Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 25. janúar 2010
Strákarnir okkar - Í blíðu og stríðu
Pistill um góða reynslu og slæma, flotta rassa og strákana okkar á EM:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/strakarnir-okkar---i-blidu-og-stridu
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Þjófstartað á sundmóti
Við hjónaleysin skröltum með Þann Einhverfa á hans fyrsta sundmót síðast liðinn sunnudag. Við vorum nokkuð spennt yfir þessu. Eiginlega bara forvitin að vita hvernig þetta myndi ganga.
Nýtt umhverfi, óþekkt fólk, ný lífsreynsla........
Í anddyrinu á Laugardalslauginni skildu leiðir. Bretinn og Sá Einhverfi töltu inn í búningsklefa en ég hélt beinustu leið upp á áhorfendapallana.
Mér gjörsamlega féllust hendur þegar þangað kom. Tvær ástæður. Önnur: þvílík breyting sem gerð hefur verið á gömlu laugunum ''mínum''. Þessi innilaug er stórkostleg.
Hin ástæðan: Ég gerði mér enga grein fyrir stærð og umfangi þessa móts þegar Olli, sundkennari Þess Einhverfa, sagðist hafa skráð hann á sundmót. Ég hélt að þetta væri eitthvað lítið og pent. Nokkur börn og foreldrar. Ég vissi ekki að það væri til eitthvað sem héti Nýárssundmót íþróttasambands fatlaðra. Allur hinn félagslegi heimur fatlaðra er nýr fyrir mér. Nú er drengurinn minn orðinn stór og margt nýtt (sem betur fer) að gerast í hans lífi. Ég læri...
Það fór að renna upp fyrir mér að þetta yrði ekki stutt stopp. Þeim Einhverfa yrði ekki fleygt ofan í laugina eftir 10 mínútur og í sturtu 10 mínútum seinna. Nei, þetta leit út fyrir að taka nokkra klukkutíma og ég byrjaði fljótlega að svitna. Það voru líka tvær ástæður fyrir því: gífurlegur hiti í sundhöllinni og kvíðakast yfir öllum þeim uppákomum sem gætu drengurinn gæti skapað. Ég sá fyrir mér að ég gæti þurft að fleygja mér út í laug í öllum fötunum ef hann tæki upp á að taka sundsprett í miðju flugsundi unglinga eða eitthvað slíkt.
En í sannleika sagt hagaði hann sér að mestu eins og engill. Það var aðeins í eitt skipti sem hann ákvað að stinga mig af. Hljóp hringinn í kringum sundlaugina og smeygði sér fram hjá meðlimum lúðrasveitarinnar sem stóðu á bakkanum. Ég bað heitt í hljóði að enginn með hljóðfæri í höndunum endaði í vatni.
Að sjá allar þessar hetjur. Börn og unglinga. Blind, líkamlega fötluð, sum í hjólastól, þroskaheft. Gleðin skein úr andlitunum og það virtist ekki skipta neinu máli hver lenti í hvaða sæti. Þetta var allt bara gleði og ánægja.
Það var undarlega gleðilegt að sjá litla stóra drenginn standa þarna með félögum sínum í Ösp, í stórri græn- og svartröndóttri íþróttatreyju, með óvænt stolt í svipnum.
Ég held.. nei ég er viss um að minn maður var sá eini sem tók 25 metrana með lokuð augu og vælandi. Lái honum hver sem vill. Hann þjófstaraði í sínum riðli. Æddi skellihlæjandi af stað. Kona, sem ég ekki þekki elti hann og hann leit um öxl, herti sundið og hló ennþá meira.
Það gladdi hann ekki mikið að láta draga sig til baka. Því fór það svo að þegar hann fékk loks að fara af stað var það með hægum sundtökum og ég sá hvernig það myndaðist smám saman skeifa á andlitinu á honum. Og svo fór hann að gráta.
Óó hugsaði ég. Æi. Ææ. Ég vorkenndi honum. En ég gat ekki annað en hlegið. Flissaði í hljóði. Við hvöttum hann áfram og hann synti yfir laugina með lokuð augu, sennilega til að halda aftur að tárunum.
Hann ætlaði aldrei að fást upp úr lauginni en þetta endaði allt saman vel. Þó að biðin eftir verðlaunaafhendingu væri löng. En allir fengu medalíu um hálsinn og Jón Margeir, sem sést hér , er sérstaklega flottur fulltrúi þessara krakka. Stórglæsilegur íþróttamaður.
Hvernig sem á það var litið var þessi dagur mikill sigur fyrir okkur öll þrjú. Ekki skyggði á að Sá Einhverfi átti sitt fyrsta ''úti-pisserí'' á ævinni á leiðinni heim. Barnið var í spreng og það var ekki um annað að ræða en að bruna inn á næsta stæði, hendast út úr bílnum og rífa niður um aumingja krakkann. Hann horfði undrandi og kátur á bununa standa út í loftið, en þar sem hann var með pylsu í annarri hendi og frostpinna í hinni átti engin stýring sér stað. Enda fengu flíspeysan mín og gallabuxurnar skerf af herlegheitunum.
Við keyrðum kát heim á leið.
Íþróttir | Breytt 7.1.2009 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Vi er röde
Ég er svolítið að missa mig yfir þessum leik. Eins og allir hinir auðvitað. Því það hringir ekki síminn (ég er í vinnunni sko) og það er sama hvaða kúnna og hvers konar fyrirtæki ég tala við; allir hafa sömu sögu að segja. Síminn er dauður.
Ég veit líka að Hrói höttur var búinn að móttaka um 500 pantanir á pizzum strax í gær. Svo við hér ákváðum að fá okkur frekar Subway samlokur yfir leiknum en að treysta á að pizzastaðirnir mættu vera að því að sinna okkur í hádeginu í dag.
Og strákarnir OKKAR leika í rauðum búningum og tölfræðin hefur sýnt að okkur gengur betur í rauðu búningunum en þeim bláu.... hvað sem er svo til í því.
Vi er röde..... ÁFRAM ÍSLAND ÁFRAM ÍSLAND
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Nú fauk í mig
Ég á að vera að skrifa fyrir bókina mína. Fjarlægði sjálfa mig út af heimilinu og kom mér fyrir við skrifborðið mitt á vinnustað. Gengur svona lala.
Kíkti á visir.is til að dreifa huganum aðeins og rakst þá á þessa frétt. Hún gerir mig fokreiða. Þegar útlitsdýrkunin sem tröllríður heiminum, er farin að ná yfir börnin okkar... litlu börnin okkar, þá er nú fokið í flest skjól. Hvernig er hægt að segja við litla fallega telpu: nei væna mín, þú ert ekki nógu falleg. Við ætlum að nota röddina þína en finna sætari stelpu til að koma fram.
Og hvaða skilaboð er verið að senda báðum þessum litlu dömum?
Og sjáiði hvað þær eru fallegar. Báðar tvær. Geislandi af sakleysi og einlægni. Bara að það fengi að haldast þannig....
Reyndar er margt sem ég les þessa dagana, bæði um Kína og Ólympíuleikana, að gerir mig reiða. Smávegis vitundarvakning í gangi hjá mér.
Ég er samt ekki mjög reið yfir gengi Strákanna okkar....
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á fótbolta...
...en verð að óska Bretanum innilega til hamingju. Hann er staddur úti í bæ einhvers staðar með fleiri köllum og ég efast ekki um það eitt andartak að tárin streyma í stríðum straumum hjá þeim öllum. Gleðitár alltso.
Svo eru fleiri naglar sem ég þekki sem eru grátandi núna... af mismunandi ástæðum þó. Og er ég með vinnufélaga mína í huga.
Einn mann veit ég sem var gjörsamlega óþolandi í vinnunni í dag og fékk ég leyfi hjá konunni hans til að berja hann. Hann fann svona fótbolta-áhorfenda-klið á netinu og spilaði á fúll blast í dag. Var að gera mig vitlausa. Þessi maður mun mæta í United bolnum sínum næstu daga, eða þar til hann fer að lykta.
Annan mann veit ég sem mun ekki mæta í vinnupartýið hér á föstudagskvöldið því hann veit að hann verður hafður að háði og spotti allt kvöldið. Lagður í einelti. Fyrir að vera Chelsea-maður.
Jón minn þetta er allt í lagi. Þér er óhætt að koma. Ég skal passa þig.
Unglingurinn unir glaður við sitt á efri hæðinni. Búinn að öskra sig hásann yfir leiknum en sönglar nú inn í herbergi.
Já það má segja að mér létti yfir úrslitunum. Ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á fótbolta.. það bara hefði orðið óþolandi ástand að búa við, bæði hér heima og í vinnunni, ef þetta hefði farið á hinn veginn.
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Að borga eða ekki borga
Ég hallast að því að keypt kynlíf sé allt önnur upplifun fyrir karlmenn en kynlíf sem kemur öðruvísi til.
Maður myndi halda að Ronaldo væri ekki tilneyddur til að taka upp veskið. Maðurinn er frægur og bara það kemur sér oft vel þegar menn eru á veiðum. Svo er hann að margra mati hinn ásjálegasti. Þetta hlýtur því að vera eftirsóknarverð aðferð við kynlífsiðkun. Að borga meina ég.
En svo getur líka verið að erfitt sé að finna 3 konur í einu sem eru tilkippilegar í svona fjöldasamkomu. Án greiðslu á ég við.
Æi greyið. Kannski var hann bara einmana. Þeir segja að það sé ekki tekið út með sældinni að vera frægur og ríkur.
O jæja. Það er sama hvað ég reyni. Ég mun aldrei geta rætt þetta á vitrænum nótum. Enda ekki karlmaður.
Ronaldo í útistöðum við klæðskiptinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Núna tökum vi'etta - tökum 'etta
Ég er svo glöð eftir afrakstur dagsins að ég er alveg hreint handviss um að strákarnir taki þetta núna.
Sjálf kláraði ég nebblega sketch í dag sem á að sýna á 1600 manna árshátíð. Þetta verkefni hefur hvílt á mér eins og stórhveli og mér finnst ég vera a.m.k. 300 kg léttari en í morgun. Ég má nú ekki missa svo mörg kíló í raunveruleikanum en það hefði samt verið gaman að svona 5-10 kg hefðu verið actually af mér.
En nóg um það. Ég er farin að horfa á leikinn. ÁFRAM ÍSLAND
Rétta vonandi úr kútnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni
Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?
Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.
Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.
Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.
Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Valtýr Björn og nýja skrifstofan
Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.
Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.
Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.
Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur
Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:
- Þetta er svartur svertingi
- Það er hellingur af fullt af fólki
- Þeir eru með bandarískan Ameríkana
- Nú er það svart, það er ljóst
og að lokum:
Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær
Föstudagur, 6. júlí 2007
Þetta hefur sko verið karlkyns ökumaður
Eins og allir vita geta karlmenn ekki gert tvennt í einu. Samt hvarlaði þetta einhvern veginn ekki að mér.
Að bakka og hósta á meðan var þessum ofviða.
(Þetta hlýtur að mega fara undir Formúla 1)
Ók á hús nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta