Leita í fréttum mbl.is

Vi er röde

 

Ég er svolítið að missa mig yfir þessum leik. Eins og allir hinir auðvitað. Því það hringir ekki síminn (ég er í vinnunni sko) og það er sama hvaða kúnna og hvers konar fyrirtæki ég tala við; allir hafa sömu sögu að segja. Síminn er dauður.

Ég veit líka að Hrói höttur var búinn að móttaka um 500 pantanir á pizzum strax í gær. Svo við hér ákváðum að fá okkur frekar Subway samlokur yfir leiknum en að treysta á að pizzastaðirnir mættu vera að því að sinna okkur í hádeginu í dag.

Og strákarnir OKKAR leika í rauðum búningum og tölfræðin hefur sýnt að okkur gengur betur í rauðu búningunum en þeim bláu.... hvað sem er svo til í því.

Vi er röde..... ÁFRAM ÍSLAND ÁFRAM ÍSLAND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Miklu meiri orka í rauðu en bláu ... við fáum 50 pizzur hér í Hraðbraut, frá Pizzunni Garðabæ, fyrsta skipti í sögu skólans sem við fellum niður tíma út af íþróttum eða öðrum viðburði!  ..

ÁFRAM ÍSLAND ... SENDUM ORKU TIL STRÁKANNA OKKAR ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

 party time

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.8.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Bouncing

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rauður er greinilega að gera sig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: M

Vona þá að þeir þvoi þá ekki þann rauða og leiki í bláa á sunnudag

Til hamingju

M, 22.8.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Heyrði að þeir ættu að leika í rauða búningnum á sunnudag

vonandi er tölfræðin rétt.

Frábær árangur hjá strákunum OKKAR

'Afram ísland

Anna Margrét Bragadóttir, 22.8.2008 kl. 16:10

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Rauður er litur orkunnar...ékki spurning...

Get ímyndað mér að enginn hafii verð á ferli í hádegiu í dag...þvílík spenna!

Við poppuðum bara eftir hádegismatinn og settum börnin sem ekki sváfu, inn í sal og litlu krílin í leikskólanum hrópuðu ÁFRAM ÍSLAND og hoppuðu og klöppuðu þegar strákarnir skoruðu....ÓLEI ÓLEI ÓLEI...og staffið var alveg að missa sig í fögnuðnum...held að litla fólkið gleymi þessu hádegi seint....

BARA GAMAN....

Bergljót Hreinsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:40

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góóóóðir strákarnir!!!!

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.8.2008 kl. 18:05

10 identicon

Og Svíjarnir búnir að fyrirgefa okkur fyrir að stela þeirra sæti á leikunum.

Þeir áttu ekki orði í dag þulirnir yfir frábærum elik Íslendinga... o sögðu, Ísland er jafn stórt o Malmö.... það heyrðist í Adolf Inga í sænska sjónvarpinu,,, hann talaði svo hátt (eða gargaði)  Síðan er bara vona að rauði liturin gefi okkur gullið, en silfur er líka frábært

Hej Island !!!!!! 

Erla (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Frábær árangur. Horfdi á leikinn á TV2 í Danmørku og thulirnir hér hrósudu landslidinu ekkert smá. Og voru alltaf ad tala um hversu stórt thetta væri, ad thjód sem væri á stærd vid mannfjølda Árósa gæti thetta. Vá hvad ég var bara stolt. Og táradist hreinlega í lokin .

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 20:25

12 Smámynd: Söngfuglinn

Rauður er náttúrulega örvandi litur, en sá blái meira róandi. Svo þetta segir sig sjálf er þaggi. Jii hvað þetta er gáfulega sagt hjá mér. Árfam Ísland.  Stórasta land í heimi

Söngfuglinn, 22.8.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Haukur Kristinsson

en fögnum þótt það verði silfrið, þeir hafa verið æðislegir og verðum að taka vel á móti þeim þótt þeir tapi gullinu. gull eða silfur, frábært

Haukur Kristinsson, 23.8.2008 kl. 00:32

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóhanna. Frábært!! Enda mikill viðburður á ferð.

Erla og Sólveig. Fyndið og skemmtilegt að heyra þetta. Ég hélt að það værum bara við sem værum alltaf að tala um ''höfðatöluna''  og fámenni Íslendinga. Ég sé það á ykkar frásögnum að aðrar þjóðir spá í fólksfjöldann þegar einhver úr okkar röðum skarar fram úr á einhvern hátt.  Gaman að 'essu.

Sys. Já, við höfum trú og tölfræðina okkar megin varðandi rauðu búningana.

Jón Arnar. Æðislegt! Bara búið að flagga á svölunum. Og svo flaggarðu hinum rauða danska við hliðina, er það ekki? Það á vel við.

Bergljót. Einmitt! þarna bjugguð þið til góða æskuminningu fyrir krakkana. Það hefur verið fjör hjá ykkur.

Haukur. Þó það nú væri. Silfrið er meira en nokkur bjóst við og í rauninni meira en nokkur getur búist við. Ég finn fyrir stolti, næstum því eins og ég eigi son þarna úti á vellinum.

Og þið öll: ÁFRAM ÍSLAND. Ég er viss um að 90% þjóðarinnar verður vöknuð snemma á sunnudagsmorgunn.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband