Leita í fréttum mbl.is

Hlegið með Magga mörgæs

 

Bretinn og ég brugðumst við á sama tíma, á sama hátt í dag. Það var ekkert stórmerkilegt í gangi. Ekkert sem hræddi okkur eða gerði okkur hverft við. Aðeins hlátur lítils drengs.

Stundum uppgötvum við breytingu eða framför hjá Þeim Einhverfa góðum tíma eftir að hún á sér í rauninni stað. Stundum hefur hann sýnt ákveðna breytingu á hegðun í vikur, jafnvel mánuði, áður en við tökum eftir breytingunni. Vegna þess að hún gerist hægt.

Í dag sat Sá Einhverfi við tölvuna með heyrnartól á höfðinu og horfði á Magga mörgæs á netinu. Maggi mörgæs náði til stráksins mjög snemma á hans ævi. Sennilega eignaðist hann fyrstu VHS spóluna með leir-mörgæsinni þegar hann var rúmlega eins árs. Og í 9 ár hefur hann horft á þættina með svipbrigðalaust andlit að mestu þó að eitt og eitt bros hafi læðst fram á varirnar öðru hverju, sem sýndi að hann naut áhorfsins.

í dag var annað upp á teningnum. Hlátur hans fangaði athygli okkar Bretans á sama andartakinu. Og við stóðum upp frá eldhúsborðinu þar sem við sátum og vorum að spjalla. Gægðumst fram í holið til að sjá hvað orsakaði þessa miklu kátínu. Maggi mörgæs blasti við okkur á tölvuskjánum og djöfulgangurinn í leirklumpnum var ástæðan fyrir þessum nýja hlátri. Svo eðlilegur og vitrænn og viðeigandi. Sá Einhverfi leit á okkur og bjart augnaráðið sagði: Er þetta ekki fyndið? Lætur Maggi ekki kjánalega!

Hlátur er auðvitað ekkert nýtt fyrirbrigði frá Þeim Einhverfa. En eitthvað sérstakt vakti athygli okkar í dag. Nýr hljómur... ný gleði. Erfitt að segja. Kannski fann lífsgleði hans og kímnigáfa einfaldlega leiðina út. Og löngunin til að deila Magga mörgæs með okkur hinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gotta Love Ian

Ómar Ingi, 24.9.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Takk fyrir síðast darling.

Ég hef svo ótal sinnum séð Ian horfa á Magga mörgæs,hefði viljað sjá þetta moment.

Knús á alla fjölskylduna þína

Anna Margrét Bragadóttir, 24.9.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Vá en æðislegt...lýsingar á framförum Ians eru eins og kraftaverk....ég samgleðst ykkur innilega

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Ragnheiður

Frábært !

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:30

6 identicon

Yndislegt :)

-og til hamingju með að vera búin að ná mér í aldri

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 00:02

7 identicon

Frábært.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 03:15

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 25.9.2008 kl. 03:38

9 Smámynd: Helga skjol

Yndislegt

Helga skjol, 25.9.2008 kl. 06:09

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 09:20

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2008 kl. 12:12

12 Smámynd: Anna Guðný

Yndislegt

Anna Guðný , 25.9.2008 kl. 13:37

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dásamlegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2008 kl. 18:00

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:11

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann er þvílíkt yndi þessi drengur. Til hamingju með afmælið í gær.

Helga Magnúsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:09

16 Smámynd: Linda litla

Linda litla, 25.9.2008 kl. 21:51

17 identicon

Maður fær alveg svona "oooooo saææææætt"

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:53

18 Smámynd: Huldabeib

Takk fyrir að deila hlátrinum með okkur.... ég met það mikils

Huldabeib, 25.9.2008 kl. 23:10

19 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 23:20

20 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þessi litlu stóru andartök gera allt saman svo þess virði

Guðríður Pétursdóttir, 30.9.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband