Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Home sweet home

 

Við erum komin heim. Heeeiiiim. Mikið afskaplega er maður heppin að finnast svona gott að koma heim. Unglingurinn og Gelgjan voru eins og smábörn á aðfangadag, svo mikill var æsingurinn að komast inn úr dyrunum.

Viddi Vitleysingur tók á móti okkur og gleðin var svo yfirgengileg að hann hafði á endanum ekki hugmynd um hvað sneri aftur né fram á eiginn skrokki. Kettirnir týndust svo smátt og smátt inn úr dyrunum og létu sér fátt um finnast þó að ''húsbændurnir'' væru snúnir aftur. Jafnvel Rós Rassstóra sýndi meiri viðbrögð.

Síðasti, en svo langt frá því sá sísti, fjölskyldumeðlimurinn verður sóttur á morgun. Sá Einhverfi.

Ég ætla að leggjast til svefns núna því það styttir biðina.


Er ad upplifa thetta sem thid kannist flest vid

 

Eg nenni ekki ad tengja mina tolvu til ad geta skrifad med islenskum stofum. Enda a thetta ad vera alveg svakalega stutt blogg.

Flestir sem eru giftir eda eru i sambud, eda bara their sem eiga stor-fjolskyldur, kannast vid fjolskyldu-pirringinn, hvort sem their vilja kannast vid thad eda ekki:  Aaarghhh mig langar ad kyrkja mommu/ommu/tengdo....

Eins og thid vitid flest er engin slik fjolskylda i kringum mig og Bretann a Klakanum og tvi upplifi eg thessi moment i gegnum adra. Well... I'm living it now folks. Biiig time. Getur drepid mig hversu mikid thessi fjolskylda tharf ad plana allan skapadan hlut. Plana plana plana. Svo endar med thvi ad haett er vid allt heila klabbid thvi thad er svo mikid spekulerad og planad ad thau plana yfir sig. Bokstaflega. 

Og vid Bretinn rullum augunum thar til okkur verkjar i thau og hlaegjum thangad til tarin renna.

A morgun er thad London, Gussi fraendi og Hairspray. Eg hlyt ad geta eytt adeins meiri peningum thar.

 

 

 


Brot úr dagbók í fríinu

17. júní 2008  Þegar þetta er skrifað sit ég um borð í flugi Icelandair , FI450 til London Heathrow, ásamt fríðu föruneyti. Sem myndi þá vera Bretinn, Unglingurinn og Gelgjan.

Ég held ég hafi öðlast nýjan skilning á okkur sem fjölskyldu í morgun. Í Leifsstöð. Það er eitthvað attitjút í gangi hjá okkur öllum sem er í góðu lagi heima og ekkert okkar  tekur sérstaklega eftir. En ég varð skyndilega afar meðvituð á Kaffi Tári fyrir ca 2 klst síðan.

Gelgjunni lá hátt rómur og upplýsti alla nærstadda um ýmislegt sem viðkemur skólanum o.fl. Bretinn lækkaði heldur ekki röddina þegar hann tilkynnti mér að ég væri eitthvað pirruð (not true) og ekki skemmtileg (not true at all). Svo hló hann hátt og mikið og konan á næsta borði horfði á okkur með blöndu af samúð og hrylling í svipnum.  Ég veit ekki hvoru okkar hún vorkenndi meira fyrir makaval.

Ég gaf henni til kynna með augnaráðinu að ég væri sú sem hún ætti bágt. Á fleiri en einn hátt.

Ég dáðist mest að Unglingnum fyrir að ranghvolfa ekki í sér augunum og yfirgefa samsætið en hann lét þó ekki vera að tilkynna systur sinni að hún væri stórbiluð, enda dóttir móður sinnar.

Ég er afar ósátt við það að verða sífellt flughræddari eftir því sem ég eldist. Þó er ósanngjarnt  gagnvart þeim sem virkilega þjást af flughræðslu að nefna þetta því orði. En við hvert flugtak hugsa ég: þetta er nú meira ruglið. Absurd really. Og á þessu flugi sem ég er stödd á núna, finnst mér óþarflega mikill hristingur.

Þá lít ég á flugþjónana og flugfreyjurnar til að athuga hvort þau séu sallaróleg, sem þau eru auðvitað. Þau hafa nákvæmlega engar áhyggjur af því að þessi níðþunga blikkdolla missi dampinn. Bilun!

En svo hef ég líka heyrt, bæði frá enskum flugvirkja og enskum flugmanni að íslenskir flugmenn séu þeir bestu. Og hana nú!

----   

 19. júní 2008 

Á sunnudag keyrðum við Þann Einhverfa í sumarbúðirnar um þrjúleytið. Hann var ótrúlega spenntur um morguninn og það var svo gaman að fylgjast með honum. Hann valdi DVD myndir til að taka með sér og  fylgdist grannt með því öllu sem ég lét ofan í töskuna hans.

Eftir að hafa fengið okkur kaffi, kíkt á herbergið hans og spjallað við Daníel sem mun sjá um Þann Einhverfa næstu tvær vikurnar, ásamt Gylfa, var kominn tími til að kveðja. Og það varð ekki auðvelt.  

Guttinn kyssti okkur bless með tárin í augunum og gerði allt sem hann gat til að halda aftur af grátinum. Svo sneri hann sér við og gekk niðurlútur í burtu með nýja vininum sínum honum Daníel.Þetta var eitt af þeim andartökum þar sem togast á í mér miklar og andstæðar tilfinningar. Annars vegar rífur og slítur í hjartað en hins vegar er stolt og gleði yfir enn einu þroskamerkinu. Enn eitt skrefið í átt að ´´eðlilegri´´ hegðun.  Hvað sem það ný þýðir.

En látið ykkur ekki detta neitt annað í hug en að ég sé búin sms-ast eins og vitfirringur við fóstrana, Daníel og Gylfa.

------

20. júní 2008 

Ég sit hér í litla tölvuherbergi Rasistans. Bretinn sá um að tengja fartölvuna mína við netið. Hér er ekki þráðlausu neti til að dreifa. Allt fullt af snúrum og veseni.

Ég fékk sms frá Gylfa fóstra í gærkvöldi. Sá Einhverfi fór í óvissuferð ásamt hinum krökkunum í sumarbúðunum og skemmti sér vel. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði um óvissuferðina, því það gefur auga á leið að óvissu-eitthvað (í hvaða formi sem er) er ekki hans uppáhalds.

Litli drengurinn minn saknar mömmu og pabba. Beygir af öðru hverju, en harkar af sér. Ég held samt að hver dagur sé öðrum betri. Hetjan mín.. Heart

knús á ykkur öll frá UK  

Heilaþvottur

 

Þessi frétt og þetta, næstum því fjörutíu ára gamla mál, er ágætis áminning um hversu mikið er hægt að fokka upp hausnum á fólki.

Svona einöngruðum hópum (oft sértrúarsöfnuðir) er í svo til öllum tilvikum stjórnað af sjálfskipuðum einræðisherrum. Geðsjúkum og siðblindum aðilum sem hungrar í völd. Þeir einangra fólkið sitt frá umheiminum og heilaþvo það smátt og smátt.

Listin er alþekkt í smækkaðri mynd, þ.e. inn á heimilum þar sem andlegt ofbeldi er notað til að brjóta niður sjálfsmynd makans (og barna) smátt og smátt, þar til viðkomandi er orðinn einráður innan veggja heimilisins og stjórnar því hverja hinir umgangast.

Svo er stærri myndin. Hann Hitler boy. Hann var virkilega fær í þessari listgrein og þurfti ekki einangrunina til að vinna fólk á sitt band.

Illskan er alls staðar. Líka þar sem hennar ætti að vera síst von.

 


mbl.is Vill fá frelsi áður en hún deyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá Einhverfi pakkar niður í tösku

 

Þegar Unglingurinn flutti til okkar í vetur, lá ljóst fyrir að það þyrfti að bæta við einu svefnherbergi í húsið. Og við Bretinn ákváðum að það væri ekkert vit í öðru en að Sá Einhverfi léti Unglingnum herbergið sitt eftir. Því staðreyndin er sú að unglingur þarf meira pláss og meira einkalíf en 9 ára gamalt barn. Því sló Bretinn upp vegg í holinu á efri hæðinni og úr varð lítið, en hið huggulegasta herbergi fyrir Þann Einhverfa.

Við vorum búin að segja drengnum frá fyrirhuguðum flutningum og útskýra fyrir honum eftir bestu getu hvað væri í gangi. Og hann virtist skilja og vera fullkomlega sáttur.

Svo kom að því að Sá Einhverfi átti að sofa fyrstu nóttina í nýja herberginu. Rúmið var komið inn með kunnuglegum sængurfötum, dótið hans var út um allt og vel sjáanlegt, sjónvarpið hans og teiknidótið... en hann var órólegur og vansæll. Sótti inn í gamla herbergið sitt og endurtók ''blár'' með reglulegu millibili.

Ég fór alveg í kerfi. Get ekki lýst því neitt betur... ég fór bara í kerfi. Sannfærð um að ég hefði gert stór mistök og brotið gróflega á rétti Þess Einhverfa með því að svipta hann öryggi þess kunnuglega og óbreytta. Hélt að hann væri að ákalla bláa vegginn í gamla herberginu sínu. Hvernig gat ég verið svona vitlaus, hugsaði ég, gjörsamlega miður mín.

En það kom að því að ég skildi hvað hrjáði drenginn. Þegar ákall á ''appelsínugulan'' bættist við, rann upp fyrir mér ljós. Í mörg ár hafa tveir litlir leikfangabílar haldið Þeim Einhverfa félagsskap á nóttunni. Annar er blár og hinn er appelsínugulur.

Það hófst allsherjar leit að bílunum tveimur og þegar þeir voru komnir á sinn stað í rúminu skreið Sá Einhverfi alsæll undir sængina og sofnaði með bros á vör. Eftir þetta kvöld er eins og herbergjaskipan hafi aldrei verið öðruvísi en hún er nú.

Ég minntist á það um daginn að Sá Einhverfi hefði sýnt ferðatösku Gelgjunnar áhuga, og giskaði á að hann væri að velta fyrir sér að byrja að pakka fyrir sumarbúðirnar. Það gladdi mig því þetta hefur svolítið togstreita þetta sumarbúðarmál allt saman. En dagatalið sem ég setti upp fyrir hann breytti miklu.

Í gær datt ég næstum um ferðatöskuna þar sem hún lá á gólfinu. Guttinn búinn að opna hana og jú.. byrjaður að pakka.

Í töskuna var komið nokkuð mikilvægt. Sundpokinn hans sem er ómissandi, þar sem farið er í sund á hverjum einasta degi í sumarbúðunum. Og í einu horninu lágu tveir leikfangabílar. Annar blár og hinn appelsínugulur.

Þá brosti ég hringinn og allar áhyggjur fuku út í veður og vind. Gaurinn minn er tilbúinn að leggja land undir fót.

 


Ófarir annarra

 

Það styttist í sumarbúðarferð hjá Þeim Einhverfa.

Skipulagið fyrir þessa viku og svo þessar tvær sem hann verður í burtu, komið í litríkt stundarskrár-form og útprentað. 

Það er ótrúlegt að sjá hvað þessi pappírssnifsi sem hanga á ísskápnum veita honum mikla hugarró. Á hverjum degi þegar hann kemur heim úr Vesturhlíð skundar hann beint inn í eldhús, nær sér í tússpenna og gerir snyrtilegan kross yfir daginn sem er að enda. Svo les hann upp dagskránna fyrir næsta dag.

Gelgjan kom heim úr Vindáshlíð í gær. Sæl og glöð með dvölina og hefur haft frá nægu að segja. En hún er líka afskaplega sátt við að vera komin heim. Og það er gott.

Ferðataskan hennar stóð í holinu í kvöld og beið þess að verða tæmd. Sá Einhverfi sýndi henni mikinn áhuga og ég hef grun um að hann hafi viljað athuga hvort fötin hans væru í þessari tösku. Man án efa eftir niðurpökkun fyrir sumarbúðirnar í fyrra.

Ég átti samtal við vinkonu mína í síma í fyrrakvöld og hún kom mér til að gráta úr hlátri. Ég þarfnaðist þess. Það líður of langt á milli hláturskasta þessa dagana.

En vinkonunni var ekki jafn mikill hlátur í hug. Ekki í fyrstu. Hún sagði farir sínar ekki sléttar eftir tilraun til sjálfs-vöxunar með köldum vaxstrimlum. Sagðist vera ofsalega dugleg að bera á sig body lotion þessa dagana og gera sig fína og sæta. Ákvað að bæta um betur og fjarlægja nokkur hár hér og þar. Tók fram strimlana, hitaði milli handanna eins og ætlast er til og lagði þá svo á lærið. Sléttaði vel og vandlega úr og reif af. Hárin sátu sem fastast. En þar að auki var hún nú með vaxklístur á lærunum. Gummsið sat allt saman eftir og hún náði því engan veginn af.

Hvernig í andskotanum er hægt að selja svona drasl, sagði hún pirruð á meðan ég nánast pissaði á mig í mestu hláturskviðunum.

Það er gott að þú getur hlegið, sagði hún stúrin. Lærin á mér voru svo vel límd saman að ég datt næstum því fram fyrir mig í sturtunni á eftir.

Það var þá sem ég byrjaði að grenja úr hlátri. Sá þetta auðvitað allt saman ljóslifandi fyrir mér.

Æi það er svo gaman þegar einhver segir manni skemmtisögur. Hafiði tekið eftir því að fyndnustu sögurnar snúast alltaf um ófarir.. annarra?

 


Ekki nýtt en alltaf jafn fyndið

 

Hún Laufey samstarfskella mín fékk þetta sent í tölvupósti í morgun og grét úr hlátri.

Ég veit að þetta er ekki nýtt af nálinni, en þar sem Laufey hefur aldrei séð þetta áður þá hljóta fleiri að vera álíka aftarlega á merinni.

Svo er þetta bara drepfyndið.

Ég feitletra mínar uppáhalds. Ykkur er velkomið að tjá ykkur um ykkar uppáhalds í kommentakerfinu. En passið ykkur... það mun varpa ljósi á hversu biluð þið eruð.

 

Tekið úr alvöru læknaskýrslum, skrifuðum af alvöru læknum:

 

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn...

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið...

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum...

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall…..

- Eftir það var hún í samkvæmi…

- Fékk vægan verk undir morgunsárið…

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til…

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember...

- Húðin var rök og þurr...

- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr…

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring…

- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf…

- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum…

- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur…

- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur....

- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt…

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði…

- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur…

- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill…

- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð…

- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni…

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki…

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa…

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt….

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann…

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði…

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð....

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert....

- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar…

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu....

- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef…

- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár...

- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri…

- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða…

- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki…

- Sjúklingur hefur formlegar hægðir…

- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala....

- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring…

- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár…

- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði…

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl...

- Sjúklingur lærði söngnám…

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli…

- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn....

- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði....

 


Töfralæknir með gálgahúmor

 

Er í alvöru hægt að vera svona heimskur? Eða kallast þetta örvænting?

Ég geri ráð fyrir að töfralæknirinn hafi grætt vel á ráðleggingunum.

Svo gæti þetta líka hafa verið persónulegt. Kannski standa eiginkona þess serbneska og ''læknirinn'' í ástarsambandi.

brodd

 


mbl.is Laskaður limur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með ykkur?

 

Sá þennan lista á síðunni hjá Rúnu og ákvað að fara í smávegis sjálfsskoðun. Væri gaman ef þið skilduð eftir svörin ykkar í kommentakerfinu. Hér er gott tækifæri til að svara nafnlaust og sleppa sér í hreinskilninni.

 

1.   ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?   Jóni Ágústi. hann var æskuvinur pabba en skaut sig þegar þeir voru um tvítugt.

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Í morgun. Eða ég táraðist og þurfti að halda aftur að grátinum.


3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Ég skrifa alveg ágætlega


5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? tvö og hálft; Dóttur, son og stjúpson.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?  Ef ég væri manneskja sem kynni að meta kaldhæðni þá væri ég besta vinkona/vinur minn.


7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? haha var ekki búin að taka eftir þessu. Svarið er stórt JÁ

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?   Nei ekki úr þessu

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Fer eftir því hvar ég er stödd en heima er það Kaffibolli og ristuð brauðsneið með brúnum geitaosti og sultu. Mmmm langt síðan ég hef fengið mér svoleiðis.

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Er mjög sjaldan í reimuðum skóm en þegar það gerist þá, nei.

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Á sumum sviðum.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Ísinn sem amma bjó til á jólunum. Þarf að fara að prófa að búa hann til sjálf. Held að uppskriftin sé til einhvers staðar.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Attitute

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Helst húðlitaðan en stundum ljós-ljósbleikan. Rauður minnkar varirnar og ég má nú ekki við því.


15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?  Valkvíðinn og skortur á sjálfsaga


16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Þessa stundina dóttur minnar sem fór í sumarbúðir í morgun. Annars væri ég meira en til í að hitta ömmu og afa sem bæði eru farin,  í eins og eina kvöldstund. Og svo er það hún Brynja vinkona í Berlín sem ég sakna mikið og báðar systur mínar sem ég virðist aldrei finna tíma til að hitta þó þær séu aðeins í 10 mínútna fjarlægð.
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Það væri gaman.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? bláum gallabuxum sem þrengja óþarflega mikið að mér í mittið. Skórnir eru svartir ökklaskór með mjög háum og mjóum hæl. Tel mér trú um að ég virki meira hoj og slank eftir því sem hælarnir eru hærri.

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?  Ótrúlegt en satt, Stór biti af páskaeggi.

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Ekkert, en ísland í dag er í gangi í sjónvarpinu.

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Svartur held ég

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  Lyktin af börnunum mínum. Þegar ég var krakki þá var það lyktin af páfagaukunum mínum.


23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Ellisif vinkonu.

 24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?  Ef við erum að tala um Rúnu (sem ég stal þessum lista af) þá þekki ég hana ekki. En mér líka skrifin hennar, ljóðin og ekki síst hvað hún er mikill fuglavinur.

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?  Fimleikar og listhlaup á skautum

26. ÞINN HÁRALITUR ?  Músabrúnt... sennilega ansi mikið músargrátt nú orðið en er þrællituð blondína.

27. AUGNLITUR ÞINN ?  Það er nú eitthvað misjafnt. Sennilega mætti kalla hann grágrænan.

 28. NOTARÐU LINSLUR ?  Nei
 

29. UPPÁHALDSMATUR ?  Á engan svona einn uppáhalds. En finnst svakalega gott að borða góðan mat.

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Hryllingsmyndir nenni ég ekki að horfa á lengur. En góður sálfræðitryllir er mitt uppáhald og gamanmynd sem kemur út á mér hláturstárunum.

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?  OMG. Ég man það ekki.

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Iss var algjör slut hérna í denn.


33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Kaffi og Grand

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Hef ekki grænan grun

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?  Bretinn og Jenfo. Sami grautur í sömu skál. muuuhaaaa

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Saffraneldhúsið sem Jenfo lánaði mér. Hún er sennilega orðin langeygð eftir að fá hana til baka, en aðallega vegna þess að hún er svo æst að lána mér fleiri bækur. En bókin er góð.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Engin mynd, engin músarmotta, engin mús.


38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Ekkert

 39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?  Bæði. Svo ólíkir, varla hægt að bera þá saman.
 
 40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Boston held ég

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Veit það hreinlega ekki. Held stundum að ég sé Dr. Jekyll og Mr Hyde, svo misjöfn get ég verið. Get t.d. verið óendanlega þolinmóð einn daginn en svo með hættulega stuttan kveikjuþráð þann næsta.


42. HVAR FÆDDISTU ? á Landsspítalanum

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er forvitin um alla 

 


Þetta er ekki mín saga sko... enda ekki orðin fertug

Góð saga, svona á föstudegi: 

 

Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 40 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.

Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og hótaði að drepa sig.

Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur yfir einu eða neinu.

Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur.

Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni.

Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

 


Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband