Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Búin að rífa utan af mér leppana

Spjarirnar af mér liggja hér út um öll gólf en ég er kannski of snemma í því. O jæja. Það gerist þá ekkert annað en að Bretinn komi heim og verði voðalega glaður. Það vantar líka morgundöggina í garð nágrannanna svo ég bíð bara róleg enn um sinn með að striplast um Selásinn.

Annars er ég að uppgötva að bloggið mitt er hentugt fyrir vini og vandamenn fjær og nær. Fékk símtal í kvöld frá minni ástkæru Berlínar-Brynju. Hún hafði lesið færsluna mína frá því fyrr í dag, sá að ég yrði ein heima með hunda og börn i kvöld og ákvað að nota tækifærið og sló á þráðinn. Við erum búnar að spjalla saman í góðan tíma en rétt í þessu slitnaði símtalið og það virðist vera að við séum símasambandslaus við Þýskaland í augnablikinu. Allavega næ ég ekki sambandi við hana aftur. Kannski fékk hún bara nóg og ákvað að slíta samtalinu. Ég held ég hafi verið að uppfræða hana meira en góðu hófi gegnir um stöðu mála í pólitík á Íslandi. Sjáum til hvort samband komist á aftur.
Ég vona allavega að öðru sambandi sé endanlega lokið, þ.e. sambandi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Svei mér þá ef Jóna Marilyn er ekki bara að gerast þrælpólitísk á gamals aldri.


Stjórnin -1

Hæ hó jibbí jei og jibbí-hí jei.....
Fyrstu tölur gefa oft góða mynd um framhaldið þó ómögulegt sé að segja um niðurstöður í smáatriðum. Vildi að ég ætti eins og eina rauðvín í húsinu.

Spennandi kosningavaka framundan og nakin húsmóðir á hlaupum um Selásinn

Ég held ég hafi aldrei verið svona spennt yfir kosningum, enda bara rétt að slíta barnsskónum shoesWhistling og eðlilegt að maður þurfi að ná fullorðinna manna tölu til að atburður sem þessi vekji hjá manni eftirvæntingu og spennu.

Svei mér þá ef ég er ekki bara að komast í partýstuð. En það partý verður fámennt og góðmennt, þ.e. Sá Einhverfi, Gelgjan og ég, því Bretinn er að vinna við kosningasjónvarpið og verður því ekki heima í kvöld.

nakedSvo er spurning hvort ég hlaupi ekki bara allsnakin hérna um Seláshverfið í nótt þegar ljóst verður að stjórnin sé fallin. Svona rétt til að fagna á óhefðbundinn hátt. Vona að það verði morgundögg duesem hægt verður að velta sér upp úr í görðum nágrannanna. Í mínum er of mikill hundaskítur.


Var dugleg að drekka í gær

Hér á vinnustaðnum mínum hafa vappað um gólf síðustu daga erlendir umboðsaðilar okkar. Þeir komu hingað nokkrir frá Evrópu, USA og Asíu á fundi og til að hitta okkur. Og að sjálfsögðu til að skemmta sér eins og oftast er þegar um svona millilandavinnufundaferðalög er að ræða. 

Lokadagurinn var í gær og þá var farið með þá upp á Mýrdalsjökul í vélsleðaferð (ekki ég náttúrlega. Besta starfsfólkið er alltaf látið sitja eftir og sjá um skrifstofuna Cool). Þeir voru allir agalega lukkulegir með það og ekki síst þessi frá Asíu. Hann var þarna að sjá snjó í fyrsta skipti, svona berum augum. Hann bara táraðist og eyddi löngum tíma einn starandi á herlegheitin.

Kl. 7 hittumst við svo öll á barnum á hótelinu þar sem þeir dvöldu og þar náðum við að horfa á Eika Rauða syngja á skjánum, áður en haldið var á Veitingastaðinn Domo í Þingholtsstræti. Þar áttum við aldeilis góða kvöldstund sitjandi á langborði, um 25 manna hópur. Mikið spjallað og mikið hlegið.

Á Domo og á Vínbarnum á eftir var drukkið vín í allskonar útgáfum og var fólk misrislágt í morgun og er reyndar enn þegar þetta er skrifað.  drunkdog

 Sjálf hef ég týnt nokkrum heilasellum í gær og er alls ekki í fullri fúnksjón. Það yndislega við þetta er hvað maður kann vel að meta heimilið sitt þegar svona stendur á. Ég sé það alveg í hillingum og núna er svona móment sem gerir þennan frasa að heilagri ritningu: Heima er best.   home


Fá karlmenn ekki ljótuna?

Samtal. Bretinn og ég.

Bretinn: Hi there gorgeous 

Ég: (gretti mig)

Bretinn: (þekkir svipinn): Nú! Ok. Hi there ugly

Ég: Æi mér finnst ég svo ljót þessa dagana

Bretinn: Ég bara skil þetta ekki...

Ég: Ástin mín, þú þarft ekkert að kommentera á þetta. Ég er bara með ljótuna.

Bretinn: (horfir á mig með blöndu af vandlætingu og vorkunnsemi)

Ég: Finnst þér þú aldrei ljótur?

Bretinn: Nei

Ég: (rak upp stór augu.. eða eins stór og mín litlu augu geta orðið) Ha!? Í alvöru? Finnst þér þú aldrei vera eitthvað svona (set upp úldinn svip) ?

Bretinn: Jú auðvitað. Kannski stundum þreytulegur eða óþarflega hrukkóttur. En ekki ljótur.

Ég: Aldrei?

Bretinn: Nei.

 

Ég held að allt kvenfólk kannist við að vakna einstaka morgunn með ljótuna. Og á fitubömmer. Og aldursbömmer. Ég hef einhvern veginn aldrei spáð í það að þessu gæti verið öðruvísi farið með karlmenn. En samkvæmt þessu samtali við Bretann þá er það staðreynd, að ef karlmenn kannast við ljótu-fitu-aldurs-bömmers-tilfinninguna, þá er það ekki næstum því eins algengt og með okkur kvenfólkið.

Þetta samtal fékk mig líka til að spekúlera aðeins í því hvernig í ósköpunum standi á því að við konurnar stundum svona gífurlega sjálfs-niðurrifsstarfssemi. Okkur, eða allavega mér, þykir þessi niðurrifsstarfssemi í eigin garð svo sjálfsögð og eðlileg, að mig hreinlega rak í rogastans að manninum mínum þætti hann sjálfur ekki stundum ljótur. Kommon.. það er náttúrlega eitthvað að manni. Sjálfri þykir mér hann verða flottari eftir því sem þykka hárið hans verður grárra og fleiri línur birtast í andlitinu á honum.


Prófarkarlesarar, Leoncie og póstnúmerið í Eyjum

Fólki er tíðrætt um að það virðist vanta allt sem heitir yfirlestur á mbl.is. Undarlegt orðalag í skrifuðum fréttum er orðið daglegt brauð og oft engu líkara en fólk sem er ekki alveg fulltalandi íslensku sjái um skrifin.
Já það er af sem áður var með prófarkarlestur, virðist vera.

 dv


Ég var að vinna á smáauglýsingadeild DV í gamla daga þegar smáauglýsingar voru eini ódýri mátinn
til að koma dóti eins og fótanuddtæki í sölu og einkamálaauglýsingar byrjuðu allar svona: Kona óskar eftir kynnum við fjárhagslega sjálfstæðan karlmann á aldrinum...
Það var stranglega bannað að auglýsa eftir ríkum manni til að aðstoða með fjármálin því það taldist að sjálfsögðu dulbúin auglýsing fyrir vændi.
Á DV riðu prófarkarlesararnir húsum á álagstímum og sendu oft sömu smáauglýsingarnar í leiðréttingu aftur og aftur. Á föstudögum var alltaf ein af okkur á vaktinni send í ''leiðréttingar'' en það þýddi sæti í þægilegum stól upp á ritstjórn, fjarri argaþrasi móttöku og símavörslu. Þetta var eftirsótt hlutskipti og þarna sat maður (og reykti) og leiðrétti allt sem kom frá prófarkarlesurunum.

cut

Mér er sérstaklega minnisstætt vesenið í kringum orðið ''Stór-Reykjavíkursvæðið''. Höfuðin nánast snerust í heilhring á hálsinum á prófarkarlesurum ef maður notaði þetta orð. Það var alveg bannað. Varð að vera ''Reykjavík og nágrenni''. En kúnninn vildi nota þetta orð og það var agalega erfitt að útskýra afhverju ekki mátti setja það í auglýsinguna hjá viðkomandi.
Á DV varð maður sérfræðingur í tegunda nöfnum á bílum, dekkjastærðum, spoilerum, póstnúmerum um land allt og síma-svæðisnúmerum (já að er sko orðið langt síðan þetta var, muniði eftir þessu? 98 fyrir V-eyjar, 96 fyrir framan símanr. á Norðurlandi o.sfrv.).

Dansmærin Bonnie og Indverska prinsessan Leoncie áttu sinn fasta dálk í smáauglýsingunum og ríkti afar hörð samkeppni þeirra á milli.

Leoncie

Á DV vélritaði ég upp svakalegar langlokur um diskadrif, MB, GB, Mhz, skjákort og litaskjái án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að skrifa. Er ekkert skárri í dag hvað varðar tölvumál.

Allt fór þetta fram undir vökulum augum prófarkalesara sem sinntu starfinu sínu af mikilli samviskusemi og þótti okkur stundum nóg um.
Eitthvað segir mér að ekki sé lagt jafn mikið upp úr þessu starfi í dag og er það miður.


hvet alla til að lesa þetta

Bloggvinur benti á þetta á bloggi sínu.

Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Hef kynnst þessu í gegnum t.d. systur mína og fjölskyldu hennar. Hérna er maður sem hefur unnið allt sitt líf, borgað í lífeyrissjóð og skilað sínum sköttum og skyldum til þjóðfélagsins. Þegar svo heilsan gefur sig og hann þarf á þjóðfélaginu að halda hvað gerist. Ég veit, þetta er ekkert nýtt en afhverju í ósköpunum látum við þetta yfir okkur ganga??? Þetta er náttúrlega bara rugl. RUGL. Það rífur úr manni hjartað að lesa svona pistil, þar sem allur tilfinningaskalinn er, reiði, sorg og vonleysi. Töpuð lífsbarátta. Hugsið ykkur. Þetta vekur mann til umhugsunar og rúmlega það. Þetta er að gerast allt í kringum okkur og getur orðið líf manns sjálfs einhvern daginn. Ég á góðri heilsu að fagna en það getur allt breytt til hins verra á svipstundu.

Við lesturinn, mundu að þetta gæti verið þú.

http://gjonsson.blog.is/blog/tilveran/entry/197031/


Á ekkert að koma út úr hellunum?

Það munar ekki nema mús í megrun að við hverfum aftur til steinaldar.

Munar barasta mús í megrun að karlmenn taki sér aftur trélurk í hönd og dragi kellurnar á hárinu inn í hellana.

Hvað hét myndin með Jodie Foster? The Accused var það ekki?

Efniviður þeirrar myndar er einmitt skólabókardæmi um að daður þýðir ekki komi þeir sem koma vilja....

Mér er orða vant og læt því hér staðar numið


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum nú ekki alveg hengja hana án dóms og laga

Aumingja konan. Kannski vildi hún ekkert gera þennan þátt. Kannski hótaði Dabbi að hann myndi ráða nýja barnfóstru ef hún tæki ekki þátt í þessu. Kannski er hún óhamingjusöm. Kannski er hún búin að reka sig á að allir sem eru vingjarnlegir við hana eru á eftir peningunum hennar. Kannski hafnar hún öllum uppástungum frá framleiðendum því hún vill fá að vera hún sjálf en ekki einhver karakter í sápuóperu.....

Segi nú bara svona 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1640569

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband