt. 

Gluggaveðrið heldur áfram og það hefur ekki farið fram hjá mér að rokið og biðin eftir sumrinu hleypur illilega í rassgatið á sumum. En fyrir letingja eins og mig er þetta bara gott mál. Ég get haldið mig innandyra og notið þess að liggja í leti við kertaljós án samviskubits. Það er eins með mig og aðra Íslendinga, sólardagar geta valdið spennu og hækkandi blóðþrýstingi. Við eigum öll að vera utandyra á slíkum dögum að taka til í garðinum, þvo bílinn, sleikja ís á Austurvelli eða ber í sundi.

NÝTA DAGINN NÝTA DAGINN öskrar íslenska þjóðin og hleypur út og suður á undanrennulituðum berum leggjum, á meðan túristarnir í mesta lagi renna frá sér dúnúlpunum og taka ofan rússnesku loðhúfurnar.

Því mun ég bara njóta þess sem eftir lifir af þessu haustlega vori. Sumarið kemur fyrr en varir.   I promise

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 8.5.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað þetta loforð um sumarið gladdi mitt kalda hjarta Það er rétt hjá þér! Það er bara maí! Maí lætur oft svona í veðri - þurrakuldi sem smýgur í gegn um merg og bein. Ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar. Kveikja á kerti og rífa upp prjónana.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Undanrennulituðum berum leggum..."

Þú myndmálar oft svo skemmtilega.

Steingrímur Helgason, 8.5.2009 kl. 23:18

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góða helgi.    

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 07:46

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sorrý, en þú ættir að kíkja frekar til Rasistans í sumar: Heitt og þurrt í Bretlandi  sem þýðir rakt og umhleypingasamt á Íslandi. Þriggja mánaða spáin er hér. En ef þið familían harkið af ykkur og hlaupið stíginn í Skerjafirði, heilsið þá upp á mann, ég fer alltaf út á svalir loksins þegar sólin skín!

Three-month forecast promises 30C temperatures as more Britons holiday at home Cash-strapped holidaymakers planning a UK vacation can expect to enjoy a warm and dry summer this year with temperatures above average, the Met Office said today. The forecast for a "barbecue summer" will cheer thousands of people planning to stay at home because of recession-hit finances and the weak pound. Forecasters said it is "unlikely" there will be a repeat of the wet...

http://article.wn.com/view/2009/04/30/Warm_dry_summer_on_the_way_says_Met_Office/

Warm, dry summer on the way, says Met Office

Ívar Pálsson, 9.5.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

svoooooooooooo mikid til i thessu, svona var ég..med samviskubit ef ég nennti ekki út i "góda vedrid" og planta blómum eda whatnot....en leyfi mér thad hér thvi ég veit sem er,thad kemur annar gódur sumardagur

María Guðmundsdóttir, 10.5.2009 kl. 16:22

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Svo sammála þér, það sem að maður hefur setið og nagað á sér neglurnar af samviskubiti, yfir því að vera ekki í einhverskonar sólbaði ef sólin nær að skína lengur en 5 mín, þó ekki nema ef maður væri bara að skokka upp í Breiðhollt eða suður í Kópavog.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 22:07

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég eeelska svo góðaveðrið.. ég hef svo sem ekkert mikið að gera úti annað en bara að njóta þess hversu veðrið er gott.. :) Það hefur svo góð áhrif á sk(v)apið

Guðríður Pétursdóttir, 21.5.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband