Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Þriðjudagur, 30. september 2008
Síðuspek
Ég var örugglega ekki sú eina sem hélt að hún væri að fara í létt og löðurmannslegt verk þarna í frístælnum í Kópavoginum. Mætti í þykkum joggingbuxum, Nike skóm, hlýrabol og gollu yfir takk fyrir. Enda ætlar maður sér svo sem ekkert að flagga neinu svona extra eða auka innan um fullt af ókunnugu fólki.
Mamma ætlið þið svo að sýna einhvers staðar, spurði Gelgjan þegar ég var að fara út úr dyrunum. Já auðvitað sagði ég. Og þú átt að koma og horfa á mömmu þína. Og ég ætla að segja öllum að þú sért dóttir mín.
Ég sá að hún vonaði að ég væri að grínast.
Annars held ég að ég hafi ekki nefnt það hvernig þessi frístæl hópur varð til.
Katrínu megabeib langaði til að komast í freestyle en það er ekkert í boði nema tímar 2-3 x í viku og ótrúlegt nokk.. allt saman á kvöldmatartíma. Katrínu fannst það ekki boðlegt að láta sig hverfa út af heimilinu þetta oft og á þessum tíma (enda með tvö lítil börn og eiginmann = 3 börn).
Svo hún talaði við líkamsræktarstöð og fékk vilyrði fyrir því að ef hún gæti safnað saman nógu stórum hópi þá yrði settur upp sértími, einu sinni í viku EFTIR kvöldmatartíma fyrir þennan hóp. Og Katrín megabeib sendi tölvupóst á fullt af konum (þar á meðal mig) og hvatti til þátttöku. Ég ákvað að slá til og dró nokkrar vinkonur með í þetta og aðrar hafa gert það sama.
Úr varð sem sagt þessi snilldarhópur sem mætti í Kópavoginn í kvöld og tók á því.
Kennarinn okkar er ung stelpa (eða kannski kona) og ég sá á henni hvað henni fannst þetta sniðugt. Það var glott á henni sem kom mér til að brosa. Hún örugglega ekki vön að sjá svona margar 35+ saman komnar í freestyle.
Hálftími fór í teygjur og upphitun og þeim hálftíma var vel varið.
Eigum við að ræða eitthvað stirðleikann? sagði Ellisif Bakarafrú.
Það vantar eitthvað upp á að mér finnist ég tignarleg, sagði Laufey Samstarfskona.
Mér þótti þetta reyndar allt fara fram úr björtustu vonum en ég átti mín móment. Sitjandi á gólfinu með útglennta fætur að teygja búkinn yfir lærin. Ég fann fyrir einhverri fyrirstöðu.
Eitthvað var það sem stoppaði mig í því að ná að leggjast alveg yfir fótlegginn. Eitthvað varð þarna fyrir á milli síðu og læris. Tók mig smá stund að átta mig á því að þetta var mör. Síðuspek. Það verða alveg til nýir keppir þegar maður fettir sig svona og brettir. Ekki alveg það sama og að standa fyrir framan spegil á 1o cm háum hælum, í aðhaldsbuxum og með inndreginn maga.
Nei nei.. bara ég í jogginbuxum sem urðu aðeins of stuttar í þurrkaranum, á sokkaleistunum (löngu komin úr Nike skónum) og engir 10 cm skóhælar til að gera mig hoj og slank. Bara ég og speglar út um allt og upp um allt.
Og ég var bara sátt. Ég var að gera eitthvað nýtt. Fór örlítið út fyrir kassann. Djöfull var það góð tilfinning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 28. september 2008
Vikuplanið á sunnudagskvöldi
Magakveisa Þess Einhverfa ætlar að vera ansi þrálát. Ég er orðin verulega áhyggjufull. En viti menn.. áhyggjurnar snúast ekki um drenginn heldur vinnuna mína. Mér er ekki alveg sjálfrátt. En mér til varnar þá trúi því að þetta sé aðeins einhver þrálát baktería sem láti undan á endanum, enda er ástandið mun betra nú en í lok vinnuvikunnar.
Sá Einhverfi og ég settum upp vikuplanið saman á tölvuskjánum fyrr í kvöld og dagskrá morgundagsins var: ''kannski skóli'' og ''kannski Vesturhlíð''.
Hann var mjöööög hrifin af þessu orði; ''kannski'' og heimtaði að hafa það með á þriðjudeginum líka. Hann fékk leyfi til þess en ég vona að það verði ekkert vafamál með skólaferð þann daginn.
Þegar planið fyrir vikuna var svo tilbúið byrjaði hann að lesa það yfir eins og hann gerir margoft í hverri viku. Alltaf að fullvissa sig um að ekkert hafi breyst. Þegar kom að föstudeginum: mamma fer í flugvélina og útlanda'', þá stoppaði hann og mótmælti. En svo ákvað hann að redda málunum bara sjálfur og bætti við tveimur orðum.
Allt áhorfið á Mr. Bean á laugardaginn er slegið inn af honum, sem og sundferð á sunnudaginn. Á fimmtudag ætlar hann að senda foreldrana í verslunarferð og hann ætlar að bíða einn heima (heldur hann sko).
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur |
29.sep | 30.sep | 1.okt | 2.okt |
Ian fer kannski í | Kannski skólann | Rúta | Rúta |
skólann | skóli | skóli | |
Kannski í | Vesturhlíð | Vesturhlíð | |
kannski í | Vesturhlíð | rúta - heim | rúta - heim |
Vesturhlíð | Ian ætlar í bílinn | ||
með mömmu að | Mamma Búð Bíða | ||
keyra Önnu Mae | Pabbi Búð Bíða | ||
í dans. | Söngvaborg 1 | ||
Ian fer með | svo heim | Söngvaborg 2 | |
mömmu í bílinn | Söngvaborg 3 | ||
að keyra Önnu | Söngvaborg 4 | ||
Mae í dans | |||
svo heim |
Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
3.okt | 4.okt | 5.okt |
Rúta | Heima að leika | Ian heima |
skóli | The Amazing | að leika |
Vesturhlíð | Adventures of | |
rúta - heim | Mr. Bean | |
The Exciting | ||
Escapades of | ætlar í sundin | |
Mamma fer | Mr. Bean | |
í flugvélina | The Terrble Tales | |
til útlanda | of MR. BEAN | |
svo heim | The Merry Mishpes | |
The Perilus Of | ||
Mr. Bean | ||
Unseen Bean |
Klukkan er rúmlega ellefu á sunnudagskvöldi og allt er hljótt. Gelgjan er sofnuð og Sá Einhverfi ætti að vera það en liggur upp í rúmi og talar við sálufélaga sinn Mr Bean.
Unglingurinn unir ánægður upp í herberginu sínu, þakklátur og feginn að vera laus við flísina sem ég dró úr rauðri og bólginni stóru tá áðan.
Viddi Vitleysingur og Elvíra fitubolla liggja saman á græna antiksófanum hennar ömmu. Hvað eru nokkur hunda- og kattarhár á milli vina. Aðrir ferfætlingar eru úr sjónmáli í augnablikinu.
Bretinn er í eldhúsinu að útbúa handa okkur ísrétt. Vanilluís, banani, rjómi og sykruð, fersk jarðarber. Jammí. Og að sjálfsögðu verður borið fram með þessu tebolli af enskum sið.
Annað kvöld mun ég svo vera stödd í sal í Kópavoginum, með hátt í 20 öðrum kellum og hrista af mér ísréttinn. Eggjandi, dulmögnuð og sexý í fyrsta free-style danstímanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Hlegið með Magga mörgæs
Bretinn og ég brugðumst við á sama tíma, á sama hátt í dag. Það var ekkert stórmerkilegt í gangi. Ekkert sem hræddi okkur eða gerði okkur hverft við. Aðeins hlátur lítils drengs.
Stundum uppgötvum við breytingu eða framför hjá Þeim Einhverfa góðum tíma eftir að hún á sér í rauninni stað. Stundum hefur hann sýnt ákveðna breytingu á hegðun í vikur, jafnvel mánuði, áður en við tökum eftir breytingunni. Vegna þess að hún gerist hægt.
Í dag sat Sá Einhverfi við tölvuna með heyrnartól á höfðinu og horfði á Magga mörgæs á netinu. Maggi mörgæs náði til stráksins mjög snemma á hans ævi. Sennilega eignaðist hann fyrstu VHS spóluna með leir-mörgæsinni þegar hann var rúmlega eins árs. Og í 9 ár hefur hann horft á þættina með svipbrigðalaust andlit að mestu þó að eitt og eitt bros hafi læðst fram á varirnar öðru hverju, sem sýndi að hann naut áhorfsins.
í dag var annað upp á teningnum. Hlátur hans fangaði athygli okkar Bretans á sama andartakinu. Og við stóðum upp frá eldhúsborðinu þar sem við sátum og vorum að spjalla. Gægðumst fram í holið til að sjá hvað orsakaði þessa miklu kátínu. Maggi mörgæs blasti við okkur á tölvuskjánum og djöfulgangurinn í leirklumpnum var ástæðan fyrir þessum nýja hlátri. Svo eðlilegur og vitrænn og viðeigandi. Sá Einhverfi leit á okkur og bjart augnaráðið sagði: Er þetta ekki fyndið? Lætur Maggi ekki kjánalega!
Hlátur er auðvitað ekkert nýtt fyrirbrigði frá Þeim Einhverfa. En eitthvað sérstakt vakti athygli okkar í dag. Nýr hljómur... ný gleði. Erfitt að segja. Kannski fann lífsgleði hans og kímnigáfa einfaldlega leiðina út. Og löngunin til að deila Magga mörgæs með okkur hinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Takk þið
Mikið þakka ég ykkur vel fyrir afmælis- og heillaóskirnar. Bæði hér á blogginu, fésbókinni, tölvupóstinum og in real life.
Það er svo gott og gaman að finna að fólk hugsi til manns.
Ég var vakin upp með afmælissöng, kortum og gjöfum í morgun og það var ekki leiðinlegt.
Svo tókst einum manni (nefnum engin nöfn en hann er ekki breskur) að móðga mig í morgun svona aldurslega séð. Hann sá að sér og reyndi að klóra í bakkann en eins og þið vitið þegar karlmenn fara í það panikk ástand, þá gera þeir illt verra.
Ég skundaði út af vinnustaðnum mínum um kl. tvö í dag og það sást varla í mig fyrir blómvendinum sem ég fékk frá vinnunni. Honum fylgdi einnig gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn VOX svo ég og Bretinn munum gera okkur glaðan dag þar fljótlega. Takk fyrir það G.M.S. (og Íris að sjálfsögðu).
Mitt yndislega samstarfsfólk laumaði líka að mér afmælisgjöf en hún var í formi Evra og er það ekki ónýtt fyrir Berlínar ferðina sem stendur fyrir dyrum í lok næstu viku. Ég þakka fyrir það, en ekki síður Bretinn. Þetta mun skila mér heim frá úttttlöndum með lægri visa reikning en ella.
Útgefandinn minn og frú ritstjóri sendu mér yndislegan blómvönd og kvöldinu ætla ég að eyða með mínum nánustu við át og drykkju.
Mun væntanlega skila mér bæði syfjuð og létttimbruð í vinnu á morgun. Og þá verð ég komin á fimmtugsaldurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Mánudagur, 22. september 2008
Átmaraþon, bakstur og magakveisa
Ég stimplaði mig ekki inn í vinnu í morgun þar sem sá Einhverfi var með magakveisu. Reyndar get ég unnið hér heima. Það hjálpar upp á sakirnar.
Í dag er síðasti dagurinn sem ég er þrjátíu-og-eitthvað og DV hringdi í mig eftir hádegi. Þeir eru alltaf svo æstir að segja frá afmælum fólks. Þegar ég var að vinna á smáauglýsingadeild blaðsins þá var þetta þannig að þeir sendu öllum bréf sem áttu stórafmæli og skilaboðin voru þau að ef fólk vildi EKKI láta segja frá afmælisdeginum þá átti það að hringja í blaðið og láta vita. Að öðrum kosti yrði nafn, fæðingardagur o.þ.h. birt.
Mér fannst þetta alltaf flokkast undir frekju á hæsta stigi og finnst ennþá. En samt er eitthvað fyndið við þetta. Ég veit ekki hvert fyrirkomulagið er í dag. Hvort þeir kunni sig betur og hringi í alla eða hvað.
En það hringdi sem sagt í mig hress og indæll maður og bað um leyfi. Ég bað hann vinsamlega að gera aðra tilraun eftir 10 ár. Hann tók því vel og sagðist myndi skilja eftir miða á borðinu sínu ef hann skyldi vera hættur. Það þótti mér fyrirtaks hugmynd og við kvöddumst með virktum.
Seinnipartinn í dag fór ég í hár-dekur þar sem hárgreiðsludaman lýsti yfir hrifningu á því hvað gráu hárin mín rynnu skemmtilega saman við strípurnar, svona platinum ljós. Minn náttúrulegi háralitur er sem sagt orðinn silfurgrár. Ekki amalegt það. Bráðum get ég bara hætt þessu strípuveseni.
Ég er ennþá með magaverk eftir að hafa tapað mér í 5 klukkustunda áti hjá Önnu systur í gær, þar sem hennar yngsti gaur átti afmæli.
Í kvöld gætti ég þess að vera búin að gúffa í mig kjúklingasalati áður en Bretinn kom heim. Ég vissi nebblega hvað til stóð. Nú stendur hann í eldhúsinu og brælan af beikoni og eggjum leggur um húsið.
Sá Einhverfi gerði okkur klárlega ljóst að magakveisan væri á undanhaldi þegar hann heimtaði kjúkling og hrísgrjón í matinn upp úr þurru. Svo vonandi get ég hent honum í skólabílinn í fyrramálið.
Ég ætla að druslast út í göngu-/skokktúr og telja mér trú um að það leki af mér allar 5876 kaloríurnar sem ég setti ofan í mig í gær.
Á mínum vinnustað er brottrekstrarsök að koma ekki með köku á afmælisdaginn sinn og því mun ég seinna í kvöld þurfa að standa í svínafitusteikingarbrælunni og hræra í eins og eina súkkulaðiköku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Sunnudagur, 21. september 2008
Flagð undir fögru...
Ég er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana. Sennilega er ástæðan sú að hugurinn er við bókina. Sem er nú á lokasprettinum. Örfáar breytingar, ákvörðunartaka um kápu og svo fer hún í prentun. Sennilega í lok vikunnar.
Á meðan bloggletin varir og ég svona ófrjó í hugsun, sæki ég bara í gamalt efni og þar sem ég þarf að hugsa minn gang er upplagt að rifja upp þessa örsögu:
Flagð undir fögru...
Hann vissi að hann yrði að segja skilið vinkonu sína. Því fyrr því betra. Reyndar hefði hann átt að vera löngu búin að því. Það voru svo mörg ár frá því að hann vissi hvernig hún var innrætt. Undirförul. Lét honum líða svo vel. Fullnægði honum. En undir hvítu og sléttu yfirborðinu leyndist banvæn blanda. Hún vildi honum ekkert gott og hafði aldrei viljað. Takmark hennar frá þeirra fyrstu kynnum var að gera hann veiklundaðan. Háðan sér og þeim tilfinningum sem hún vakti.
Hann hafði barist gegn þessum tilfinningum svo lengi. Logið að sjálfum sér. Allt til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun. Hann vildi hana úr lífi sínu. En samt hélt hann í hana dauðahaldi. Þrátt fyrir að hann vissi að það væri aðeins spurning um tíma hvenær hún dræpi hann. Hún var nú þegar byrjuð að myrða hann á sinn hægláta, hljóða og undirförla hátt.
Ákvörðunin var skyndileg og kom honum á óvart. En skyndiákvarðanir eru oft þær sem auðveldast er að standa við. Hann þreif í hana og fleygði henni á jörðina. Það var heift í hreyfingum hans. Tilfinning sem hann vissi ekki að hann ætti til. Það var nautn að traðka á henni og þrýsta ofan í svaðið. Hann þrýsti henni svo fast ofan í drulluna að hún hvarf sjónum hans. Loginn var slokknaður. Að eilífu. Það var þungu fargi af honum létt. Tilfinningin var ólýsanleg.
Hann gekk að næstu ruslagámi og losaði sig við það sem eftir var. Hægt og rólega tók hann hverja og eina sígarettu sem eftir var í pakkanum og braut í tvennt áður en gámurinn gleypti þær. Þessu var lokið.Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Orkuþjófurinn litli
Ég hef misboðið Þeim Einhverfa hvern dag vikunnar.
Einhvern veginn hafa hlutirnir æxlast þannig að ég hef þurft að breyta vikuplaninu á einhvern hátt, hvern dag. Og þar sem vikuplanið er það fyrsta sem hann athugar þegar hann kemur heim með skólabílnum hefur hann ekki átt gleðilegar heimkomur.
Handskrifaðar breytingar á plagginu sem hangir á ísskápnum, falla í grýttan jarðveg og glaði guttinn breytist í sorgmæddan, ráðvilltan og reiðan strák. Það er lítið sem ég get gert nema að halda utan um hann og fullvissa hann um að allt verði í lagi.
Hann langar örlítið til að kyrkja mig en lætur sér nægja að dangla í mig. Ekki fast, eins og hann átti til hér áður fyrr. En nóg til þess að ég verð að setja í brúnirnar og láta eins og ég sé reið. Sem ég er ekki. Og það skiptir hann máli, sem betur fer.
Í gær sat ég með hendur í skauti og bjó til fjarlægð í huganum. Ég varð að gera það til að orka útgrátið andlitið og bænarróminn í röddinni; ''ekki stroka út ekki stroka út'', en þar vísaði hann til þess að ég hafði krotað yfir ''rúta-heim'' á föstudagsplaninu. Fríða Brussubína ætlar að sækja hann í Vesturhlíð því mamman þarf að komast í partý, sjáiði til.
Eftir að hann róaðist nógu mikið til að hætta að skæla og fara að sinna einhverju öðru (þó ég heyrði tautið í honum ofan af lofti: ''bara heim bara heim'') þá fann ég allt í einu að mér leið eins og undinni tusku og hreinlega sveif á mig svefnhöfgi. Öll orka var uppurin.
Ég ræddi þetta við Önnu systir í gærkvöldi. Hún kannast mjög vel við þessa tilfinningu þó að af aðeins öðrum orsökum sé.
Og við vorum sammála um það, að hér áður fyrr, þegar hver dagur litaðist að slíkum uppákomum, þ.e. þær voru regla frekar en undantekning þá brölti maður einhvern veginn í gegnum þetta. Á aukaorku og á hnefanum. Án þess í rauninni að vera meðvitaður um það. Þetta var bara svona og ekkert við því að gera.
Nú í seinni tíð, þegar þessar uppákomur eru sjaldgæfari og líður langt á milli þeirra, þá er eins og ég hafi minni orku. Ég hef meiri þolinmæði, en minni orku. Og akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, skil ég afhverju það er. Það er vegna þess að pjakkurinn er orðinn svo duglegur að tjá sig. Og nota mismunandi blæbrigði. Og horfa í augun á mér. Og biðja með orðum og augnaráði. . Það er erfitt að hunsa slíkt.
And maybe I'm just too old for this shit.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Þegar yfirmaðurinn hefur ekkert að gera í vinnunni
Yfirmaður minn, yndislegt barn, er að dunda sér í vinnunni í dag. Dunderíið innihélt m.a. að senda þennan jóker manna á milli.
Assgoti góður þessi en því miður, eðlisins vegna, óþýðanlegur yfir á ástkæra ylhýra:
A male patient is lying in bed in the hospital, wearing an oxygen mask over his mouth and nose, still heavily sedated from a difficult four hour, surgical procedure. A young student nurse appears to give him a partial sponge bath.
Nurse", he mumbles, from behind the mask "Are my testicles black"
Embarrassed, the young nurse replies, "I dont know sir, Im only here to wash your upper body and feet."
He struggles to ask again, "Nurse, are my testicles black"
Concerned that he may elevate his vitals from worry about his testicles, she overcomes her embarrassment and sheepishly pulls back the covers. She raises his gown, holds his penis in one hand and his testicles in the other, lifting and moving them around.
Then, she takes a close look and says, "Theres nothing wrong with them, sir."
The man pulls off his oxygen mask, smiles at her and says very slowly,
"Thank you very much. That was wonderful, but listen very, very closely
Are - my - t e s t - r e s u l t s - b a c k "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 15. september 2008
Pæling vikunnar
Á næstum því hverju kvöldi, þegar ég leggst til svefns, stend ég mig að því að muna skyndilega eftir símtalinu sem ég ætlaði að hringja þann daginn, en aldrei var hringt eða dyrnar sem ég ætlaði að banka á en gerði ekki.
Fólk sem mér þykir undurvænt um sem ég ætlaði að heyra í til að þakka fyrir síðast, segja hversu vel ég skemmti mér í afmælinu eða hvað spallið yfir rauðvínsglasinu eða kaffibollanum hefði verið yndislegt og kærkomið. Eða bara til að segja: hvað gerðir þú í dag?
Undurfljótt verður þessi dagur sem símtólinu var ekki lyft, að viku. Vikan að mánuðum...
Kannist þið við þetta?
Í mínu starfi hangir símtæki á eyranu á mér allan daginn. Ég viðurkenni að oft á tíðum, þegar heim er komið, búið að fæða alla, skamma og knúsa eftir því sem við á, og henda í bælið, þá er það síðasta sem mig langar að gera er að bera símtæki upp að eyranu. Fyrir utan það að Bretinn þarf stundum örlitla athygli. Hann er svo sem ekki kröfuharður en einhvern tíma verðum við að hafa til að tala saman án þess að það sé yfir litla hausa og lítil blakandi eyru.
Æi tíminn bara flýgur áfram og ég vildi svo gjarnan vera í mun nánara sambandi við allt þetta fólk sem ég elska og á fortíð með á einn eða annan hátt.
Vinnum við ekki of mikið krakkar? ha? Er ekki mun algengara að við lifum til að vinna í stað þess að vinna til að lifa?
Alveg eins og ég gera of mikið af því að lifa til að éta í stað þess að éta til að lifa.
Ég þarf að komast á námskeið í forgangsröðun. Er það til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 15. september 2008
Ég er húmorslaus þessa dagana er mér sagt
Sá Einhverfi er orðinn sjálflærður á laptoppinn minn. Tekur excel skjalið sem ég set dagatalið hans upp í og umbreytir því eins og honum hentar.
Samkvæmt planinu eins og það lítur út núna, þá verður pizza í matinn nk laugardag og hann ætlar að horfa á Söngvaborg frá 1-4 og Pippi Langströmpe. Og á sunnudag ætlar hann að fá bæði nammi og súkkulaðiköku.
Einhvers staðar uppgötvaði hann líka tonlist.is og finnur sér lög þar til að hlusta á.
Ég yrði ekki undrandi þó hann tilkynnti í næstu viku að hann væri búinn að finna sér íbúð og væri kominn með leyfi fyrir æfingarakstri.
---
Gelgjan fór í dag (sunnudag) að heimsækja Hafliða frænda sinn (sonur Önnu systur) og undi hag sínum einkar vel.
Ég hringdi um kl. 20 í hana og spurði hvort hún væri tilbúin að koma heim.
Nei, svaraði hún. Ég ætla að vera hér næstu tvo tímana.
Þá hækkaði ég röddina og fór í forráðamanns-gírinn. ANNA MAE EKKI GLÆTA. ÞAÐ ER SKÓLI Á MORGUN..
Mamma! Röddin var ískyggilega róleg og yfirveguð. Ég var að djóka.
Nú sagði ég. Er ég gjörsamlega húmorslaus þessa dagana?
Það er rétt hjá þér móðir, sagði Gelgjan.
Og móðirin er ekki bara húmorslaus heldur gjörsamlega ábyrgðarlaus. Þegar ég fór að sækja barnið, dvaldist mér svo lengi í eldhúsinu hjá systur minni við kjaftavaðal, að djókið var orðið að staðreynd.
Nú drepur pabbi þinn mig, sagði ég við dóttirina kl rúmlega tíu og rak hana í skó og út um dyrnar.
Stundum fær hún sínu framgengt, alveg óvart.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta